Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur, 10. nóv. 1946 ÞJÓÐVILJINN 7 Ur borglotil V Næturlæknir er í læknavarð Faritianiiit- sambands- þingið vill að kennslureglu- múw í stormi stofunni, Austurbæjarskólanum Næturvörður er Apóteki. í Laugavegs Næturakstui' í nó'tt ainnast Litla Bílastöðin, sími 1380, en aðra nótt Hreyfill, sími 6633. Útvaipið í dag: 11.00 Morguntónleikar (plötur). 12.12—13.15 Bádegisútvarp. 14.00 Mestsa í Dómkirkjunni. — Fermingarmessa (tsr. Jón Auð- uns). 15.15—16.25 Miðdegitstónleikar — (plötur). 18.25 veðurfregnir. 18.30 Barnatími. 19.25 Tónleikar: Kraftaverkið, — toallett eftir Bliss (plötur). 20.20 Einleikur á píanó (Anna Sigríður Björnsdóttir): ítalski konsertinn eftir Bach. 20.35 Ferðaminningar frá . Eng- landi (sr. Friðrik Hallgríms- son). 21.00 Tónleikar: Ensk lög, sung in og leikin (plötur). 21.15 Upplestur: „Gullnar töflur" hckarkafli eftir Bjarna M. Gíslason. (Höf. les). 21.40 Tónleikar: Létt klassisk lög (plötur). 22.05 Danslög til kl. 1.30 e. miðn. Útvarpið á morgun: (Mánudaginn 11. nóv.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 20.30 Erindi: Nauðsyn á endui-- byggingu togaraflotans og nýju skipin. (Gísli Jónsson alþm.;. 20.55 Lög leikin á trompet — (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (Sig urður Bjarnason alþm.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: fs- lenzkt lög. — Einsöngur (Ólaf ur Magnússón frá Mosfelii). 21.50 Tónleikar: Toccata eftir Widor (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Alþýðusamband íslands biður þá fulltrúa sem enn hafa ek.ki skilað kjörbréfum sínum til kjörnefndar að gera það í dag kl. 10—12 fyrir bádegi, i skrif- stofu sambandsins í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, efstu hæð. — Á samá tíma verða afhentir aðgöngumiðar að þinginu ti! þeirra sem hafa enn ekki tekið þá. Svifflugfélag íslands hefur merkjasölu á götunum í dag í tiiefni af 10 ára aímæli félags- ins. Á torgum í bænum verða svifflugur tid sýnis og merki til sölu. iiaaiinaskói- sois verili [ingu itaifls lokid á næsta ári 10. þing F. F. S- í. skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um að þær kennslubækur í sérfögum sem ennþá eru á erlendu máli og notaðar eru við kennslu í námsgreinum sjómanna, verði hið allra fyrsta snúið á íslenzku og færðar 1 nýtízku horf. Þingið beinir ennfremur þeim tilmælum til ríkisstjórn arinnar, að hún hlutist til um að reglugerð um kennslu og námsgreinar við Sjó- mannaskólann verði endur- skoðað með hliðsjón af kröf- um tímans. 10. þing F. F- S. í. skorar á Alþingi það er nú situr að setja inn á fjárlögin, til lúkn ingar byggingu Sjómanna- skólans það fé, er byggingar- nefnd og byggingarmeistarar telja að þurfi til þess a.ð ljúka byggingunni á árinu 1947. Landsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 f. h., 1—7 og 8—10 e. h. Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 2—7 e. n. Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga, kl. 1—3 e. h. Bæjarbóka- safn Keykjavíkur: Lestrarsalur- inn er opinn alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 1—10 e. h. — Útlánsdeildin er opin kl. 2— 10 e.h. Náttúrugripasafnið opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2—3 e. h. Ungbarnavernd Líknar Templ- arasundi 3 er opin miðvikudaga, fimimtudaga og föstudaga kl. 3.15 —4. Fyrir barnshafandi konur, mánudaga og miðvikudaga kk 1—2. Bólusetning gegn barna- veiki á föstudögum kd. 5—6. — Þeir sem vilia fá börn sin bólu- sett hringi fyrst í síma 5967, milli kl. 9—11, sama dag. Framhald af 5. síðu. móður sinni. Allir háðu þeir harða baráttu fyrir daglegu brauði. Allir höfðu stritað frá blautu barnsbeini og þó voru þeir jafn snauðir og þegar þeir fæddust, kannski snauðari.Og nú voru þeir þarna úti og skylduliðið beið heimkomu þeirra. Gamli maðurinn eirði ekki í stólnum, stóð á fætur og gekk um gólf. Konan hans, hærugrá og föl á vanga kom inn til hans. Það er komið ósköp vont veður, sagði hún. Já, sagði hann. Líklega fer nú bráðum að snjóa líka, ságði hún. Það er trúlegt, sagði hann. Ósköp held ég blessaðir sjó- mennirnir okkar fái vont, sagði hún. Það er versti hryssingur, sagði hann. Skólastjóri Melaskólans hef- ur í undirbúningi að koma upp barnalesstofu fyrir nemendur skólans og hafa viðræður um þetta farið fram við forstöðu- mann bæjarbókasafnsins. Skólanefnd er hvetjandi þess að hugmynd þessi komist í framkvæmd. Félagslíf Æfingar á mánudag; Kl. 2—3. frúarflokkur. — Kl. 6—7, OldÆoys. — Kl. 7— 8, II. fl. kvenna- — Kl. 8—9, I. fl. kvenna. — Kl. 9—10 I. fl- karla. til að bera blaðið til kaupenda við Bergstaðastræíi llaiiðarárstíg Leifsgötu ÞJÓÐVILJINN ÁRMENNINGAR Skemmtifundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu miðvikud. 13. nóv., hefst kl. 10.00 vegna sundmóts Ár- manns. 1. fl- karla og bvenna sjá um fundinn. Skemmtiatriði: Gufubaðsskórinn. ?, Hnefa leikar, Kvartett, ? — Félag- ar mega taka með sér gesti. Fjölmennið og mætið stund I víslega. Skemmtinefndin. Síðan settist konan og þagði. Hann horfir á hana og sá að hún leit sljóvum augum út í fjarskan. Þau voru bæði orðin gömul. Kannski voru þau of gömul til að skipta sér meira af lífsstríðinu. Ellin átti vanda til að þrjózkast, kannski um of stundum. Gamli maðurinn gekk um gólf, tyllti sér í stólinn, stóð upp aftur, hugsaði um gamla bátinn, sá hann fyrir sér í hafrótinu, sá veðurbarða mennina, sá kvíðann á andlitum skylduliðsins, sá konurnar vagga börnunum í svefn og börnin sofna, grunlaus um hættuna sem pabbi var í. Allt í einu rumskaði konan og sagði: Er gamli báturinn kominn? Hann stanzaði og horfði á hana. Hún leit beint í augu hans og það var hryggð í svipn um. Hann var næstum orðinn hortugur við hana, en sagði svo: Vertu ekki að hugsa um þetta, væna min. Hann er orðinn svo gamall, sagði liún. Gamli maðurinn svaraði ekki, en gekk að símatækinu og hringdi. Hann spurði um bát- ana. Margir þeirra höfðu komið síðasta klukkutímann. Tveir af lians bátum voru ókomnir, gamli báturinn annar. Hann bað þá að láta sig vita, þegar þeir kæmu. Svo settist hann niður og beið. Það leið langur tími. Konan stóð á fætur og fór. Hann heyrði á húsinu að stormurinn fór vaxandi. Hann Tiafði aldrei misst bát í hafið. Kannski hafði ellin nú leitt hann í gönur með þrjózku sinni? Eða hafði hann kannski misboðið örlögunum og ætluðu þau nú að taka í taumana á þennan hátt? Konan bauð honum að snæða, en hann hafði ekki matarlyst. Hann stóð á fætur, gekk um, dró tjöldin frá glugganum og leit út. Það var dauft ljós í götunni, en hann sá samt að komin var snjóhríð. Það verð ur erfitt að ná landi við aðra eins klettaströnd í myrkri, stormi og byl. Síminn hringdi. Hann var viðbragsfljótur að svara. Ann- ar báturinn hans var nýkominn. Ekkert hafði spurzt af gamla bátnum. Þeir sögðu að nú væru aðeins fimm bátar