Þjóðviljinn - 19.01.1947, Page 6
6
Þ JOÐVILJINN
Surnudagur 19. janúar 194”
Hvar er húsið hans MJarvals?
Framhald af 4. síðu.
l>á, er fá aðkenningu af heilög-
'um anda. Heilagur andi er ódæll
viðfangs, og sá, er kemst í týgi
við hann, kemst einnig stundum
að því svo dýrkeyptu, að hann
ó ekki, aflögu fyrir húsi handa
sér. Vegur, sannleikur og líf þjóð
arinnar speglast og skýrist í
verkum þeim,"er listamenn henn
3r vinna. Það ætti því að vera
gæfu hennar og heiðri einhvers
virði að sýna listamönnum sýn
nm nokkurh sóma. Sá, sem vinn
•úr 'til þess að lifa látinn, vinnur
•elrki til þfess að vera lifandi
drépinn. Jóhannes Kjarval varði
iífi sínu í það að opna augu
þjóðar sinnar fyrir landi hennar.
Einu sinni opnuðust augu þeirra
er völdin hafa, fyrir lista-
mennsku þessa manns^ og þeir
hétu honum nýju húsi: Efndir
þess loforðs hafa sennilega ekki
verið hugsaðar sem prófsteinn
á opinbert siðgæði á fslandi. En
fái Kjarval ekki sitt hús, haía
hinir veglyndu gefendur þess
gert sjálfum sér ofurlítinn sið-
ferðilegan grikk, þvá að það
þarf ekki fyrst og fremst fjár-
muni og mannafla til að • reisa
slíkt hús, heldur almennt sið-
gæði og drengskap gagnvart
menningunni í landinu.
Bjarni Benediktsson
frá Hofteigi.
TorolS Elster:
SAGAN UM GOTTLOB
Dóttir okkar
S I G B Ú N
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn
20. þ. m., kl. 2.30. — Athöfninni verður útvarpað.
Svanhvít Stefánsdóttir
Jónatan Jakobsson.
Elsku litli drengurinn minn
AGNAK S. STURLUSON
andaðist 17. þ. m.
Jóna Sturludóttir.
•4.4_H~fr4~fr4~fr4~fr-fr-HH~frH-HH~fr4~fr-fr-frH"fr4~fr4-fr+4~fr-fr-frH~frH-H+
Tilkynning irá gkrlfstnfn
Um afben
ingarsl
Eins og Tryggingastofnun ríkisins hefur
þegar auglý$í fer afhending tryggingaskír-
teina og mótiaka tryggingaíÖgjálda í Reýkjá-
vík fram í skrifstofu tollstróra, Haínarstræti
5, og hefst mánudaginn 20. þ. m. kl. 10 f. h.
Fullt almennt tryggingaiðgjald, fyrir árið
1947 er í Reykjavík svo sem hér segir:
Fyrir kvænta karla....... kr. 380,00
— ókvænta karla ...... — 340,00 ;
•— ógiftar konuf . — 25CU)0
Af gjaldi þessu ber mönnum að greioa í
• t l'; • ív '; 11; i j
januar:
Karlar (kvæntir og ókvæntir) kr. 170,,00
Konur (ógiftar) ........... — 120,00
Auk þess ber mönnum að greiða með jan-
úariðgjaldinu skírteinisgjald, kr. 30,00, sem
aðeins skal greitt í eitt skipti, þegar skírteini
er fyrst afhent. - r./f
Reykjavík, 1&. jan. 1947.
Tollstjj óraskrifstofan
Hafnarstræti 5.
,
ej-H-H~H~H~H"H~fr-H"H-4-3"H-f-H~H~H-H~H~i~HH~H~H-H~H"H
— Ekki það ? Og þér, hr.
Antoníus, þér ritið bækur og
yrkið. Ef þér einn góðan veð
urdag vöknuðuð við það, að
þér væruð orðinn frægur,
kannski í Englandi, kannski i
Ameríku, munduð þér þá ekki
yfirgefa allt, sem heldur yð-
ur hér, slíta öll bönd og flýta
yður yfir í frægðina, pening-
ana og möguleikana til þess að
geta ort og unnið eins og yð
ur mundi langa til — enda þótt
flótti yðar hefði í för með
sér miklar hættur og erfið-
leika fyrir vini yðar ?
j Brúnó svarar ekki strax.
| Hann á bágt með að umbera
| fólk, sem talar eins mikið og
1 er jafn djúpviturt og hann
sjálfur. En hann vill ekki láta
j spurninguna fara fram hjá sér
j án þess að gera henni skil.
