Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1947, Blaðsíða 8
VIí) Faxaíléa varu gerðir út 114 bútur í fgrrm en nú 171 eg ®máiestmtalti þeirrm nœsium tvöfuidmst Smndmríshur lögregiu&tféri stjérnmði efséhnmmum gegn rerhmlgðssmmtöhttnum í Samkvæmt upplýsingum, sem Fiskifélaginu hafa bor- izt víðsvegar að af landinu um fyrirhugaða útgerð á vetrar- vertíð þeirri, sem nú er áð hef jast, fer almennt fram undir- búningur undir mikla þátttöku í vertíðarútgerðinni og sum- staðar eru róðrar þegar liafnir. Frá veiðistöðvunum við Faxaflóa, þ- e. frá Sandgerði til Akraness, þar sem róðrar eru nú ýmist þegar hafnir eða eru í þann veginn að hefjast, munu að þessu sinni verða gerðir út 171 bát ur og er samanlögð rúmlesta tala þeirra 7236. Samanborið við árið áður er hér um nokkra aukningu á tölu bát anna að ræða, en þó eink- um rúmlestatölunni. — Voru þá gerðir út frá hinum sömu veiðistöðvum 114 bát- ar og var rúmlestatala þeirra samanlögð 3964. Enn hafa ekki borizt fréttir frá öllum veiðistöðvunum um væntan- lega útgerðarþátttöku á vetr arvertíð, en hér fer á eftir yfirlit yfir þær veiðistöðv- ar, sem vitað er um. Frá Stokkseyri: 5 I veiðistöðvunum austan- fjalls, verða nokkrir bátar gerðir út, aðallega frá Stokkseyri. Er ráðgert að þaðan gangi 5 bátar til línu- veiða, en ekki er vitað hvað margir bátar verða gerðir út frá Eyrarbakka■ Er bó frekast gert ráð fyrir að það verði til dragnótaveiða með vorinu. Að þessu sinni er fyr irhuguð einhver útgerð frá Þorlákshöfn■ Frá Grindavík: 12 í Grindavík verður útgerð nú með nokkuð öðrum hætti en áður, að því leyti að það- an mun enginn opinn vél- bátur verða gerður út. — Til skamrns tíma gengu þaðan eingöngu opnir vélbátar en á síðari árum hafa þeir vik ið fyrir þilfarsbátum þar til nú, að enginn þeirra verður gerður út. ITafa hafnarbæt- ur þær. sem gerðar hafa ver ið í Grindavík nú undanfar in ár skapað skilyrði fyrir útgerð hinna stærri báta. 12 bátar verða gerðir þaðan út á vertíðinni. Frá Sandgerði: 28 Frá Sandgeröi verða að þessu sinni gerðir út 28 bát- ar og eru það flest aðkomu- bátar eins og áður. Veruleg- ar endurbætur hafa verið gerðar á aðstöðu bátanna til löndunar fiskinum með því að önnur bryggjanna hefur verið lengd um 75 metra frá hví sem áður var. Er þetta til mikilla bóta fyrir þá báta, sem þar eru gerðir út, þar sem bæði að þrengslin voru mikil áður og bát'arnir yfir- leitt stærri nú. Keflavík — Njarðvík: 32 í Keflavík og Ytri Njarð- vík er nú meiri útgerð en nokkru sinni fyrr. Verða alls gerðir þaðan út 32 bátar og þar a.f sennilega einn á botn vörpuveiðar en hinir á línu- Aðkomubátar eru færri en áður með því að heimalbát- um hefur fjölgað á árinu svo fullerfitt reynist að útvega nægjanlegt athafnarúm fyrir þá alla. Hafa nokkrir heima bátanna m- a. af þeim sökum leitað til Sandgerðis. í Keflavík er verið að ljúka við byggingu nýtízku fiskmjölsverksmiðju, sem á að geta unnið úr 100 smál. af blautum fiskúrgangi á sólarhring. Verður að því mikil bót fyrir útgerðina