Þjóðviljinn - 01.02.1947, Page 4
4
ÞJÓÐVIL JINN
Laugardagur, 1. febrúar 1947.
tMÓÐVILIINN
Útgefandl: SameLntngarflofckur alþýöu — Sósíalistaflokiurlnn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Sitstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja tdóðviljans h. f.
99Öii®Ivegisliriitaf?
Á síðastliðnum árum hafa íslendingar verið að berjast
við verðþenslu, öðru nafni dýrtíð. Þeir hafa fengið að reyna
óskeikulleik þess lögmáls, að miklir peningar ásamt tak-
mörkuðu framboði á vörum og öðru því, sem við gjaldi er
keypt, leiðir til verðhækkunar. Þjóðin hefur óttazt að þessi
verðhækkun færði fjármálakerfi hennar úr skorðum, skap-
aði misræmi milli verðlags hér og í markaðslöndunum leiddi
þannig til verulegra erfiðleika fyrir framleiðendurna.
Löggjafinn vildi sporna gegn verðþenslunni með því
meðal annars að koma á allsherjar verðlagseftirliti. Allir
þeir sem flytja vöru til landsins voru skyldir til að gefa
nákvæmar skýrslur um innflutning sinn, drengskap sinn
áttu þeir að leggja að veði fyrir að rétt og satt væri fr4
skýrt, og þegar yfirvöldin þannig höfðu fengið upj)lýsingar
um innkaupsverð vörunnar, leyfðu þau að leggja ákveðinn
aurafjölda á hverja krónu, sem er mjög slæm regla, því
samkvæmt henni eru innkaupinn að því skapi hagkvæm-
ari fyrir innflytjandann sem verðið er hærra.
ir geta haft til góðs eða ills, og
varla dylst það nokkrum hugs-
andi manni, að rekstri kvik-
myndahúsa hér á landi hefur
hingað til verið þann veg hátt-
að, að kvikmyndir hafa haft
meira áhrifaafl til ills en góðs.
Æska landsins hefur að vísu
getað sótt nokkurn þekkingar-
auka í kvikmyndirnar, en þó
gætir hins meir, að af þeim
hefur hún mótað með sér eig-
inleika, sem henni eru óhollir.
Hin uppvaxandi kynslóð hefur
tamið sér alltof marga lesti fyr
ir áhrif kvikmyndanna og þjóð
legir kostir hennar hafa beðið
hnekki að sama skapi. Hér hef-
ur verið sýnt alltof mikið af
menningarsnauðum kvikmynd-
um, skaðlegum og heimskandi.
*
GRÓÐAFlKN
EINSTAKLINGA
Ástæðan fyrir þessu er fyrst
og fremst sú, að gróðafíkn ein-
staklinga hefur mestu ráðið um
val þeirra kvikmynda, sem hér
hafa verið sýndar. Þar hefur
ekki fyrst og fremst verið
spurt um gildi kvikmyndanna
til fræðslu og aukins þroska al
menningi til handa, heldur hafa
eigendur kvikmyndah. sett þá
spurningu öllu ofar í þessum
efnum, hvort kvikmyndirnar
væru líklegar til að draga þeim
peninga í hendúr eða ekki.
Regla þeirra við val á kvik-
myndum hefur verið þessi: Góð
kvikmynd er gróðavænleg kvik-
Hannibal Valdimarsson flyt-
ur á Alþingi frumvarp, sem
mun hafa geysimikla menning-
arþýðingu, ef það verður sam-
þykkt. I þessu frumvarþi legg-
ur hann til, að kvikmyndarekst-
ur í landinu sé þjóðnýttur: kom
ið sé á fót kvikmyndastofnun
ríkisins, sem „skal keppa að
því að gera kvikmyndir að sem
almennustu og þjóðlegustu
menningartæki, hliðstæðu út-
varpi og skólum.“ Hannibal
vill, að kvikmyndahús séu rek-
in sem víðast um landið, haldið
sé uppi ferðasýningum kvilc-
mynda, skólum séu útvegaðar
fræðslukvikmyndir, val á er-
lendum kvikmyndum sé vandað
sem bezt, bægt sé burtu sið-
spillandi, óþjóðliollum og menn-
ingarsnauðum kvikmyndum,
gerðir séu íslenzkir tekstar við
sem flestar erl. kvikmyndir,
innlend kvikmyndagerð sé efld.
Hagnaði af rekstri kvikmynda-
stofnunar ríkisins skal varið til
' að styrkja íslenzka leiklist,
hljómlist og aðrar skyldar list-
greinar.
GEYSILEG
ÁHRIF
Ekki er mikil ástæða til að
hæst. Þeir voru að hugsa um sig. Þjóðarbúskapur og verð- /ræða hér þýðingu þessa frum.
