Þjóðviljinn - 23.10.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1946, Blaðsíða 3
Miðviikudagur 23. okt. 1946. Þ J OÐ VTL JINN a Veiiing skólnstjórastarlsins Undanfarið hafa birzt í Al- þýöublaðinu og Tímanum árás- argreinar á menntamálaráð- herra og meirihluta skólanefnd arinnar í Neskaupstað fyrir veitingu skólastjórastarfsins við barnaskólann þar. Allar munu greinar þessar eiga upptök sín að rekja til Odds Sigurjónssonar frambjóð- anda Alþýðuflokksins við marg ar alþingiskosningar og núver- andi skólastjóra gagnfræða- skólans í Neskaupstað. Greinar þessar eru fyrst og fremst rætnislegar árásir á menntamálaráðherrann Bryn- jólf Bjarnason og einstaka skólanefndarmenn í Neskaup- stað. Fellur efni þeirra strax dautt og ómerkt í augum allra þeirra sem eitthvað þekkja til höfundarins. Eg tel því ekki ómaksins vert að eltast við ó- rökstuddar dylgjur Odds Sig- jónssonar, en vegna þeirra, sem ókunnugir eru gangi þessa máls, sem Oddur hefur gert hér að umtalsefni, sem sé veitingu skólastjórastarísins í Neskaup- stað nú í haust, þá þykir mér rétt, að rekja hér gang málsins. Oddur heldur því fram, að Eyþór Þórðarson flokksbróðir lians, sem gengt hefur skóla- stjórastarfinu í 3 vetur sem settur, hafi við veitingu starfs- ins verið beittur „bolabrögð- um“ a.f menntamálaráðherra og meirihluta skólanefndar og að hann hafi verið hrakinn úr kennarastarfi við skólann, sem hann hafði skipun fyrir. Skal nú vikið að gangi máls- ins frá upphafi svo augljóst verði hver f jarstæða það er sem Oddur heldur hér fram. Sumarið 1943 hætti Valdi- mar Snævarr störfum sem skóla stjóri barnaskólans í Neskaup- stað. Var starfið þá auglýst laust og sóttu nokkrir kennar- ar um það. Einn þeirra var Eyþór Þórðarson kennari við skólann. Hlaut Eyþór setningu í eitt ár frá 1. sept. 1943 að telja, þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir innan skólanefndarinn ar. (Aðeins fiokksbræður hans stóðu þá með honum). Þá um haustið var kennari ráðinn til þess að gegna kenn- arastarfi Eyþórs um veturinn. Næsta sumar (1944) óskar Eyþór Þórðarson sem settur skólastjóri og öll skólanefndin eftir því að kennarastariið við skólann verði auglýst laust til umscltnar og sérstaldega ósk- að eftir söngkennara. Ekkert annað kennarastarf var laust við skólann, en starf Eyþórs og er rctt að veita því athygli, að hann sjálfur stcnd- ur fyrir því að láta auglýsa starfið laust skilmálalaust. Jafnframt þessu krafðist minnihluti skólanefndarinnar, sem þá var, að skólastjórastarf ið yrði auglýst að nýju. Var þessi krafa fram komin vegna niikillar óánægju með Eyþór sfem skólastjóra. Um hina auglýstu kennara- stöðu scttu noltkrir kennarar og notaði settur skólastjóri Ey- þór, sér sína aðstöðu og mælti með kennurum í starfið í ákveð inni röð. Bókaði Eyþór með eigin Iiendi langa greinargerð í fundagerðabók skólanefndar til rökstuðnings meðmælum sín um. Að vísu var mikill hluti bókunarinnar lúaleg persónuleg árás á þann umsækjandann, sem skólanefndin mælti þó ein- róma með í starfið og hlaut síðan setningu í eitt ár. Vert er nú að athuga það, þegar hér er komið máli, að Eyþór hefur nú gengt skóla- stjórastarfinu í eitt ár, en ekki fengið skipun og að harðar deil ur standa um hann í skólanefnd