þar og frystihúsin, en undanfar ið hefur mestum hluta fisk- úrgangs verið hent. Leikfélagið kaus þá Val Gíslason, Lárus Sigurbjörnsson og Harald Bíörnsson, til þess að sjá um útgáfu þessa hátíðar rits félagsins. Ritinu er skipt í 4 kafla en framan við það skrifar forseti íslands, Sveinn Biörnsson, af- mæliskveðju til félagsins. Fyrsti kaflinn nefnist Minning ar og skrifa þær Friðfinnur Guðjónsson, Guðrún Indriðadótt ir, Helgi Helgason og Eufemía Waage, eru þessar minningar frá fyrstu starfsárum félagsins. Annar kaflinn nefnist ávörp og kveðjur, sem skrifaðar eru í tilefni af þessu afmæli félags- ins. Skrifa þar þeir Alexander Jóhannesson próf.; Sigurður Nordal próf.; Adam Poulsen leikhússtjóri; Poul Reumert leik ari; Halldór Kiljan Laxness; Vilhjáimur S. Vilhjálmsson rit- stjóri; Bjarni Guðmundsson Frá Vogum 2—3 I Vogum á Vatnsleysu- strönd hefur útgerð dregizt mjög saman undanfarin ár og hafa þar mestu um vald ið erfið hafnarskilyrði. Iief- ur nú verið hafizt handa um hafnargerð í Vogum og eru framkvæmdir nokkuð á veg komnar en ekki svo að full not séu af. Þó er ráðgert að þaðan gangi í vetur 2—3 bát ar á línu- og netjaveiðar. — Er brýn nauðsyn að haldið verði áfram með hafnargerð þessa svo henni verði það langt komið fyrir vetrarver tíð 1948 að not vefði af henni en til þess að svo megi verða er enn all-mikið óunnið- Frá Hafnarfirði 18 Frá Hafnarfirði verða gerð ir út 18 bátar. Verða 16 þeirra á línu en hinir með botnvörpu. Hefur Hafnfirð- ingum bætzt mikið af nýj- um og góðum bátum á s- 1. ári. Hafa jafnan verið þar nokkrir aðkomuibátar, en vegna þrengsla í landi verða þeir færri nú en áður. Frá Reykjavík 38 Útgerð í Reykjavík hefur ! blaðafulltrúi; Sveinn Sigurðsson j ritstjóri og Guðmundur G. j Hagalín rithöfundur, svo aðeins nokkur nöfn séu nefnd. Þriðji kaflinn nefnist Sögu- þættir. Þann kafla skrifa: Vil- hjálmur Þ. Gislason, Brynjólfur Jóhannesson og Felix Guðinunds son. Fylgja heilsíðumyndir af Matthíasi Jochumssyni, Jóhanni Sigurjónssyni ' og Guðmundi Kamban, ásamt fjölda arinarra mynda. Fjórði og síðasti kaflinn nefn- ist skrár. Lárus Sigurbjörnsson hefur samið, skrá yfir leikrit og leikendur félagsins þessi 50 ár. Þá er skrá yfir formenn Leikfélags Reykjavíkur, leiðbein endur við sjónleiki íélagsins, hlutverkafjöldi nokkurra leik- enda, höfundatal og leikritaskrá. Lárus Ingólísson hefur teikn- að skemmtilega kápumynd. Friðfiiiimr Guðjónsson hefur Framh. á 6. síðu. 50 árm mfmmlisrit ILeih- féiagsims í gær kom út afmælisrit Leikfélagsiits: Leikfélag Eeykjavíkur 50. ára. f Er þetta mikið rit, 300 síðitr, prýtt fjiikla mynda og prentað á vandaðan páppír. 