þensla var þeim óviðkomandi. Brátt varð það á almanna ' varps. Öllum er kunnugt,
vitorði að heildsalarnir beittu tvennskonar brellum til að hversu geysileg áhrif kvikmynd
Það kom líka brátt í Ijós að heildsalarnir höfðu óþægi-
lega mikla tilhneigingu til að gera innkaupsverðið sem
KVIKMYNDA-
STOFNUN
RlKISINS.
hækka verðið á vöru sinni. Erlenda umboðsmenn sína báðu
þeir að draga þóknunina ekki frá verðinu, heldur áttu þeir
að leggja hana inn í banka erlendis, en gæta þess vel að
lækka ekki verðið á reikningnum. Þannig gátu heildsalarnir
unnið tvennt í senn: lagt á hærri upphæð en þeim bar og
stolið erlendum gjaldeyri í stóru stíl. Þetta þýfi eiga þeir
nú í erlendum bönkum. Hin brellan var sú að fá einskonar
gervifirma erlendis til þess að falsa innkaupareikningana,
sem sé þar voru sett upp firmu, sem höfðu það hlutverk
eití að kaupa vörurnar að nafni til og selja þær aftur að
nafni til, bara til að hækka verið, svo hægt væri að leggja
fleiri krónur á hér heima.
Enginn veit, hve mörgum milljónum heildsalarnir hafa
þannig beilínis stolið af þjóðinni, og enginn hve háar upp-
hæðir þeir eiga í erlendum bönkum af stolnum gjaldeyri,
en eitt er víst: ,,drengskapur“ hinna fínu heildsala er að
veði fyrir þessum upphæðum.
Það er sannast að segja, að hvarvetna í nágrannalönd-
um okkar (Ameríka er ekki nágrannaland) hefði verið litið
á þessar aðfarir heildsalanna sem svívirðilega glæpi, fyrir-
tækjum þeirra hefði verið lokað og þeir sjálfir settir í stein-
inn. En þetta var nú tekið öðrum tökum hérna heima á
Islandi. Lítilfjörlega sekt kostaði það að gefa innflutnings-
yfirvöldunum vísvitandi rangar skýrslur og stela stórfé af
almenningi, og mennirnir, sem þetta gerðu, skipa nú hinn
æðsta bekk hinnar ,,fínu“ yfirstéttar.
Þyngstar sektir fyrir óleyfilega álagningu fékk firmað
O. Johnson & Kaaber. Sekt þess nam 100 þús. kr. og óleyfi-
legur gróði, sem gerður var upptækur 369 þús kr. Um
þetta firma segir ritstjóri Morgunblaðsins hr. Valtýr Stef-
ánsson í gær: „Þetta öndvegis firma hinnar innlendu verzl-
unar“, og um annan aðaleiganda þess segir hann: „Mönnum
verður stundum á að halda að heppnin sé þar aðalatriði,
þegar vel tekst. En hér er mest um vert að liafa liug og
dug til að grípa tækifærin, sem eygjast og reynast sam-
vizkusarpur og trúr í starfi.“
«Tón Áriiason og hruiftsTelnu-
dóMS IiæSisl iiiii of §neinma
Hrunstefnuliðið er þegar
farið að halda að því sé ó-
hætt að framfylgja stefnu
sinni til hins ýtrasta, 1 þeirri
von að afturhaldi landsins
takist að skríða saman í
stjórn með heildsalann
Stefán Jóhann Stefánsson
sem toppfígúru.
Og auðvitað á að láta ís-
llenzka sjávarútveginn kenna '
á því, að nú séu það heild-
salar og aðrir hrunstefnu-
menn, sem ráði. Fjölda út-
gerðarmanna er neitað um
nauðsynlegustu rekstrarlán.
bankarnir telja, að því er
virðist, að rétt sé að hindta
menn í því að stunda útgerð
og sjómennsku- Það sé óþarfi
að gera mönnum kleift að
halda úti bátum sínum. Og
útgerðarmennirnir, sem láta
engan Jón Árnason segja sér
fyrir verkum, og vilja halda
úti skipum sínum hvað sem
tautar, eru reknir í klær
okraranna, sem taka jafnvel
10 prós. vexti af lánum sín-
um.
Það er furðulegt öfug-
streymi að afturhaldspokar
eins og Jón Árnason og
kumpánar skuli geta tekið sér
vald til að þrengja kosti út-
gerðarmanna og sjómanna, á
sama tíma og sjávarútvegur
inn færir í þjóðarbúið þau
verðmæti sem tilvera þjóðar
innar byggist á. Og íslenzkur
sjávarútvegur mun ekki láta
Framsóknarpostula eins og
Jón Árnason né heildsalaklík
urnar skammta sjómönnum
og útvegsmönnum skarðan
hlut af þjóðartekjunum og
beita menn sjávarútvegsins
hverju fantabragðinu af
öðru.
