Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1946, Blaðsíða 5
Sunnudagur, 10. nóv. 1946. 5 Ási í Bœ: GAMALL MAÐUR KVIKmYADIR Tjarnarbíó: Maðurinn frá Marokkó Gamli maðurinn leit upp úr skjölunum, studdi hönd undir kinn og horfði út um gluggann. Þetta var árla dags. Þarna var höfnin kyrr og slétt, en það mátti sjá á skjöktbátunum sem lágu við festar mótorbátanna, að kominn var austan andvari. Lág vetrarsólin skein á fjallið handan hafnarinnar, en sjórinn var enn í skugga. Vertíðin hafði gengið einstak lega vel fram að þessu, ein- muna veðurblíða og nægur afli. Gamli maðurinn leit yfir höfn ina, bátana og fjöllin og síðan til lofts. 1 útnorðrinu voru dökk ar skýjadræsur og bláminn var ekki eins skær og hreinn og und anfarið. benti á veðrabrigði. Á fiskreitnum skammt frá voru menn að greiða línu, þrír þeirra ungir og kátir og töluðu hátt. Gamli maðurinn opnaði gluggann og fann morgunloftið streyma inn. Hann heyrði menn ina tala. Nú ætlar hann að verða á austan, sagði einn. Djöfull langar mig orðið á ball, sagði annar. Ojá, maður ætti sossum skil- ið að komast á kvennafar. Mað- ur hefur hvorki tíma til að sinna kvenfólki né brennivíni og það kalla ég enga vertíð, sagði sá þriðji. Fjórði maðurinn, roskinn með mikið brúnt yfirskegg sem slútti niður fyrir munninn sagði: Þið þurfið ekki lengi að bíða piltar, þið fáið áreiðanlega tíma til að ylja ykkur á kven- fólki og brennivíni. Mér lízt svoleiðis á hann' að óveðrið sé ekki langt undan.... Gamli' maðurinn lokaði glugg anum og tók til við skjölin á ný. Hann bankaði með penna- stönginni í borðið um leið og hann renndi augunum yfir dálk ana, brosti og rumdi ánægju- lega. Það brást ekki, alltaf skyldi gamli báturinn lians hafa mestan afla,elzta fleytan hans og hafði þó nú orðið fjóra keppinauta við að etja. Gamli báturinn, gamli maðurinn; tveir vinir. Brosið hvarf um stund og hann varð hugsi. Svo hló hann og í hlátri hans voru leifar af hlátri barnsins. Og þeir höfðu ætlað að lítillælcka þá báða hann og bátinn; skipa honum til verka, knýja hann til að rífa burt þessar gömlu fjalir og fella aðrar í staðinn, eða báturinn skyldi settur í naust. Það hefði verið sjálfsagt að endurbæta og lagfæra, ef þeir hefðu komið sér saman um það, hann og báturinn, en að óviðkomandi menn kæmu og segðu: þetta er fúið, þetta á að rífa, þarna á að láta nýtt. Aldrei. Nei. Aldrei. Frá því hann var sjálfs sín ráðandi liafði hann aldrei látið neinn troða sér um tær. Hann heyrði hvellan hlátur utanað og leit upp. Stúlka hafði stanzað á veginum og var að tala við piltana. Hún hló og piltarnir hlógu, en maðurinn með skeggið bograði yfir línuna og hló ekki. Þá mundi gamli maðurinn orð hans — að óveðr ið væri ekki Iangt undan. Hann sá piltana horfa á eftir stúlk- unni og þá minntist hann þess að hún var dóttir formannsins á gamla bátnum. Það var eitthvað sem skeði, kom eins og lítill hrekkur og hann varð órór í svip. Óveðrið, gamli báturinn; ef eitthvað kæmi nú fyrir, ef þessar gömlu fjalir brygðust nú allt