Þjóðviljinn - 05.01.1947, Page 8

Þjóðviljinn - 05.01.1947, Page 8
el skapaðir eru utHgisleikar vié ileyk|a» vlkiarhöfn fyrfr þeirna atviimuveg AtvinnumálasáðliefM skesas: á &æiantjórn Eeyksa- víkur að gem ráðstalamir til að liægt verSi aS fram- kvæma kér síldarsöltun Mikil síld hefur verið í Kollafirði alllengi undanfarið og bátar fengið þar góðan afla, t. d. kom bátur nú eftir síðasta óveðrið með hátt upp í 100 tunnur síldar er hann fékk í Kollafirði. Atvinnumálaráðherra, Áki Jakobsson, hefur nú skrif- að Bjarna Benediktssyni borgarstjóra og skorað á bæjar- stjóm Reykjavikur að gera ráðstafnir til að hægt sé að framkvæma síldarsöitun liér við höfnina. títlit er fyrir að liægt muni að fá nógan markað fyrir saltáða Faxaflóasíld og hefur atvinmimálaráðherra falið síidarútvegsnefnd að annast sölusamninga. Ein meginástæða þess að menn hafa ekki getað not- fært sér hina ágætu síldveiði hér rétt við landsteinana er sú að hér við höfnina era naumast skilyrði til síldarsöltun- ar nema gerðar verði ráðstafanir til úrbóta. Væru slíli skil- yrði sköpuð hér eru full líkindi til að síldarsöltun gæti orð- ið fastur atvinnuvegur hér í bænum töluverðan tíma árlega. Bréf atvinnumáiaráðherra var Iagt fram á bæjarráös- fundi í fyrradag en engar ákvarðánir teknar. Mun vafa- laust verða Ieitað áíits liafnarstjóra um þetta niál, og er nú eftir að vita hvernig hafarstjóri og meirihluti bæjar- stjómarinnar bregðast við þessu nauðsynjamáli. Bréf atvinnumálaráðh. hér á eftir: fer I gcra þegar ráðstafanir hér í Reykjavíkurhöfn til úrbóta á „Út af bréfi yðar, herra borgarstjóri, dags. 20. þ. m., og áskorun þeirri frá bæjar- stjórn er í bréfinu fólst, vill ráðuneytið taka þetta fram: Allt útlit er fyrir að nógur markaður sé fyrir þá síld er nú veiðist hér í Faxaflóa og telur ráðuneytið því hættu- laust að hefja söitun þeirrar síldar nú þegar. Ráðuneytið hefur þegar falið Síidarútvegs- nefnd að leitast við að gera sölusamninga um þessa síld og er Síldarútvegsnéfnd byrjuð á þeim tilraunum. Verstu örðugleikarnir í sam bandi við hagnýtingu þessarar síldar stafa af því hve öli ao- staða í landi er erfið. Þeir sem salta vilja síld hafa enga að- stöðu við Reykjavíkurhöín, heldur verða þeir að flytja síld ina langar leioir á bílum, sem vita.ilega er mjög óhagstætt. Við svo búij má efcki lengur standa og er nauðsynlegt að Faxaflóasíld §@M Éil Svíþjóðar Nokkur liundruð tunnur af Kollafjarðarsíld hafa verið scid ar til Svíþjóðar. í gær var á tíunda hundraði tunna slfipafi út í Lagarfoss, sem flytur þær til Svíþjóðar. Síld þessi var frá Hafnarfirði, en þar hófst síldarsöltun hjá Jóni Gíslasyni 19. f. m., en síð- ast var saltað 30. f. m. Samtals voru saltaðar í Hafnarfirði rúm lega 1200 tunnur af Faxaflóa- síld. þessu vandræða ástandi. Vill ráðuneytið því leyfa sér að fara þess á leit við bæjarstjórn Reykjavíkur að hún geri nú þegar eftirfarandi ráðstafanir: 1. Tiltaki ákveðna bryggju í höfninni, sem ætluð veroi fyrir síldarsöltun, geymslu á tómum tunnum og saitaðri síld. 2. Láti saltendum í té hús- næði til þess að þeir geti saltað mnanhúss, því að búast má við að erfitt verði að fá fólk til söltunar úti um þetta leyti árs. I því sambandi vill ráðuneytið sérstaklega benda á vöru- skemmu þá, sem setuliðið byggði, þó að fleiri hús geti komið til mála. I framtíðinni