Þjóðviljinn - 23.03.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1946, Blaðsíða 4
4 ' Þ JÖÐVIL JINN Laugardagur 23. marz 1946. .* Útgefandi: SameiningarfJokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjónxarskrifstofur: Austurstræti 12 og Skólavörðustíg 19. Simi 2270 (Eftir kl. 19.00 einnig sími 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399, Prentsmiðjusími 2184. .Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Afturhaldið hefur að nýju hafið fjandskap við íslenzka listamenn í fyrradag tilkynnti hin þingkjörna úthlutunarnefnd, hvern viðurgerning hún hefði veitt listamönnum lands- íns. Úthlutun hennar hefur þegar vakið miikla undrun og. gremju meðal lesandi fólks. Sjónarmið meiri'hluta nefndarinnar eru greinilega pólitísk en ekki listræn. — Menn höfðu að vísu óttast að svona myndi fara, því að néfndin var auðsjáanlega skipuð 1 þeim tilgangi einum að refsa þeim sem róttækir eru, en ofsóknir hennar hafa gengið meir úr hófi fram en hægt var að hugsa sér. Stefán Jóhann Stefánsson er arftaki Barða Guðmunds- sonar í útihlutunarstarfinu. Engin mun þó gera því skóna að hann hafi þroskaðri bókmenntasmekk en fyrirrennari hans, og hann hefur farið mjög dult með umhurðarlyndi sitt við pólitíska andstæðinga. Þorsteinn Þorsteinsson er kunnur fyrir þröngsýni, enda mun hann bera meira skyn á útlit bóka en innihald þeirra. íslenzkt aftunhald valdi þessa menn til að hefja að nýju fjandskap við listamenn inndsins. Þeir hafa fylgt þrem meginreglum í starfi sínu. í fyrsta lagi mátti enginn listamaður fá hærri úthlutun en Guðmundur Gíslason Hagalín. Þess vegna er gáfaðasti og stórbrotnasti listamaður landsins, Halldór Laxness, settur á bekk með höfúndi Konungsins á Kálfskinni. í öðru lagi átti að hækka Dynskógamenn á kostnað rót- tækra listamanna, og hefur það þitnað á ágætustu höf- undum eins og Magnúsi Ásgeirssyni, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, Steini Steinari og Jchannesi úr Kötlum. — í þriðja lagi átti að veita styrk ýmsum bægum leirsbáld- um- og reyfarahöfundum, dönskum og íslenzkum. Mun þetta hafa verið gert tij þess að fleiri meðliimir HagaMns- félagsins en Rithöfundafélags íslands vœru á úthlutunar- skránni, enda var bætt á hana í því skyni 7 nýjum mönnum. Meirihluti nefndarinnar hefur gengið svo langt í þjónkun sinni við það sem auvirðilegast er og lágkúru- legast í íslenzkum bó'kmenntum, að fyrrverandi skjól- stæðíngur HagaMns, Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, er lækk- aður ofan í 500 kr. af þeirri ástæðu einni, að hann leyfðí sér að anda ofurMtið á foringja Dynskógamanna í ritdómi um Móður ísland, Maður skyldi ætla að Haga- Mn hafi verið faMn úthlutunin, en ekki þingkjörinni nefnd. Úthlutunarnefnd hefur tekið myndMstamenn svipuðum tckum og rithöfunda. Þeim, sem eru nýstárlegir og djarfir i efnisvaM og framsetningu, er refsað með nánasarlega M’tlum styrkjum. Nægir að benda á það, að Þorvaldur Skúla- son, Gunnlaugur Ó. Scheving og Jón Engiiberts fá aðeins 1200 kr. Viðurkenndur listamaður eins og Nína Tryggva- cióttir fær .500 kr. og Svavar Guðnason ekki neitt. Kúgunarstárf nazista gegn listamönnum vakti viðbjóð ’álls heimsins. íslenzkir aftunhaldsmenn virðast þó hafa tekið sér aðferðir nazistanna til fyrinmyndar, þótt í smærra stál sé. En þeir munu skamma stund hrósa sigri. Hinir ofsóttu listamenn munu taka höndum saman við alþýðu lándsins og hnekkja valdi aftuiihaldsimanna yfir þessum málum, enda mættu.. þeir vera minnugir þess. að- Jónas fná Hniflu fékk makleg málagjöld fyrir huhgur- oísóknir súnar- á hendur íslenzkum Mstamönnum. LÉTTUM HÚSMÆÐRUNUM STORFIN MEÐ AUKNUM INN- FLUTNINGI HEIMILIS VÉL A. Eftirspum eftir margskonar heimilisvélum, til að létta