Þjóðviljinn - 27.02.1947, Page 4

Þjóðviljinn - 27.02.1947, Page 4
4 ÞJOÐVILJINN FmTntudagur 27. febrúar 1947 r tMÓÐVILIINN í Útgeíandl: SamelntngarflokJcur alþýöu — Sósíallstaílokjcurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Slguröur Guömundsson, áb. i Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavöröustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 aimi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriítarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. ! Prentsmiðja Þjóðviljans h. |. — ■ .... .j Hin bandaríska árás Á fulltrúaþingi Bandaríkjanna hefur verið lagt fram frumvarp um að „bjóða“ Islandi að verða hluti af Banda- ríkjunum, auk þess sem stungið er upp á að Grænland og allar eyjar undan ströndum Bandaríkjanna verði keyptar fyrir dollara! Þetta hefur þótt tíðindum sæta víða um heim, utanríkisráðherra Dana hefur þegar lýst yfir því að sala á Grænlandi komi ekki til mála og Christmas Möller hefur mótmælt þeirri móðgun sem íslenzku þjóðinni er sýnd með frumvarpi þessu. En á Islandi verða viðbrögðin á aðra lund. Alþýðublaðið steinþegir, birtir ekki eitt ein- asta orð um þessa athyglisverðu frétt. Morgunblaðið felur hana í örfáum línum á öftustu síðu. * Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenzku borgarablöðin reyna að dylja þjóðina atriða sem snerta sjálfstæði hennar og frelsi. Aðferð þeirra var nákvæmlega hin sama þegar herstöðvamálið var á döfinni, þá var þjóðin leynd sann- .leikanum í lengstu lög og varazt að birta nokkra þá frétt sem' studdi hinn íslenzka málstað. Islenzku borgarablöðin urðu þá bandarísk leppblöð — og þau virðast- vera það enn. Á Morgunblaðinu er helzt að skilja að þessi nýja banda- ríska árás á íslenzku þjóðina sé gerð „til gamans“ og því á- stæðulaust fyrir íslendinga „að taka þetta alvarlega!“ Fulltrúaþing Bandaríkjanna hefur þó til þessa verið talin næsta alvarleg stofnun, og ekki hefur Morgunblaðið hampað því fyrr að fábjánar eigi þar sæti. Enda mun þingmaðurinn sem frumvarpið flutti ekki vera geggjaðri en algengt er þar vestra, þótt hann sé ölvaður af mætti dollarans og atómsprengjunnar. Það er full ástæða fyrir Islendinga að gera sér ljóst að frumvarp þessa þingmanns er í beinu samræmi við utanríkisstefnu Bandaríkjanna, eins og hún hefur birzt síðan stríði lauk. Það var Banda- rikjastjórn, en enginn geðbilaður þingmaður, sem fór fram á herstöðvar hér á landi í 99 ár. Það er hin sama Banda- ríkjastjórn sem hefur her manns á Grænlandi í trássi við vilja dönsku þjóðarinnar, og hefur undanfarið staðið í leynisamningum við Dani um kaup á Grænlandi. Og það er stjórn Bandaríkjanna sjálf sem hefur komið sér upp her- stöðvum í 52 löndum víða um heim og svívirt með yfir- gangi sínum siðgæðisreglu allra siðaðra manna. Það er að- eins formsmunur á frumvarpi hins bandaríska þingmanns og gerðum bandarísku stjórnarinnar; hann birtir skoðanir sínar opinberlega, en stjórnin vinnur leynilega að tjalda- baki. ★ Afdrif hins hneykslanlega frumvarps eru undir því komið hvort þing Bandaríkjanna þorir að ganga í berhögg við vilja alls almennings í heiminum og fótumtroða þær hugsjónir sem barizt var