Þjóðviljinn - 01.05.1946, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.05.1946, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. maí 1946. ÞJÓÐVILJINN 5 Frá heimsþingi verkalýðsms í París i. Þeir eru að smátínast inn á Café de la Paix fulltrúarn- ir, sem komnir eru úr öllum áttum heims til að sitja al- 'þjóðaráðstefnu verkalýðsins. sem leggja skal lóðið á vog- arskálina, þungann, sem sker úr um það hvort styrjöldin 'hafi orðið alþýðu heimsins nógu strangur skóli til þess að fulltrúar hennar staðfesti með afstöðu sinni að héðan í frá berjist heimsverkalýður- inn í einni órofa fylkingu, en ekki sundraður og dreifð- ur, svo sem hann hefur verið alla tíð. Sú ábyrgð er mikil, sem hvílir á þessum mönn- um. Og það kemur glöggt fram síðar að sumir þeirra hafa gert sér hana ljósa, aðr- ir ekki. Eg reyni að geta mér þess til eftir útliti manna, málfari, litarhætti og látbragði, hvað- an þessi og hinn sé kominn,- hverrar þjóðar hann sé, hverrar stéttar, já mér flýgur jafnvel í hug að reyna að lesa það í svip hans, hvernig hann muni snúast við þe:m vanda, sem hann hefur verið kjörinn til að leysa á þessu þingj. Eftir afstöðu hans get- ur það farið, hvort vonir milljóna rætast, eða úrslitin verða eins og salt í opnar undir hins stríðsþjáða mann- kyns. Þarna eru komnir sóldökk- ir Afríkubúar frá nýlendum Hans hátignar Bretakonungs, það stirnir á kolsvart, hrokk- ið hárið og augun kvika dökk í Ijósum fleti, sem virðist næstum mjallarhvítur. Þeir tala hratt og snöggt, og láta við og við skína í röð perlu- ’hvítra tanna. Þó er látbragð þeirra rólegt og hljótt móts við fjörið, sem logar af sessu- nautunum við næsta borð. Það eru spönskumælendur frá Mið- og Suður-Ameríku og Kúbu. Hraðinn í máli þeirra er svo mikill, að það hrynur í samfelldan nið fyrir eyrum mér. Ótal líkams- hreyfingar fylgja hverri setn- ingu, þannig að Frakkinn verður mesta stillingaljós, hálfgerður drum'bur 1 hreyf- ingur, móts við þetta sjónar- spil mannlegra tilfinninga. En Bretar, Rússar og Norður- landabúar sitja þarna eins og líflausir gervimenn, sem bún- ir eru þeim hæfileikum að renna til augum og hreyfa varirnar. Á morgun er búizt við heil- um hóp fulltrúa frá ýmsum löndum, og þá flytjum við í aðalmatsal Grand Hótels, þar sem okkur er ætlað að nær- ast þann tíma, sem þingið situr á rökstólum. Það er ver- ið að ljúka við skyndiviðgerð á hótelsölunum eftir fóta- spark þýzka hersins, sem sló Nokkrar myndir hendi sinni á þessa stóru og glæsilegu byggingu í hjarta Parísar. Hin víðfeðmu og há- veggjuðu salarkynni með logagylltar hvolfþekjur bera vitni glæstari tímum, þó finnst mér ryk og gróm her- námsáranna svara fullkom- lega til þess ástands, sem nú ríkir hér á flestum sviðum, ég held næstum því að það mundi valda manni óþægind- um að neyta morgunmatar, sem er gervikaffi með sakk- aríni og þurru brauði í öllu glæstara umhverfi. II. Að morgni 25. september á ráðstefna heimsverkalýðs- ins að hefjast- Við leggjum eru mættir og taka sæti. Það er hvíslað og masað á forsæt- ispallinum, loks kveður Saill- ant sér hljóðs, ritari undir- búningsnefndarinnar, sem stofnsett var á Lundúnaráð- stefnunni. Hann setur ráð- stefnuna með stuttri ræðu og gefur síðan Jouhaux orðið. Jouhaux er einn af elztu leið- togum franska verkalýðsins, Hann er mikill