Þjóðviljinn - 18.10.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. okt. 1946. ÞJÓÐVILJINN 5 Halldór Kiljan Laxness: Sænskt kjarnafólk. Oft þegar ég er á ferð í Svíþjóð og virði fyrir mér sænska manngerð einsog hún er einræktuðust, fagurlimað fólk, hátt og ljóst, með kyn- festu sem er al'taðþví alger, og einihvern óvísvitandi þokka hreyfíngár og yfirbragðs, sem leiðir hugann að hinni full- komnu tign einstöku dýra, þá finst mér þetta fólk beri af öllu öðru fólki. Þiessi skíra sænska manntegund sem ég á við er að vísu ekki sænsk- ur almenníngiur, og í stórborg um landsins er hún sennilega aðeins lítill hundrað'shluti — meiri hlutinn af Svíum er í snöggu bragði óþekkjanleg- ur frá öðrum þjóðurn Vest- urevrópu. En ferðamaðurinn sér þessu myndarlega ljósa fólki svo oft bregða fyrir hvar sem farið er uim landið, — stundum aðeins einum og einum, stundum nokkrum einstaklíngum saman, jafnvel heilum hópum, eða þorri manma í heiluim bygðarlög- um hefur þetta svipmót —, að hann sannfærist um að til vist þess er eingin hendáng, heldur er hér um ákveðinn innlendan kjarna að ræða. Fólk þetta virðist vera í öll- um stéttum, kanski þó flest í bændastétt, kynfestan rík í ýmsum hinum kyrstæðu sveitahéruðum. Mér eru sér- staklega minnisstæðir ein- staklíngar af tegumd'nni, karlar og konur, meðal al- gerðs og hálfgerðs sveitafólks norður á Jamtlandi. Þetta fólk virðist vera til- tölulega laust við svchaUað- ar andlegar hræríngar og ekki sérstaklega gáfað. Eg minnist ekki að hafa kynst einstaklíngum af þessari teg- und, sem haft hafi nema hversdagslega greind. Frá Jamtlandi minnist ég þess, að „andleg“ áhugamál sveita- fólks virtust ekki, þegar best lét, na hærra en upp í ein- hvern sænskan ánga af bind- indishreyfíngu samfara laus- legri hrifníngu af lúterstrú. Þó er þessi athugasemd gerð með fyrirvara einsog allar aðrar, sem gestur hlýtur að gera um útlenda staðháttu. Mientun án sveiflu. Ef á að benda á mentaða þjóð, þá er bent á Svía. Ment- unin lýsir sér m. 'a. í því að þeir korna aldtei flatt upp á mann með neitf. Tal þeirra vekur mann sjaldan við. Eg hef áðeims vitað -einn 9víá hætte sér í orðum yfir tak- mörk þess sem viðurkent er rétt af den kungliga svenska almenheten, og hann heitir Ág. Strindberg, hinn ósænsk- asti allra Svía og þeirra mest- ur andi, enda ætluðu þeir hann lifandi að drepa — og hanrn þá — meðan hann var hjá þeim. Skortur ímyndun- arafls er oft meðal einkenna mentunar, og stundum finst manni daglegt líf í Svíþjóð | mótað af slíkum skorti. Það verður til dæmíis að klifra nokkuð hátt í verðstiga gilda- skálanna til að verða var við tilbreytni í mataræði, og til þess tekið hve sænskur kost- ur sé rýr, enda segja mér matreiðslukonur að 1 þeirri grein sé Svíþjóð ekki staður- inn. Sænskar konur virðast ekki hafa heldur mikið í- myndunarafl í klæðaburði, fólk virðist leggja aðaláherslu á að gánga hreinlega til fara, en hugsa hvorki um lit né form né efni. Þetta er kanski nútíminn; ýmsar nýrri þjóð- ir, einsog Bandaríkjamenn, halda að hreim.læ;ti sé hið sama og mentun, eða jafnvel hreinlæti sé næst guðdómim- uim, einscg þeir orða það fyr- ir westan. Svíar skrifa yfirleitt vel fyrir sig, sem kallað er, en sjaldan rekst ég á sænskt les- mál í blaði eða bók, sem ég get fest hugann við stundinni lengur. Stíl þeirra vantar sveiflu. Þá vamtar líka skerpu; dirfsku; átak; og þeir hafa eingan demón. Nema Strindberg, hann hafði alt betta: sveiflu,skerpu, dirfsku, átak og demón. Þó eru til sæmsk höfundanöfn fleiri en Strir1 -’hergs sem heim-urinn þekkir. eða virðir að minsta kosti. AJtæ'áimóti færri í tón- list eða