fyrir í seinasta stríði. En það er hættulegt fyrir Islendinga að bíða þess án nokkurra að- gerða að frumvarpið verði afgreitt. I gær skýrði utanrikis- ráðherra frá því á Alþingi vegna fyrirspurnar Einars 01- geirssonar, að hann hefði beðið sendih. íslands í Washington að koma mótmælum á framfæri við Bandaríkjastj. Og það er full ástæða til að fylgja þeim mótmælum vel eftir og lýsa yfir því skýrt og skorinort að Islendingar vilji búa einir að lan$i sínu og standi öndverðir gegn allri ásælni. U.S. NO. 49 Kaliforníumaður nokkur, Bertrand Gerhard að nafni, vill að íslandi sé allra náðarsam- legast boðið að verða nr. 49 í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hann hefur lagt fram frumvarp til laga í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings um, að forsetanum sé heimilað að senda Islending- um þetta tilboð í nafni þings og þjóðar Bandaríkjanna. Það mun vera öllum ljóst, hvað fyrir þessum manni vakir. Hér er að verki ófyrirleitinn fulltrúi hinna bandarísku heims valdasinna, þeirra rnanna, sem virðast hafa sett sér það mark að ná öruggu haldi á öllu ís- landi til þess að geta notað það sem herstöð í einhverri atóm- styrjöld framtíðarinnar. ★ „ÞEGAR AIJ.T ER KOMIÐ I KRING“ Þessum mönnum liefur tekizt að ná tagarhaldi á einum flug- velli hér, fyrir sviksemi noklc- urra íslenzkra áhrifamanna, en það er þeim alls ekki nóg. Þeir vita, að íslenzka þjóðin mun krefjast óskoraðra yfir- ráða yfir þessum flugvelli, þeg- ar tími samninga er útrunninn. Takmark þeirra hefur hinsveg- ar verið, að ná öllu landinu á sitt vald og halda því um ald- ur. Nú vill svo til, að í þessu landi býr fólk, að vísu ekki margt fólk á mælikvarða stór- þjóða, en stórhuga fólk og djarft, staðráöið í því að vera framvegis sjálfstæð þjóð og öll- um óháð. Þetta fólk hefur stað- ið sem traustur varnargarður gegn því, að bandarísku heims- valdasinnarnir fengju öllum vilja sínum framgengt. En ef hægt væri að láta þjóðerni þessa fólks drukkna í mannhafi stór- þjóðarinnar, ja, þá væri enginn varnargarður framar til að hindra að stórþjóðin næði öllu landinu undir sig og gæti síðan notað þáS sem herstöð í ein- hverri atómstyrjöld. Þá yrði bara einni lítilli þjóðinni minna í lieiminum. Það er þetta, sem vakir fyrir Bertrand Gerhard og hinum heimsvaldasinnuðu fé- lögum hans meðal bandarískra áhrifamanna. ¥ EF BERTRAND GERHARD ÞEKKTI SÖGU ISLENDINGA Það er kannski ekki við því að búast, að Bertrand Gerhard þekki sögu íslendinga um þús- und ár, en ef hann þekkti hana hefði hann áreiðanlega ekki lát- ið sér til hugar koma að bera fram liið umrædda frumvarp. Þvi lionum hefði þá verið kunn- ugt að íslendigar höfðu búið hér um hundruð ára og lagt heimsmenningunni til einn glæsilegasta bókmenntaskerf allra alda, áður en Kalifornía varð til í sögu hvítra manna; honum hefði þá verið kunnugt’ að meðan hvítir ævintýramenn voru enn að brytja niður Indí- ána, frumbyggja Kaliforníu, sat Hallgrímur Pétursson á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og orti Passíusálmana; honum hefði þá | verið kunnugt að árið 1848, þegar Mexíco seldi Bandaríkjun um Kaliforníu, höfðu Fjölnis- menn