undir með húsmæðrunum, fer ört vax- andi, en innflutningur þeirra. gengur treglega. Nýlega hringdi til mín maður, sem hefur átt heimilisvél í pöntun um langan tíma og kvartaði yfir því sein- læti sem ætti sér stað hvað þenn au innflutning snerti. Hann gaf ótvírætt í skyn að klíkusjónar- mið réðu mest mn, hverjir fengju þær tiltölulega fáu heim- ilisvélar sem hingað flyttust frá Ameríku. Hann grunaði heild- sölufyrirtækin, sem hafa umboð fyrir þessar vélar, um að þau afgreiddu umsóknimar ekki allt- af í réttri röð. SKkt er; ef satt reynist, vitanlega alveg óþolandi, en erfitt að sjá við þeim leik, meðan einstaklingar hafa með útvegun þeirra að gera. Ráðið til að kippa þessu í lag, er að auka innflutning heimilisvéia sem mest. Flestar húsmæður verða nú að sKta sér út. fyrir aldur fram, vegna vöntunar á hentugum vélum til að létta heimilisstörfin. Þess ber þó að gæta, að ýmsar þær vélar sem nota mætti á heimilum, eru full dýrar til að hægt sé að búast við að notkun þeirra verði al- menn. Á bað t: d. við um þvotta vélarnar. En þeim húsmæðrum gætu almennings-þvottahúsin orðið ómetanleg hjálp. Líka gætu 2—3 fjölskyldur, er búa í sama húsi, haft þv.ottavél til sameig-' inlegra nota. En þetta eru aðeins musmun- andi leiðir að sama marki, þ. e. að vinna bug á þeim úreltu vinnuaðferðum sem nú eru ai- geng við heimilisstörfin og létta þar með þeim þrældómi af húsmæðrum sem hin daglegu störf þeirra nú eru. MAÐKAR í MJÖLINU? Húsmóðir skrifar um maðkað haframjöi? „Það er orðin vani að fara með allt í blöðin. Nú um helgina ætlaði ég að hafa góðan og kjammikinn mat á borðum. Keypti ég í. því skyni hvítkál og annað grænmeti, sauð kjötsúpu og. kastaði út í hana haframjöli. Bar ég svo þetta á borð. — En þegar ég sest sjáif að borðinu, tek ég eftir því að maðurinn minn er að taka eitthvað ofan af sínum diski, og þegar ég fer að athuga hvað þetta sé, kom í ljós að smáir, hvítir maðkar hringa sig ofan á súpunni. Mað- urinn minn sagði mér bá að fyr- ir stuttu siðan þegar hann borð- aði utan heimilisins, hafi hann borðað kjötsúpu með haframjöli og þar voru iíka maðkar ofan á súpunni. Nú vil ég' spyrja, hvemig á þessu standi, hvort flutt sé úr- gangsmjöl til: landsins, og hverj- ir beri ábyrgðina á þeim inn- flutningi? Eg á til afgang af þessu. mjöli, ef einhver vill sjá það og rannsaka: Mér þætti fróð legt að vita, hvort fleiri húsmæð ur hafa veitt þessu eftirtekt, en það er mjö-g vont að sjá maðk- inn“. RANNSÓKNARSTOFA HÁSKÓL ANS ÆTTI AÐ FÁ MJÖLH) TIL RANNSÓKNAR. Ekki er Bæjarpóstinum kunn- ugt að fleiri húsmæður hafi kom izt í kynni við þetta maðkamjpl og má þó vel vera að svo sé, Tel óg, sjálfsagt að húsmóðirin sendi Rannsóknarstofu Háskól- ans sýnishom af mjölinu, ásamt upplýsingum um, hvar mjölið er keypt. Faest þá úr því skorið, hverskonar vara þetta er og hvernig hún er komin í verzl- anir. Mál sem þetta er alvar- legra en. svo, að ekki sé.rétt að rannsaka alla málavöxtu. Vís- asti vegurinn til þess er að af- henda Rannsóknarstofunni sýnis- horn af mjöUnu, er- mun annast rannsókn þess, eigandanum að kostnaðarlausu. HVENÆR VAKNAR MATVÆLA EFTIRLITIÐ? í lilefni af þessu virðist full ástæða til að matvælaeftirtitið láti til sín taka, en hingað til hefúr bæjarbúum fundizt sem sú heiðraða stofnun hlyti að hafa eftirlit með einhverju öðru en matvælum, og er þá kannski illa gert að vera að raska ró þess með því að krefj- ast afckipta af ekki stærra máli en möðkuðu mjöli? ÞAÐ BER AÐ VERNDA AL- MENNING GEGN VÖRU- SVIKUM. En hvað sem því líður, þá er bezt fyrir alla aðila, að vöru- svik og vöruskemmdir, eins og um virðist vera að ræða í þessu tilfelli sem húsmóðirin skrifar um, séu tekin til gaumgæfilegrar athugunar, því almenningur á fullan rétt á að vera verndaður gegn slíkum ófögnuði. 