þarf að stefna að því að koma upp síldar- bræðslu, cem jafnframt gæti verið fiskimjölsverksmiðja til þess að sjómenn geti fengið eitthvað fyrir þá síld, sem ekki reynist söltunarhæf. Ráðuneytið vill sérstaklcga to.ka það fram, að það telur að síldarsöltun geti verið fastur atvinnuvegur í Reykjavík lang Sameinað Þýzkaland ... Framh. af 1. síðu ingarflökks sósíalista eingöngu miðað við hagsmuni þýzku þjóðarinnar, og stefni að ein- ingu hennar. Hún sé hvergi lituð af flokkshagsmunum, heldur sé ætluð scm rammi þýzks lýðræðisríki, er að verði unnið með samstaríi allra ' flokka og stétta. Grotewohl lýkur grein sinni með þeim orðum að hver á- byrgur Þjóðverji verði að hjálpa til þess að eining Þýzka lands verði kjarni hinnar kom- andi stjórnmálabaráttu í Þýzkalandi. an tíma á liverju ári ef skapað ir eru möguleikar í Reykja- víkurhöfn fyrir þennan at- vinnuveg. Ráðuneytið væntir þess, að bæjarstjórn bregðist fljótt við svo hægt sé að hefja söltun í Reykjavíkurhöfn næstu daga, en þess er nú mikil þörf, vegna þess að síldveiði er góð, en bátarnir geta ekkert gert við veiðina.“ 30. desember 1946. Vmri þá ekhi smtnra að kaupa danskt smjör? Viðskiptaráð hefw nýlega ákveðið verðhœkkun á smjör- líki úr kr. 4,80 i kr. 7,00 í smásölu. Utan Reykjavíkur má leggja á sannanlegan flutn- ingskostnað og 18 aui'a á kg. í um’oúðakostnað. Smjörlíkisframleiðendur færðu sem rök fyrir hækk- uninni hve smjörlíkisolíur hafi hækkað gífurlega. í bví sambandi minnist maður þess að bandarísku olíuhringarnir hótuðu sölubanni til íslands vegna bess að íslendingar hefðu selt Tékkum og Rúss- um síldarlýsi! Eigi þetta verð að gilda áfram virð'st óneitanlega betra og sæmra að hætta smjörlíkis- framleiðslu og kaupa í þess stað danskt smjör, sem er fyrsta flokks vara, enda myndi þurfa litlu meiri er- lendan gjaldeyri til smjör- kaupanna en til greiðslu hrá- efn's til smjörlíkisframleiðsl- unnar- Verða svifWys jsett f skip- feret^inaima- skýlin? Slysavarnafélag íslands hef- ur í hyggju að láta svifblys — samskonar og skotið var hér á gamlárskvöld — í skipbrots- mannaskýlin á söndunum í Skaptafellssýslu. Ennfrcmur að nota þau til hjálpar á strand- stöðum. Blj'sið sem skotið var hér upp á gamlárskvöld sást í mestri fjarlægð suður í Garði, en þangað eru 40 km (bein lína). Slysavarnafélagið fékk 6 slík svifblys si. sumar og mun geta fengið þau eftir þörfum. Tæki til að skjóta þeim með kostar 400 kr. en hver hleðsla 125 kr. Þau eiga að ná 500 m. hæð óg lýsa í 80 sek. Ljósmagn blys- Féiagaíaía ítalska rerkalýðs^ sambem-dsins hefur raxið upp í (þ miiijónir Im áifálsii verkalýSssamtök ítalíu feafa aSdrei ver- ið jafn ffölmenn Fyrsta þing ítalska verkalýðssambandsins síðan stríð- inu lauk, sem skipað verður eingöngu kosnum fulltrúum /erkalýðsfélaganna, hefur verið ákveðið 15. marz n. k. Sitt megÍÐverkefni þessa þings verður að kjósa fram- tvæmdastjórn fyrir verkalýossambandið næsta ár. Sam- bandið telur nú 6 millj. innan vébanda sinna. Núverandi framkvæmdastjórn sambandsins var að nokkru leyti kosin af verkalýðsþing- inu sem haldið var í Neapel meðan Norður-ítalía var enn undir olci Þjóðverja, - eu að nokkru leyti var hún kosin af verkalýðsfélögunum í Norður- Italíu eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir brott. Þegar sú framlcvæmdastjórn var mynd- uð