og í bænurn, og að skólanefnd og hann sjálfur hafa nú látið auglýsa laust kennarastarf hans, án þess, að hann áskyldi sér nokkurn rétt til þess, og starfið er veitt til eins árs, eins og venjulegt er. Við afgreiðslu málsins urðu allir skólanefndar menn sammála og í bókun nefndarinnar kemur glöggt í ljós, að hún var ekki að ráða kennara til eins árs í stöðu ann ars manns, heldur að tryggja skólanum framtíðarstarfs- kraft. í bókun nefndarinnar seg ir: „Allir nefndarmenn urðu sammála um, að mæla með Magnúsi Guðmundssyni fyrst- um til kennarastarfanna, sér- staklega með tilliti til vottorða og meðmæla Sigurðar Birkis, söngmálastjóra og Kjartans Sigurjónssonar, aðstoðarmanns hans, enda hefur Magnús lýst yfir því, að hann muni notfæra sér tilboð Sigurðar Birkis söng málastjóra, um frekari söng- menntun, strax á næsta sumri“. (Leturbreyting hér). Sýnir þessi bókun, að skóla- nefndin ætlaðist beinlínis til, eins og líka síðar varð raunin á, að Magnús yrði fastur kenn- ari við skólann. Við afgreiðslu þessa kenn- aramáls kom einnig greinilega í ljós, að öll skólanefndin teldi reynsluna hafa sýnt, að Eyþór væri mjög hirðulaus um félags- líf skólabarnanna og m. a. af þeim ástæðum teldi hún heppi- legt, að ráða Magnús að skól- anum þar sem kunnugt var um áhuga hans á félagsmálum barnanna. Haustið 1944, í skóla-ársbyrj un, hafði Eyþór gegnt skóla- stjórastarfinu í heilt ár. Hann fékk þó ekki skipun, því mennta málaráðherrann þá, Einar Arn órsson, taldi ekki rétt að veita honum starfið, svo hörð mót- mæli höfðu borizt frá skóla- nefndarmönnum að austan. Eyþór var þá settur annan vet- ur til og lét hann sér það vel líka. Þannig gekk málið til sum- arsins 1945. Þá óskaði Magnús eftir að fá skipun í kennara- starfið, sem hann hafði gegnt með prýði um veturinn. Brynjólfur Bjarnason var þá orðinn menntamálaráðherra og skipaði Magnús í starfið og eru það hans fyrstu afskipti af málinu. Brynjólfur varð hins vegar ekki við ósk flokksbræðra Eyþórs um að skipa hann sem skólastjóra. Og haustið 1945 sat enn við það sama, að Eyþór 'fékk ekki skipun fyrir skóla- stjórastarfinu og skólanefndin var klofin um afgreiðslu máls- ins. Fyrirrcnnari Brynjólfs hafði ekki viljað skipa Eyþór haustið áður, þegar þó eðlilegt hefði verið að veita honum stöð una, ef maðurinn hefði talizt hæfur í starfið og einhver grundvöllur fyrir skipun hans. Eyþór tók þó að sér skóla- stjórastarfið sem settur þriðja veturinn. Um áramótin 1945— 1946 tók við ný skólanefnd og skar hún upp úr um það strax vorið ’46 að hún vildi alls ekki Eyþór sem skólastjóra og krefð ist þess að starfið ýrði auglýst laust. Var svo gert og það án allra mótmæla. Tveir menn sóttu um starfið, Eyþór og Gunnar Ólafsson frá Fáskrúðs- firði. Gunnar hlaut starfið, sam kvæmt eindregnum meðmælum meirihluta skólanefndar. Þegar hér er komið málinu kemur fyrst fram krafa frá Eyþóri um að hann fái að halda sýnu fyrra kennarastarfi, því sama starfi og hann sem settur skólastjóri og öll skólanefntíin létu auglýsa laust til umsókn- ar og búið var að vcita öðrum manni. Sem sagt, Eyþór hyggst eftir að hafa verið burtu úr starfi sínu í 3 ár í leit eftir öðru betra starfi, geta komið og flæmt í burtu úr starfinu mann sem hefur fengið