Þjóðviljinn - 28.06.1946, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.06.1946, Qupperneq 6
6 ÞJÖÐVÍLJINN Föstudagur 28. júní 1946. Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í Austur- og Vesturbæinn. Við sendum blaöið heim til baranna. Þjóðviljinn. ------------------------------ Símar C-listans eru: 1096, 4757 og 4824 ______________________________ Sölubörn óskast til að selja Kosningahandbókina Afgreidd í afgreiðslu Þjóðviljans • J Skólavörðustíg 19. Há sölulaun l_______________________________________ Hreðavatn Við leyfum oss að vekja athygli vegfarenda á að við höfum keypt Hreðavatnsskálann af Vigfúsi Guðmundssyni gestgjafa og hefur hanh ekki verið fluttur, heldur stendur á sama stað og áður, þótt V. G. reki nú annan skáta undir þessu firmanafni í annari land- areign. Við starfrækjum því í sumar Veitingaskálann á Hreðavatni imdir forstöðu þekkts og vinsæls veitinga- ■‘ihanns, Einars Magnússonar frá Akranesi. Skálinn er fyrsta flokks landssímastöð og verður áherzla lögð á góðar veitingar og fljótá afgreiðslu. — Tjaldstæði fást leigð á fögí;'um stöðum í Hreðavatnslandi.' Virðingarfyllst Hótel Hreðavatn hi. BLUE ilLLETTE BLADES Verð kr. 1.75 pakkinn með 5 blöðum. Þa$ eru milljónir manna un|- gjörvallan heim, sem eiga GILLETTE að <.JVG - þakka sparnað, flýti og bægindi við dagle^an rakstur. GILLETTE blöð eru öllum öðrum rakblöðum fremri. GRfíHm GREÍfíE Hrxhslumélaráhuneylih „Viljið þér hafa mig af- sakaðan eitt augnablik?“ sagði herra Rennit. „Eg held að samstarfsmaður minn hafi verið að koma.. . “ Hann stóð upp frá borðinu og þeytt ist síðan út um dyrnar fyrir aftan Rowe með ótrúlegum hraða Rowe sat með hend- urnar milli hnjánna og reyndi að fá aftur vald á heila sín- um og tungu.. . Hann heyrði bjölluhljóm í næsta herbergi og leit við. Herra Rennit var við símann. Hann leit ótta- sleginn á Rowe og síðan á pylsubitann eins og það væri eina vopnið sem hann næði til. „Eruð þér að hringja í lög- regluna?" spurði Rowe. „Eða í lækni?“ „I leikhús,“ sagði herra Rennit í örvæntingu, „ég mundi allt í einu eftir því að ég lofaði konunni minni.. . ‘ „Eruð þér giftur, þrátt fyr ir alla aðra reynslu?" - „Já.“ Herra Rennit svelgd- ist á þegar veik rödd heyrð- ist í símanum. Hann sagði. „Tvö sæti — í fremstu röð,“ og skellti heyrnatólinu á aft- ur. „Var þetta leikhúsið." „Það var leikhúsið.“ „Og þér voruð ekki einu sinni spurður að nafni? Reyn ið þér nú að taka sönsum,“ sagði Rowe. „Eg varð að segja yður frá þessu. Þér urðuð að heyra allar stað- reyndir. Annað hefði ekki verið heiðarlegt. Það yrði að taka það til athugunar, ekki satt, ef þér ætlið að vinna fyr ir mig.“ „Til athugunar?“ „Eg á við — það gæti skipt máli. Það uppgötaði ég þeg- ar mál mitt var rannsakað — að allt getur skipt máli. Líka það að ég borðaði ein- hverntíma hádegisverð aleinn á Holborn veitingahúsinu. Hvers vegna var ég einn ? spurðu þeir mig. Eg sagðist stundum vilja vera einn, og þér hefðuð átt að sjá hvern- ig þeir kinkuðu kolli til kvið- dómsins. Það skipti máli.“ Hendur hans byrjuðu aftur að titra. „Eins og ég vildi raunar vera einn alla ævi.. . “ Herra Rennit ræskti þurr- ann hálsinn. „Meira að segja sú stað- reynd að konan mín átti fugla.. . “ „Þér eruð þá giftur?" „Það var konan mín sem ég myrti.“ Honum gekk illa að segja frá hlutunum í réttri röð: fólk ætti ekki að spyrja ónauðsynlegra -spurn- inga; hann hafði sann^rlsga ekki hugsað sér að láta herra Rennit bregða aftur. Hann sagði. „Þér skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af því. Lög- reglan veit allt um þetta.“ „Voruð þér dæmdur?“ „Eg var settur á hæli fyrir náð Hans Hátignar. Það stóð ekki lengi;; ég var ekki brjál aður sjáið þér til.