varð samkomulag um það milli þriggja aðalflokka frelsis- hreyfingarinnar, kommúnista, sósíalista og kristilegra lýð- ræðissinna að þeir skyldu eiga jafnmarga fulltrúa hver í framkvæmdastjórninni. Nú verður aftur á móti kos- ið í stjórnina án tillits til póli- tískra flokka. ítölsku verkalýðsfélögin eru skipulögð á stéttaríegum gp’und velli og núverandi félagatala þeirra, 6 miiljónir manna er hæsta meðlimatala hinna frjálsu ítölsku verkalýðssam- samtaka. Áður en Mússolini brauzt til valda 1922 voru í ítalíu um 2 milljónir félags- bundinna verkamanna sem voru skiptar í verklýðsfélög kaþólskra, sósíalista og óháð félög. Skortur á einingu verka- lýðsstéttarinnar, var. eitt af því sem auðveldaði Mússolini að framkvæma kúgunaráform sín gegn ítalskri alþýðu. (ALN). Ný bók VerMegar fraiiifarir á Öeir^ir í Pola wiö Adríaliaf Fjórir menn féllu og 16 særðust í óeirðum sem urðu í fyrradag í borginni Pola við Adríahaf, er Júgóslavar reyndu að hindra a.ð Italir flyttu verksmiðjuvélar burt úr borginni■ Pola var ítölsk flotahöfn, en ákveðið hefur ver'ð í ítölsku friðarsamningunum að hún skuli framvegis vera í Júgóslavíu. Hefur áður komið til ó- eirða út af svipuðu tilefni, en aldrei eins alvarlegra á- rekstra. anna er 400 þús ljóskerti og gefa þau því mjög góða birtu á stóru svæði. Blysum þessum er haldið uppi með fallhlíf, en skothylkið sjálft er i annarri fallhlíf og svífur svo hægt niður að engin hætta á að stafa af því þegar það fellur. Væru blys þessi og tæki til að skjóta þeim með sett í skip- brotsmannaskýlin austur á sönd unum gætu skipbrotsmenn er þangað næðu notað þau til að eftir þeim yrði tekið. Blys af þessari tegund voru fyrst notuð í síðasta stríði og hafa þau m. a. verið notuð til að lýsa upp flugvelli við nauð- lendingu. Þjóðviljanum hefur borizt bók Thorvalds Krabbe fyrrverandi- vitamálastjóra, um verklegar framfarir á islandi: Island og dets tekniske Udvikling gennem Tiderne. Þetta er mikil bók, yfir 360 síður, skipt í 13 aðalkafla um helztu verklegar framfarir á Is- iandi, vegalagnir, brúagerð, póst og síma, hafnir, vita, raf- virkjun, jarðhita, byggingar, iðnað o. fl. Sex kort er sýna verklegar framkvæmdir á land- inu eru í bókinni. Ennfremur fjöldi ágætra mynda. Bók þessi mun vafalaust mörgum kærkomin, þar sem lít- ið hefur verið ritað samfellt um þróun atvinnuhátta hér á landi, en höfundur bókarinnar mun óvenju kunnugur þessu efni, því hann var skipaður landsverkfræðingur 1906 og vitamálastjórastarfinu gegndi hann frá 1910 til 1937, eða nærri þrjá tugi ára. Útgefandi er Dansk-Islands- samfund en samgöngumálaráðu neytið hefur veitt styrk til út- gáfunnar. Innbrot í Ferjukoti í fyrri nótt var bortizt inn í verzlun sem bóndinn í Ferjukoti hefur í húsi sínu os stolið pcn- ingakassa með um 300 kr. Bóndinn, Kristján Féldsted, varð þjófanna var og hringdi til sýslumannsins í Borgarnesi, en hann bað lögregluna á Akranesi að sitja fyrir þjófunum — en þeir voru í bíl. Þegar hún kom á Hvalfjarðarvegamótin sá hún þar bílför og taldi þjófana farna hjá. Var nú Reykjavíkurlögregl unni stefnt upp á Kjatarnes, en hún varð engra þjófa vör. Rannsóknarlögregian í Reykja- vík hafði þetta mál með höndum í gaer og er sennilegt að hafizt upp á þessum óboðnu næturgest um í Ferjukoti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.