Þjóðviljinn - 09.11.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1946, Blaðsíða 4
4 Þ J ÓÐVIL JINN Laugardagur, 9. nóv. 1946. þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokjrurirm Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 eínnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. - ................ ■ i—■» Abyrgðin á framkomu tslands í alþjódamáluin Island er nú tekið formlega inn í hinar sameinuðu þjóð- ir. Það hefur verið tekið vinalega við oss þar. Og nú er mikið undir því komið að fulltrúar Islands komi þannig fram þar, að þeir verði landinu til sóma og starfi í samræmi við frelsisást þjóðar vorrar og virðingu hennar fyrir mann- réttindum. Island hefur sjálft um sjö alda skeið verið raunverul. ný- lenda annarra rikja. Isl. þjóðin hefur mörgum þjóðum sár- ar fengið að finna það, hvað þjóðarkúgun er. — Þann rétt, sem vér ísl. heimtum sjálfum oss til handa, viljum vér og viðurkenna handa öðrum. Sjálfstæði allra þjóða, mann- réttindi og jafnrétti án tillits til litarháttar eða kyns, þjóð- flokks eða tungu, hljótum vér Islendingar að virða og kref j- ast að virt sé, hver sem í hlut á. Islenzka þjóðin ætlast til þess að fulltrúar hennar standi á verði um þessi mannréttindi á þingi hinna sameinuðu þjóða. Islenzka þjóðin mun ekki viðurkenna rétt neinnar einnar þjóðar eða þjóðflokks til þess að drottna yfir öðrum eða svifta aðra þjóðflokka réttindum. Þing sameinuðu þjóðanna fær nú eitt af slíkum málum til meðferðar, kæru indverskra manna í Suður-Afríku út af kúgun þeirri, er hvítir menn beita þá. — íslenzka þjóð- in stendur einhuga með kröfunni til jafnréttis. Sósíalista- flokkurinn vildi tryggja það að fulltrúar Islands yrðu sér ekki til skammar og sviku hugsjónir þjóðar sinnar með því að fara að taka afstöðu með „yfirþjóðinni", þeg- ar um svona mál væri að ræða — og kröfðust því þess að samkomulag væri haft í svona málum um afstöðu íslands. En íhaldið og Alþýðuflokkurinn vildu einir geta ráðið, svo kunnir sem fulltrúar þeirra eru að þýlyndi við engilsax- neska auðvaldið. Þess vegna sendi Sósíalistaflokkurinn ekki fulltrúa í nefndina, meðan svo er astatt um stjórn landsins, sem nú er. „FLOTTHEIT" BERGMÁLS. Sá, sem stjórnar Bergmáli Vísis, á það til að vera æði „flott“ á prentrúm blaðsins, þeg ar honum þykir mikið liggja við. Fyrjr um það bil einum mán- uði fór hann að hafa miklar á- hyggjur af því, hvaða isenzkt nafn ætti nú að gefa flugvellin- um á Reykjanesi, og síðan hef- ur það verið því nær fastur liður í dálkum hans, að þar hafa birzt ibréf eftir hina og aðra menn, flesta ónafngreinda. sem með nákvæmum rökum og heimspekilegum tilvitnunum í náttúrufræði, landafræði og sögu, hafa sýnt fram á það í eitt skipti fyrir öll, að þetta eða hitt nafnið væri það eina rétta, ÖU önnur nöfn væru ómöguleg og ónotandi. MIKILL KOSTNAÐUR. Eg get ímyndað mér, að þess ar rökræður hafi kostað Vísi hátt upp í tug metra af dálks- breiðu lesmáli. En maður getur ekki verið að súta slíkt, þegar annað eins stórmál er á ferðinni og það, að finna gott íslenzkt nafn á ameríska herstöð. Hitt er aftur á móti öllu verra, að nú; þegar þessum ein- kennilegu umræðum er lokið, samkvæmt tiikynningu Berg- málsmannsins, þá kemur það upp úr kafinu, að flugvöllurinn á Reykjanesi er ennþá kallaður Kef 1 avíkurf lug völlur! Sem sagt, mikið starf til eins- kis unnið. „GÁRUNGARNIR“ OG VÍKVERJI. Vikverji Morgunblaðsins minntist Htillega á þefta mál í gær, og orsakaði það ofurlít- inn fjörkipp hjá hinni ,,myst- isku“ kímnigáfu hans. Hann seg- ir, að „gárungarnir" (en þeir eru sú ógæfusama manntegund, sem Verður að bera ábyrgð á öll um þynnstu bröndurum Vík- verja), vilji nú kalla Keflavíkuf völlinn „Ákaviti", vegna þess, að atvinnumálaráðherrann forð- ist hann eins og heitan eldinn! Væri ég „gárungi", mundi ég krefjast skaðab. af Víkv. fyrir að bendla mér við annan eins grát- lega misheppnaðan brandara og þennan. WALL STREET-V ÖLLUR. Víkverji og Bergmál eru á einu máli um það, að almenn- ingur fylgist mikið með hinum skríngilegu rökræðum um nafn- ið á ílugvellinum á Reykjanesi. Eg hef ekki orðið var við þetta Að vísu hef ég fengið eitt bréf er fjallar um málið, og ætla ég að birta hér niðurlag þess, og það, sem þar kemur fram, slær botninn í málið, hvað snertir þessa dálka. Bréfinu lýkur þann- ig: „Það er því vonlaus leikur, að ætla sér að finna gott íslenzkt nafn á flugvöllinn á Reykjanesi fyrst um sinn. Eins og nú standa sakir, v.