Þjóðviljinn - 09.11.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur, 9. nóv. 1946. ÞJÓÐVILJINN 5 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Tvennar kosningar FIAILKONAN HEILSAR IÓNASI HALLGRIMSSYNI Fyrir nokkrum dögum fóru fram kosningar til stúdenti- ráðs Háskólans- Þá gerðust undarlegir hlutir. íhaldið fékk hreinan meiri hluta bæði atkvæða og fulltrúa, og munaði minnstu bað fengi 2/3 hluta fulltrúanna. Efcir því, sem á undan var geng- ið, hefði íhaldið ekki átt að fá neinn fulltrúa og aðeins örfá atkvæði. Nokkrum vilc- um áður hafði íhaldinu tel'.- izt að svíkja ísland, er því heppnaðist að koma herstöðv asamningnum í gegn á Al- þingi. Braskararnir og kaup- mangararnir höfðu sitt frarn gegn vilja fólksins í landinu þar á meðal stúdenta. Þeir höfðu hafið sókn gegn samn- ingnum og anda þeim er bak við hann býr, af heitri sann- færingu og engu minni krafti en annað fól-k í þessu .andi Af því, sem opinberlega kom fram í þessu máli frá stúd- enta hálfu, mátti álykta. að hver einasti stúdent væri andvígur nauðungar-samn- ingi Bandaríkjanna. Hinir fáu, sem þó voru hlynntir honum, sáu sér vænzt að þegja. En fjórum vikum síð- ar eru hinir fáu fulltrúar flokksins, er gekkst fyrir svik unum við í'sland, aftur orðnir margi'r og öflugir. Róttækir stúdentar, sem áttu að fá alla fulltrúa kjörna og næst- um öll atbvæði í sinn hlut, þeir setja sér það mark að fá rösk 100 at'bvæði af meira en 400 og 1/3 hluta fulltrúanna. Og enn gerast teikn og stór- merki. Heiðarlegir stúdentar, andivígir nauðungar-samningn ingnum og bandarískum landsyfirráðum, þeir láta hafa sig til þess að vera á lista ílhaldsins við þessar kosningar, og a. m. k- einn þeirra situr nú í stúdentaráði af þessum sökum. Hvernig má nú þetta verða? Eg er ekki skarpari en svo, að ég hef ekki svar á reiðum hönd- um við því, hvernig hartnær tvö hundruð ungir mennta- menn í Háskóla íslands, hin- ir sömu, er andmæltu svik- unum við ísland, geta nú, fjórum vikum síðar, fyllt flokk þeirra manna, er að svikunum stóðu. Hvers má nú vænta af stúdentum og stúdentaráði í frelsisbaráttu íslendinga þetta árið? Þeirra liðsinnis er þó ekki síður þörf en áður, nema fremur sé. Það hafa nefnilega farið fram aðrar kosningar á öðrum stað, kosningar til þjóðþings Bandarikjanna. Riíkisútvarpið flutti þá fregn í gærkvöldi (þetta er skrifað 7. nóv-) að repúbli'kanar hafi unnið mik- inn sigur í kosningunum og fengið hreinan meirihluta í báðum þingdeildum. Einnig var skýrt frá -því, að þegar þing kæmi saman væri lík- legt, að repúblikanar myndu flytja þrjú nefnd frumv., þar á meðal eitt um lækkun skatta á bátekjum- Maður stendur orðlaus. Sambvæmt sömu heimild er það einnig ætlun þeirra að hylja spor Roosevelts forseta í stjórn- málum Bandarikjanna, svo sem þeir mega, og koma flest um hlutum í það horf, sem var fyrir hans dag. Þannig getur maður farið að hlakka til ársins 1929 í annað sinn og afleiðinga þess. Milljónirn ar í Bandarikjunum geta nú séð fram á þann dag. er þær mega sofa til hádegis og hvíla sig í makindum, því að í dag höfum við ekki vinnu handa ykkur, piltar mínir. Og þá þurfa hafnarverkamenn í Reykjavík ekki að svita sig við útskipunarvinnu, því að arftakar Morgans og Rocke- fellers þurfa ekki lengur s íslenzkum vörum að halda. takk- Hér er sem sé ekkert grín á ferðinni. Kosningarn- ar til stúdentaráðs Háskóla íslands og kosningarnar