Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 4
6 Þ JÓÐVIL JINN Sunnudagur 12. jan. 1947. þlÓÐVIUINN Útgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKuriun Ritstjórar: Kristinn E. Ándrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 simi 6399. Prentsmiðjusúni 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususöiu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.. ~ - -A Aftur UBaiii þar vi*r«la haldiH af st&ifö Tilraunir þær, sem gerðar voru til myndunar vinstri stjórnar, fyrir frumkvæði og undir forustu Sósíalistaflokks- ins, hafa vakið geysiathygli hér í bæ og munu vissulega eiga eftir að vekja athygli um land allt og verða lengi um- ræðuefni þjóðarinnar. Það leikur ekki á tveim tungum, að meginþorri kjós- enda Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sósíalista- flokksins vill að þessir flokkar stjcrni landinu í sameiningu, og að stjórnarstefnan verði mótuð þeim meginatriðum, sem sameiginleg eru í stefnuyfirlýsingum þessara flokka, en öll- um er þeim það sameiginlegt, meðal annars, að vilja hindra óhóflega auðsöfnun einstaklinga, að gefa hinum vinnandi fjölda aukin áhrif á stjórn atvinnulífsins og koma heildar- stjórn á fjárfestingu þjóðarinnar, með þáð fyrir augum að tryggja atvinnu til handa öllum, örugga afkomu þjóðar- búsins, lausn húsnæðisvandamálsins og annarra ókjara, sem hrjá almenning vegna gróðafíknar „rottuholumannanna“, sem njóta öruggrar verndar forustuliðs Sjálfstæðisflokks- ins. Það var því bein skylda við kjósendur þessara flokka að athuga til þrautar hvort ekki væri hægt að fá forustu- lið þeirra til samstarfs á Alþingi og í ríkisstjórn. Af þessum sökum beitti Sósíalistaflokkurinn sér fyrir viðræðum þeirra um ríkisstjórn. f þeim viðræðum kom það brátt í ljós, að LEIKFÉLAGIÐ Leikfélag Reykjavíkur er nú búið að skemmta íbúum höfuð- staðarins um hálfrar aldar skeið — það átti 50 ára af- mæli í gær. Eg held að fáir geri sér fulla grein fyrir nytsemdum þess starfs, sem Leikfélagið hefur unnið á undanförnum 50 árum. Þegar það var stofnað áttu í- búar Reykjavíkur tæplega við meira skemmtanalíf að búa en íbúar lítilla sjávarþorpa eiga nú í dag. Með stofnun félags- ins var því stigið stórt spor í þá átt að efla skemmtanalíf bæj arins og alla tíð síðan hefur það unnið ómetanlegt starf með því að veita bæjarbúum tilbreytingu og hvíld frá önnum hversdags- lífsins. ★ MENNINGAR- STARF En fleira má telja starfsemi Leikfélagsins til gildis en þá skemmtun, sem það hefur veitt bæjarbúum. Það liefur einnig unnið mikið menningarstarf. Með sýningum á ýmsum góðum erlendum sjónleikjum hefur það t. d. komið fólkinu í kynni við umheiminn og þá menningar- strauma, sem þar_ hafa runnið, það hefur einnig víkkað sjón- deildarhring fólksins og slíkt er. auðvitað mikilvægt menningar- atriði. Annars verður hér ekki gerð ítarleg grein fyrir menning arstarfi Leikfélagsins, enda var það gert í þeim grelnum um félagið, sem birtust í dagblöð- um bæjarins í gær. * ERFIÐLEIKAR Allt frá stofnun hefur Leik- félag Reykjavíkur átt við mikla erfiðleika að stríða, og stuðn- ingur stjórnarvaldanna við það hefur að jafnaði verið hverf- andi lítill. I 50 ár hefur það orð- ið að láta sér nægja hið ófull- komna Iðnó til starfsemi sinn- ar. Það hefur vissulega ekki kostað lítið erfiði að halda starf semi félagsins gangandi við svo erfið skilyrði, einkum á síðari árum. Starfskilyrði Leikfélags- ins hafa alltaf verið erfið og vissulega munu þau ekki hafa skánað á síðari árum. Starfsemi þess hefur frá upphafi því nær eingöngu stuðzt við áhuga og eljusemi nokkurra áhugamanna, sem háfa lagt því lið án þess að krefjast nokkurs endur- gjalds fyrir vinnu sína. Það sem Leikfélagið hefur áorkað á undanförnum árum er að mestu árangur af starfi nokkurra á- hugasamra og óeigingjarnra sjálfboðaliða. Já, Leikfélagið verður enn að notast við þau lélegu skilyrði, sem Iðnó hefur uppá að bjóða til leikstarfsemi, og nú er svo sannarlega kominn tími til að úr þessu fáist bætt. I desember næstkomandi verða liðin 50 ár síðan Leikfélagið hafði sína fyrstu sýningu. Við skulum vona, að það geti á þeim tíma- mótum haldið hátíðarsýningu í húsakynnum, þar sem starf- skilyrði eru í samræmi við þann dæmafáa dugnað, sem meðlimir þess hafa sýnt frá upphafi. Við skulum vona, að sú hátíðar sýning verði í Þjóðleikhúsinu. Með einlægri ósk um þetta beinum við nú orðum okkar til Leikfélags Reykjavíkur og segj um: Til hamingju með afmælið, og þökk fyrir skemmtunina. Framsókn undtrbýr þáíÉílikn síiaa í stjórn Siefáns JóliiiiiiBs og íhaldsfns ekki virtust teljandi