Þjóðviljinn - 04.10.1946, Qupperneq 7
Föstudagur 4. október 1946.
ÞJOÐVILJINN
7
Ur borginni
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, Austurbæjarskólanum
Nælurvörður er í lyfjabúðinni
Iðunn.
Næíurakstur í nótt annast
B. S. R., sími 1720.
Landsbókasafnið er opið alla
virka daga kl. 10—12 f. h., 1—7
og 8—10 e. h. Þjóðskjalasafnið
er opið alla virka daga kl. 2—7
e. h. Þjóðminjasafnið er opið
sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu
daga, kl. 1—3 e. h. Bæjarbóka-
safn Heykjavíkur: Lestrarsalur-
inn er opinn alla virka daga kl.
10—12 f. h. og 1—10 e. h. —
Útlánsdeildin er opin kl. 2—
10 e.h. Náttúrugripasafnið opið
sunuudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 2—3 e. h.
Fólk er beðið að athuga að
haustmarkaður KRON er á
Þórsgötu 1 en ekki Týs'götu 1,
eins og sagt er í auglýsingu í
tolaðinu í gær.
Unglingar og eldra fólk,
sem kynni að geta borið Þjóð-
viljann til áskrifenda í vetur,
er vinsamlegast beðið að athuga
að við getum sent blöðin heim
til þeirra.
Útvarpið í dag:
20.30 Útvarpssagan: „Að haust-'
nóttum“ eftir Knut HamsunJ
’ |
VI (Jón Si'gurðsson frá KaJd-
aðarnesi).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
a) Lag með tilbrigðum eftir [
Beethoven. b) Andante canta-
ibiie eftir Tschaikowsky.
21.15 Dagskrá Sambands ísl.
iberklasjúklinga: Ávörp og tón-
leikar.
21.45 Óperulög (plötur).
22.05 Symfóníutónleikar (plötur)
a) „Dýrðarnóttin“ eftir Schön-
toerg. b) „Brúðkaupið“ eftir
Stravinsky.
23.00 Dagskrárlok.
Skipafréttir: — Brúarfoss fór
frá Kaupmannahöfn 29. f.m ,
væntanlegur til Reykjavíkur í
dag. Lagarfoss fór frá Reykjavík
28. f. m. til Leith og Kaupmanna
hafnar. Selfoss fór frá Reykja-
vík 28 f.m. til Antwerpen. Fjall-
foss fór frá Hull 29. f.m„ vænt-
anlegur til Rvíkur í dag. Reykja-
foss fer kl. 15.00 frá Reykjávík
til -ísafjarðar. Salmon Knot er í
Halifax. True Knot fór frá
Reykjavík 27. f.m. til New York.
Anne fór frá Flekkefjord í Nor-
■egi 28. f.m. til Reykjavíkur. Lech
var á Reyðarfirði í gær, fór það
an í gærlcvöld 3. þ.m. til Vopna-
fjarðar, lestar frosið kiöt. Lublin
kom til Leith 1. þ. m. Horsa kom
til Leith 28. f.m. frá Reykjavík.
Starfsemi barnaverndamd
Barnaveradaraefnd útvegaði 122 börniim og ung-
mennum dvaíarstaði á fyrra ári, og haföi eftirlit með 99
heimilum Iiér í bænurn. Þjófnaðarmál, sem nefndin hafði
afskipti af, voru færri en árið áður. Þá hafði nefndin eftir-
lit með bamaheimiium og dagheimilum er rekin voru liér
í bænum og nágrenni.
Fara hór á eftir nokkur helztu atriöin úr skýrsli?
barnaverndarnefndar ífeykjavíkur fyrlv árið 1945:
Á árinu 1945 hefur barna-
verndarnefnd haft eftirlit
með 99 helmilum, sem börn
dveljast á hér í Reykjavík.
Tala þessara heimila hefur
aldrei verið eins há og nú. —
Útvegaðir voru dvalarstaðir
fyrir 122 börn og ungmenni.
Sumum var komið fyrir á
barnaheimilum og e.'nkaheim
ilum hér í bænum, en mörg-
um, einkum stálpuðum börn-
um og unglingum, var ráðstaf
að í sveit. Eins og undanfar-
in ár fór fjöldi barna í sveit
s. 1. sumar á vegum Sumar-
dvalarnefndar. Benti barna-
verndarnefnd á þau heimili,
sem henni var kunnugt um
að höfðu brýna þörf á að
koma börnum í sveit.
Barnaverndarnefnd tók
nokkru færri þjófnaðarmál
til meðferðar en í fyrra, þá
fjallaði hún um 186 þjófn-
aðarmál, en nú um 144. Aft-
ur á móti hefur nefndin haít
afskipti af fleiri telpum
vegna útivistar og lausung-
ar en í fyrra, þá 25 en nú 45.
