Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 4
"ÞJÓÐVILJINN 10. nóv. 1946. Þjóðviliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur aíþýöu — Sósialistaflokjcurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurax eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. BÆJARPOSllRINNj Alþýðusanibandsjiingið iiiiii! gerakröfu Éil aukins valds alþýðunnar Hið 19. þing Alþýðusambands Islands kemur saman í dag á þrítugasta aldursári sambandsins. Heildarsamtök ís- lenzka verkalýðsins eru nú komin til manndómsára og búa yfir þeirri reynslu og þeim styrk, að engin hræring, sem nokkru varðar íslenzku þjóðina, framtíð hennar og gengi, er þeim óviðkomandi. Eins og undirokuð þjóð þarf tíma til að hagnýta fengið frelsi, hafa vinnustéttir Islands þurft nokkra stund til að meitla til vopn sitt, verkalýðshreyfing- una, svo að það yrði hæft til þeirra nota að veita þeim þau skilyrði til lífsins, sem krefjast verður í menningar- þjóðfélagi. Með þunga og festu þess, sem veit að rétturinn er hans, hefur verklýðshreyfingin smátt og smátt hrundið af sér oki auðstéttarinnár á fjölmörgum svið'um, dregið til sín rétt, sem áður var talinn til skilyrðislausra forréttinda yf- irstéttarinnar, svo að hún hefur orðið að viðurkenna í samningum og lögfesta á Alþingi kröfur launastéttanna um samtakaréttinn og félagslegt öryggi. Það sem náðst hefur er þó aðeins lítið brot þess, sem vinnustéttir Islands eiga kröfu til samkvæmt lögmálinu, að sá sem aflar skuli njóta þess, sem aflazt hefur. Og á undanhaldi sínu beitir auðstéttin sífellt nýjum brögðum til þess að endurheimta það, sem hún hefur neyðzt til að láta af hendi. Þegar hún sér að styrkur alþýðunnar er orðinn slíkur, að hagsmun- um auðmanna er hætta búin, leitar hún jafnvel stuðnings erlendra auðbræðra sinna. Þannig hefur orðið hlutverk Al- þýðusambandsins að vera helzti forvörður þjóðarinnar gegn braskinu með íslenzk landsréttindi. Herstöðvamálið er tákn þess, að afturhaldið á íslandi er tilbúið að beita öll- um ráðum gegn alþýðunni til að halda völdum sínum og gróða. Það mun ekki skirrast við að leiða atvinnuleysi og eymd yfir landið, ef það sér von til þess að brjóta samtök verkalýðsins á bak aftur með ógnun hungursvipunnar. Reynslan sýnir, að afturhaldið miðar lausn á hverju máli við það að geta velt byrðunum af sér yfir á herðar alþýðunni. Þess vegna verða alþýðusamtökin í öllu sam- starfi sínu við yfirstéttina að standa fast á verði um þann rétt, sem vinnustéttin hefur sem framleiðandi verð- mætanna fram yfir þá, sem eingöngu vilja hrifsa -til sín gróðann. Og samstarf alþýðunnar er því aðeins til reiðu, að hún beri aukinn rétt úr býtum. Hún veit, að hún er fær um að stjórna landinu sjálf og að til þess hefur hún full- an rétt. Þess vegna mun hún heldur aldrei afhenda þumlung af þvi landi, sem hún hefur unnið. Hún mun gera kröfu tii þess, að það verði ekki komið undir duttlungum og gróða- von peningavaldsins, hvort hendur íslenzkra verkamanna hafa nóg að starfa. Islenzlca alþýðan hefur hrundið af stað nýsköpun atvinnuveganna, og hún mun gera kröfu til þess, að þeirri þróun haldi áfram, ekki aðeins til hags- muna fyrir hana sjálfa, heldur alla þjóðina. Alþýða íslands mun á því þingi, sem nú er að hef jast, marka stefnu sína skýrt og ákveðið, og hún mun vængstýfa allar vonir afturhaldsins á Islandi um það, að því muni takast að deila og drottna í samtökum alþýðunnar. Þrjátíu ár hafa kennt henni, að einingin er fyrir öllu. ATHYGLISVERT BRÉF. f eftirfarandi bréfi tekur „J. B. S.