Þjóðviljinn - 27.08.1946, Page 6
ÞJÖÐVTLJINN
Þriðjudagur 27. ágúst 1946.
Ráðvandur piltur
óskast sem
SENDISVEINN
í
Utanríkisráðuneytiö
GRfíURm OREEfíE
Hræbshméhréhme^lih
Vantar krakka strax
til að bera blaðið til kaupenda við
Miðbœinn
Þingholtsstrœti
Seltjarnarnes.
Við sendum blaðið heim til barnanna
ÞJÓÐ VILJINN
Skólavörðustíg 19 — Sími 2184.
Nafn: .
Heimili:
Matvælageymslan hi.
Pósthólf 658,
Undirritaður óska að taka á leigu til eins
^ árs — geymsluhólf. —
Evrópumeistaramótið
Frh. af 3. síðu.
dyrst og fremst þoim sem fara
■•■c-g keppa. Því næst þeim
mörgu góðu efnum, sem
heima sátu, eða ekki voru í
.fkeppninni. Má hér vitna í
sundmennina og síðasta leik
-%natt5pyrnumannanna. Þetta
sætti að vera fleirum hvöt.
Þessar keppnir ættu að hafa
æannfært marga um það að í-
^rróttir eru ekki hégómi og
leikaraskapur, og vonandi
iaefur- íþróttahreyfingunni
♦rætst þar álitlegur hópur,
gpm hún _ má_eiga._ von á að
rstydci og efli málstað hennar.
-Hvetji fólk til að iðka íþrótt-
— Beini • æskufólkinu til
^mMra-leikja til að svala leik-
sinni.
Þá ætti þetta ekki sízt að
■-Aíar-—þeim hvatning sem
iÉCr-akyida- til að skapa fólk-
<kiu aðstöðu til að geta
stundað íþróttir, en það eru
hinir opinberu aðilar á hinum
ýmsu stöðum. Það er þáttur
þess opinbera, til þessa upp-
eldisstarfs, hion þáttinn
leggja áhugamennirnir til
endurgjaldslaust, er þetta því
sanngirniskrafa.
I öllum menningarlöndum
er það orðin krat’a fólksins að
íþróttafólkinu sé séð fyrir
viðunandi skilyrðum til í-
þróttaiðkana. Það sýnir sig að
okkar íþróttafólk á fullkom-
lega skilið að búa við aðlað-
andi og góð skilyrði.
! liggur leiðin
Síðan Rowe kom aftur til
Lundúna höfðu margar end-
urminningar komið aftur á
sinn stað — þessi kirkja og
þessi búð, hvermg Piccadilly
og Knightsbridge. mættust.
Hann tók varla eftir því þeg-
ar þær komu á sinn stað, eins
og þekking heillar ævi. En
það voru aðrar endurminn-
ingar, sem urðu að berjast
hörðum bardaga til að kom-
ast að: einhvers staðar í huga
hans áttu þær sér vin sem
vildi loka þær úti — og
heppnaðist það oft. Veitinga-
hús og götuhorn og búðir
birtust honum snögglega með
kunnuglegu yfirbragði, og
hann leit undan og flýtti sér
burt eins og þar hefði orðið
hörmulegt slys. Maðurinn,
sem ávarpaði hann var í þess-
um hópi, en það er ekki hægt
að skunda burt frá manni á
sama hátt og hægt er að
skunda burt frá búð.
„Seinast, þegar ég sá þig
varstu ekki með skegg. Þú
ert Arthur, er það ekki?“
„Jú, Arthur Rowe.“
Maðurinn virt.ist undrandi
og sár. Hann sagði: „Það var
fallega gert af þér að líta inn
seinast-“
,,Eg man ekki eftir því.“
Sársaukasvipurinn dökkn-
aði eins og meiðsli. „Daginn
sem jarðarförin var.“
Rowe sagði: „Því miður. Eg
hef orðið fyrir slysi: ég missti
minnið. Hlutar a f því eru rétt
aðeins að koma aftur. Hver
ert þú?“
„Eg er Henry — Henry
Wilcox.“
„Og ég kcm hmgað — við
einhverja útför.‘
„Konan mín fórst. Eg geri
ráð fyrir að þú hafir lesið um
það í blöðunum. Hún fékk
heiðurspening- jEg var dálítið
leiður á eftir vegna þess að
þú baðst mig að kaupa af þér
ávísun og ég gleymdi því. Þú
skilur hvernig það er við slík
tækifæri: maður hefur um
svo margt að hugsa. Eg geri
ráð fyrir að ég hafi verið óró-
legur líka.“
„Hvers vegna var ég þá að
ónáða þ:g?“
„O, þér hlýtur að hafa leg-
ið á því. Eg steingleymdi því
— og svo hugsaði ég: ég hitti
hann á eftir. En ég hitti þig
ekki aftur.“
Rowe leit á húsið fyrir ofan
þá. „Var það hérna?“
„Já.“
Hann leit yfir götuna að
garðshliðinu: maður að gefa
máfum; skrifstofumaður gekk
fram hjá með skjalatösku;
vegurinn marraði ofurlítið
undir fótum hans. Hann ságði
„Var líkfylgd?“
„Varðliðið mætti allt. Og
lögreglan og sjúkrasveitin-“
Rowe sagði; „Já. Eg gat
ekki farið í bankann að selja
ávísunina. Eg héít að lögregl-
an áliti mig vera morðingja.
En ég varð að fá peninga ef
ég ætti að komast burt. Þess
vegna kom ég hingað. Eg
vissi ekkert um jarðarförina.
Eg hugsaði ekki um annað en
þetta morð.“
„Þú hugsar cf mikið um
þetta“, sagði Henry. „Gert er
gert,“ og hann ieit með björt-
um svip á veginn sem lík-
fylgdin hafði gengið.