ræðuskörung- ur og flytur nú setningar- ræðu þessa þings af. fjöri miklu og hita. Þetta var hátíðleg stund og maður hafði það á tilfinning- unni, að þingheimur ætti að- eins eina ósk, þá ósk, að ráð- stefnan mætti fara svo, að henni lyktaði með samein- Eftir Stefán Ögmundsson af stað frá hótelinu kl. 9 um morguninn á fundarstaðinn, Palais de Chaillot, húsakynni eins nýjasta og veglegasta leikhúss borgarinnar. Það var endurbyggt fyrir heimssýn- inguna 1937. Við ökum gegn- um borgina í strætisvögnum, sem forráðamenn ráðstefn- unnar hafa fengið undanþágu til að nota, þótt hvergi sjáist slík farartæki sökum hins mikla benzínskorts. Fólkið starir á þessa bílalest undr- unaraugum, þó finnst mér sem margir skilji hvað um er að vera, enda hafa mörg dag- blaðanna boðað tíðindin. Hin veglega bygging blasir við okkur, tíguleg og stíl- hrein, með Eiffelturninn í baksýn. Framan við annan aðalinngang byggingarinnar 'iefur verið komið fyrir fán- im fjölmargra þjóða, ekki sá ég þann íslenzka, sem naum- ast var heldur von, þar sem Ísland átti engan fulltrúa í París um þær mundir. Eftir alllanga göngu niður í jörðina er kom'ð í aðalsal leikhússins. Við íslenzku fé- lagarnir svipumst um bekki. Hvar skyldi íslandi ætlaður staður í safni þessara mörgu. þjóðlanda? Á borðunum standa spjöld með nafni hvers lands. Þarna er Frakk- land, neðar í bekkjaröðinni er rússnesku fulltrúunum ætlað- ur staður, hinumegin við ganginn, fyrir miðjum sal eiga fulltrúar Stóra-Bretlands sæti, Suður-Afríka, Norður Ródesía, ísland, írland. Við setjumst milli hins brosmilda Goodwins frá Norður-Róde- síu og hins kirkju-höfðing- lega Lynch frá írlandi. Forsætið er fánum skreytt og nöfn allra þeirra landa, sem þátt tóku í ráðstefnunni. eru letruð á tjald framan við forsætið. Það smákyrrist í salnum, flestir fulltrúanna ingu heimsverkalýðsins í elnu alþjóðasambandi. Jouhaux gamli sagði það vera táknrænt, að París, borg byltinganna og Kommún- unnar, skyldi nú hafa orðið fyrir valinu sem samkomu- staður fulltrúa 70 milljóna verkalýðs, sem ættu það er- indi hingað að skapa alþjóða- samtök er sklpulegðu sam- hjálp öreigalýðsins til að létta byrðar þess fjölda, sem borið hefði hita og þunga af- staðinnar styrjaldar, ætti um súrt að binda hvar sem litið væri, og þráði öllu heitar að bundinn yrði endir á þá rang- snúnu þjóðfélagsháttu, sem leiddu af sér styrjaldir og þjökuðu allt hið vinnandi ■mannkyn. Jouhaux lauk ræðu sinni á þessa leið: Við erum föður- landsvinir. Höfum liðið og fórnað lífi í þágu föðurlanda okkar. En við erum líka al- þjóðasinnar, því á grundvelli alþjóðasamstarfs byggist frelsi þjóðanna til sjálfsá kvörðunar. Alþjóðahyggjan er öflugasti verndari friðar- ins. Að lokinni ræðu Jouhaux tók Saillant aftur til máls og flutti langa ræðu, sem var skýrsla 13 manna-nefndarinn- ar svokölluðu, sem kosin var í London til að undirbúa stofnun Alþjóðasambandsins og ganga frá uppkasti að lög- um fyrir það. Nefndin hafði orðið sammála. Þó tók skjótt að brydda á ágreiningi um nokkur atriði, sem höfðu veigamikla þýðingu. Fyrir þessum ágreiningi stóð Citr- ine, leiðtogi brezku fulltrú- anna. Hann taldi tormerki á því að stofna Alþjóðasam- bandið nú á þessari ráð- stefnu vegna þess að ennþá væri ógengið frá öllum samn- ingum við gamla sambandið- Ennfremur