Þjóðviljinn - 01.05.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. maí 1946.
ÞJÓÐVILJINN
3
I dag koraum vér saman
hinn fyrsta 9. apríl eftir
stríð í frjálsum Noregi. Vér
helgum daginn minningunni
um hina föllnu stúdenta
vora. Margar hugsanir leita
á. Með hrolli vekjum vér upp
í minningu vorri þennan
svala bjarta aprílmorgun,
þegar okkur var orðið ljóst
að loftvarnarvein næturinnar
höfðu í þetta sinn ekki verið
merki um æfingar heldur
banvænlega alvöru. Það sem
oss hafði þótt ótrúlegast af
öllu var orðið raunveruleiki:
I ruddalegu valdaæði og með
aðferðum stigamanna réðst
gríðarlegur svokallaður
,,varnarher“ á hið litla sak-
lausa land vort. Vér vissum
sjálfir að vér höfðum aldrei
gert neitt á hluta þessara
framandi manna — vér vild-
um aðeins fá að lifa á vorn
hátt í því landi sem forfeð-
ur vorir hafa hrifsað úr
klóm náttúrunnar og sem
vér höfum sjálfir tekið þátt
í að byggja. Og þessir ó-
kunnu ofbeldismenn létu sér
meira að segja sæma að full-
vissa oss um það að þeir
hefðu komið til þess að
vernda oss!
Aldrei munum vér gleyma
hver áhrif það hafði á oss
að rekast á þessa fyrstu
grænklæddu menn. Návist
þeirra og allt eðli var eins og
saurgun á hinu fagra landi
voru.
Og þó: Jafnvel þessi skelfi
legu frumáhrif fölnuðu í sam
anburði við það sem fram
við oss átti eftir að koma
þegar hið sama kvöld: í út-
varpinu kom sú fregn að
norskir menn væru reiðubún
ir að svíkja Noreg. Þá 'var
eins og hyldýpi gini við fram
undan oss. Allt gætum vér af
borið, aðeins ekki þetta!
Þá skynjuðum vér að sú
barátta sem framundan var
yrði barátta ekki á einni
heldur tveim víglínum. Nú
var einskis örvænt. „Skotinn
verður hver sá sem . . Skot-
inn verður hver sá sem . . “
— Það voru orð sem voru ó-
skyld eðli norskrar skap-
gerðar, og í þetta sinn komu
-þau frá norskum vörum.
Það var engin furða þótt
vér værum margir hverjir
ringlaðir, jafnvel lamaðir- í
fyrstu. En það stóð ekki
lengi. Og frá fyrstu stundu
var til kjarni fórnfúsra frels
ishetja sem gerðu sér alger-
lega ljóst það eina sem
máli skipti: Nú var engin
undanlátssemi hugsanleg.
Nú var framundan barátta
fyrir öllu því sem oss var
dýrmætt, barátta með sjálft
lífið að veði.
Vér erum glöð og hreykin
yfir því að háskólaæska vor
var þróttmikill hluti af
þessu fyrsta ákveðna kjarna
liði frelsisbaráttunnar.
Baráttan varð löng og var
smátt og smátt háð á ýms-
um sviðum — á landi, í lofti,
á hafi, í þýzkum fangabúðum
og hinum svokölluðu „ólög-
Barátta með sjálft lífið að veði
Minningarrœða OTTO LOUS MOHRS, rektors við Oslóháskóla, um
norska stúdenta, sem féllu fyrir föðurland sitt. Rœðan er flutt 9. apríl
1946.
legu“ félögum hér heima fyr
ir. Skráin yfir þá sem féllu
hefur í sannleika að geyma á
takanleg og mjög misjöfn ör-
lög. Þeim er aðeins eitt sam
eiginlegt: Allir leystu þeir af
höndum hina hinztu stóru
fórn fyrir þann Noreg sem
þeir elskuðu.
Þegar háskólinn vill í dag
þakka þessum ungu hetjum
og heiðra minningu þeirra,
þá gerum vér það með til-
finningu heilagrar auðmýkt-
ar. En jafnframt skelfumst
vér hin stóru orð. Vér vitum
að þau voru ekki að. vilja
piltanna. í stað þess mun ég
gera grein fyrir eðli afreka
Olav Brunborg
þeirra með því að nefna
nokkur raunveruleg dæmi:
Féll á Bydöy 9. apríl 1940,
féll við Fossum brú, á Elver-
um, á Valdnesi, á Tretten,
við Segelstad brú, við Gra-
tangen. Skotinn á Trandum,
skotinn á Akershus, á Gríni.