mymdlist. Það er vf- 'rleitt einkenni á Norður- landabúum hvað þeir eru aumir listamenn, í sir"'"i hug- laúsir, formlaúsir, ófrumleg- ir, ósjálfstæðir oig dettur ekki! neitt í hug, — nema helst j í bókimentalegu formi. Það er [ sagt að listbúðíir hvar sem er séu sá staður þar sem síst skuli leitað að list; af öllum glæstum búðagluiggum í Stokbhólmi eru gluggar list- búðanna einir á því stigi að hver sá maður sem staðnæm- ist fyrir framan þá kemur illa upp um sjálfan sig. Maður roðnar og lítur undan að sjá þá ímynd getuleysis sem þar er seld undir listarnafni: glansmyndarusl, innantóm hrifbrögð, ,effektmacherei“ sleifct sykrúngshögigList. Vel má þó vera að í vinnustofum einhiverra óþektra snillíngá þar í landi sem viðar leynist list runnin af vorum heimi og tíma. Hofmenska. Svíar eru allra manna statútufylstir í kurteisi, lík- lega einhverjir mestir hof- menn nútímans. Kurteisi þeirra miðar að því að halda fjárlægðinni milli manna sem lengstri undir virðulegu 'og vinsamlegu formi. Útlend- íngnum líður vel í þessu þægi lega tómi, þángað til sú stund kemur að þe r tafca upp á að lagga bort titlarna, þá fer að vandast málið. Sænskt mál er svo lagað að erfitt er að vita í hvaða persónu ókunn- ur maður skuli ávarpaður, eða hvort ekki er öruggast að ávarpa hann með öllu ó- persónulega; ókunnur veg- farandi víkur sér t. d. að öðr- um á götu og spyr; „Er kunn ugt hvar Kungsgatan ligg- ur?“ Hér í Reykjavík vaða börnin að ókunnum manni og spyrja, oft með þjósti: heyrða manni, hvað er klukkan? t Svíþjóð er börnum kent að kalla ókunna menn farbror, og ef þau spyrja vegfaranda um tímann, hneigja þau sig fyrst C'g segja síðan með tempraðri rödd og brosa: „Vill föðurbróðir vera svo elskulegur að segja hvað klukkan er.“ Ókunnum manni sem bíður efti.r af- greiðslu í skrifstofu er boðið sæti með þessum orðum: „Vll herra rithöfundurinn gera sér það ónæði að setj- ast niður.“ Ef karl og kona gánga inn í búð spyr búðar- þjónninn: ..Hvers óskar her- skapurinn?“ Ef tvær stúlk- ur kcma inn í búð er spurt: „Hvers óskar selskapurinn?“ í miðdegisveislu þar sem tek- ið hafði ver'ð frarn að alt skyldi vera óforimlegt sá ég að jó'lasviipur færðist yfir herrann sem sat hinumegin við húsbóndann þegar komið var fram í ábætinn, uns hann stóð upp og hclt ræðu sem hófst á þessa- leið: „Eg b'ð innvi rðulega f yr irgef níngar á því að ég skuli verða fyrst- ur til að standa upp og segja nokkur orð þó ég sitji vinstramegin húsbóndans en ekki hægramegin frúarinn- ar.“ Sá sem gretti sig og klór- aði sér í hnalkikanum við þessi orð var undirritaður — seim sat einm'tt á hægri. hönd frúarinnar. Svíar eru slíkir borðræðuskörungar af guðs náð, að einn ágætur gestgjafi sem hafði boðið mér ásamt dömu til kvöidverðar á Grand í Stokkhólmi setti sig ssa. komið var út í kaffið og lík- örinn og hélt ræðu fyrir — og yfir — okkur tveim í alt- uppundir tíu mínútur. Ræð- an var í innilegum en þó há- tíðlegum stíl, með vönduðu i bóbmentalegu orðavali, og i honum fipaðist aldrei þrátt' fyrir dynjandi hljómleika og| á gángandi ys og ös þessa mikla höfuðgildaskála stað- arins. Dularfull fyrirbrigði í Svíþjóð. Hér á íslandi eru til manna nöfn upprunnin hjá fólki sem glatað befur allri samkend siðaðra manna við tunguj sína, auk margra andstyggl-j legra ónefna úr biblíunni. í Svíþjóð eru líka skrýtin nöfn. Nöfn þeirra eru eitthvað í | ætt við kurteisi þeirra, oft, Samin af rómantískri náttúru- j ljóðrænu, sett sarnan úr nöfnum trjátegunda og jurta, | rennandi vatns og allskonar annarra náttúrufyrirbirgða, fjarri regluim norrænnar ( nafngiftar og einsog 'til þess gerð að afneita