Eftirlit með heimilum,
sem tekið hafa foörn í
fóstur
Nefndarmenn hafa farið
nokkrar eftirlitsferðir til að
athuga heimili, sem nefndin
hefur komið börnum fyrir á,
einkum þau, sem eru í ná-
grenni Reykjaví’kur. Annað
eftirlit fól nefndin fulltrúa
sínum, Þorkeli Kristjánssyni.
Kom hann á 49 heimili, þar
sem börn frá nefndinni dvöld
ust, en heimsótti auk þess
barnaheimili Sumardvalar-
nefndar að Sælingsdalslaug.
Löngumýri, Menntaskólasel-
inu, Silungapolli og Reyk-
holti.
Barnaheimili og dag-
heimili
LiugarnesslcóV.nn. Deildin
fyrir veikluð börn er starf-
rækt með líku fyrirkomu-
lagi cg áður, en fullnægir
hvergi nærri þörfinni. For-
stöðukona er fru Vigdís
Blöndal.
Frk. Bryndís Zoega rekur í
vetur leikskóla í K. F. U. M,-
húsinu. Eru þar 20 börn 4—6
ára frá kl. 1—5 daglega.
Barnaheimili og dag-
heimili Sumargjafar
í Vesturborg er rekið vist-
arheimili fyrir börn á aldrin-
um 3—7 ára. Eru þar að stað
aldri 17 börn. 46 börn hafa
dvalið þar alls. í Tjarnar-
borg er rekið dagheimili
handa um 60 börnum og leik-
skóli handa rúmum 40 börn-
um. 229 börn hafa dvalizt þar
I alls. í Suðurborg er rekin
■ vöggustofa handa 16 börnum
1 vistheimili fyrir 17 börn
frá 1—3 ára, dagheimili
handa 28 börnum frá 2—6
ára og leikskóli handa 25
börnum, frá 2—6 ára. — Alls
hafa dvalizt þar 263 börn. —
Barnaheimilið gð Kumbara-
vogi í Árnessýslu tók til
starfa haustið 1945 og rekur
Reykjavíkurbær þetta heim-
ili. Forstöðukona er Guðbjörg
Árnadóttir hjúkrunarkona. —
Þar hafa verið flest um 20
börn á aldrinum 5—14 ára.
Upptökuheimili fyrir börn
á ýmsum aldri var sett á
| stofn í Sóttvarnarhúsinu í
I apríl, en sáðar var það flutt
að Elliðahvammi, í hús, sem
’ ríkið keypti handa þessari
starfsemi. 53 börn dvöldust
J til áramóta á upptökuheimil-
inu um langan eða skamm-
an tíma.
Skrifstofa nefndarinnar er
nú í Ingólfsstræti 9 B., og er
hún opin virka daga frá kl.
10—12 . og 14—15. Á þeim
tíma geta menn snúið sér til
hjúkrunarkonu og fulltrúa
nefndarinnar með erindi sín.
Félagslíf
GRHGáDEEGhlin
Breidd 91 cm. Verð kr. 21.20 meterinn
Zlltimai
Bergstaðastræti 28.
Ármenhingar!
íþróttaæfingar félagsins í
íþróttáhúsinu í kvöid verða
þannig:
MINNI SALURINN:
'Kl. 7—8 Öldungar, fimleikar.
Kl. 8—9 Handknattleikur, —
kvenna.
Kl. 9—10 Frjálsar íþróttir.
STÓRI SALURINN:
Kl. 7—8 I. fl. kvenna, fim-
leikar. — Kl. 8—9 I. f 1., karla
fimleikar. — Kl. 9—10 II. fl.
karla, fimleikar.
Skrifstofan er opin frá kl.
8—10. Stjórn Ármanns.
1
Eggjaduft
R e k o r d
Kaupið Þjóðviljann
TILKYNNING
Irá Húsaleigunefnd
Að gefnu tilefni vill Húsaleigunefnd taka fram,
að samkv. 5. gr. húsaleigulaga er nefndinni heimilt
að taka autt húsnæði leigunámi og ráðstafa því til
handa húsnæðislausu innanbæjarfólki.
Hafi ónotuðu húsnæði í bænum ekki verið ráð-
stafað til íbúðar handa innanhéraðsfólki fyrir 10.
okt. n. k., mun nefndin, að þeim tíma liðnum, taka
það leigunámi án frekari aðvörunar.
Jafnfrámt vill nefndin beina því til ^jirra, sem
kynnu að vita um autt húsnæði í bænum, að skýra
nefndinni frá því nú þegar.
Óheimilt er að leggja íbúðarhúsnæði í bænum
niður, án leyfis uefndarinnar.
Húsaleigunemdm í HeykjavO;.
Sendisveinn
óskast írá klukkan 10 í. h. til klukkan
7 e. h. Iiátt kaup.
Þjóðviljinn.
Góða stúlku
vantar mig strax við heimilisstörf.
Gðð LAUH — SíðST SÉRHEBBEBOI
P. L. Mogessen.
Dansleikur
í Tjarnarcafé í kvöld kl. 10. Öllum heimill aðgangur
Sala aðgöngumiða frá kl. 5 í anddyri hússins.
Skemmtinefnclin.
_