Dáinn eftir pyndingar Gesta-
pó, drukknaður með „West-
phalen“, drukknaður á tund-
urspilli í Norðursjónum.
Drepinn í loftárás á Frei-
burg. Dáinn sem ■ fangi í
Múhlhausen, í Sennheim, í
Wien. Sprengdur í loft upp á
Atlanzhafi, fallinn sem flug-
maður yfir Frakklandi, hrap
aður með flugvél í Ermar.-
sund.
Dáinn í þýzkum fangabúð-
um: Sachsenhausen, Buchen
wald, Neuengamme, Fallensee
Natzweiler, -Dachau. Varð
blindur og lézt skömmu eftir
heimkomuna úr þýzkum
fangabúðum, drukknaður eft
ir að hafa lent með fallhlíf í
Noregi, tekinn að óvörum og
skotinn af Þjóðverjum í
Norðurmörk, skotinn af
Gestapo við handtöku, fall-
inn í bardaga við Gestapó.
Meðlimur XU — skotinn
af Gestapó á götu í Osló,
drepinn við fallhlífarlöndun
í Naumudal, dáinn í tugthúsi
í Hamborg, í Sonnenborg,
Drukknaði á leið til Eng-
lands, féll í stríði sem skæru
liði í Eggdal.
Þessi dæmi nægja til þes?
að eðli afreka þeirra birtist
oss lifandi og skýrt. Þau tala
í sannleika sínu máli.
Hvað var það sem gaf
þessum ungu frelsishetjum
þennan dásamlega styrk ?
Þeim var öllum sameiginleg
ást til hins yndislega lands
vors. En þar við bætist eins
og skær leiðarstjarna tilfinn
ing hins sanna háskólaborg-
ara fyrir sannleika, hrein-
læti, heiðarleika í heimi lyga,
svika og svívirðu. Þessi á-
skapaða afstaða varpar sér-
kennilegum ljóma á hinn
unga glóandi frelsisvilja
þeirra.
Eg læt einn þeirra sjálfra
segja frá:
Vár faslhet er, fjellels, vi stár
hvor vi slo
om eiui vi cr slátt og beleiret,
De tror de kan kvele vár röst
i várl blod,
men först Jiár de knekker várt
inol og vár tvo,
först da har de endelig seiret.
Tyranner kan rane din jord
og ditt bröd
og te seg soni herrer i husel,
og byer kan brenne og folkene
blö,
nien frilieten kan ikke, kan
ikke dö,
den rciser seg atter av gruset.
Og slár du eiui vápenlös,
enc pá vakt
mot hjelnikledte grá millioncr,
sá vit að din sjel er for evig
intakt,
for din ánd og dilt ord er en
sierkere niakt
enn pröyssernes tanks og
kanoner.
Þegar vér heiðrum þá í dag
sem góða Norðmenn, heiðrum
vér þá um leið sem stúdenta,
sem voru tryggir akademísk-
um hugsjónum fram í dauð-
ann- Vegna þessarar tvíþættu
afstöðu munu nöfn þeirra
verða hvatning komandi kyn
slóðum, öllum nýjum stúd-
entsárgöngum.
Háskólinn mun síðar safna
þessum nöfnum á minning-
artöflu. Ennþá er það of
snemmt. Þótt þessi átakan-
legu örlög hafi verið marg-
breytileg er ekki víst að við
höfum enn náð í alla. Á list-
anum eru nú 131 nafn. Að
einum undanteknum voru
þetta allt starfandi náms-
menn á stríðsárunum. — Við
höfum orðið að afmarka hóp-
inn þannig. Þessi eini, dr.
Einar Höjgárd, var einasti
’háskólakennarinn sem féll.
Eg þekkti hann vel sjálfur
og taldi hann vin minn. En
ég þekkti hann einnig óbeint
frá nemendum hans. Eg get
ekki hugsað mér neitt sem
hæfir betur en að nafn hans
sé einmitt skráð 1 hópi stúd-
entanna. Stúdentar! Ilann
vsi' góður stúdent!
Fyrir hönd háskólans leyfi
ég mér að votta öllum foreldr
um og aðstandendum dýpstu
samúð vora- Sjálfur getur
maður þolað mikið. En þegar
börn manns verða fyrir á-
falli er allt öðru máli að
gegna. Það hefur bitnað á
ýmsum okkar á þessum tím-
um, jafnvel okkur sem var
hlíft að lokum. Orð eru þá
svo lítils virði. En leyfið mér
samt að minna á tileinkun
sem Coolidge forseti, sem
hafði misst ungan son sinn,
sendi vini sínum, sem hafði
orðið fyrir sömu raun. Mér
hefur alltaf fundizt hún fög-
ur, Hún hljóðar svo:
,.Til minningar um son
hans og son minn, sem fyrir
náð forsjónarinnar fengu
ley.fi til að halda áfram að
vera ungir um alla eilífð“.