vitandi vits norrænni geymd á þessu sviði. j Menn heita að ættarnafni Blómkvistur, Fuglkv-istur, | Lundgréin, Liljufoss — þann- :'g endalaust. Á bak við slík nöfn er fúllkcmið menníng- arsögulegt tóm. Annað dularfult fyrirbrigði ] í Svíþjóð er kóngsættin. Eg J sfcal flýta mér að taka fram að þessi fjölskylda er sögð um margt vel gefin og að ýmsu leyti myndarfólk — þó síst þeim mun betra fólk eui Svíar sjálfir upp og ofan, að^ þurft hefði að leita þess suð- ur undir Pyreneafjöll, en þángað var sóttur smáborgari franskur og duibbaður til kóngs yfir þessari und- arlegu norrænu þjóð á öldinni sem leið. Slíks eru að vísu dæmi með vil'li- þjóðum að þær hafa tekið einhvern kauða í líkíngu v'ð ( Emperor Jones til kóngs yfir sig, og nú seinast rauðskinn- ar í Brasilíuskógum Fawcett liðsforíngja. í Evrópu þykir slákt hlægilegt af því hér hefur verið tallð sjálfsagt mál að fáeinar sígildar kónga ættir skiptu milli sín lönd- um. En þar er sfcemst frá að segja að kóngaættir Evrópu h'afa verið heldur vont rakk- arapakk sem haft hefur stvr j- aldir og múgmorð að atvinnu jafclcingi og saga þess er k j'+i. Svíar • voru aftur á ’-'óti það klókir að þeir fisk- uðu upp franskan noboddí stéi'Mhgáir "niin ;þáð -bil 'st n-l-ftó'Fau, Jean Baptiste iBema- KVIKmYnDIR Gamla Bíó: Sjöundi krossinn. (The Seventh Cross) Metro Goldwj'n Mayer Leikstjóri: Fred Zinnemann Þetta er ágæt mynd. Hún er byggð á skáldsögu eftir Anna Seghers og geriist í Þýzkalandi haustið 1936. Nazistar eru þá enn ek-ki búnir að hefja opin- bert stríð gcgn siðmenningu alls heimsins en eiga í miskunnar- lausri ibaráttiu við frelsisöfl heima fyrir. Frelsisvinir eru um- vörpum handteknir og lokaðif, inni í hinum illræmdu fanga- búðum nazistia. Myndin hefst á því, að 7 mönrt um tekist að fiýja úr einum slíkum fanga'búðum. Hinir tví- fættu blóðhundiar Gestapo og S.S.-sveitanna elta þá uppi og einn af öðrum eru þeir hand- samaðir og fl-uttir aftur tiil fanga búðanna. Yfirmaðurinn á þess- um stað, persónugerfing nazíst- iskrar viðurstyggðar, lætur gera 7 krossa úr trjám í garði fanga búðanna og þarna eru stroku- fangarnir bundnir upp til þess að deyja úr hungri. t því augna miði að þókraast elskulegum for- ingja sínum og tiil að styðja að framg'angi hinnar nazistisku. „hugsjónar“ hefur yfirmaðurinn sett sér það að linna ekki lat- um fyrr en allir frelsisvinirnir 7 hiafa verið hengdir upp á kross ana fyrir augum hans. En hann fær samt ekki að njóta slíks augnayndis. Sex frelsissinnar eru að vísu hengd- ir upp á krossana, en myndinni lýkur með því að sjöundi kross inn stendur auður sem tákrt þnss, að ailtaf eru einhverjir eftir til að h'alda áfram barátt- unni fyrir frelsinu. Mvndin er yfirleitt mjög áhrifa rík og stundum framúrskarandi. Þann.'.g t. d. eitt atriði, er sýnir mannaveiðar, þá sérstöku tag- und af ,Æporti“, sem lögregila nazista náði fullkomnun í. — Nokk ra r n a z iebalög reglubullur eltast við einn firelsissinnann eft ir húsþökum og lýkur þeim leik með því, að hann fær í sig skammibvn-iukúlu — sem hinzt'U kveðju frá hinmi nýju skipan föðurlandsins — og steypist nið ■ ur til miannfjöldans, sem stend- ur á götunni fyrir neðan. Eiranig verður maður snorlinni af hinu einlæga sambandi ungra hjóna, sem koma þarna mikið við sögu. Leikarar í mynd þessari eru- margir og góðir. Framhald a’ 6. síðu dotte, cig gerðu hann sitt höf- uð. Það er hinsvegar víst að befðu þeir dregið að sér ein-t hvern Kébúrgara, Iiabsbúr-- gara. Hóenteollara, Savoaral eða Búrbonara mundu þeir. hafa ient í stníði á stiáð ofarí Fxtxmháld á 6. síðif,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.