Þjóðviljinn - 10.05.1946, Side 4

Þjóðviljinn - 10.05.1946, Side 4
ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 10. maí 1946 þJÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, a . Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustig 19. Simar 22,0 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Áuglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasolu 50 aurar eint. .... , , Prentsmiðja Þjóðviljans n. 1. æ Tími til reikningsskila við Alþýðublaðsklíkuna Við kosningar þær, sem nú fara í hond, fær alþýðan tækifæri til reikningsskila við Alþýðublaðsklíkuna, þessa klíku, sem stjórnað hefur skemmdarverkastarfmu, sem unnið hefur verið gagnvart verkalýðshreyfingunni a und- anförnum árum. Það er rétt, fyrst herrarmr við Alþyðu- biaðið gefa tiléfni til þess með rakalausum þvættmgi smum dag eftir dag, að rifja upp aðfarir og afstöðu þessarar klíku síðustu 4 árin. Fyrir árslok 1941 lýsti formaður Alþýðuflokksms, Stefán Jóh. Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra þjóðstjórnarinnar alræmdu, yfir því á Alþingi, að„engm hætta væri a kauphækkunum". Broddarnir þóttust þa hafa verkalýðsfélögin svo í hendi sínni að þeir gætu hmdrað verkamenn í því að hagnýta sér afnám atvinnuleysisms til kauphækkana. En verkalýður íslands spurði ekki þessa forsprakka um leyfi og þegar hann reis upp til baráttu fyrir hækkuðum launum og 8 tíma vinnudegi, ultu þeir háu herrar ut ur þjóðstjórn þeirri, sem þeir höfðu farið í til þess að leggja verkalýðinn undir þrælaok gengislækkunarlaganna 1939. Verkalýður íslands knúði fram sínar miklu kauphækk- anir 1942—44. Alþýðublaðsklíkan stóð álengdar, horfði með innilegri gremju á sigra verkamanna, spilti fyrir, þeg- ar hún þorði, en var með sjálfri sér sannfærð um að með kauphækkunum þessum væri stefnt að hrum. „Framsokn- ar“-hugmyndirnar um hrun og öngþveiti höfðu gagnsýrt hana svo, að í hennar augum var öll kauphækkun „mold- vörpustarf“ kommúnista, eins og bezt kemur fram í leiðara Alþýðublaðsins 14.' sept. 1944, sem frægur er orðinn að endemum. En jafn vesalmannleg og öll frammistaða þessarar Alþýðublaðsklíku var í baráttu verkamanna fyrir kaup- hækkununum, jafn frek var hún í að reyna að stela avoxt- unum af baráttu verkalýðsins og stinga þeim í flokkssjoð sinn á eftir. Er þetta vafalaust gamall vani frá því þeir stálu Iðnó og Alþýðubrauðgerðinni. Þó þótti þjóðinni fyrst keyra fram úr hófi, er þessir snáðar, sem hatramast börðust gegn lýðveldisstofnuninni 17. júní 1944, ætluðu að eigna sér hana einum á eftir, er þeir höfðu gefizt upp fyrir þjóðinni og drattazt með. En þó virðist klíka þessi ætla að slá öll met sín nú. Hún reynar hvorki meira né minna en að eigna sér nýsköp- unarstjórnina og afrek hennar. Hver er sannleikurinn um afstöðu Alþýðublaðsklík- unnar til núverandi ríkisstjórnar og málefna hennar? Sannleikurinn er þessi: Alþýðublaðsklíkan barðist gegn því að nýsköpunar- stjórnin yrði mynduð. Sýndi hún þá að henni er alveg sama um öll áhugamál alþýðunnar: nýsköpun, al- þýðutryggingar og annað. Þessir herrar hötuðust við alla nýsköpunarhugmyndina, töldu hana „hræsni“, „froðu- snakk“, „skýjaborgir", „glópsku", o. fl. álíka þokkalegt. Vitfirrt hatur þessarar klíku á Sósíalistaflokknum var öllu öðru yfirsterkara. Það átti að hindra stjórnarmyndunina, hvað sem það kostaði alþýðuna, enda hafði Stefan Jóhann SONUR ÖRÆFANNA. Sóbríus skrifar Bæjarpóstin- um eftirfarandi bréf um áfeng- issöluna á Borginni: „Fyrir nokkru dvaldi frændi