Ungir piltar, þannig skul-
um vér minnast þeirra. Einn
þeirra (Hér er átt við Olav
Brunborg, son Guðrúnar Bó-
asdóttur, sem viðtal var við
í blaðinu í gær) var 1,93 m.
á lengd og eðlilegur þungi
■hans var 93 kg. Þyngd hans
var 45 kg. þegar hann dó að
lokum suður í Natzwelier.
Eftirlætisljóð hans voru þess-
ar vísur,:
Ogsá vi skal vel fölge
rösten som maner og tvin'ger
til alltid á fly irnol ilden,
selv om vi svir váre vinger.
öyner vi lys i mörket,
gár vi mot brannen og glöden.
Málet er nettopp á flamme,
selv om det ender med döden.
Móðir hans skrifaði mér,
þegar rætt var um að reisa
minnismerki um hina föllnu:
„Eg hafði vonazt eftir að
listamennirnir mundu sýna
hina fersku fórnfýsi piltanna,
æsku þeirra og sigur.
Vér megum ekki gera minn
ismerki sem tákn sorgar og
dauða. Ollu heldur á það að
vera tákn trúar og sigurs. —
Þar eigum við að koma sam-
an í hreyknu þakklæti vegna
þess að þetta voru vorir pilt-
ar og þeir kusu heldur þjári-
ingar og dauða til þess að of-
beldi og lýgi festi ekki rœt-
ur meðal vor. Þeim var Ijóst
að hverju þeir gengu og
hvaða hœttu þeir lögðu sig
í. Það var ekki unglingsleg
ofdirfska heldur sterk sönn
fórnfýsi sem leiddi þá þang-
að sem þeir eru nú. Það er
slcylda vor sem þekktum þá,
að stuðla að því að dauði
þeirra verði hvatning til
komandi kynslóða“.
Þetta er hinn rétti andi.
Með þessum anda þökkum
vér í dag og heiðrum hina
föllnu. Vér getum í raun og
veru aðeins gert það á einn
einasta hátt: Með því að lofa!
þeím, að vér skulum verai
verðugir fordæmis þeirra.
Guðsgjöf frelsisins, semi
þeir tóku þátt í að tryggja
oss, er ekki neitt staðnað,
neitt sem vér getum notið,
í rósemi. Frelsið er breytii
legt, það hefur það ein-1
kennilega eðli að maður,
verður í sífellu að berjast!
fyrir því á nýjan leik.
í þessari baráttufylkinguj
á hinn hreini stúdent, hinni
raunverulegi háskólaborgi
ari heima. Aðeins me<5,
skýru og einbeittu starfij
á þessu sviði getum vér,
gert vort til að byggjaJ
þann nýja og betri heimj
sem þeir dóu fyrir. — Nýr,
og betri heimur, nýr og!
betri Noregur! — Það eri
hið brennandi ákall semi
síðast hljómaði frá þess-<
um ungu mannslífum:
„Norge over váre grave
blomstre som en Herrenð
havg!“
Eftir að land vort varðl
frjálst aftur, hafa verið sögði
mörg fögur orð um frelsis-<
gleði vora. En það heíur far-<
ið þannig fyrir mér, að ekk^
ert hefur getað vottað tilfinn)
ingar vorar á jafn fullgildani
hátt og hinn dásamlegi vitn-
isburður Edvards Griegs unt
Noreg og norsk viðhorf. Þessí
vegna hef ég beðið stúdentai
að leika ,,Vorið“ — eða eins|
og hann kallaði það sjálfup
„Hið hinzta vor“ — hér í dag„
Látum hann túlka allar tiD
finningar vorar: Þakklætið
til piltanna, sársaukann bak:
við frelsisgleðina — sáttfýsi]
vora — og ást vora til þess(
Noregs sem þeir elskuðul
fram 1 andlátið.
(Þýtt úr Aftenposten 9„-
apríl sl).
Rex-Rotary
mJ
fjölritarar
rafknúnir og
handsnúnir.
Stensil,
Stensilfarvi,
Pappír,
Teikniáhöld
Allt tilheyrandi
fjölritun.
„REX-ROTARY“
Heildverzlun:
O. Korneiup-Hansen
Reykjavík
Suðurgötu 10.
Sími 2606.