Þjóðviljinn - 17.01.1947, Qupperneq 3
Föstudagur 17. janúar 1947
ÞJÓÐVILJINN
3
Það Jrarf al lengja keppnístlniabilli - Fjölga leikj-
um og lýsa tipp völliii
Því hefur verið haldið
fram, að sumrin okkar séu
stutt og verður því varla
móti mælt- Þessi stuttu sum
ur hafa oft verið notuð sem
afsökun fyrir því að hér
væri ekki eins góð knatt-
spyrna og annarsstaðar, og
við þessu væri í rauninni
ekkert að gera. Öll fram-
kvæmd þessara mála hefur
staðfest þessa skoðun, sem
er orðin að furðulega fastri
venju. Opnun vallarins til af-
nota félaganna er hérumbil
jafnörugg 1. maí ár eftir ár
eins og koma kríunnar í
Tjarnarhólmann, sem sögð er
bera alltaf uppá sama dag.
Þó allur apríl hafi verið til-
valinn til æfinga, frostlaus
og mildur, hafa búningsklef-
ar verið lokaðir og oftast ver
ið ónothæfir þann mánuð og
völlurinn líka. Venjulega er
farið að hugsa um það, sem
gera þarf, þegar æfingar eru
byrjaðar, sem svo að sjálf-
sögðu veldur truflun og töf-
um. Þarna er einn þátt-
urinn í því að stytta sumarið
meir en þörf er á og má þar
saka vallarstjórn. Þurfi að
gera við búningsklefa á að
gera það um vetrartímanu.
Völlinn á að laga jafnskjótt
og fært er vegna frosts í
jörðu og er það á valdi vall-
arstjórnar. Um mörg s- 1. ár'
hefði verið hægt að byrja
útiæfingar í byrjun apríl og
með því lengja sumarið, ef
svo mætti segja, um heilan
mánuð. Með þessu ættu
knattspyrnumenn í meistara-
flokki að vera komnir í
sæmilega þjálfun í byrjun
maí. Þetta mætti enn undir-
^yggja með markvissum og
skipulegum leikfimisæfingum
í jan., febr. og marz. Því mið
ur mun það ekki vera nógu
algengt að knattspyrnumenn
stundi leikfimi á vetrum. —
Þeir hafa yfirleitt ekki enn
skilið eða sýnt í verki að
þeir noti þetta atriði til að
undi-rbúa þjálfun sína. —
1 Slæmar æfingar er líð-
ur á sumar
Ef svo aftur á móti er
athugað hvernig tíminn er
notaður að haustinu, kemur
í ljós að langflestir leikmenn
Ieggja að mestu niður æfing
ar eftir Reykjavíkurmótið
en það fer oftast fram milli
10- og 20. ágúst. — Walters-
keppnin á sunnudögum í
september hefði átt að halda
lífinu í æfingum í september
en sú venja er upptekin að
slá slöku við allar æfingar.
Enda má oft sjá á þessum
leikjum að menn eru famir
að fara úr þjálfun.
Á Norðurlöndum þar sem
keppnin fer fram á vormán-
uðum og á haustmánuðum
er venjulega keppt á sunnu-
dögum. Leikmenn þessara
landa mæta á æfingar alla
vikuna. Sé dimmt er tíminn
notaður til hlaupa og sam-
ræðna um knattspyrnu- Þetta
verðum við að taka upp líka,
ef þessi haustkeppni á ekki
að verða að tilgangslitlum
vana.
Sú tilhögun að nota sunnu
daga haustsins til keppni, er
ágæt og sjálfsögð, en eins
og framkvæmdin er á undir
búningi þeirra leikja og æf-
ingunum, missa þéir að miklu
leyti marks. Sá tími er því
illa notaður og gerir sitt til
að stytta þann tíma sem nota
má til þess að fullkomna og
þroska knattspyrnuna hér.
Að þessu athuguðu kemur
í ljós, að inniæfingar eru lé-
legar, aprílmánuður ónotað-
ur að mestu, síðari hluti á-
gúst, allur sept. og hálfur
okt., sem ákveðið ætti að
taka með í kappleikjatímabil
ið, er mjög illa notaður til æf
inga, en kappleikir aðeins
þrjá sunnudaga í sept., —
(Wálterskeppnin). Þar við
•bætist að júlímánuður er al-
mennt notaður til sumarleyfa
sem eru nokkuð eðlilegt og
svo til ferðalaga flokka.