minn austan úr Öræfum hjá mér í hálfsmánaðar t'íma. Hann er maður um þrítugt, hæversk- ur í framkomu og barnslega hreinskiínislegur, eins óg títt er um þá, sem eiga jökulinn að vin. Kurteisi hans var t.d. ein- kennilega „frumstæð", ef svo mætti segja og ólík þeirri hlut- lausu kurteisi, sem við borgar- ibúar temjum okkur í þéttbýlinu. Hann virtist líta á það sem sjálfsagðan hlut að taka ófan, þegar hann kom inn í verzlun og þakka svo fyrir afgreiðsl- una með handabandi, áður en hann fór út. Og eins virtist hann álíta það skyldu sína, að kyssa alltaf hina ungu konu mína fyr- ir matinn, henni til sýnilegrar ánægju en sjálfum mér til auk- innar afibrýðisemi. „Jæja, en það var ekki ætlun- in að gefa ítarlega lýsingu á kurteisum frænda mínum austan úr Öræfum, heldur ætlaði ég að segja frá ofurlitlu átvik'i, sem kom fyrir hann. EKKERT BRENNIVIN, BARA VISKI. „Eitt kvöldið kom hann heim um tólf-leytið og sagði sinar farir ekki sléttar. „Hann hafði brugðið sér á Borgina með einum kunningja sínum og sveitunga. Eins og slíkra manna er siður, fengu þeir sér sæti á afviknum stað og biðu átekta. „Innan stundar kom þjónn- J 7 ; inn til þeirra og apurði, hvað þeim þóknaðist, takk. Þeir höfðu löngu áður komið sér saman um pöntunina og báðu um tvo brennivíns-sjússa, takk. Þjónn- inn virtist hlssa, næstum móðg- aður, er hann heyrði þetta og sagði, að hér fengist ekki brenni vín. Kom nú fát á Öræfabúana, því þeir töldu sig hafa gerzt brotlega við kurteisisreglur þess arar göfugu stofnunar, og mun- aði minnstu, að þeir misstu kjarkinn og hættu við allt sam an. En þá varð það þeim til happs, að verið var að hella brúnleitum vökva í glös á næsta borði og báðu þeir um tvo sjússa af sama vökva. Reikning urinn, sem þeir svo fengu hljóðaði upp á tvo viskí-sjússa og sóda kr. 17.50, takk. „Þessi frásögn frænda míns austan úr Öræfum varð til þess, að ég fór að grennslast eftir því, hvemig áfengissölu væn hátiáð á þeim mikið umtalaða stað, Hóteí Borg, og hef ég það eftir ólygnum mönnum, sem þekkja vel til þessara mála, að þar sé af sterkum drykkjum ein- göngu selt viskí, gin og ákaviti á svonefndri reistórasjón, en á böllum fáist ekki annað cn I viskí og gin. „Vil ég svo að endingu biðja Bæjarpóstinn að spyrjast fyrir um ástæðuna fyrir þessúm furðu legu ráðstöfunum. Sóbrius“. HVER ER ÁSTÆÐAN? Bæjarpósturinn gefur þessa skýringu frá eigin brjósti. Viskí og gin eru miklu dýrari drykkir en ákavíti og brennivín. Þegar þjónninn því selur viskí og gin fær hann miklu meiri drykkju- peninga í eigin vasa, en þegar hann selur ákavíti og brenni- vín, auk þess sem stofnunin græðir þá líka meira. Þessvegna eru eingöngu á boðstólum hinir dýrari drykkir. Ber þetta vott um ógeðfelldan eiginleika, sem margir hafa tileinkað sér nin síðari ár og nefnist: ágirnd. Þess skal svo getið, að ef yfir völd Hótel Borg hafa aðra skýr- ingu fram að færa, þá mun henni fúslega veitt rúm hér i dálkun- um, hvenær sem er. KLEFALÆSINGIN er ÓTRYGG. „THE LOCKER IS UNSAFE“. Annað bréf hefur Bæjarpóst- urinn fengið frá Sundhallar- gesti: „Eg er einn þeirra manna, sem ganga með þá dellu að baða r-ig daglega, og tel ég mig ekki á annan hátt geta uppfyilt þær kröfur um hreinlæti, sem gera verður til manna á 20. öldinni. Þess vegna fer ég í Sundhöllina á hverjum degi og þykist meiri maður fyrir. „Eg kann vel við mig í Sur.d- höllinni. Hún er ein sú stofnun hér á landi, sem ber glæsileg- an vott um vaxandi menningu þessarar þjóðar .engú síður cn Háskólinn