í einu og báturinn kæmi ekki að landi, báturinn sem þeir höfðu dæmt úr leik og hann, hann hafði samt haldið úti eins og áður? Ef ? Hann brosti aftur, tók af sér gleraugun og þurrkaði af þeim. Það var engin ástæða til að láta svona hugsanir ergja sig. Hve oft hafði ekki gamli bát- urinn lireppt ofviðri og skilað sér í höfn? Var hann ekki viður kenndur einhver bezti sjóbátur inn í verinu? Hann myndi áreið anlega skila sér. Og svo var ekki víst að neitt yrði úr óveðri þótt útlitið væri slæmt. Hann heyrði búðardyrnar opnaðar, heyrði menn ganga inn og tala saman. Hann leit á klukkuna, jú, búðarþjónarnir komu á réttum tíma. Við að líta á klukkuna og hugsa um undirmenn sína komst hann aftur í hinar venjulegu skorður yfirboðarans. Brúnir hans sigu, augun urðu köld og það slakn- aði á bakinu um leið og hann dró að sér þykka bók með löng um dálkum. Þegar hann heyrði fólkið sitt koma á skrifstofuna leit hann upp aftur. Nú voru menn irnir farnir af reitnum. Tvö börn gengu um veginn og leidd ust. Það var komið vindgár á höfnina og loftið hafði þykknað til muna. Birta morgunsins var horfin , og drungi siginn á fjöll in. Mávahópur hélt sig í vari bryggjunnar og ritur voru á flögri til og frá. Hann fann nú að óveðrið var í nánd. Oft hafði hann setiö liér við gluggan og liorft á þessi véðra skipti; séð skýin dökkna og hraða sinni ferð, séð blámann hverfa að baki þeim, séð gárið vaxa, öldurnar stækka utan við hafnarmynnið, unz sjórinn var þakinn hvítum skellum og tók að rjúka. Náttúran fór sínu fram og varð ekki við ráðið. Þannig hafði liann alltaf hugs- að. En nú var einhvér beygur í lionum, beygur við náttúruna. Seinna um daginn, þegar stormurinn var skollinn á og löðrið rauk upp frá ströndinni og veðragnýrinn kæfði önnur hljóð, þá hafði gamli maðurinn ekki eirð til að sitja lengur í skrifstofunni. Á andlitum fólksins sá hann drætti óttans sem jafnan fylgdi svona veðrum. Næstum hvert heimiii í þorpinu átti ein- hvern sinna á sjó. Fimm menn í lítilli kænu einhverstaðar úti á hafinu, hraktir af stormi og sjö. Nótt framundan. Land úr augsýn. Báturinn kannske gamall og fúinn. Gamli maðurinn yfirgaf skrif stofuna. Það var farið að skyggja. Hann sá ógreinilega út á höfnina, en hann fann vind inn á andlitinu og hann var snarpur og kaldur. Hann gekk niður á næstu bryggju. Þar voru menn að afferma bátana sem voru nýkomnir að landi. Fiskur, fiskur: gull. Hann stóð afsíðis og gaf sig ekki á tal við mennina. Þeir vissu allir að hann átti gamlan og fúinn bát á sjó í dag. Sterk ljós bátanna köstuðu geislum á ókyrran sjóinn við bryggjuna og í birtunni sá hann ritur sem voru að kroppa lifrarbrodda af yfirborðinu og höfðu fullt í fangi með að hemja sig í storminum. Það rauk af ölduskvampinu og hann fann seltuna í augunum. Vindur inn hvein í rám og siglum og stunur vélanna heyrðust eins og í fjarska gegn um gnýinn. Sjómennirnir voru veðurbarðir og það gerði þá enn hörkulegri. Gamli maðurinn rölti burt, hann var þungur í spori og hafði stuðning af stafnum í