1 Væri kært að sfá einhvem vott þess að Vestarveld- imum þæSSi væat um írösisku þjóðina en ekki aóeins iranska ölmS Um áramótin færði stjórnin í Iran bandaríslaim lög- regluforingja þalíkir sínar fyrir aðstoð þá sem hann veitti við drápin á formönnum verkalýðssamtakanna og annarra frjálslyndra forustumanna; segir í skeyti frá fréttaritara ALN í Teheran. Þessi bandaríski heiðursmaður er Normann H. Sehwartzkopf herforingi, sem eitt sinn var stjómandi ríkis lögregliumar í Jersey í Bandaríkjunum. Aserbjeden er í Norður-Iran og er þar nokkur iðnaður- Iranstjóm fór, sem kunnugt er með lier manns gegn þess- um íbúum til að brjóta á bak aftur ráðstafanir fólksins til betri kjara. Atburðirnir í Aserbedjan er annað áfallið sem hin framfarasinnuðu öfl í Iran hafa hlotið nú á fáum mán- uðum. Hið fyrra voru ofsókn irnar gegn verkfallsmönnun um hjá' Anglo-Irinian Oil Co (brezk-íranska olíufélag- inu) Suður-Iran, en til þeirra ofsókna var notað sveitalið lénshöfðingja og lögðu Bret ar til herkostnaðinn og vopn in. Ofsóknunum var fylgt eft ir með því, að olíufélögin stofnuðu sín eigin verka- mannafélög (!) og settu þeim stjórnir, í stað þeirra verkalýðsfélaga sem höfðu verið eyðilögð. Óaldai'seggj- um, sem titlaðir hafa verið sem Þjóðvarðlið, hefur verið smalað saman til að halda verkamönnum undir kúgun arokinu. Eftir þessi áföll munu marg ir af foringjum Tudehflokks ins (en sá flokkur telur 300-000 flokksmenn í land- inu) hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þeir hafi treyst stjórn Ghavams for- Hvalveiðalélag Stofnað hefur verið hér í bænum félag sem hyggst að starfrækja hvalveiðar frá veiðistöð er félagið ætlar að reisa hér við Flóann. Verður nánar sagt frá fé- lagsstofnun þessari og fyrir ætlunum þess í blaðinu á þriðjudaginn. leikið ílest hlutverk cða .133, en hann var stofnandi félagsins og fyrsti rilari þess. Brynjólfur Jó- hannesson, núverandi formaður þess, er næstur með 108 lilut- verk. I»riðji er Valur Gíslason núverandi ritari fél., með 85 hlutverk. seta helzt til vel, sem gaf flokknum, allskonar fögur fyrirheit og jafnvel ráðherra stöður á sama tíma og stjórn Ghavams var að undirbúa svikin. Einn af forustumönnum Tudehflokksins sagði rétt fyr ir síðustu áramót í viðtali við fréttaritara ALN: „Ef til átaka skyldi koma hér, er nauðsynlegt að heimurinn fái að vita að við erum ekki leppar Rússa, eins og aftur- haldið breiðir út. Við erum íranar. Við viljum frelsi. — Við viljum brauð. Við viljum halda vináttu við Sovétþjóð irnar í norðri- Við viljum líka vináttu við löndin í vestri, en okkur vœri kœrt að sjá einhvern vott þess að Bretar eða BandaHkjamenn beri vináttu í brjósti til ir- önsku þjóðarinnar, en ekki aðeins til íranskra landeig- enda þar sem olía er í jörðu“■ (ALN). Selíoss estm. Þjóðviljanum var tjáð í gær að upplýsingar þær sem honum -voru gefnar um hreppsnefndarkosningarnar á Selfossi, muni hafa ruglazt nokkuð á leiðinni. Hafi Egill Thorarensen aldrei tekið það í ' mál að verða annar rhaður á lista Alþýðuflokksins, hinsvegar muni Guðmundur Jónsson — aðalmaður Alþýðuflokks- ins — hafa sætzt á að vera annar maður á lista Fram- sóknarflokksins, áður en sprengingin skeði. Aðrar upplýsingar í frá- sögn Þjóðviljans í gær af Selfosskosningunum munu vera réttar. og er blaðinu ánægja að birta þessa leið- réttingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.