skipun fyrir því á löglegan hátt. Hvers vegna óskaði Eyþór sjálfur eftir að kennarastarf það er hann hafði gegnt við skólann yrði auglýst laust og það án allra skilmála um það að hann gæti síðar horfið í starfið aftur, ef svo biði við að horfa? Það er ábyggilega augljóst öllum þcim sem með þessumáli fylgdust og lesa fundargerðir skólanefndarinnar, að Eyþór hafði raunverulega yfirgefið kennarastarf sitt og aldrei ætl- að sér að taka við óbreyttu kennarastarfi aftur. Öll gögn málsins sýna þetta líka skýrt og óyggjandi. í þessu sambandi skiptir það engu máli þó að Eyþór hafi ekki skriflega sagt upp sínu kennarastarfi. Venjan er alls ekki sú að kennarar segi upp stöðum sínum skriflega, og í þessu tilfelli er auðvel^ að sýna með dæmum um framkomu Ey- þórs og skólanefndar og allra aðila málsins, að Eyþór hafði | raunverulega yfirgefið starf sitt og því verið ráðstafað þann ig að ekki þurfti um að villast. Eins og hér hefur verið sýnt fram á eru fullyrðingar Odds Sigurjónssonar um rangsleitni menntamálaráðherra og skóla- nefndarmanna í Neskaupstað í garð Eyþórs Þórðarsonar stað lausir stafir sem ekkert mark er takandi á. Þáttur Brynjólfs Bjarnason ar í málinu er aðeins að veita skólastjórastarfið samkvæmt vilja meirihluta skólanefndar og kennarastarfið þeim manni sem öll skólanefndin hafði stað ið á bak við. Ef kratarnir í Neskaupstað eiga sökótt við einhvern fyrir, að Eyþór fékk ekki skipun í skólastjórastarfið, þá er það við Einar Arnórsson og reynd- ar líka Björn Þórðarson, sem ekki vildu veita honum -stöð- una. En ástæðan til þess að Ey- þór hlaut ekki skipun liggur í skapgöllum hans, sem gera hann algjörlega óhæfan sem Náinskeið í £speraiito Esperantistaféliagið Auroro gengst í vetur fyrir námskeiði í Esperanto, og hefst það innan skamms. Eru menn hér með hvattir til að nota þetta tækifæri og læra alþjóðamálið, en það er tvímælalaust auðiærðasta mál, sem til er. Reynt verður að efna til sam- eiginlegrar utanfarar í næsta sumarleyfi meðal þeirra þátt- takenda, sem tíma og tækifæri hafa til að verða með í slikri ferð. Félaginu er kunnugt um, að ráðgert er að hailda alþjóðleg Esperantonámskeið í sumarleyf- um næsta sumar í nokkrum lönd um, m. a. Danmörku, Noregi, Sviþjóð, Fratoklandi og víðar. Á hinu nýliðna sumri voru siík alþjóðieg námskeið m. a. haldin í Danmörku (í Helsingör og Hadsten), Svíþjóð (í Norrköp- ing) og Finnlandi. Kennslan á þeim fer eingöngu fram á Esperanto, og er hún því ekki fyrir algera byrjendur, en veitir ómetanlega æfingu í notkun máls ins. Þátttakendur talast einnig utan kennslustunda eingöngu við á Esperanto, meðan á námskeið- inu stendur. Dvölin á slíkum al- þjóðlegum námskeiðum er mjög skemimtileg, og alilir finna sig sem samlanda, af því að hið sameiginlega mál, sem þátttak- endur tala, tengir þá saman, enda þótt þeir sáu af mörgum mismuraandi þjóðernum. Nám- skeið Esperantistaféiagsins Aur- oro gæti því verið ágætur und- irbúningur undir fnamhaldsnám skeið erlendis. Fyrsta alþjóðaþing esperantista eftir styrjöldina (en hið 32. í röðinni) verður haldið næsta sumar í Bern í Sviss, en þá eru liðin 60 ár frá því er Esperanto kom fram á sjónarsviðið. Ef lil vill m-undu einhverjir væntanleg ir þátttakendur heldur kjósa