Þjóðviljinn - 19.11.1946, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1946, Síða 4
ÞJÓÐVILJINM Þriðjudagur 19- nóv. 1946- þlÓÐVILJINN Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sós ialistaflofcEurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Siguröur GuÖmundsson, éb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur; Skólav öröust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiösla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóöviljans h. f. V________________________________________________J 19. þing Alþýðusambandsins 19. þing Alþýðusambandsins er nú afstaðið. Hvað allan undirbúning snerti var það eitt hið glæsilegasta þing, er nokkur félagssamtök hér á landi hafa háð. Fulltrúarnir utan af landi munu fara heimleiðis með miklar og góðar endurminningar. Afturhaldið hafði spáð því, að hlutur sameiningarmanna yrði rýr. En þingið sannaði, að stefna og störf fráfarandi sambandsstjórnar höfðu verið það giftudrjúg og íslenzk- um verkalýð svo að skapi, að sameiningarmenn urðu í miklum og vaxandi meirihluta á þinginu. ★ 19. þingið afgreiddi mörg og merkileg mál, sem ekki verða rakin hér. Það gerði ýtarlegar ályktanir um kjaramál verkalýðsins, einkum sjómanna, um baráttuna fyrir áframhaldi nýsköp- un atvinnuveganna, um ráðstafanir til þess að létta byrðum dýrtíðarinnar af herðum alþýðunnar á kostnað heildsala og annars braskaralýðs. Með yfirgnæfandi meirihluta samþykkti þingið gerðir sambandsstjórnar í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Og einum rómi fordæmdi þingið frumvarp Jóhanns Haf- steins um pólitískar hlutfallskosningar í verklýðsfélögum. Þingið leysti með samkomulagi og á hinn hyggilegasta hátt deilumál verkakvennafélaganna ,,Framsóknar“ og „Freyju“. Á þinginu kom hin afturhaldssama afstaða hægri krat- anna áberandi í ljós, bæði í almennum málefnum sem og minni málefnum verklýðssamtakanna, enda þótt ádeilur þeirra á sambandsstjórnina væru eins ósamkvæmar og hugsast gat. Þeir létu og hné fylgja kviði við lagabreyting- ar, sem þurfti % atkvæða. ★ Það sem einkum verðskuldar þó athygli er það, að strax í þingbyrjun fóru þeir að hóta klofningi ef „Framsóknar- málið", sem þeir einkenndu þó sem „smámál“, yrði ekki leyst einvörðungu að þeirra skapi. Og einna lærdómsríkast var í þessu sambandi það, að „vinstri“ maðurinn Hannibal Valdimarsson, gekk á þing- inu mjög erindi hægri kratanna og gerði meira að segja tilraun til þess að eyðileggja það samkomulag er náðst hafði — einnig við hann — um lausn verkakvennadeilunnar. ★ Alþýðusambandsþingið sýndi hinn vaxandi styrk sam- takanna og aukna einingu launþeganna. Það sýndi réttmæti stefnu sameiningarmanna, þeirrar stefnu að sameina alla launþega, hvar í flokki sem þeir standa um málefni stéttanna. Það sýndi ennfremur, að verklýðssamtökin eru forysta þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir sjálfstæði, framförum og aukinni velmegun. Nú þarf að halda áfram á sömu braut. Islenzkur verkalýður þarf að verða ennþá sterkari, enn- þá samvirkari og svara hverri klofningstilraun með því að fylkja sér einhuga um Alþýðusamband Islands, hið 30 ára gamla hagsmunavígi íslenzks verkalýðs. ANNAÐ BRÉF FRÁ KOLBEINI SVARTA „Kolbeinn svarti“ hefur sent mér annað bréf og nú tekur hann til athugunar ýmislegt, sem varðar útvarpið okkar: „Póstur góður! „Eg ætla raunar ekki að ala þig dag hvern, þótt ég sendi þér enn skammt í poka þinn. Þú yrðir varla ellidauður, ef þú gleyptir það æti í hvert mál. En sagan um snjóboltann og vöxt hans er algild, og mátt þú því óttast, að hann velti um stund, ef ekki hlánar. GAGNRÝNI Þú manst eftir fræðimanni nokkrum, sem ritaði dóma um dagskrárefni útvarpsins. Hon- um varð það á að gagnrýna erindi sem aldrei var flutt. Varð af gaman nokkurt og þætti þeim entist ekki aldur. Eg held að útvarpsdómarar ykkar, þeir Magnús og Gísli, megi vara sig, að ekki fari eins fyrir þeim. — Þessir ann- I ars ágætu menn virðast æði oft [ aðeins hafa hlýtt á eitt erindi á viku en helzta útvarpsefnið hijómlistin, fer utan garðs og sunnan hjá þeim báðum Þeir munu reyndar hafa byrjað þennan þátt með því að til- kynna, að hljómlist væri ofar þeirra viti (þetta er auðvitað lygi), en mér finnst nafn þátt- arins þá rangt. VANDI FYLGIR Þeir eru raunar trauðla öf- undsverðir af ætlunarverki sínu. Mér hefur ekki tekizt árum saman að sitja eina kvöldstund til enda við útvarps tækið, og svo finnst mér um fleiri á þessari hraða öld. Ærsl og erill kaupstaðanna veitir fá- um heimilisfrið til vikudvalar við glymskrattann. GAGNLEGUR ÞÁTTUR Þessi þáttur er raunar