til þjóðþings Bandaríkjanna sýna okkur í hvilíkri geysi- hættu heimurinn er staddur. íslenzkir stúdentar geta geng ið á mála hjá þeirri pólitísku klíku, sem nokkrum vikum áður gerði sér leik að því að bregðast landi sínu og þjóð á lrættustund. Bandarísk al- þýða gefur milljónerum og öðrum menningarlegum og félagslegum eitursnákum um- boð sitt á þing, til þess að lækka skatta á auðkýfingum og svipta fólkið í landinu vinnu með nýrri kreppu. Það þarf að vfsu töluvert sterk bein til þess að standast þann eihhliða áróður, sem aftur- haldi og kreppusmiðum Bandaníkjanna tekst að bera á borð fyrir alþýðuna í land- inu. En hitt vitnar um sið- ferðisveilu, sem nálgast sjúk- legt ástand, þegar íslenzk menntamannaefni láta vopn in hverfast í hendi sér og munda þeim að eigin barmi, gerast opinlberir stuðnings- menn þeirra, er vega aftan að frelsi landsins og þar með hamingju fólksins, eftir allt. sem þó er á undan gengið. Og hér tvinnast saman örlög sem í fljótu bragði virðast fjarlæg. Eftir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum haustið 1948, ef ekki fyrr, er nokkurn veginn víst, að þar verður repúblískur for- seti. Þannig verður það eitt magnaðasta afturhald sögunn ar, sem íslendingar eiga í höggi við, er segja má upp nauðungar-samningnum, pn afturbaldið hefur aldrei skil ið málstað íslands- — Þessi greinarstúfur er skrifaður iil þess að benda þeim, er VELKOMINN HEIM vertu, sólfagri svanurinn! Syngjandi elfurnar flytja þér kveðju mína. Nú fæ ég aftur að faðma þig, drengurinn minn. Og fæ að signa yfir hinztu hvíluna þína. Vefjist moldin mín mjúkt um beinin þín! Hvíl þig nú, sonur! Við sæng þína norðurljós skína. Þú söngst, svo að lýsir um land mitt í dag af lífi og fegurð í söngyunum þínum. I ókunnu landi þú söngst fram á sólarlag. Á sögunnar spjöldum er nafn þitt skráð gulldregnum línum. Dáir snillings mál sérhver íslenzk sál. I>inn söngur var bergmál af gleði og þjáningum minum. Já, sofðu í friði, — ég les þér Ijóðið mitt klökk, þú listaskáldið og náttúrubarnið mitt góða! Eg krýni þig látinn, með AÐDÁUN, ÁSTÚÐ og ÞÖKK. Ófæddu börnin mín söjigvana gullfögru læra. Þú söngst um sól og vor. Þú söngst í fólk mitt þor. Nú langar mig, sonur minn, lárviðarsveig þér að færa. Hildur úr Dal. KynOokkahatrið í Bandaríkjiuiui Frásögn söiigkonuimar* Anne Brown Hin unga negrasöngkona Anne Brown, var nýlega á ferðalagi um Norðurlönd, og | hélt söngskemmtanir í St-okk hólmi og víðar. Hefur hún hlotið mjög góða dóma fyrfr túlkun sína á negrasálmum og gömlum kreolasöngvum. í viðtali við danska blaðið „Land og Folk“ segir hún eftirfarandi um svertingja- hatrið í Bandaríkjunum- ,,Það er engin ástæða til að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að Bandarí'kin eiga við kynflokkavandamál j að stríða. Því meir sem tal- að er um það, og því betri þekkingu, sem heimurinn fær um þessi vandamál, því fyrr mun birta yfir lífskjör um okkar í Bandaríkjunum. Bandaríska þjóðin hefur á- samt öðrum þjóðum barizt fyrir lýðræði í heiminum. Nú verðum við að sýna hvers virði vort eigið lýðræði er. Við erum stolt yfir því, að svertingjarnir hafa barizt jafn hraustlega og hinir hvítu, og meðal okkar °r ekki einn föðurlandssvikari. . i lesa hann, á þá staðreynd, að samkvæmt síðustu opinberu kosningum í minnsta ríki heimsins og einu stærsta ríki heimsins er -mikill háski á ferðum og engin sú hætta, sem