Þjóðviljinn - 23.03.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. marz 1946. Alít á sama stað Skrúfstykki, Lóðboltar, Þjalir, Tin, Borar, Hvítmálmur, Siuttbakkar, Rafsuðuvélar, Vmdur, Rafsuðuvír fyrir Kluppar, járn, kopar, Ventlaþvingur, steypujárn og fí rmgaklemmur, aluminum, Taugir, Logsuðutæki, Skiptilyklar, Logsuðuvír, Stjörnulyklar, Gleraugu. H.f. Egill Vilhjálmsson nmg Fimiur Jónsson opnar málverkasýningu í sýningar- !u myndlistamanna á morgun, sunnudaginn 24. ■in-arz. kl. 2 e. h. Sýmingin opin daglega, frá kl. 10—22 e. h. Allar húsmæður vilja að kökubakst- urinn heppnist sem bezt. Til þess að svo verði, er trygg- ingin að nota LILLU LYFTIÐUFT H. F. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR Fiðudireinsun Aðaljiræti. 9B .Sími 4520. ‘ - - • ________________________________ Muníð Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Stúlkur vantar. Saumastofan Hverfisgötu 49 f iiggiir leiðin Ragnar Olafsson Hæstaréttarlögmaðer og löggiltur endurskoðandl Vonarstræti 12, simi 5999 Magða beið þess þolinmóð hverju fram yndi. Hún vissi reyndar, hvað það var. Sig- ríður var frammi í eldhúsi og sönglaði yfir matnum. Það brást ekki, þegar Þorsteinn leit út eins og einhver hefði móðgað hann, þá hafði hann hugsað sér að klaga Sigríði. „Magða!“ sagði hann alvar- lega. „Já, hvað er að?“ „Eg var að tala við kennslu konuna sem kennir Sigríði. Hún er ekki ánægð með hana. Þú verður 'að reyna að láta hana taka sér fram“. Magða leit á hann og svar- aði stillilega, eins og hún var vön: „Þú átt vist við, að ég eigi að flengja hana.“ „Þú um það. En þér skilst líklega, að ég vil ykkur báð- um vel.“ „Já, þú vilt víst öllum vel,“ sagði Magða og röddin varð vitund kaldari. „Og vilt okkur vel líka — bara að við yr$um þess varar einstöku sinnum! “ Hún tók af borðinu og gekk hægt fram í eldhúsið. Þor- steinn heyrði, að hún talaði blíðlega við Sigríði. Hann varð reiður og gekk upp á loftið. Hann gekk lengi um gólf uppi í kvistherberginu og tal- aði við sjálfan sig, eða rétt- ara sagt við Mögðu, þó að hún væri hvergi nálæg, enda lét honum bezt að tala vi5 Mögðu, þegar hann var einn. Þá horfði hún ekki á hann þessum stóru, stiliilegu aug- um. Þau augu var erfitt að sannfæra með rökum. Hann sá nefnilega bregða fyrir glettni í þeim þegar hann talaði sem ákafast og hafði sem beztan málstað. Hún tók ekki orð hans alvarlega, nema þegar hann var reiður. En nú var hann ekki reiður. Hann var hryggur. Hún ætti að geta gert greinarmun á því. „Þú skilur það Magða, að ég.vil þér vel“, sagði hann við sjálfan sig. „Eg tók þig til mín undir eins og húsið var fullgert. Hvað heldurðu, að hefði orðið um þig, ef þú hefð ir ekki átt mig að, Tarald á Breiðavatni reif kofann ofan af ykkur systrunum. Þú hefðir orðið húsvilt, ef ég hefði ekki skötið skjólshúsi yfir þig. — — Já, já, ég veit að þú segir, að þú hefðir getaö farið í vist eins og Lydia og Ragnheiður. En heldurðu, að það hefði ver ið eins auðvelt fyrir þig sem hafðir Sigríði í eftirdragi? Eg man, að þú varst treg til að koma, og ég varð að telja um fyrir þér góða stund. En loks- ins skildist þér þó. að þú ættir ekki á öðru völ en taka saman farangur þinn og flytja til mín með Sigríði. Hefurðu á- stæðu til þess að yðrast þess, Magða? Hef ég ekki reynzt bér vel og hef ég nokkurn- tíma drepið hendi við Sigríði? Nei! Mig langar til að þú látir þér skiljast það, að