“ til athugunar mál, sem of lengi hefur legið í þagnar- gildi. J. B. S. segir: „Eg tók eftir því í ræðu herra McKees hershöfðingja, er hann hélt við „afhending" flugvallar- ins á Reykjanesi, að hann minnt ist á nýja veröld, þar sem karl ar og konur „gætu lifað Hfi sínu að eigin geðþótta, en ekki á þann hátt, er öðrum bauð við að horfa“. Eg vænti þess, að þessi ummæli eigi við íslenzk- ar konur, engu síður, en amev- ískar og vil því mælast til þess, að „Bæjarpósturinn“ komi eftir farandi hugleiðingum rétta boð- leið til íslenzkra og bandarískra yfirvalda. HERMENNIRNIR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA. ,,Meðan tugir þúsunda banda- rískra hermanna dvöldu hér á landi, kynntust þeir mörgum stúlkum og áttu vingott við þær. Sumar þessarra stúlkna urðu barnshafandi af völdum þeirra. Fáeinir henmenn giftust barns- mæðrum sínum og hafa þær flestar farið vestur, en yfirgnæf andi meirihluti hermannanna hirti lítið um barnsmæður sín- ar eftir að þeir voru farnir af landi burt. Málarekstur Bandarikjahers- ins í sambandi við óskilgetin börn var með slíkum hætti, að ef barnsfaðirinn ætlaði sér að losna við faðernið, þurfti hann ekki annað en að neita og þá var málinu lokið. Engin sönn un var tekin til greina, jafnvel ekki bréfleg játning hins lýsta barnsföður, eða játning í votta viðurvist, ef sú játning var ekki gerð í yfirheyrslu, sem fram- kvæmd var af sérstökum liðs- foringja. STÚLKURNAR VORU RÉTTLAUSAR. „Stúlkumar voru algerlega varnarlausar gegn þeim manni, sem neitaði fyrir faðernið. — Þannig mun það hafa verið í ismál gegn manninum í Ameríku en þó ekki fyrr, en að striðinu loknu !! Hinn lýstl barnsfaðir hafði nefniléga ekki framið neinn glæp gegn bandarískum herlögum og því var ekki hægt að stefna honum fyrir herrétt (og auðvitað ekki fyrir íslenzk an rétt). En stúlkan hafði eign- azt barn, sem hún getur þrælað fyrir í 16 til 20 ár. Ef ég man rétt, hét forseti Bandarfkjanna að farið skyldi að íslenzkum lögum í skiftum hersins við íslenzka menn. — Kannske herra McKee hafi meint þetta, er hann tók sérstaklega fram, að í heimi Bandaríkjanna ættu konur að geta hagað lífi sínu eftir eigin geðþótta. — Kannske hefur hann líka átt við framkomu bandariskra her- mýmörgum tilfellum. Stúlkunni i manna gegn íslenzkum stúlkum var stefnt ti'l þess að mæta fyr-1 me^ I)V! Þe*r rnæt*'u haga sínu lífi eftir eigin geðþótta? UTANRÍKISRÁÐHERRA GERI HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM. „Fjöldamargar íslenzkar stúlk- ur, sem liafa eignazt börn með hvort hann vildi kannast við bandarískum hermönnum, vænta faðernið. Honum var þá í sjálfs þess, að utanríkisráðherra Xs- vald sett, hvort hann vildi játa, lands, herra Ólafur Thors, geri eða neita. Ef hann játaði, var hreint fyrir sínum dyrum og stúlkunni tilkynnt, að hún fengi , skýri frá