Þjóðviljinn - 21.02.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.02.1947, Blaðsíða 4
Þ JÓÐV.ILJINN Föstudagur, 21. febr. 1947. Útg*£andl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokxurinn Ritstjórar: Kristinn E. Anárésson, Sigurður Gnðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. RMstjómarskrifstofur; Skólavðrðust 19. Simar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavöröustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. |L Sníkjulýéur heildsalanna mun ekki lengi lirósa sigri / Með veikum mætti hefur Alþýðublaðið reynt að þvo þá skilgreiningu af stjóm heildsalans Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar að hún sé heildsalastjóm. Blaðið veit hvert álit þjóðin hefur á heildsalastéttinni, það veit að fleiri og fleiri skilja hvernig sú stétt rakar saman auð á kostnað þjóð- arinnar án þess að vinna nokkurt þjóðhollt starf, a-ð hún hefur sprengt vöruverð upp úr öllu valdi og hefur haft hjálp afturhaldsins á þingi og í ríkisstjórnum til að skapa sér þessa arðránsaðstöðu. Það er von að Alþýðublaðið reyni að þvo heildsalanafnið af afturhaldsstjóm Stefáns Jóhanns, en það mun ganga erfiðlega, þegar jafnframt er hafin herferð til að hvítþvo heildsalana, og sjálfsvörn þjóð- arinnar gegn þessari sníkjustétt á þjóðarlíkamanum talin sama eðlis og Gyðingaofsóknir nazista. En þó sá maður kunni að finnast sem tryði því að núverandi stjórn sé ekki fyrst og fremst stjórn heildsala og annars afturhalds, þá er varla nokkur svo fákænn að hægt sé að gera hinn for- ríka heildsalalýð að ofsóttum píslarvottum í. augum hans. Morgunblaðið, aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar, hefur í ritstjórnargrein lýst því, hvernig stjórnin er algerlega mátt- laus og viljalaus í dýrtíðarmálunum. Fi'amsókn hafði tönnl- szt svo á dýrtíðinni, að meira að segja erlent blað taldi að fyrir dyrum væru róttækar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum, fyrst sá flokkur væri með í stjórninni. Þetta erlenda blað þekkti ekki auðmýkingarsögu Ey- steins Jónssonar, gat ekki vitað að flokksforingi Framsókn- arflokksins hefði lagzt hundflatpr fyrir fætur verstu okrara Jandsins, sem létu hann éta ofan í sig hverja úrslitakostina eftir aðra. Sú saga er sígilt dæmi þess hve lágt slíkir valda- streitumenn geta lagzt. Og vafasamur heiður er það fyrir samvinnuhreyfinguna í landinu að heyra hvernig heildsal- arnir á þingi og víðar eru farnir að nudda sér utan í Sam- band íslenskra samvinnufélaga, — það er áreiðanlega ekki hugur stéttarbræðra Björns Kristjánssonar í garð sam- vinnuhreyfingarinnar sem hefur breyzt, heldur hafa menn eins og Jón Árnason og Vilhjálmur Þór fært æðstu stjórn Sambandsins í pólitískt bandalag við sníkjulýð heildsalanna, sem samvinnuhreyfingunni er minnkun að. -A Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins leyfði sér að víkja að nokkrum staðreyndum um arðrán heildsalastéttar- innar í þingræðu og í greinargerð f'rumvarps sem hann flytur um breytingu á fyrirkomulagi innflutningsverzlunar- innar. En þetta var of lángt gengið. Einn heildsalanna, sern befur troðið sér inn á þing, reis. upp og kvartaði sáran að minnzt skyldi á þessar ávirðingar. Sérstaklega fannst honum ótilhlýðilegt að þingmaður úr Alþýðui’lokknum r-kyldi bryddá á þessu núna, eftir að Alþýðuflokkurinn hefði sarnið um.