1 Tækifæri til raunliæfra ráðstafana. í flestum bæjum og þorpum landsins er mikill áhugi fyrir byggingu verkamannabústaða. — Byggingarfélögin eru stofnuð, allt er undirbúið, aðeins eitt vantar; það vantar afl þeirra hluta, sem gera skal —- pening- ana. — Það lætur annars undarlega í eyrum, þegar sagt er að pen- inga vanti til að byggja yfir hús næðislaust fóik I landi, þar sem tugir. millióna króna liggja rentu lausir í fjárhirzlum bankanna. En samt er þetta nú svo. Bygg- ingarsjóður verkamannabústaða þarf að veita hinum ýmsu bygg- ingarfélögum um 16 milljónir kr. á þessu vori, ef þau eiga að geta framkvæmt þær byggingar, sem ráðgerðar eru á sumri komanda. Þetta fé vantar sjóðinn að mestu. Nú hafa þeir Sigfús Sigur- hjartarson og Sigurður Guðna- son lagt til, á Aiþingi, að Lands- bankinn verði skyldaður til að innleysa skuldabréf sjóðsins, svo honum verði kleift að veita um- beðin lán á þessu vori. Hér er tækifæri til raunhæfra ráðstafana gegn húsnæðisskorti í bæjum og kauptún-um. Vonandi lætur Alþingi ekki á sér standa, vonandi afgreiðir •það málið fijótt og vei. — Af* greiðsla þess þýðir. tugir.. góðra verkamannabústaða á komandi Augu niargra liafa opnazt. Það þurfti engan spámann til að segja það fyrir, að upp úr heimsstyrjöldinni mundu verða mikil átök milli sósialista og auð valdssinna. Alltaf opnast augu fleiri og fleiri fyrir því, hve heimskulegt og villimannlegt auðvaidsskipulagið er, þegar af- leiðingár þess koma svo berlega frarn sem ætið verður á ófriðar- tímum. Á tímum striðsins lærk millj. þann sannleika, að auðvalds- skipulag þýðir kreppur og' strið til skiptis; og milljónir hafa fyllzt áhuga og eldmóði fyrir hugsjónum sósíalismanns; hug- sjónum jafnréttis, afkomuörygg- is og friðar. Þetta er hinn já- kvæði árangur strtðsins. „Sjáaudi sjá ekki“. En því miður eru þeir margir, sem ekkert hafa lært af hörrn- ungum stríðsins. Því miður, eru þeir margir, sem ekki reyna að gera sér ljóst, hver er orsök. striða og kreppna. Þessir menn eru hugsunarlausir þolendur hörmunganna, hörmungamar knýja þá ekki til að gera upp reikningana, sjáandi sjá þeir ekki- og heyrandi heyra þeir ekki né skilja. Svo er þriðji hópurinn. Loks er hópur manna, sem vitandi vits berst fyrir að við- halda hinni heimskulegu sam- kepþni í framleiðslu... og. við- skiptamáiúm, og'.hinu vUfimann- 1 lega stríði milli einstaklinga, stétta og þjóða, því stríði allra gegn öllum, sem auðvaldsskipu- lagið er. Þessi hópur er að berjast fyrir eigin valdaaðstöðu og aðstöðu til að raka saman fé á annara kostn að. Þessi hópur styðst við þá heimspeki villimennskunnar, að barátta milli einstaklinga, stétta og þjóða, sé aflgjafi framfar- anna. Þessi hópur ræður megin- hluta allra fjármuna auðvalds- þjóðanna, Hann ræður yfir meg- in þorra áróðurstaskjanna, flest- um prentsmiðjum, blöðum, fund- arhúsum, útvarpsstöðvunum o. s. frv. Öll þessi áróðursvél mal- ar nú, nótt sem nýtan dag, á- róður gegn sósíalistum. Henni er ætlað það hlutverk að æsa þá, sem „sjáandi ekki sjá“ gegn sósíallsmanum, og stöðva sókn þeirra sem sjáandi eru og sjá. Þetta er skýringin. Þetta er skýringin á þeim margraddaða söng, sem íhalds- blöð allra auðvaldslanda kyrja nú gegn þjóðum sósíalismans. Næstum hver frétt blaða eins og Morgunblaðsins, Vísis, . Alþýðu- blaðsins og Tímans, er tekin í þjónustu áróðursins gegn sósíal ismanum, annað lesefni blaðanna er svo að méstu útlegging á þess- um áróðri. Það vakir. ekki alltaf fyrir blöðum þessum að berjast gegn Sovétiþjóðunum, ekki svona beinlínis, en þau eru að berjast gegn hinum framseek’nú sósial- istum í auðvaldslöndum. —• Þau - Framkald £ 7- síðú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.