— Maðurinn er hverflyndur,
segir hann. Það er engin ný
j uppgötvun. Við munum víst öll
dæmi Hebbels um óstöðugleik
sálnanna: Sumir eru uppreisnar
menn og sósíalistar í dag, en
eru orðnir umboðsmenn stjórn-
arinnar á morgun. En það eru
ekki allir, sem gefast upp. Og
annar tekur við verki hins og
heldur því áfram.
— Og þér, hr. Páll. Nú eruð
þér einnig einmana maður. Þér
voruð einu sinni mikill forystu-
maður, réðuð yfir þúsundum og
báruð ábyrgð á lífi þeirra og
velferð. Draumar og vonir. Ef
til vill gætuð þér komizt í sömu
aðstöðu aftur. Þér gætuð öðlazt
örugga afkomu, eignazt snoturt
heimili og börn, sem vaxa og
dafna. Munduð þér þá vilja
minnast æskuhugsjóna yðar, ef
svo skyldi vilja til, að einhvern
tíma aftur yrði farið að berjast
fyrir þeim? Áður voru það at-
burðirnir sjálfir, sem komu yður
í fangelsi og gerðu yður land-
flótta, en ef þér í næsta sinn
mættuð velja? Munduð þér
kannski aftur skilja við konu
yðar?
Páll hristi höfuðið.
— Þací er tií einskis að vera
að hugleiða þessa hluti. Ef slík-
ir tímar koma, mun það sýna
sig, hvort ég er nógu sterkur.
— Hvort þér eruð nógu sterk
ur, — já, þannig lítið þér á mál-
ið. Og þér frú Anna eruð áreið-
anlega sterkasti persónuleikinn
af ykkur öllum. Og sá óham-
ingjusamasti....
Það er í senn eitthvað hríf-
andi og eitthvað skrýtið við
Jaróslav. Andstæðurnar milli
iú;is fátæklpga umhverfis og
hihnar öruggu mannþekkingar;
semf:þó^eh' bíiíticiað flónsku og
tilgerð.
Anna svarar reið:
— Hafið þér mig undanskilda.
— Ef þér skylduð uppgötva
að maður yðar liefoi gefizt upp
við að ráða fram úr því máli,
sem þér eigið við að stríða,
hvað munduð þér gera?
— Skyldu mína.
— Vitanlega, en kannski
skilningur ýðar á því, iivað er
skylda yðar, hafi breytzt.
— Hvað skyldi nú ganga að
Sagha. Hann ætti að vera kom-
inn aftur fyrir löngu.
— Bara að hann hafi ekki
lent í gildrunni.
— Eg skal svipast að honum,
segir Jaróslav og kastar yfir
sig tötralegri kápu.
— Jæja, hvaða álit hafið þið
á því, sem Jaróslav sagði, hvísl-
aði Páll, svo að konan heyrði
það ekki.
— Hann er undarlegur mað-
ur, segir Brúnó. Miðað við að-
stæður mjög óvenjulegur mað-
ur. En fyrst og fremst er hann
þó leikari, og skoðanir hans eru
sóttar í lélega reyfara.
— Já, ef til vill, en það er
þó þrátt fyrir allt eitthvað til í
því, sem hann segir.
Dyrunum er hrundið upp með
braki, og þau hrökkva við
skelfd. Þetta er Sagha.
— Jæja, þú ert búinn að vera
lengi burtu, sástu nokkuð?
Hann hristi höfuðið.
•—• Nei, ég skildi eftir boð um
það á veitingahúsinu, að við
værum hér. LÖgreglan hafði sett
þar allt á annan endann og á-
sakaði vertinn um að hafa
hjálpað okkur. En hann er á-
gætur, hefur ekki sagt eitt ein-
asta orð. Á eftir skauzt ég upp
að kofanum; lögreglan er þar
ennþá. Hún hefur snuðrað um
allt, sá ég; allt dót okkar var í
haug á miðju gólfi.
•— Helvítis frekja.
— Sástu nokkuð annað.
— Nei, það er að segja, ég
fann þetta hérna.
Hann tekur upp hjá sér litla,
bláa bók. Þau líta á hana. Það
er sænskt vegabréf. Jóhann D.
Gottlob.
— Hver er það?
Engin getur gefið skýringu.
Þau athuga það nákvæmlega.
—• Greinilegt. Norðmaðurinn
hefur átt þetta.
— En þetta er ekki myndin
af honum.
Jaróslav kemur aftur. Hann
segist hafa heyrt á götunni, að
komið hafi til óeirða í Slóvakíu.
Margir eiga að hafa verið drepn
ir.
— Það er sýnilega eitthvað
að gerast.
— Vitanlega er eittlivað að
gerast. Það er þess vegna, sem
þeir eru að taka flóttafólk fast.