þessi mál við stjórnarmyndunina. Var auðheyrt, áð samkvæmt þeim samningum telur sníkjulýður lieildsal- anna sig öruggan með arðrán sitt. Og annar ráðherra Al- þýðuflokksins stóð upp, ávítaði flokksmann sinn fyrir flutn- ing frumvarpsins og fullvissaði heildsalana um að Alþýðu- flokknum væri óhætt að treysta, hann stæði við stjórnar- samríinginn! Heildsalarnir hrósa stundarsigri. Þeir hafa náð banda- ÍB C*J AHPOSTIRI \ \ GUÐMUNDUR S. GUÐMUNDSSON Guðmundur S. Guðmundsson er kominn heim úr hinni glæsi- legu sigurför sinni á skákmót- ið í Hastings. Við bjóðum hann velkominn um leið, og við þökk- um honum fyrir þau afrek, sem hann hefur unnið til aukins sóma fyrir ísland, Landkynningarstarf það, sem Guðmundur vann í Hastings verður ekki ofmetið. Þessi son- ur einnar minnstu þjóðar heims ins tefldi skák við fulltrúa mill- jónaþjóðanna og hélt velli fyr- ir þeim flestum. Allar þjóðir fylgdust með þessu móti, þar sem þar áttust Við margir kunn- ustu skákmenn heimsins. Nafn íslendings skein þar einna skær- ast. Æðstu íslenzk heiðursmerki hafa áreiðanlega einhvemtíma verið veitt fyrir minna starf en Guðmundur hefur unnið. ★ GESTIR VÆNTANLEGIR Og nú fréttum við, að tveir heimskunnir skákmenn séu væntanlegir hingað einhvérn næstu daga. Það eru þeir Kanadamaðurinn Yanofski og Nýsjálendingurinn R. G. Wade. Þessi heimsókn út af fyrir sig er spnnun þess, hve mikillar virðingar íslenzkir skákmenn njóta í heiminum. Menn eins og Yanofski og Wade mundu sann- arlega ekki koma í heimsókn til þessarar litlu þjóðar, ef þeir vissu ekki að hér liitta þeir fyrir þá skákmenn, sem þeim er samboðið að tefla við. Um allan heim mun verða fylgzt með fréttum af för þeirra hing- að. þarna.munu skákmenn okk- ar enn vinna landkynningar- starf, og þeir hafa þegar sýnt slík afrek, að við getum óhikað treyst því, að þeim muni takast vel, * 20% HÆKKUN Það voru heldur óhugnanleg- ar upplýsingar, sem Vísir flutti lesendum sínum í gær. Þar var frá því sagt, að áfengisneyzla íslendinga hefði á síðastliðnu ári hækkað um hvorki meira né minna en 20%. „Árið 1945 var neyzla áfengis 1,68 lítrar á hvert mannsbarn á landinu, miðað við 100% alkohol. Á ár- inu sem leið komst hún upp í 2,00 lítra“. Þetta er vissulega ískyggilega mikil hækkun áfeng isneyzlunnar, en þó er neyzl- an meiri hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Það er nefni- lega tilfellið að íslendingar drekka ekki meira en aðrar þjóðir að magni til, en þeir drekka verr en aðrar þjóðir og því er sem er. Þeir eru rudd- ar í meðferð áfengis. Menn velta því nú mikið fyrir sér, hvað bezt verði að gera til að lækna þjóðina af þessu ljóta meini. Algjört bann á sér marga fylg- endur. Eitthvað verður að gera. Ástandið er óþolandi. ★ GÓÐUR PENINGUR Enn eru þeir að moka upp síldinni hér rétt fyrir utan. Margar sögur ganga um það, hvílíkt geysifé sumum græðist við þetta. Ein er sú, að ungur skólapiltur hafi verið á gangi niður við höfn, þegar kallað er- til hans úr einu skipanna, og hann spurður hvort hann vilji ekki vera með í næsta túr. Þetta er skipstjórinn og lætur hann þá skýringu fylgja beiðn- inni, að einn hásetinn hafi lent á svo slæmu fylliríi, að hann sé ófær til vinnu. Skólapiltur- inn tók strax þessu boði um stutta vinnu. Eftir nokkrar klukkustundir voru þeir búnir að fylla skipið af síld og pilt- ui'inn fekk 900 kr. fyrir túr- inn. ,N0 ÞYRFTI AD VERA HÖFN A RIFI“ 99Mokaffli á Sandi* en Bira«$írysíiIi 11 siá hef- ui* ekki