Landsbankaklíkan og heild
salarnir hrósa nú happi, bví
þeir halda að leppstjórn sú,
sem þeir hafa þráð mest, sé
að skríða saman. En aftur-
haldsöflin verða þess ekki
megnug að stöðva hina stór
stígi þróun íslenzka -sjávar-
útvegsins sem hófst með ný-
sköpuninni, en þau gæ-tu taf
ið hana til óbætanlegs tjóns
fyrir alla íslenzku þjóðina,
ef þau næðu völdum.
Þjóðin vill að nýsköpunin
haldi áfram og haldi áfram
svikalaust. Þó afturhaldið
myndi stjórn til að slá skjald
borg um Jón Árnason og
heildsalana, gegn hagsmun-
um allrar vinnandi alþýðu í
landinu og gegn hagsmunum
sjávarútvegsins, verður það
máttlaus stjórn og ekki lang-
líf-
íslenzka þjóðin mun ekki
mynd, menningargildi hennar
er aukaatriði.
Almenningur hefur kastað
út peningum fyrir lélegar kvik-
myndir, rýrt með því inni-
hald pyngju sinnar og rýrt
með því þjóðlegt manngildi sitt
um leið.
■¥■
hlYtue að verða
SAMÞYKKT.
Ef frumvarp Hannibals Valdi
marssonar verður samþykkt,
munu þessi mál komast á þann
grundvöll, að kvikmyndir verða
áhrifaafl til aukinnar menning-
ar í stað þess að vera áhrifa-
afl til minnkandi menning-
ar. Kvikmyndastofnun ríkisins
mun gæta þess, að hér verði
aðeins sýndar kvikmyndir, sem
eru til þess fallnar að auka
menningu þjóðarinnar og þekk-
ingu; og allur hinn gífurlegi
hagnaður af rekstri kvikm.húsa
sem hingað til hefur runnið í
vasa örfárra einstaklinga mun
verða notaður til að efla ísl.
leiklist, hljómlist og aðrar skyld
ar listgreinar. Kvikm. munu
verða notaðar við kennslu í skól
unum og stutt verður að fram-
leiðslu íslenzkra kvikmynda.
Þess verður gætt, að menning-
aráhrif kvikmynda nái til allra
landsmanna. Það er ekki út í
bláinn, að í þessu sambandi tal-
ar Hannibal um, að kvikmyndir
verði almennt og þjóðlegt menn
ingartæki, hliðstætt skólum og
útvarpi.
Eg sagði áðan: ef frumvarp
Hannibals Valdimarssonar verð
ur samþykkt. Það hlýtur að
verða samþykkt, svo framar-
lega sem þau sjónarmið, er mót
ast af umhyggju fyrir þjóðlegri
menningu Islendinga, verða lát-
in ráða við afgreiðslu þess.
una því, að aftunhaldsstjórn
sitji að völdum, sem stöðvi
þá þróun íslenzkra atvinnu-
hátta er hófst með nýsköp-
uninni. Jón Árnason og heild
salaklíkurnar hrósa of
snemrna sigri. Hamingja Is-
lands, framfaraþörf og þrá
þjóðarinnar, verður hrun-
stefnudótinu yfirsterkara.
Óttinn við sannleikann
Frh. af 3. síðu.
síðar fáum við aðra úrsögn frá
þeim í pósti og skírteinin með.
Átvinnurekandinn neitaði að
semjá, þar sem hann taldi
stúikurnar ekki vera í Iðju og
hafði það eftir „háttsettum
manni í verkalýðshreyfingunni".
sem stúlkurnar höfðu dansað
eftir. Ot af þessu má búast við
að Iðja lendi í máli, sem getur
farið fyrir Hæstarétt.
Það er náttúrlega ekkert við
því að segja, að kratagreyin
oti sínum tota í Iðju, en hvað
finnst skynbæru fólki um svona
skrípalæti og loddaraskaþ? Er
það svona, sem á að koma sósíal
ismanum á íslandi og hefja
verkafólkið í sinn sess?
Iðja hefur aldrei neitað nein-
um um inntöku og mun ekki
gera, hvar sem hann stendur í
flokki, því slíkt næði ekki neinni
átt. En aftur á móti mun hún
ekki brjóta sin eigin lög og lög
Aiþýðusambandsins, til að taka
þátt í skrípalátum einstakra
krata, hvað sem líður pilsaþyt
Sigríðar og Alþýðublaðsins.
Haildór Pétursson.