“ Hann sagði með viðbjóði. „Þeir kenndu í brjósti um mig, þess vegna er ég lifandi. Blöð in kölluðu það öll meðaumkv unardráp." Mann hreifði höndina fyrir framan andlit- ið eins og hann væri að banda frá kóngulóarvef. „Meðaumkvun með henni eða meðaumkvun með mér. Þeir sögðu ekkert um það. Og ég veit það varla sjálfur.“ „Eg er hræddur um,“ sagði herra Rennit og svelgdist á í miðri setningu, hann gætti þess að hafa stól á milli þeirra. „Eg get eigi tekið að mér.. . Það er ekki • á mínu sviði.“ „Eg skal borga meir,“ sagði Rowe. „Það er merg- urinn málsins, eða hvað?“ og strax og hann fann á- fergjublæ í litlu, rykugu her- berginu, yfir hálfétnum pylsubita og undirskál og rifinni símaskrá, vissi hann að hann hafði hitt naglann á höfuðið. Herra Rennit hafði þegar öllu var á botninn hvolft ekki efni á að gera kröfur. Rowe sagði, „það er líkt með morðingja og aðals- menn: þeir verða að borga meir vegna titilsins. Maður vill helzt ferðast ókunnur, en það kemst venjulega upp.. . “ ÞRIÐJI KAFLI Beint af augum 1. Rowe fór beint frá Orthot- ex til Hinna Frjálsu Mæðra. Hann hafði skrifað undir samning við herra Rennit um að borga honum fimmtíu pund á viku í f jórar vikur til þess að leysa rannsóknirnar af hendi: herra Rennit hafði skýrt honum frá því að kostn aðurinn mundi verða mikill — Orthotex hafði aðeins hina reyndustu starfsmenn í þ jónustu sinni — og eini starfsmaðurinn sem honumj hafði verið leyft að sjá áður en hann færi var vissulega reyndur. (Herra Rennit kynnti hann sem A. 2, en áð- ur en langt um liði varð hann utan við sig og ávarpaði hann Jones). Jones var lítill og óálitlegur við fyrstu sýn, með þunnt, hvasst nef, mjúk- an, brúnan hatt með óhreinu bindi, í gráum fötum sem höfðu sennilega verið allt öðru vísi á litinn fyrir nokkr um árum og blýant og penna í brjóstvasanum. En liti mað ur á hann í annað sinn sást að hann var reynduf: það sást í litlum, lævíslegum dá- lítið óttaslegnum augum hans, veikum, þrjózkulegum munni, kvíðahrdkkum á enni — reynsla um óteljandi hót- elganga, um vinnukonur, sem KOSNINGASJÓÐURINN ÞAÐ GEFST VEL AÐ HEITA A KOSNINGASJÓÐINN Maður nokkur kom á kosn- ingaskrifstofuna í gær með hvorki meira né minna en tvö þúsund krónur, sem hann kvað vera áheit á sjóðinn. — Það er hvort tveggja, að hér hefur þurft mikils með, enda brást sjóðurinn vel við áheit- inu . — Það er sagt, að lieild- salar telji ekkert fé eins arð- bært og það, sem þeir leggja í kosningasjóð ílialdsins, svo mikið græði þeir á völdum Sjálfstæðisflokksins. Því meira sem alþýðan styður Sósíal- istaflokkinn, því meira græðir liún, en því minna græða heildsalarnir. 26. júní 27. júní deild deild 12. 12. 16. 16'. 21. a 21.a 1. 21.b 19. 19. 21b 1. 3. 3. 10. 20. 9. 10. 22. 9. 8. 22. 23. 8. 6. 23. 26. 6. 20. 26. 11. 11. 15. 2, 27. 25. 2. 27. 28. 15. 18. 28. 7. 17. 25. 18. 14. 7. 17. 4. 4. 14. 5. 5. FYLGJENDUR SÓSIALISTAFLOKKSINS! Við treystum þyí að þið leggið ykkar skerf í kosninga- sjóðinn og sýnið á þann hátt skilning ykkar á málefnum flokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur ekki í annað hús að Ieita en til ykkar uin fjárhagslegan stuðning. Aðrir flokkar geta látið örfáa menn bera uppi kostnaðinn af sinni starfsemi. Dragið ekki að leggja eitt- hvað af mörkum en komið á kosningaskrifstofuna að ÞÓRS GÖTU 1 ef ekki hefur ennþá verið leitað til ykkar af flokks mönnum. BíLAR á KJÖRDAG. Þeir fylgjendur Sósíalista- flokksins, sem vilja og geta lánað flokknum einkabíla á kjördag eru vinsamlega beðn- ir að tilkynna það sem allra fyrst í kosningaskrifstofuna að Þórsgötu 1, símar 1096 og 4824. Kjósendur, sem fara úr bænum mega ekki gleyma að citt atkvæðí getur þýtt éinn þingmaður. — Gleymið þess vegna ekki að kjósa áður en þið farið úr bænum. Ilvetjið kjósendur flokksins utan af landi, sem hér eru staddir til að kjósa strax í Miðbæjarbarnaskólanum. ■>_.........................J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.