hviðunum. Hann mætti vös- klæddum mönnum, en þeir tóku ekki eftir honum. Þegar hann kom að verzlunarhúsinu leit hann til baka.Hann sá sjórokið bera við Ijósatýrurnar á bryggj unni og hvítfyssandi höfnina í skímunni. Hann stóð nokkra stund í skjóli hússins, sá menn ganga hjá og heyrði þá talast við, en þótt þeir hrópuðu hver til annars greindust varla orða skil. Honum heyrðist þeir segja að um helmingur bátanna væri kominn að landi. En hann þurfti einskis að spyrja. .. . Hann vissi að gamli báturinn var ekki einn þeirra. Hann bretti upp frakkakraganum og gekk fyrir húshornið. Hann stanzaði á tröppum verzlunar- innar og leit út í myrkrið. Síðan gekk hann niður tröppurnar og áleiðis heim. Gamli maðurinn var þreyttur. Hann lét fallast í mjúkan hæg- indastól, strauk ennið köldum lófa og hallaði sér síðan aftur ábak hugsi. Honum fannst hann vera gamall. Og þó -— ungu mennirnir höfðu átt í fullu tré við hann fram að þessu. Hann lét hugann hvarfla um farinn veg, frá því hann byrjaði að verzla og gera út, fyrst í smáum stíl og síðan skref fyrir skref allt fram á þennan dag. Hann hafði þreifað sig áfram með varkárni og sjaldan höfðu áform hans mis- tekizt. Örlögin höfðu verið honum hliðholl. Gamli maðurinn reis upp í stóln um tókskóna af fótum sér, nudd aði fæturna litla stund og hag- ræddi sér síðan á ný. Hann heyrði vindinn þjóta um rjáfur hússins og úr fjarska barst brimgnýrinn. Örlögin? Höfðu þau kannske leikið svona dátt við hann til þess að geta nú hremmt hann á efra aldri, beygt hann niður í skarnið og gert líf hans að srnán ? Honum varð hugsað til mann anna á bátnum. Hann þekkti hvern fyrir sig og hagi þeirra. Þrír voru giftir og áttu börn, myndarleg börn. Einn átti unn- ustu og annar sá fyrir aldraðri Framhald á 7. síðu Pathe Pictures Leikstjóri: Max Greene Það er erfitt að gera kvik- mynd, er lýsir láfi nokkurra manna, sem byrja baráttuna gegn fasismanum á vígvöllum Spánar árið 1936, flýja við lok borgarastyrjaldarinnar yfir til FrakklandSj verða að þola þar fangabúðavist hátt á anað ár undir eftiHiti fransks fasista,. eru síðan fluttir tirl Sahara í nauðungarvinnu, sleppa loks undan okinu og taka vinkan þátt í sókn bandamanna í N-Afríku og áfram. Til þess að þetta megi vel takast þarf góða leikara og hraða og óþvingaða efnisskipan. Kvikmyndin „Maðurinn frá Marokkó" fjallar um ofangreint efni, en hún uppfyllir ekki þær kröfur, sem verður að gera henni um leikara og efnisskipan. Hún er yfirleitt fremur illa leik- in og hana vantar algjörlega „spennu“. Þau atriði myndarinnar, sem snerta ástina, eru hjákátleg. —• Aðal leikendurnir Anton Wal- brook (eða Adolf Wohlbrúeh eins og hann hét heima í Þýzkalandi fyrrum) — og Margaretta Scott leika eins og viðvaningar; en verst takast þeim ástaratlotin, þá fer allt í handaskolum. Um mynd þessa sem heild má segja, að í henni sé merkilegt og stórbrotið efni tekið klaufa- tökum. J. Á. um. Yanofski hafnar þessum leik samt réttilega, því að svartur á tvö góð svör: 1) 29. Hb6 Da7 30. Hxd6 Be7 