að fara þangað en taka þátt í frarn. haildsnámskeiði erlendis. — En fuMyrða má, að auðvelt er að öðiast það mikla leikni í Esper anto á einum vetri, að nemand- inn geti að vetrinum loknum — ef hann stundar námið af al- vöru — fu.llkomlega „bjargað sér“ í því að tala málið og rita á þvi sendiibréf. En þeir, sem kunna Esperanto, geta með bréfaviðskiptum eignazt kunn- inigja víðsvegar um heim; enda er þetta óspart notað af esperant isturn. Gjaldið fyrir námskeið Esper- antistafélagsins er 80 kr. fyrir 40 kennslustundir. Tilkynningar um þátttöku skulu sendar tit Esperantistafélagsins Auroro, pósthólf 1081, Reykjavík. skólastjóra. Sjálfur getur svo Eyþór kennt sér um það að hafa sleppt kennarastarfi sínu í þeirri heimskulegu trú að hann gæti orðið skólastjóri. Lúðvík Jósepsson. ^OIafsbúð9* f Framhald af 8. síðu; eitt íbúðarherbergi í heimilinu beri nafnið „ÓLAFSBÚГ, og forgangsrétt til veru þar hafi! sjómiaður eða siómenn úr Hafn-r arfirði. Ólaíur Þórðarson, sem nú st'arfar sem hafnangjaldkeri í Hafnarfirði, er með kunnari skip stjórum i íslenzkri skipstjóra- stétt. Hann er vestfirskur að ætt, fædiur 23. okt. 1886 i Amarfirði. Hann tók fiskimaimapróf af stýrimannaskólanum 1907 og far, miannapróf 1908. Hefur búið lepgst af í Hafnar- firði og siglt skipum þaðan, fyrst skútium og togurum eftir að þeir komu. Hann var ski.pstjóri á tog- aranum „Ýmir“ þegar hann var keyptur nýr til landsins í byrj- un fyrri heimsstyrjaldar og var með bann í mörg ár og fiskaði mikið, var með æffla hæstu skip- stjórum. Þá keypti ÓJaíur á sín-' um tímia togarann íaleinding með öðruim, og var með hann um tíma. Einnig var Ólafur um skeið skipstjóri á togaranum Clemcn- tíná, þegar hún var gexð út frá Hafinarfirði, en það var bá stærsti togarinn sem íislendingaT höfðu eignast. Síðari árin, eða eftir að Ólafur lét af skipstjórn, befur hann. mikið látið til sín takia í félass- málum, sérstaklega í samtökum sjómanma. Hann hefur um mörg ár verið formaður í Skipstjóra- og stýrimannafólaginu „Kári“ í Hafnarfirði, auk þess sem hann, hefur verið formaður slyisavarna- fóliagsdeildarinn ar , Fiskaklettur'* i Hafnarfirði. Hann befur setið í stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands og verið vara- forseti á þingum þess, oig í aðal- stjórn Slysavarnafélags íslands, hefur hann átt sæti i mörg ár. Þá hefur hann átt saati í bæjar- sitjóm Hafnarfjarðar. Ólafiur er kvæntur Guðrúnui Eiríksdóttur ættaðri af Álftanesi, himni mestu myndarkonu. Þau hjón eiiga tvö böm á lífi, Gísia stýrimiann í Hafnarfirði og Rögnu búsetta í Danmörku. HeLmiii þeirra hjónia er áð Linnetsstíg 2 í Haímarfirði og eru þau mikilsmetnir borgarar í því bæjarfélagi. Zidha vann rússnesku i keppnina í knatfspymú^ Lið ratið'a hersins, Zidka vann í fyrsta sinn rússnesku knatts'pym.U'keppnina með því að sigra í úrslitum Minsk með 3:1. Liðið hefur unnið 17 leiiki af 22, gert 3 jafntefli en tapað 2 1‘eikjum, fékk 37 stig' af 44 mögulegum. Um annað: sætið berjast Dynaimo, Kosfcvo og Tibilissi. Dynamo' var sem kunnugt er meistari' s.l. ár. Er þessi frammistaða, Zidka mjög góð þegar tekið er tillit til þess að knatt- spyrnan í Rússlandi er mua betri í ár en í fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.