nndanff I gær birtir Tíminn ofan- greindar fyrirsagnir á fremstu síðu, og vandlætingin leynir sér ekki. Hvers vegna í ósköp- unum er ekki höfn á Rifi? Skelfing er til þess að vita að ekki skuli vera fleiri hraðfrysti hús á Snæfellsnesi! — En því miður birtir Tíminn aðeins fyrir sagnir einar um þessi mál en lætur hjá líða að skýra les- öndum sínum frá því, hvernig á þessum vöntunum stendur. Ef Timinn hefði verið ofurlít- ið opinskáari hefði hann skýrt frá því að Emil Jónsson hefur árum saman trassað og svikizt um að gera nokkrar ráðstafan- ir til að bæta hafnarskilyröi Snæfellinga. Þótt oft hafi ver- ið lagt hart að honum hefur hann af einhverjum ástæðum ekki komið neinum siíkum framkvæmdum í verk. Hinsveg- ar hafa sosíalistar flutt frum- varp um landshöfn á Rifi, og þegar það kom fram vaknaði Emil Jónsson loks um stundar- sakir, og lýsti því yfir að hann hefði þetta mál í rannsókn, og það væri illa gert að taka fram fyrir hendurnar á sér! Síðan sofnaði hann á nýjan leik. En pú virðist einsætt að Tíminn taki upp skelegga baráttu fyrir því að frumvarp sósíalista verði samþykkt og framkvæmdir síð- an hafnar af dugnaði, Þá hefði Tíminn ekki síður átt að skýra lcsöndum sínum frá því, liversvegna bygging hraðfrystihúsa - hefur gengið svo seiíit. Ilann hefði getað lýst því V .áhrifamikinn hátt, hvernig Jón Árnason og félag- ar hans við Landsbahkann hafa tafið sum hraðfrystihús og komið algerlega í veg fyrir önnur. Það er Jón Árnason og kumpánar hans sem bera alla ábyrgð á því að enn er ekki komið hra'ðfrystiliús í Grund- arfirði. Og sú saga á ekki aðeins við um Snæfellsnes, hún er hin sama um allt land. J.ón Árna- son gat að vísu ekki komið í veg fyrir að ný framleiðslu- tæki væru keypt frá útlöndum, þótt viljinn væri nægur, en hann var settur í þá aðstöðu við Landsbankann að liann gat stöðva nýsköpunarframkvæmd- ir innanlands, og það hefur hann gert markvisst og hik- laust. Ef Tíminn vill liefja baráttu fyrir því að ný hraðfrystihús verði byggð á Snæfellsnesi, verður hann að ganga í ber- liögg við Jón Árnason og Fram , sóknarafturhaldið í heild, og I gera sitt til að knýja embætt- ismenn Landsbankans til heið- arlegra starfs. lagi við afturhaldsöflin í Framsókn og Alþýðuflokknum um stjórn, sem er og verður fyrst og fremst heildsalastjórn, stjórn sníkjulýðsins í íslenzku þjóölífi. Þeirri stjórn er hnoðað saman með svikum við kjósendur sem hylltu ný- sköpunarstefnuna í kosningunum 1946. Framfaraöfl lands- ins munu ekki láta heildsaladótið stöóvá nýsköpunina né spila úr höndum Islendinga þeim ágætu tækifærum sem nú bjóðast — með nýjum miklum mörkuðum Svo gæti far- ið að Eysteinn, hinn auðmýkti ,,menntamálaráðherra“ heild- salanna géti gefið sig allan að stjórn síldarverksmiðjanna í sumar, að minnsta kosti var það forsjálni af honum að tryggja sér sumarvinnu. SuðRr-Þingeyiugas;, Morð- ur-Múla- og Isasjasðar- sýsla leggja fiam !é ,ti! feyffiisgasr virniuheimil- l Eftirtaldar gjafir hafa undan farið borizt til S. í. B. S: Frá Suður-Þingeyjarsýslu kr. 2000. 00. Norður-Múlasýslu 2000.00 ísafjarðarsýslu 2000.00 K. S. 5000.00. Til minningar um Jónu Guðmundsdóttur 100,00. Þessir menn hafa undanfarið gerzt ævifélagar S. 1. B. S. : Gunnar Stefánsson auglýsinga- stjóri, Bjargarstíg 10, Rvk. Val borg Bentsdóttir, Barónstíg 25, Rvk. Árni Reynir Hálfdánar- son, Mosfelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.