ókomnir að landi. O, hann skilar sér, sagði hann upphátt, en hann heyrði að röddin skalf og sagði ekki meira. Hann reyndi að sitja kyrr, en gat það ekki. Þá fór hann í yfirhöfn, tók hatt sinn og staf og gekk út. Það var komið ofsaveður, hvein og söng í húskofunum og vindstrókarnir ruddust milli þeirra, hlaðnir slydduflyksum, sem hlóðust utan á gamla mann inn, á föt hans og andlit og runnu niður hálsmálið og krapa sullið náði uppfyrir skólhlifarn ar. Og það var dimmt í götunni, því sumar ljósaleiðslurnar höfðu slitnað og hengu niður úr staurnum. Gamli maður- inn þreifaði sig áfram og reyndi að hafa skjól af húsunum. I einu húsas. slcall hviða á hon- um. Hann hrakti undan henni, skrikaði fótur, féll, en aðeins á hné, því hann kom fyrir sig höndunum og krapið var ískalt og beit í svona sigglausar hend ur. Hann komst á fætur og hélt áfram. Hann var eklci á því að gefast upp — og þó hafði eitt- hvað látið undan. Hann hugsaði til mannanna á sjónum. Ef þeir næðu landi, skyldi hann gera vel til þerra. Það var stormur, myrkur og kuldi og hann var gamall maður. Þegar hann nálgaðist höfnina mætti hann mönnum í sjóklæð- um og spurði þá um bátana. Það er tveir eftir, sögðu þeir. Og þú átt annan. Til hans hef- ur ekkert spurzt síðan snemma í dag, sögðu þeir og gengu burt. Gamli maðurinn stóð í sömu sporunum eftir að þeir voru farnir. Hann ætlaði að snúa við og fara heim. En hann stóð kyrr. Vindurinn næddi um hann. Framundan sá hann ljósin í að- gerðarhúsunum sínum. Hann. lagði af stað í áttina til þeirra. Stormurinn var á hlið og hann gekk skref fyrir skref og varað- ist að hrasa. Þegar hann átti skammt eftir til húsanna krökl- aðist hann út af veginum, varð fótaskortur og féll á grúfu of- an í laut. Hann lá með andlitið í krapinu, fann kuldann læsa sig um brjóstið, upp handleggina og blotnaði á hnjám og lærum. Hann reyndi að rísa á fætur, en það-var hált í krapinu og hann féll á- ný. Iiann lá andartak kyrr á hliðinni og kastaði mæð- inni. Þá heyrði hann menn fara um veginn og kallaði til þeirra, en þeir heyrðu ekki til hans fyr- ir óveðrinu. Þá mundi hann eft- ir stafnum, þreifaði eftir honum og komst loks á fætur með hans hjálp. Hatturinn var fokinn. Gamli maðurinn skal af áreynsl unni og honum var kalt. Þegar hann hafði strokið krapann af andlitinu, lagði hann af stað til aðgerðarhúsanna, en eftir okkur skref sneri hann við. Hann vildi ekki hitta neinn svona á sig kominn og keifaði áleiðis heim. Ef báturinn hans næði landi ætlaði hann að setja hann í naust. Hann skyldi sjá til þess að mennirnir bæru eins mikið úr býtum og þeir á beztu bátun- um og meira. Hann ætlaði að draga sig í hlé úr stríði lífsins., Hann var mjög þreyttur. Seint og síðarmeir komst hann. heim. Konan lians var enn á fót- um og kom .fram, þegar hún. heyrði til hans í ganginum. Þeir voru að hringja, sagði hún, gamli báturinn er kominn að landi og liggur nú í vari undir Feginskletti. Gamli maðurinn sagði ekkert. Hann hengdi yfirhöfnina í gang inn, fór í stofu og tæmdi tvö' staup af víni og gekk síðan til hvílu. Tveim dögum seinna var aft- ur komið gott veður. Það var rauð sól á fjallinu, mávarnir syntu um lygnan sjóinn og rit- urnar flögruðu léttilega yfir höfninni. Og fólkið var aftur létt í spori og hýrt á svip, því í dag voru allir bátar á sjó, eins og ekkert hefði í skorizt og útlit fyrir góða vertíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.