„En þetta var aldrei gert,
sjáðu til- Eg veit það nú. Eg
er ekki morðingi,“ sagði hann
„Auðvitað ertu það ekki,
Arthur. Enginn vinur þinn —
enginn sannur yinur — ti'úði
því nokkurn tíma að þú vær-
ir það.“
„Var svq»« mikið talað um
það?“
„Ja auðvitað.....“
„Það vissi ég ekki.“ Hann
beindi huga sínum inn á aðra
braut: meðfram hafnargarð-
inum — vonleysiskennd og
síðan litli maðurinn að gefa
fuglunum, ferðataskan .......
hann missti af þræðinum, þar
til hann mundi eftir andlit-
inu á afgreiðslumanninum á
hótelinu, og síðan gekk hann
eftir endalausum göngum,
dyr opnuðust og þar var
Anna. Þau voru saman um
hættuna — hann ríghélt sér
við það. Það nlaut að vera
einhver skýring. Hann mundi
að hún hafði sagt honum að
hann hefði bjargað lífi henn-
ar. Hann sagði stuttaralega:
„Jæja, vertu sæll- Eg verð að
halda áfram.“
„Það þýðir ekkert að
harma alla ævi,“ sagði Henry
„Það er sjúklegt.“
„Já. Vertu sæll.“
„Vertu sæll.“
íbúðin var á fjórðu hæð.
Hann óskaði þess að stigarn-
ir tækju aldrei enda og þegar
hann hringdi bjöllunni von-
aði hann að íbúðin væri
mannlaus..... Tóm -mjólkur-
flaska stóð fyrir utan dyrn-
ar á litlum, dimmum stiga-
-pallinum; það lá seðill á
henni: hann tók hann upp og
las hann —- „Aðeins hálfan
pott á morgun.“ Dyrnar opn-
uðust meðan hann hélt ennþá
á honum í hendinni, og Anna
sagði vonleysislega: „Ert það
þú.“ _
„Já, það er ég.“
„í hvert skipti sem bjallan
hringdi var ég hrædd um að
það værir þú.“
„Hvernig hélztu að ég
mundi finna þig?“
Hún sagði: „Þú gazt alltaf
leitað til lögreglunnar. Hún
hefur skristofuna undir eftir-
liti nú.“ Hann gekk á eftir
henni inn.
Það var ekki á þennan hátt
sem hann hafði einu sinni í-
myndað sér — í álögum hins
einkennilega ævintýris — að
hann mundi hitta hana aftur.
Nú hvíldi mikill þungi á
þeim báðum. Þegar dyrnar
luktust fannst þeim þau ekki
vera ein- Það var eins og alls
konar fólk sem þau þekktu
bæði væri hjá þeim. Þau töl-
uðu í hálfum hljóðum eins og
þau vildu ekki trufla. Hann
sagði: „Eg náði í heimilisfang
þitt með því að horfa á fing-
ur Costs þegar hann hringdi
—• þegar hann hrmgdi til þín
rétt áður en hann drap sig.“
„Þetta er hræðilegt," sagði
hún. „Eg hafði ekki hugmynd
um að þú værir þar.“
„Fyrir mitt leyti hef ég alls
enga von um það.“ Þetta
sagði hann. „Alls enga von.“
Þau stóðu í litlu, Ijótu,
troðfullu anddyri eins og það
væri ekki ómaksins vert að
halda lengra. Það líktist frem
ur skilnaði en endurfundum
— skilnaði sem var of sorg-
legur til að eiga neina töfra.
Hún var í sömu blau síðbux-
unum og hún hafði verið í á
hótelinu: hann hafði gleymt
því hve grönn ’nún var. Hún
var með klút hnýttan um
hálsinn og var innilega til-
gerðarlaus- Allt í kringum
þau voru látúnsbakkar, steik-
arpönnur, glingur, gömul eik-
arkista, svissnesk gauk-
klukka með þungum útskorn-
um listum. Hann sagði: „I
gærkvöld var ekki sérlega
skemmtilegt heldur. Eg var
líka viðstaddur. Vissirðu að
doktor Forester er dauður
og Poole?“
„Nei.“
Hann sagði: „Ertu sorgbitin
— eftir þetta blóðbað á vin-
um þínum?“
„Nei,“ sagði hún, „ég er
fegin.“ Það var þá sem hann
fékk von aftur. Hún sagði
•blíðlega: „Þetta er allt sam-
an á ringulreið í höfðinu á
þér, veslings höfðinu á þér.
Þú veizt ekki hverjir eru vin-
ir þínir og hverjir eru óvin-
ir þínir. Það er þeirra aðferð,
er það ekki?“
„Þeir notuðu þig til að
gæta mín, var það ekki.
þarna hjá doktor Forester, til
þess að fylgjast með því hve-
nær minnið færi að koma
aftur? Síðan hefðu þeir sett
mig á geðveikradeildina eins
og aumingja Stone.“
„Þetta er bæði rétt og
rangt,“ sagði hún þreytulega-
„Eg geri ekki ráð fyrir að við
getum nokkurn tíma greitt
úr því úr þessu. Eg vildi ekki
frekar að þú fengir minnið
aftur en þeir- Eg vildi ekki
að þú yrðir fyrir áfalli.“ Hún
sagði með hvössum kvíða;
„Manstu allt nú9“
„Eg man ma-rgt og hef kom
izt að mörgu. Nægilega
mörgu til að vita að ég er
ekki morðingi."
„Já,“ sagði hún, .„auðvitað.
Eg vissi það. Eg átti bara við
— ó, að ég er svo fegin að
þú veizt það.“ Hún sagði
hægt: „Eg vil að þú sért ham-
ingjusamur. Þanaig átt þú að
vera.“