nauð- synlegur, þótt enn sé honum skáskorinn stakkur. Ekki saka ég höfundana um annmarkana. Viðleitni þeirri er sömu virð- ingar verð sem allar tilraunir, hvort sem þær heppnast eður eigi. Útvarpið þarfnast sannar- lega dóma, en þó fyrst réttar- arhalda, vitnaleiðslna og ann- arra löglegra forspila. Niirn- bergsréttur var settur og hald inn mánuðum saman, þótt flest um væri ljós sekt ákærðra í upphafi málþófs. Af málarekstr inum skulu aðrir læra, og minnizt þess, þér útvarps- menn. HVAR ER LEITAÐ ? Svo sendi ég útvarpinu tón- inn. Með skömmu millibili hafa tveir æðstu koppar í því búri (sr. Sigurður og Hjörvar) gum að mikið að leit útvarpsins að ákveðnum efnum (útvarps- sögu og léttu hjali). En illa þótti smalast í þeim göngum. Var svo að skilja að leitað hefði verið í hverjum kima, jafnt í höll sém hreysi, lúxus- hverfum sem braggabyggðum. En enginn sauður fannst, og varð því útvarpið enn að skera sína gömlu hrúta. Má nú segja, að gott er, að heimagangar út- varpsins eru mjög í ætt við hafra Þórs, þá er etnir voru að kvöldi, en risu jafn heilir að morgni, ef eigi voru beinin brot in. Þegar Hjörvar bar sig und an smalamennskunni, varð hlustanda að orði: „Eg held þú ættir að annast Lög og létt. hjal líka“. Mér er nær að halda, að ýmsir hefðu gaman af, ef svo yrði um stund. EN 8LEPPUM GAMNINU En til hvers eru auglýsinga- tímar útvarpsins, ef ekki má senda hlustendum eina beiðni þar, áður en lýst er þessari ár- angurslausu leit? Okkur, hátt- virtum hlustendum, þykir skrít ið, ef útvarpið sjálft leitar með ljósi, en ekki hljóði. Þið eruð auðvitað hagavanir, heimajálk- arnir, en hvað vitið þið um hvannalyndir öræfa þeirra, sem þið kannið aldrei? Fábreytni útvarpsins er tið- rædd, en oft misrædd. Oft hvarflar að mér, að ein orsök hennar (og eigi sú sízta) liggi í sjálfsánægju nokkurra (fastra?) starfsmanna útvarps ins. Sami maðurinn hleypur í hvert skað, sem myndast, — sami upplesarinn sönglar í sí- Framb á 6. síðu. Al|)ýðiisainkmds|imgi E im ein ávnlsmliig imi aíi vai’» lega foeri treysta sáttfiiiál“ nifit seiss feringjar Alþýðn- llnkksiais gera Aðfaranótt s.l. laugardags gerðust þau ánægjulegu tíðindi að sættir tókust á Alþýðusambandsþinginu í hinni svokölluðu Framsóknardeilu. Þar með var lokið þessu 6 ára stríði út af réttindaráni er foringjar Alþýðuflokksins frömdu í verkalýðshreyfingunni. Mál þetta hefur oft verið rætt -áður, og skal gangur þess því rakinn í sem fæst- um orðum. Þvottakvennafél. Freyja var stofnað 1932 fyrir for- göngu Jóhönnu Egilsdóttur formanns verkakvennafélags ins Framsókn- Þegar vinnu- löggjöfin sem Guðmundur I. Guðmundsson samdi að veru legu leyti og Aliþýðuflokks- foringjarnir börðust fyrir var á döfinni, lýsti Freyja sig andvíga henni. Árið ’38 lýsti hún sig fylgjandi því að Al- þýðusamlbandið væri gert að stéttarsamibandi, óháðu póli- tískum flokkum. Fyrir þessa „óhlýðni“ ráku Alþýðuflokks foringjarnir hana úr Alþýðu sambandinu og fengu Fram- sókn samningsrétt hennar. Leið svo til sambandsþings 1942 að Freyja var aftur tek- in í Alþýðusambandið og samlbandsstjórn falið að ná sáttum milli þessara tveggja félaga. En svo liðu 4 ár að Framsókn hafnaði öllu sam- komulagi. Sambandsstjórn ákvað að lokum að hefði Framsókn ekki gengið að neinni samkomulagstillöga fyrir 1. jan- s. 1. skyldi félág ið ekki teljast innan sam- bandsins frá þeim tíma. í upþhafi þessa þings reyndu þeir Sæmundur Ó1 afsson kexverksmiðjustjóri og Jón Axel Pétursson að kveikja sem mestan eld og að halda uppi sem illvígust- ute deilum útaf því að fulltrú ar Framsóknar fengu ekki fulltrúaréttindi. Og Alþýðu- blaðið opinberaði hug sinn og þekkingu á hagsmunamálum verkalýðsins með því að i kalla þetta ,MÖalmál þing:s- ins“. Þingið kaus 6 manna nefnd til að ná sáttum í þessu máli, þau: Gunnar Jóihannsson, Elásabet Eiríksdóttur, Jón Rafnsson, Sigurrós Sveins- dóttur, Hannibal Valdimars- son og Ragnar Guðleifsson. Nefnd þessi vann það happaverk að ná samkomu- lagi í þessari leiðinlegu deilu. Flutti hún þinginu þessi tíð indi aðfaranótt s. 1- laugar- dags. Samkomulag nefndar- innar fer hér á eftir: „Undirrituð leggja til, að 19. þing A. S. í. leysi hina svokölluðu Framsóknardeilu á þennan hátt að tilskildu samþykki á félagsfundum Framsóknar og Freyju: 1. Verkakvennafél- Fram- sókn og Þvottakvennafélagið Freyja skulu bæði viður- kennd sem fullgild sambands félög. Framsókn sem félag almennra verkakvenna, en Freyja sem félag þvotta- kvenna í Reykjavík. Hvort félagið um sig hefur samn- inga við atvinnurekendur í Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.