erfiðleikar á að finna málefnagrundvöll, enda hlaut svo að vera, vegna þess hve margt var sam- eiginlegt í stefnuyfirlýsingum flokkanna allra. Það varð því augljóst, að sporið, sem stiga varð, var að flokkarnir kæmu sér saman um hver þeirri skyldi leggja til stjórnar- fonistu og hvaða maður úr þeim flokki skyldi verða for- sætisráðherra. Allir voru sammála um að um forsætisráðherrann yrð? að vera samkomulag. Eðlilegast virtist að stærsti flokkurinn, Framsóknarflokkurinn, hefði forustuna, og það gerðu Sós- íalistar að sinni tillögu, og Framsóknarflokkurinn að sinni kröfu. Sósíalistaflokkurinn lagði til að Hermanni Jónassyni yrði falin forustan. Alþýðuflokkurinn var ekki tilbúinn að fallast á þessa tillögu. Bar hann fram þá tylliástæðu, að tólf manna nefndin væri þá enn starfandi, en auðvitað var það á valdi þessara flokka að slíta starfi hennar á hvaða stundu, sem þeim sýndist, og tilkynna forseta Islands að þeir óskuðu að hann fæli Hermanni, eða hverjum öðrum, sem samkomulag hefði orðið um, að mynda stjórn. Þegar hér var komið málum lagði Hermann til að Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn kæmu sér saman um mann til stjórnarforustu, og kvaðst hann mundu bera! þann mann upp í sínum flokki, svo reynt yrði .hvort allir flokkarnir gætu ekki á' hann fallizt. Sósíalistaflokkurinn bauð þá samkomulag um einn elzta og bezt metna forustu- mann Alþýðuflokksins, Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, fulltrúar Framsóknarflokksins féllust á þessa tillögu. Um Kjartan Ólafsson er það að segja, að Alþýðuflokk- urinn hefur um fjölda ára falið honum hvert trúnaðar- .starfið öðru meira, hann var fulítrúi flokksins í innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd, hann er fulltrúi í bankaráði Lands bankans, í Tryggingarráði, í bæjarráðí Hafnarfj. og hann «r í miðstjórn fíekksins, t>g mun þó fátt talið þeirra trún- uí-ís »"><wnc í "■ Strax eftir að Ölafur Thors hafði gefizt upp við að mynda stjórn skipti Fram- sókn um tón í blaði sínu og má glöggt sjá hvað fyrir henni vakir nú þegar Stefán Jóhann hefur tekið að sér stjórnarmyndun. Frá því að stjórnarsam- starfið rofnaði í haust og allt fram undir það að Ól- ur gafst upp við stjórnar- myndun, hafði Framsókn lát ið mjög líklega um vilja sinn til myndunar vinstri stjórn- ar- Formaður flokksins Her- mann J ónasson gekk þar fyrst og fremst fyrir. Blað flokksins, Tíminn, veittist með minnsta móti að Sósíal istaflokknum en deildi á í- aðarstarfa, sem flokkurinn hefur falið Kjartani. Baráttu- maður fyrir sinn flokk er Kjartan í bezta lagi, og hafa sósíalistar ekki síður en aðrir fengið að kenna á því. Þegar utanþingsstjórnin var mynduð 1942 var Kjartan beðinn að taka sæti í henni. En þrátt fyrir allt þetta gat flokkur Kjartans ekki fallizt á að fela honum að mynda vinstri stjórn. Þetta er vissulega furðulegt, og verður ekki skýrt með öðru en því, að forusta Alþýðuflokksins vildi ekki vinstri stjórn. Alþýðublaðið hefur verið að þrugla um það, að eitthvað hafi verið óheiðarlegt við að sósíalistar hafi á sama tíma rætt vid 'Ólaf Thors og fulltrúa Alþýðuflokksins og Fram- sóknar um stjórnarmjmdun. Vissulega gerðu sósíalistar þetta og fóru ekki dult með og þetta gerðu Alþýðuflokks- menn og Framsóknamenn einnig og þarf engan um að saka því rétt var að allir möguleikar væru athugaðir. Nokkrum leiðtogum Alþýðuflokksins hefur, að þessu sinni, tekizt að hindra ærlegt samstarf þeirra flokka, sem saman eiga að vinná, ef fárið er að vilja kjósenda, „en aftur mim þar verða haldið af stað-“, því fyrr eða seinna ihaldið, sem verndara brask aranna og hjó enda nokkr- um sinnum til Alþýðuflokks ins fyrir þjónkun hans við íhaldið. En tvo síðustu daga ræðst Tíminn með sínum gamia dólgshætti á sósíalista og kennir þeim allt illt. — Nú allt í einu, þegar Framsókn sér aftur möguleikann á aft- urhaldsstjórn undir forustu iStefán Jóhanns, þá eru það bölvaðir kommúnistarnir, sem eiga alla sökina. Sósíalistar hafa leikið „mjög aumkunarlegt hlut- verk“ í stjórnarmyndunar- málunum, segir Tíminn. — Flokkur þeirra „svíkur yfir lýsingar sínar“ og slíkum „flokki er ekki gott að treysta“■ í Sósíalistaflokkn- um ráða ,'Moskvukormnúnist ar“ sem vilja „niðurrifsstjórn með Ólafi Thors“ o. s. frv. Þannig er tónninn núna í Framsókn. Og í gær geng- ur Tíminn svo langt, að segja að vinstri stjórn hefði nú verið mynduð, ef sósíal- istar hefðu „refjalaust stefnt að vinstri pólitík“, og blaðið spyr: „Er þetta (Sós.fl.) þá vinstri flokkur?1* Framkald ó síðw ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.