Leikfimi á að taka sem fast-
an lið í undirbúningsþjálfun
inni. Það yrði beinlínis til
að lengja sumarið, þar sem
útiþjálfunin gengi betur og
menn færari til að leggja á
sig harða þjálfun.
Æfinga- og keppnis-
tímabilið
Æfinga- og keppnistíma-
bilið fyrir I. aldursfl., mundi
því líta þannig út: ....
| Jan., febr., marz: leikfimi.
Hefja útiæfingar í byrjun
apríl. Hafa lokið Tuliniusar-
mótinu um mánaðamótin
apríl—maí. Þriðja vika maí
verði notuð til að fá hingað
erlend úrvalsfélög atvinnu-
manna eða áhugamanna. —
íslandsmótið hefjist í byrjun
júní. Ættu menn þá að vera
komnir í sæmilega þjálfun.
Frá 25. júní til 10. ág., verði
engin mót. Sá tími notaður
til að fá hingað landslið eða
til utanfara landsliðs eða fé-
laga- og innanlandsferða. Um
miðjan ágúst hefjist svo
Reykjavíkurmótið og flestir
leikirnir látnir fara fram á
sunnudögum svo og Walters
keppnin eins og verið hefur,
og ætti því tíminn til 15. okt
að nægja, en á þessu tíma-
bili verði hafnar skipulegar
æfingar á kvöldum, þó að-
eins sé leikið á sunnudögum.
Þetta miðsumarshlé er ekki
nauðsynlegt kríattspymu
mönnum einum. Frjálsíþrótta
menn hafa ábyggilega í huga
beimsóknir í framtíðinni og
mundi þessi tími sumarsins
vera þeim heppilegur til
heimboða.
Með þessu yrði mótatíma-
bilinu skipt í tvennt eða
apríl, maí og júní. Hálfur
ágúst, allur sept- og hálfur
okt. —
é
Ef til vill finnst einhverj-
um að hér verði of mikið af
leikjum, og mætti það til
sanns vegar færa hvað vallar
skilyrðin snertir. — Hvað
snertir fullkomnun og þroska
knattspyrnunnar, ber að
fjölga leikjunum til muna.
Um það ber öllum saman,
sem látið hafa í ljós skoðun
sína við þann er þetta ritar,
hvað gera þurfi til að bæta
knattspyrnuna hér, en það
er: fleiri leiki, lengra keppn
istímabil og grasvelli. 4--
Það er á valdi knattspyrnu
mannanna hér að nota þær
aðstæður sem fyrir hendi eru
með KRR í fararbroddi.
Að lokum má vekja at-
hygli ráðandi knattspyrnu-
manna og vallarstjórnar á
því, að sett hefur verið upp
sérstakt ljóskerfi við æfinga-
og keppnisvelli erlendis,
með ágætum árangri, og er
sjálfságt fyrir þessa aðila
að koma því upp hér. Gæti
BDMENNING
V íð Islendingar höfum j
ekki getað stært okkur af!
búmenningu, til þessa. Sára I
fáir bændur geta talist bú-
menn. Menn, sem ganga
snyrtilega um úti og inni, á-
samt því að hirða áhöld sín
vel og rækta til hins ítrasta
hvern fermeter af ræktuðu
landi, sem þeir hafa til um-|
ráða-
Síra Björn Halldórsson íl
iSauglauksdal, sem uppi var
á 18. öld, áleit ekki vel rækt
að, ef dagsláttan gaf ekki af
sér 36 hestburði. En nú á '•
einstaklingsleg. Sú búnaðar-
fræðsla sem bændaskólarn-
ir hafa veitt, hefur verið í
meiri og minni andstöðu
við þá möguleika, sem þjóð-
félagið hefur boðið bænda-
efnunum. Fyrirmyndir þær,
sem þeir hafa lært þar, hafa
aðallega átt við stórbúskap.
en ekki fátæklegan einyrkia
búskap, eins og allir fátæk
ari bændur verða þó að reka.
Árangurinn hefur því orð
ið sá af 'bændaskólunum, að
bændurnir kunnu ekki að
sníða sér stakk eftir vexti.
tímum má að mestu leyti
nefna 15—16 af dagsl, til
jafnaðar, þó einstakar undan
tekningar finnist eitthvað
hærri.
i Yfirleitt virðast bændur
hafa lagt mesta áherzlu á
það undanfarin ár að kom-
ast yfir sem stærst land, til
ræktunar, án þess að gæta
þess jafnframt að gera það
vel, sem verður þó aðalat-
riðið við alla ræktun.