Það fer að dimma. Jaróslav
kveikir á litlum heimatilbúnum
lampa, sem kastar gulri skímu
á dökkgráa veggina og föl and-
litin. Það kyrrir um úti. Aðeins
daufur niður í kjarrinu, og
Pilsudskis heyrist æða fram og
aftur. Neðan af götunni heyr-
ast drunurnar í strætisvögnun-
um.
Allir eru rnðursokknir í eig-
in hugsanir. Þáu reykja og
fylgja reyknum'með augunum,
þegar hann bréipir’ úb isér í loijt*.
inu. Jaróslav; ■ {og j j ík’oha ; hang
gánga fram ogl'Áftúr/jÚjástrá
við hitt og þetta, gefa börnún-
um að borða og kasta beinum
út til Pilsudskis. Við og við
stingur Jaróslav setningu að
einhverjum í hópnum, venju-
lega án þess að fá svar. Páll
glamrar án afláts pípunni við
tennurnar, Sagha rissar með
notaðri eldspýtu og hrukkar
ennið áhyggjufullur. Brúnó
greinir kringumstæðurnar fyi’ir
sjálfum sér, það sést, þegar
hann telur á fingrum sér —
einn, tveir, þrír, fjórir, fimm
— hristir höfuðið og rífur í
hárið á sér. Andrés horfir dapur
niður á gólfið. Anna kveikir án
afláts í sígarettustubbum, tek-
ur nokkra reyki og drepur svo
í þeim.
Sagha tekur upp vasaúr og
sýnir hinum á það. Klukkan er
hálf sjö. Páll upptir öxlum.
Andrés stendur upp órólegur.
-— En hvað eigum við að
gera?
Enginn svarar.
•—• Hvað getur hafa komið
fyrir Elsu? Við verðum að að-
hafast eitthvað. Við getum ekki
setið hér aðgerðarlaus. Með-
an....
Brúnó teiknar taflborð á papp
ír, og Sagha sezt við hliðina á
honum. Þegjandi byrja þeir að
tefla, rólegir og hugsandi. An-
drés stendur andartak kyrr og
horfir á þá, svo fer hann að
ganga fram og aftur um gólfið
á ný. Þau hrökkva við, þegar
þau heyra rjálað við dyrnar.
Jaróslav lýkur rólega upp og
hleypir Pilsudski inn. Frú Jaró
slav ber gestum brauð, en sjálf
borða þau kálsúpu. Brúnó vill
taka upp peninga til þess að
borga, en óþyrmilegt tak Páls
um höndina á honum fær hann
til þess að hætta við það.
I fimmtugasta sinn fer Páll
að ræða kringumstæðurnar.
— Við verðum, hvað sem það
kostar, að finna einhverja út-
leið. Það gagnar ekki að sitja
hér og horfa hvert á annað, með
an allir vinna gegn okkur og
svikari er mitt á meðal okkar.
Eitt okkar veit, hvar Elsa er ef
hún er enn á lífi. Kannski hún
verði , flutt yfir landamærin
strax í nótt. Við getum ekki
látið þetta afskiptalaust eftir
öll þessi ár, sem við höfum bú-
ið saman. Og við höfum ekki
mikinn tíma til þess að athafna
okkur — meðal annars af því,
að það þarf ekki að líða langt,
þangað til lögreglan finnur
okkur. En öllum hlýtur að
minnstakosti að vera ljóst, að
það gagnar ekki að sitja hér.
Allir eru mæddir á svipinn. í
fyrsta lagi er það, sem þau
höfðu öll hugsað um, orðið opin
bert — að Elsa muni ef til vill
hafa orðið bráð samsærismann-
anna, svikarans meðal þeirra.
Anna snýr sér snöggt við:
— En hvað hefurðu hugsað
þér að gera? Hefurðu hugsað
þér að strjúka. Enginn yfirgef-
ur þennan kofa, fyrr en við
vitum, á hvað við getum treyst,
—• Þgð er svo, Anna, segiý
'PéÍÍ. ’
— Jæja, í stingdu upp á ein^
hverjy, segir Brúnó gramur.
Stihga úpp á. — Stinga upp
hvæsir Aniía. Væri ekki betrá,
að þú reýndir að útskýra málið
nánar? Þú sást EIsu síðast. .
Andrés er staðinn upp:
—- Mér fyndist nær að þú segð
ir okkur nánar frá vinnu þinni
hjá Fuchs, Anna. Eða kannski
sé bezt fyrir þig að sleppa því
alveg af einhverjum ástæðum.
Mér virðist málið vera lagt upp
í hendurnar á þér.
Anna verður svo reið, að hún
fer að tala ungversku. En Jaró-
slav lemur allt í einu í borðið.
— Nú er bezt að þið gerið svo