því, hvaða ráðstafanir meðlag frá þeim degi, er mað- j hafa verið gerðar ti'l þess, að urinn undirritaði játninguna öll „íöðurlausu“ börnin og mæð- ir amerískum liðforingja, eða sérstökum íslenzkum starfs- manni setuliðsins, sem bókaði framburð hennar og lét hana sverja eið að framburði sínum. Því næst var hinn lýsti barns- faðir tekinn fyrir og spurður og þar til hann væri laus úr hernum, en heldur ekki degi leng ur þeirra nái rétti sínum í þessu máli. Eða kannske þessar stúlk- ur. Úr því verður stúlkan að j ur séu ekki nógu fínar til þess sitja uppi með barnið — og að herra Ólafur Thors minnist þiggja sveitarstyrk — eða gera þeirra í allri sigurvímunni út af ráðstafanir til þess, að höfða ’ „afhendingu" flugvallarins, eða barnsfaðernismál gegn mannin- kannske eru þessi börn og mæð ur þeirra óviðkomandi sendi- herra Bandaríkjanna hér á landi, nú, þegar tiilganginum hef ur verið náð, að fá ítök hér á um í — Ameríku !! HVAÐ MEINTI MCKEE? „Ef maðurinn neitaði, ja, þá gat stúlkan höfðað barnsfaðern ' landi. J. B. S.“ Frá Útgerðarniannafélagi Reykjavíkur hefur Þjóðviljanum borizt eftirfarandi til birtingar: „Almennur fundur útvegs- manna var haldinn í Oddfellow- húsinu 5. nóv. 1946, þar sem mættir voru fjöldi útvegsmanna úr Reykjavík, Hafnarfirði, af Suðurnesjum og Vestmannaeyj- um. Á fundinum voru rædd afurða sölumálin og þeir erfiðleikar, sem sjávarútvegurinn á við að stríða. Það kom grainilega fram á fundinum og rökstutt með skýrslum, sem fyrir lágu að á- framhaldandi rekstur vélbáta- flotans gæti ekki átt sér stað. nema með mjög bættum fjár- hagsmöguleikum bæði til útgerð arinnar sjálfrar og fólksins, sem vinnur við hana og tekur laun sín með hlut úr afla. Á fundinum voru samþykkt- ar eftirfarandi tillögur, allar með samhljóða atkvæðum fund- armanna: „Almennur útvegsmannafund- ur í Reykjavík, boðaður af Út- vegsmannafélagi Reykj avíkur hinn 5. nóv. 1946, skorar á full- trúafund L. í. Ú., sem hefst 11. nóvember að beita sér fyrir fram gangi eftirfarandi mála: I. Að grunnkaupshækkanir alls- staðar á landinu verði nú stöðv aðar og að dýrtíðarvisitalan verði stöðvuð við 300 stjg. II. Að nú þegar sé ákveðið innan ■landsverð á fiski það hátt, að hlutasjómenn hafi sambærilegt i kaup á við landverkamenn er hafa stöðuga vinnu. III. Að viðskiptamál þjóðarinnar verði nú þegar tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar á þeim . grundvelli að samræma, sem mest inn- og útflutningsverzlun landsmanna. Jafnframt sé það. tryggt að gjaldeyri þjóðarinnar sé ráðstafað með hag framieíðsl unnar fyrir augum. Stofnun. sú, er færi með útflutning og inn- flutning, verði skipuð að meiri- hluta, af fulltrúum framleiðenda útflutningsfram.leiðslunnar. IV. Að skorað verði á stjórnmála- flokkana að þeir nú þegar komi sér saman um stjórnarmynduo, sem taki vandamál þjóðarinnar föstum tökum til úrlausnar og bægi frá þjóðinni því böli, sem af núverandi ástandi í þjóðmál- um landsins getur leitt.“ V. Fundurinn lýsir því yfir, að hann álítur það hagsmunamál útvegsmanna almennt, að sölu á sjávarafurðum á erlendum mark aði verði hagað þannig, að þær Frarrtb á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.