Hver og einn hefur þótzt
mestur maðurinn, sem hefur
glennt sig út yfir mesta víð-
áttu.
Afraksturinn af þessum
sléttum hefur oft orðið sára
lítill, þegar tekið er tillit til
ræktunarkostnaðar.
Oft og tíðum hefur bændur
skort áburð á þessar nýrækt-
ir og útkoman því í mörg-
um tilfellum orðið sú, að
þeir hafa svelt túnin, til þess
að geta borið eitthvað á ný-
ræktina: túnin hafa því
ekki sprottið heldur, svo nið
urstaðan hefur orðið neikvæð
við það sem til var ætlazt,
aukin útgjöld, minni ágóði.
ef miðað er við stærð hins
brotna lands. Fyrir utan
hvað það er leiðinlegt að sjá
illa sprottin og óræktarleg
tún, þar sem stráin æpa
hvert á annað og illgresið
skýtur upp kollinum sem
vitni um áburðarskort og illa
hirðingu. En út yfir allt tek-
ur þó það, þegar bændur
þenja sig út um allar engjar,
en láta þúfurnar óáreittar
innan túngirðinga. — Oft
hefur það líka komið fyrir
að slíkar nýræktir hafa
aldrei komizt lengra en það,
að plógurinn hafi bylt land-
inu og svo hefur allt gróið
upp að nýju, eins og hann
skildi við það- Og þá er ver
farið en heima setið. Pen-
ingar, tími og erfiði hafa
farið þar til ónýtis.
En sé þetta allt athugað í
sambandi við þá búnaðar-
fræðslu sem bændur hafa
hlotið, þá eiga þeir sína af-
sökun. Slík fyrirbrigði eru
meira þjóðfélagslegs eðlis en
það orðið einn þáttur í því
að lengja sumarið og gera
völlinn meira ' aðlaðandi,
þegar dimman annars ríkir.
þegar þéir fóru að búa. Lær
dómur og líf, fór sitt hvorn
veginn. Þjóðfélagið hafði
ekki skapað þeim skilyrði til
þess, að framkvæma það sem
þá hafði dreymt um í búnað-
arskólunum og viljinn stóð
til. — Því það eiga bændur,
að ekki vantar þá viljann.
Lengi hefur sá orðrómur
■hvílt á búfræðingum, að
þeir væru einna mestir bú-
skussar í bændastétt, en or-
sakanna er yfirleitt að
leita á þessum vettvangi. —
Þetta atriði út af fyrir sig
ætti að opna augu bænda
fyrir því, hvað þjóðfélagið
býr illa að landbúnaðinum.
Búmenning byggist fyrst
og fremst á því að öll bún-
aðarstörf séu leyst a-f hendi
með vgndvirkni og smekk-
vísi — og öðrum þræði á
því, að þjóðfélagið búi svo
að atvinnuveginum að þeir
er búnað stunda geti lifað
við svipuð lífskjör og aðrar
stéttir í landinu. En eins og
nú standa sakir vantar mik-
ið á að svo sé. Ef landbúnað
urinn á ekki að fara alveg
í hundana, verða bændur að
gera sér það ljóst, að á þeirn
veltur það fyrst og fremst.
hvort hann á nokkra framtíð
fyrir höndum.
Sannleikurinn er sá, að
búvísindi frá Hólum og
Hvanneyri hjálpa þeim ekki
í þeim sökum, ef þá skortir
þekkingu á því þjóðfélagi,
sem þeir lifa í og vita ekki
hvernig það er byggt, þvi
vandamál landbúnaðarins er
þjóðfélagslegs eðlis, sem að-
eins er hægt að leysa með
fullum skilningi á samtíðinn’.
og þeim lífskjörum sem.
fólkið býr við í sveit og -við
sjó.
Engirí stétt getur skapað
sér menríingu nema að gera
kröfur til sírí og þjóðfélags-
ins um bætt lífsskilyrði, sem
eru í samræmi við þróunina
á hverjum tíma. Sú menning
sem verkamannastéttin hef-
ur skapað sér sem heild.
varð til af þeirri einföldu
ástæðu, að hún stóð saman
um það að bæta lífskjör sín.
með kröfum um hærra kaup
og styttan vinnut. Bændur
og verkamenn ættu að hugsa
meira um það framvegis að
Framh. á 7. síðu