og aðrar slíkar stofn- anir. Fyrirkomulag hennar og starfslið er líka allt með ágæt- lofað Heraianni því. Þessvegna barðist Alþýðublaðsklikan eins hatramlega og hún gat gegn þeim sattmala, sem ríkisisstjórnin nú starfar samkvæmt. Alþýðublaðsklíkan barðist gegn stjórnarmyndun, þótt ailt það, sem nú er framkvæmt, að alþýðutryggingunum ekki undanteknum, fengist fram. — En þegar svo var komið að nokkrir menn í miðstjórn Alþýðuflokksms voru hræddari við að leggja út í kosningar, eftir að hafa neitað endurbótum á alþýðutryggingunum og öðrum góðum mál- um, en að ganga til samstarfs við „íhald og komma“, þá æxlaðist það svo í miðstjórn Alþýðuflokksins að 4 menn sátu hjá, svo að minnihluti miðstjórnar, 11 menn, fengu það samþykkt að mynda stjórnina, gegn atkvæðum 10 manna og voru þeir Stefán Pétursson, Sigurjón Á. Ólafs- son og aðrir æstustu kommúnistaf jendur þar í broddi fylk- ingar í baráttunni gegn stjórnarmyndun um nýsköpun atvinnulífsins, endurbætur alþýðutrygginganna, launalag- anna o. fl. Atkvæðið sem réð úrslitum var atkvæði Finns Jónssonar á ísafirði og varð hann ráðherra. Alþýðublaðsklíkan gerði allt, sem hún gat til þess að eyðileggja stjórnarmyndunina, hindra nýsköpunina, endur- bætur á alþýðutryggingunum og allt, sem ríkisstjórnin nú hefur framkvæmt. Henni tókst ekki að vinna þetta skemmdarverk, sökum þess að f jórir menn í miðstjórn Al- þýðuflokksins þorðu ekki annað en sitja hjá í einni örlaga- ríkustu atkvæðagreiðslu þess flokks, þorðu ekki annað af ótta við dóm fólksins. Alþýðublaðsklíkan hefur á undanförnum fjórum árum reynt að hindra kauphækkanir verkalýðsins, reynt að koma í veg fyrir stofnun lýðveldisins, reynt að hindra myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Henni hefur mistekizt þetta allt saman. En þegar aðrir hafa leitt þessi mál til sigurs þrátt fyrir hennar skemmdarverk, þa hafa þessir stærstu pólitísku málefnaþjófar á íslandi ginið yfir ávöxt- unum og ætiað að gleypa þá alla. Það er tími til kominn að þessi klíka fái sinn dóm og sé endanlega svift möguleikunum til skemmdarverkanna. „En samt er eitt atriði, sém ég tel þurfa lagfæringar við. I hverjum klefa gefur að líta svo- látandi aðvörun: Klefalæsingin er ótrygg. Það er ekki nema gott og blessað, að menn fái, að vita það, áður en þeir fara oni, að hver sem er getur því nær óhindrað gramsað í vösúm þeirra, meðan þeir eru að synda sér til hressingar, en þessi ráð- stöfun er samt næsta hæpin. — Setjum svo, að þjófgefinn mað- ur vilji fá sér bað í Sundhöil- inni. Það fyrsta sem hann rek- ur augun í, þegar hann kemur í klefa sinn, er skrifleg yfirlýs- ing um það frá Sundhallar- stjóra, að hann geti með lítilJi fyrirhöfn brotizt inn í klefa ná- ungans og stolið frá honum hverju sem er, jafnvel fötunum, ef svo ber undir. Að vísu dr vörðurinn oftast staddur á göng unum, en ekki hefur hann aug- un allsstaðar. „Þessi þjófnaðar-invítasjón er svo líka höfð á ensku; „The locker is unsafe“, en það gerir víst minna tií, því ef trúa má pýramídanum hans Jónasar Guðmundssonar, eru enskumæl- andi þjóðir áreiðanlega ekki nærri eins þjófgefnar og þær, sem tala íslenzku, rússnesku eða önnur álíka ómöguleg tungumál. „Sem Sundhallargestúr krefst ég þess, að nýjar og öruggar læs ingar verði settar á hurðir klef- anna, og jafnframt vil ég mæl- ast til þess að upplýsingarnar um tilgangsleysi núverandi iæs- inga verði teknar niður hið bráð- asta“ Sundhallargestur. Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.