ég lagðí mikið í sölumar fyrir ykkur þá. Eg hafði ásett mér, að sjá til þess, að þau bæði, sem gerðu mér smán, skyldu gleymast alveg e.ms og hús- hjallurinn á Vatnsenda, sem var jafnaður víð jörðu. En hver heldurðu að gleymi þeim, þegar ég leyfði þér að koma hingað með hana? Eg er ekki að mælast til þess, að þið j farið. Eg vil bara, að þú við-! urkennir, að þstta var mér j t-jkki léttbært, Þú ættir að minnsta kosti að sýna þakk- læti í því að áminna stclpuna, svo að ég þuríi ekki að skammast mín fvrir hana í skólanum, ofan á. allt annað“. Þorsteinn opnaði hurðina út á svalirnar, til þess að hafa meira olnbogarúm. Þar nam hann staðar, horfði út á vatn- ið og gleymdi þ’ó, sem hann átti eftir að segja við Mögðu. Vatnið var blátt og spegil- slétt en skuggar við strendurn ar af skógivöxnum ásunum. Og þarna var hólnunn eins og geisistóru mannsböfði hefði skotið npp úr vatninu. Nú kom bátur fyrir tang- ann. Tvær ljósklæddar konur sátu í honum. Önnur reri. Þær stefndu að hólmanum. Þorsteinn horfði á þær um stund. Síðan tók hann aftur til að ganga um gólf. Enn átti hann margt ótalað við Mögðu. En nú mundi hann ekki, hvar hann hafði hætt og vissi ekki fyrri en hann stóð úti á svölumim ftftur. Láturinn var kominn inn í lítinn vog. Kon- uraar stóðu á bakkanum, og voru að afkæða sig, þær feygðu hverri flýkinni eftir aðra, þar til engin spjör var eftir á kroppnum. Svona stóðu þær í sólskininu grannvaxnar og ungar — allsnaktar. Hann þekkti aðra þeirra. Hún var kennslukona við barnaskólann. Hvað var hami að horfa á þær? Þorsteinn gekk inn í her- bergið aftur, settist niður og fór að athuga sti'abækurnar. En hann gat ekki setið kyrr. Einhver óró hafði gripið hann. Hann fleygði stílpbókunum á legubekkinn og ætlaði niður í stofu, en hætti slcyndilega við það. Skyldi Magða hafa séð þær líka? Hann langaði ekki til að íala við Mögðu. Og því gekk hann út á svalirnar aftur. Hann gekk ofur hægt, eins og hann væri hræddur um að einhver heyrði til hans. ' Þær voru horfnar en fötin lágu kyrr. Nei, þarna vcru þær á sundi. kölluðu, hlógu og biltu sér í vatninu. Þær voru að nálgast hólmann aftur. „Gott veður í dag!“ hugsaði Þorsteinn. Hann r orfði út yfir skógivaxna ásana. Þama hátt uppi í hlíðinni sást húsþak. En þar rauk ekki. „Hvemig skyidi mömmu líða?“ hugsaði hann. „Ætli hún geri mér ekki orð bráðum. Hún hefur víst verið lasin undanfarið." Hann horfði lengi upp í hlíð amar, en ósjálfrátt leit hann aftur niður í víkina. Þama stóðu þær við bakkann í vatni upp að knjám, hlógu og skræktu. Þorsteini varð órótt innan- brjósts. „Þær sjá mig vpnandi -ekki,“ hugsaði hann. Nei, nei, það var engin hætta. Hvernig var hægt að sjá inn um glugga að degi, til. Og hvað, sem öðru leið var „Það leiðist engum, þar sem ég er“, hneggjaði hestur rétt hjá þeim í myrkrinu. „Og enginn er fátækur, þar sem ég er“, rumdi uxi, sem kom á eftir þeim. „Og enginn er einn, þar sem ég er“, gjammaði hundur, sem hljóp á undan þeim. Amma hans Lárusar varð glöð, þegar hann kom heim í kotið með allt fylgdarlið sitt. Þau höfðu alltaf nóg að bíta og brenna, ungu hjónin. En kæmi það fyrir, að Sóleygu þætti húsið lítið og fátæklegt, þurfti hún ekki annað en setjast á hlaðvarpann og horfa á skýjaborgina hans föð- ur síns, sem breytir sér í sífellu, en er þó alltaf fegursta höll heimsins. (Lauslega þýtt)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.