31. Hxd7 Rxd7 32. d6 Bf8 eða 2) 29. Hb6 Bxb6 30. Bxa-t Bxat og nú t. d. 31. De2 e4 32. Rh4 Rd3 33. Hfl g6 og síðan Bd4 og svartur stendur betur. SKÁK Ritstjóri Guðmundur Arnlaugsson. Hér kemur skákin milli Yanofsk- ys og Botvinniks frá fimmtándu umferð mótsins í Groningen. Þessi skák hlaut 2. fegurðarverðl. Þetta er afar harður leikur eftir hreinum línum sem er tiltölulega auðvelt að fylgja. Botvinnik nær sókn á drottningarvæng en Yanoísky verst vel. Skákin smáharðnar unz hótanir og varnir skiptast á með skilmingahraða. Botvinnik er í sókninni og heldur ofan á þangað til hann leikur af sér í 34. leik. Eftir það kemur hann ekki fyrir sig fótunum gegn hinni hvössu sókn Yanofskys. Enski skákmeistarinn Alexander — en skýringum hans við skákina verður að nokkru fylgt hér á eftir — segir um hana að lokum, að þótt Botvinnik hafi ekki átt skilið að tapa henni, þá eigi Yanofsky skilið fyllsta lof fyrir þrautseigan og úrræðagóðan leik og fyrir að hafa gripið tækifærið föstum og álcveðnum tökum þegar það kom. SPÆNSKI LEIKURINN Yanofslty með hvítt gegn Bot- vinnik. 1. e4e5 2. Rf3 Re6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O—O Be7 6. Hel b5 7. Bb3 dö 8. c3 0—0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rba2 cxd Fram aö þessu hefur leikurinn fylgt gömlum og vel kunnum braut um, en síðasti leikur svarts er nýjung sem Flohr hleýpti af stokk unum rétt fyrir síðustu styrjöld. Hann miðar að því að opna svört- um línu á drottningarvceng og gef- ur svörtum frjálsari stöðu en 12.—Rc6 13. d5 Rd8 eins og áður var leikið. 13. cxd Rc6 15. Bbl a5 14. d5 Rb4 16. Rfl Bd7 Nú er venjulega leikið 17. a3 og svartur verður að hörfa undan með riddarann (R—a6—c5). 17. Bd2 Hfc8! Svarur metur stöðuna rétt og er óhræddur við tvípeöið. 18. Bxb4 axb 20. Dd2 Da4 19. Bd3 Bd8 21. Re3 b3! Drepi hvítur peðið tekur svartur báða hrókana fyrir drottninguna og stendur mjög vel 22. a3 Da4 23. Rdl! Eina leiðin til að verjast bæði Ba5 og Rxe4. 23. — b4! 24. Re3! bxa 25. Hxa3 Rxe4! 26. Ddl Db4 27. Hxb3 Da4 28. Bc2 Rc5 Nú kemur til greina fyrir hvítan að leika Hb6 og standa þá bæði Md6 og Da4 í uppnámi hjá svört- 29. HcS Db4 30. Dbl g6 31. Hc4 Db7 32. b4 Ra6 33. Hxc8 Hxc8 34. BdS Rxb4? Nú getur hvítur leppað riddarann og sú klípa kostar svartan skipta- mun. Hins vegar var 34. —f5! með hótuninni 35. — e4 mjög erfiður leikur fyrir hvítan. Svari hvítur t. d. 35. Rd2 getur svartur drepið á b4 því að þá getur hvítur ekki leikið He2—b2 eins og í skákinni. Svartur mundi standa greinilega betur. 35. He2! Ba5 36. Hb2 Hb8 Það er margt að varast ennþá: 37. Rc2? Dxd5! og svartur hefur betur. 37. Rd2 Da7 38. Rdc4 Dc5 39. Rxa5 Dxa5 40. Rc2 Rxd3 Annars fellur riddarinn. 41. Hxb8t Kg7 42. Re3 Dd2 43. Dfl Re5 Hvítur hótaði Rc4 og Rxd6 44. Ddl Dc3 45. Hb6 Ba4 46. Df3 Delt 47. Kh2 Í5 48. Hxd6 f4 49. Rf5t! Kf7 Eða 49. — gxf 50. Dh5 og hvítur vinnur. 50. Dg4 Rc4 51. Dh4! gxf 52. Dxh7t Ke8 53. Dg8t og hvítur mátar í nokkrum ieikj- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.