æri eðlilegast að kalla hann Trumans-tak eða 4 Wall Street-völl“. GANGSTÉTTIRNAR VIÐ AUSTURSTRÆTI — ,,SKANDAL“. Það er kominn tiími til að helluleggja að nýju gangstéP- irnir við Austurstræti. Hellurn- ar á þeim eru svo eyddar, brotn- ar og alla vega úr lagi gengnar, að þegar rigning er, safnast vatn þarna í stóra polla. Eink- um er þetta slæmt á syðri gang stéttinni. Eg vil því beina þeim tilmæl- um til Einars Pálssonar, verk- fræðings, sem hefur stjórn gatnaviðgerðarinnar á hendi, að hann siái svo um, að gangstétt irnar við Austurstræti verði hellulagðar að nýju hið bráð- asta. Það er alveg óafsakanlegt að viða í úthverfum bæjarins kemst fótgangandi fólk varla leiðar sinnar án þess að ösla forarpolla upp i ökla, og þegar ástandið er orðið það sama á f jölförnustu götunni, þá getur það á reykvisku ekki kallazt annað en ,;skandal“. Reykvíkingar eiga heimtingu á að geta gengið þurrum fót- um um bæ sinn allan en fyrst og fremst um hjarta hans. Árni Ketilbjarnar: Sjálístæðisverkainaðitr svarar grein Sveinbjarnar Hannessonar um hhitfallskosningar Sjálfstæðlsverkamenn afbiðja afskipti óvið- komandi afla af inálunt verkal.samÉakanna ★ Þá er og hugsanlegt að til kasta þings hinna samein. uðu þjóða komi að ræða ágang þann, er Bandaríkjaauð- valdið sýnir nú, um að ná herstöðvum út um heim. — Hvern ig lízt Islendingum á að fela þeim Bjarna Ben. og Finni Jónssyni að fara með atkvæði íslands, þegar slík mál eru rædd, — einmitt þeim mönnum, sem ákafast hafa barizt fyrir því að Island leigði Bandaríkjunum dulbúnar her- stöðvar og tæki þannig afstöðu með þeim í fyrirhuguðu á- rásarstríði þeirra gegn Evrópu? — Menn muna enn kröfur Alþýðublaðsins um að engilsaxnesku þjóðirnar færu í stríð gegn Sovétríkjunum, ef Hitler heppnaðist ekki að sigra þau. Ummæli þessara herra er því íslenzku þjóðinni kunnug. Heiður Islands er í hættu í augum allra þjóða meðan slíkir menn ráða atkvæði þess á alþjóðasamkundu. Þeir hafa nú þegar sett smánarblett á skjöld þess með fram- komu sinni í herstöðvarmálinu hér. Það þurfti að afstýra því að þeir hefðu tækifæri til að halda slíkri þýlyndis- stefnu áfram á þingi sameinuðu þjóðanna. Baráttunni fyr- ir því að tryggja heiður Islands á þeim vettvangi verður haldið áfram. Eg verð að segja það, að | ég varð undrandi,. þegar ég las grein hr. Sveinbjarnar Hannessonar í Morgunhlað- inu 31. okt, þar sem hann ræðir um frumvarp Jóh. Haf steins um hlutfallskosningar í verkamannafélögum, og heldur þvi fram að frunwarp ið sé borið fram á Aliþingi eingöngu eftir óskum okkar sjólfstæðismanna. — Þetta er algerlega rangt, við Sjálfstæð isverkamenn óskum ekki eft ir íhlutun Alþingis um innri mál varðandi verkalýðssam- tökin. Verkamenn vilja sjálfir ráða kosningafyrirkomulagi í félagssamtökum sínum, sem æskilegt er, og eru þeir eng- aniveginn þakklátir Jó(h. Haf stein vegna afskipta hans af þessu máli. Við verkamenn sjáum I enga ástæðu til þess að fara að lögbjóða hlutfallskosning ar í verkalýðsfélögunura, fremur en í öllum öðrum fé- lagsskap. Eg býst við að sam- vinnufélög og öll önnur fé lagssamtök, vilji sjálf ráða öllum sínum innri málum, án ihlutunar hins opinbera. Hr. S-veinbjörn ræðir um í grein sinni, stórkostleg póli- tísk átök á næsta Aliþýðusam bandsþingi, og er ekki hægt að skilja annað en hann óski eftir illvígum deilum. Eg get frætt hr. Sveinbj. á því, að við sem kosnir vor um fulltrúar af verkalýðssam tökunum, vorum ekki valdir með það fyrir augum, að eiga í ill'vígum deilum innibyrðis, heldur vorum. við kosnir til þess að vinna saman í sátt og samlyndi að einingu verka- lýfesamtakarma, á stéttan- og lýðræðisgrundvelli, ennfrem- ur að öllum félags- og fram- faramálum, íslenzkri alþýðu til hagsbóta og blessunar. Hr. Sveinbjörn Hannesson spáir samvinnu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksverkamanna í verkalýðsfélögunum og á Aliþýðusambandsþingi- — Sjálfstæðisverkamenn eru yf irleitt vel þroskaðir félags- lega, og munu því vinna með öllum þeim sem stuðla vilja að alkherjar einingu verka- lýðssamtakanna, og ennfrem ur að öllum góðum mólum sem til uppbyggingar geta orðið allri alþýðu þessa lands. Við Sjálfstæðisverkamenn munum hiklaust fylgja sann færingu okkar, og látum ekki pólitískan braskaralýð ráð$tafcL okkur eftir eiginn geðþótta... Framhald á 7.síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.