hefur ógnað okkur, er ennþá liðin hjá. Bjami Benediktsson. frá Hofteigi. En samt var ekki litið á okk ur sem jafningja, ekki einu sinni í hernum. Bandaníski herinn er af tveim herjum, sem er haldið greinilega aðskildum, hvítur og svartur her, sem hvor ihefur sína stjórn- Á vígstöðvunum var ekki hægt að komast hjá því, að hvítir og svartir berðust hlið við hlið. en jafnskjótt og hermennirnir komu aftur frá vígstöðvunum, voru hvítu mennirnir sér og hinir svörtu sér. Nú snúa hermenn irnir aftur heim — hversu illa sem farið er með þá, lang ar þá alltaf heim, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir ann- ars eiga hvergi samastað. — Þeir eru ekki Afríkanar og þeim þykir vænt um Amer- íku og trúa á betri framtíð. Það er sérstaklega 1 Suð- urríkjunum, sem negrarnir eiga erfitt. Þar ihafa þeir raunverulega enga mögu- leika til sömu l'ífskjara og hvítir menn. Þeir hafa sér- staka skóla, en allt fyrir- komulag þeirra er úr hófi lélegt. Og jafnvel þeir fáu sem tekst að ryðja sér braui til mennta, eiga mjög erfitt að útvega sér vinnu, er sé í samræmi við menntun þeirra- vinnugreinum. Ennþá er fjöldi ríkja, sem bannar hjúskap milli svartra og hvítra. Og við megum ekki fara á sömu veitingahús og binir hvítu. Eg kem oít Fxamh. á 7. síðu. Jóhann Hafstein, hinn sjálf kjörni riddari lýðrœðisins, œtti að leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi. Havn œtti að fá Alþingi til að setja lög um stjórn Sjálfstceðis- flokksins svo að tryggt vœri að flokksstjórnin starfaði í samræmi við vilja hinna ó- breyttu kjósenda. Eins og nú standa sakir eru það örfáir stóreignamenn sem stjórna flokknum, stóreignamenn er aðeins hugsa um eigin hag og skeyta ekkert um vilja almennings. Á örfáum mán- uðum hefur þessum stóreigva mönnum tekizt að láta Sjálf- stœðisflokkinn svíkja flest þau loforð sem kjósendur hans treystu í sumar. Loforð flokksins um að standa vörð um sjálfstæði landsins hafa verið svikin. Loforðin um nýsköpunina hafa verið svik in, vegna þess að stóreigna- mennirnir teldu sér ekki hag í að láta framkvæma þau. —• Þetta brýtur að sjálfsögðu í bága við allt lýðrœði, þetta er einrœði eignamanna. Lýð- ræðishetjan Jóhann Hafstein ætti að beita sér fyrir því að gagnger breyting væri gerð á stjórn Sjálfstœðisflokksins; þá myndu einhverjir ef til vill leggja trú á þá lýðræð- isást sem hann hampar svo mjög. Þangað til verður lítið á hann sem örlítið peð sem stóreignamennimir etja fram fyrir sig. KVIKmYltDIR Gamla Bíó: Mannlausa skipið (Johnny Angel) Þetta er e'kki óskemmtileg mynd en léttvæg. 1 henni eru skammbyssur óspart notaðar og fjöldi manna drepinn. >á eru einnig í henni hressileg slags- mál, er vöktu mikla hrifningu hjá rollingunum, sem fjölmenntu á fremstu sætin á 5-sýningu gær. Þeir öskruðu, stöppuðu, næstum því umhverfðust af fögn uði, þegar slagsmálin urðu hvað rosalegust. Þetta gefur manni tilefni að spyrja, hvort ekki sé kominn tími til að hafa sérstak ar sýningar fyrir 'krakka og banna þeim algjörlega aðgang að öðrum sýningum. Krakkar eiga aðeins að sjá myndir við krakka hæfi, og það á ekki að láta gals ann í þeim trufla fullorðið fólk í kvikmyndahúsunum. Krakkar á sérstökum sýningum, fullorðnir á sérstökum sýningum, þannig á það að vera. Að vísu er það, til- kynnt í auglýslngu um m.vnd þá, sem hér um ræðir, að hún Framh. á 7. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.