lét hann í ljósi þá skoðun, að hann teldi í alla staði óheppilegt að velja hinu nýja sambandi aðsetur í Panís og færði verðbólguna í Frakklandi fram sem meg- inröksemd fyrir því, auk þess sem bæði skorti húsakynni og starfsiið, sem hvorttveggja væri til staðar í London, þar sem gamla sambandið hefði starfað undanfarin ár. Þá lét hann einnig í Ijós í umræð- um þingsins. efasemdir og tortryggni gagnvart hinum fjölmennu verkalýðssambönd um, sem risið hefðu upp nú í stríðslokin. í þeim löndum. sem verið höfðu undir oki eða áhrifum nazista. Hann fékk skýr svör við öllum sínum efasemdum og „varúð“. Frakkarnir og Tole- dano, fulltrúi Mexíkó, svör- uðu fyrir París, ítali og Ung- verji fyrir verkalýðshreyf- ingu landanna, sem orðið höfðu að þola áþján nazist- anna. Og það gneistaði af hinum blökku þegnum Breta- veldis, fulltrúum Indlands og Afríkunýlendnanna, þegar þeir skýrðu frá því að þeir væru ekki á skemmtiferða- lagi til að hlusta á bollalegg- ingar um það, hvort stofna skyldi sambandið að ári liðnu, heldur biðu hinar kúg- uðu nýlenduþjóðir þess með eftirvæntingu að heyra um stofnun þessa sambands strax á þessu þingi. Þeir töluðu ekkert tæpitungumál þessir dökku drengir. Þeir sögðu hreint og hiklaust frá því, hver kjör fólki þeirra væri búin af auðvaldinu. Þau flugu leifturhratt skeytin að 'brezka og ameríska imperíal- ismanum. Verkarnannastjóm- in var tekin við. í Englandi og þeir sögðust að sjálfsögðu treysta henni til afls hins bezta, í skjóli þeasarar hóg- værðar sat Citrine hljóður, og litlum sem engum andmæl- um var hreyft. Fulltrúi brezku nýlendunn- ar Trinidad íalaði um þau þrældómskjör, sem fólkið í 'heimalandi har.s ætti við að búa. Ef tveir p:ltar, hvítur og svartur leita sér atvinnu, gengur sá hvíti ævinlega fyr- ir, og fái beir báðir vinnu eru launin, þótt lág séu, 200 hjá þeim hvíta móts við 40 hjá' 'þeim svarta. Hann hellti sérj af eldmóði yfir brezka imw perialismann og sagði að Sir Citrine hefði beðið menn um að vera ekki pólitíska, enginn hefði þó verið pólitískari en hann. Hann sagði ennfremur: Við erum ekki komnir til Frakklands sem ferðafólk í sumarleyfi, heldur til þess að leysa vandamá] verkalýðsins í heiminum. Þessvegna verð- ur ráðstefnan að ganga frá verkefnum sinum. Eldmóður hans og hikleys-i vakti hrifn- ingu og hann hlaut eitt hið mesta lófatak. sem goldið var nokkrum ræðumanni. III. Um morguninn 3. október kom álit nefndarinnar, sem» fjallaði um breytmgartillög- urnar við uppkasiað, sem 13 manna nefndin lagði fyrir1 ráðstefnuna. fíamkomulag var orðið um 3ög fyrir Al- þjóðasambandið. eftir 2jai daga samningaþóf. Hillman, hinn fasthenti leiðtogi banda-i rísku fulltrúanna hafði fram-i sögu. Litiar umræður urðu og forseti fundarins bar bréyti ingarnar undir atkvæði. Að. loknum atkvæðagreiðslunx reis þingheimu: á fætur, lófatakið dunaoi um salinn,- Internasjónalinn hljómaði frá brjóstum á .fiórða hundrað manna. þar sem hver söng á sinnar . móður tungu, þennari alþjóðabrag snauðra og ,þjáðra manna í þúsund lönd-i um. Að því búnu lýsti Saillant því yfir að ráðs.tefnunni væri lok:ð og fvrsta þing Alþjóða- sam-band ;:ns tæki til starfa. Framb. á 6. síðu- Louis Saillant og Kínverjinn H. Liu, einn af forsetum al- þjóöaþingsins í París

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.