unnið vakningarstarf sitt fyrir þjóðina og hún hafði eign azt öll ljóð Jónasar Hallgríms- sonar; honum hefði þá verið kunnugt að meðan skamm- byssuskotin dundu í gullgrafara búlum Kaliforníu, dvaldist Jón Sigurðsson i Kaupmannahöfn og krafðist þess með einurð, festu og glæsileik hins siðfág- aða menntamanns, að Islending- um yrði veitt það sjálfstæði, sem þeir höfðu lagt grundvöll að með hinni háleitu menningu sinni; honum hefði þá verið kunnugt að skömmu áður en Kvi-Klux-Klan í Kaliforníu byrjaði aftur miskunarlausar þáttaofsóknir með endurnýjuð- um krafti, hafði verið stofnað lýðveldi frjálsborinna manna á íslandi. Ef Bertrand Gerhard þekkti sögu íslendinga um þúsund ár, mundi hann gera sér grein fyr- ir því, að við eigum eitt svar og aðeins eitt, við hinu um- rædda „tilboði". ★ NEI, MR. BERTRAND GERHARD Ekkert skal um það sagt, hvaða viðtökur frumvarp Gerhards fær á þingi Bandaríkj anna. En hvað sem því líður. hefur Islendingum verið sýnd liin svívirðilegasta móðgun með því einu, að það skuli liafa komið fram. Þarna á að fara þess á leit við okkur að við hættum að vera þjóð í eitt skipti fyrir öll, að við fleygjum hin- um dýrmæta menningararfi allra íslenzkra kynslóða í ginið á amerískri ásælni og setjum seinasta punktinn aftan við sögu Islendinga, til þess að hið fagra land okkar, þetta land, sem við einir elskum, verði bækistöð fyrir mann- drápstæki í einnhverri hugsan- i legri styrjaldarvitfirring fram- tíðarinnar. Nei, mr. Bertrand Gerhard, við sjáum okkur því miður ekki fært að taka tilboði yðar. Emíl Jéffissis sannar ú |ví að lafa spií fyrir viðskiptum vii Tékkóslóvakiu Sú fregn Þjóðvil-jans að Eimil Jónsson núverandi við- skiptamál-aráðherra hafi bann að rafmagnseftirliti ríkisins að senda verkfræðing. til Tékkóslóvakiíu til þess að rannsaka möguleika á því að kaupa þar efni og vélar til rafvirkjana, hefur að vonum vakið mikla atihygli. Eins og sakir standa nú er Tékkó- slóvakía það land sem stend ur Sovétrí'kjunum næst að þýðingu sem markaðsland fyrir íslenzkar sjávarafurðir á meginlan’di Evrópu. Tékkó- slóvakía er eitt háþróaðasta iðnaðarland Evrópu, sem var þekkt að því fyrir stríð að framleiða ágætar iðnaðarvör- ur, þetri en flest lönd önndr, hins vegar er landið ekki sjálfu sér nógt hvað matvæla fraimleiðslu snertir og eink- um eru það þó sjávarafurð- ir, sem það þarfnast. I för þeirri, sem þeir Einar Olgeirs son og Pétur Benediktsson fóru til Tékkóslóivafcíu haust- ið 1945 kom það í ljós, að möguleikar til viðskipta við þetta land eru óhemju miklir. Af sjávarafurðum var það einkum hraðfrystur fisfcur, niðursoðið fiskmeti, saltsíld og síldirlýsi sem Tékkar voru reiðubúnir að kaupa, en hins vegar var það fram tekið af hálfu Tékka, að það skipti verulegu máli hvað snerti magn þeirrar vöru sem Tékk-' ar kaupi af íslendingum hvað mikið íslendingar gætu keypt af iðnaðarvörum þeirra. Af för þeirra Einars og Péturs leiddi það, að gerður var við- skiptasamningur milli land- anna, sem að mörgu. leyti var mjög hagstæður fyrir Is- land. Þrátt fyrir það hefur ekki verið unnt að flytja út til Tékkóslóvakíu eins mikið magn og ráð var fyrir gert vegna þess, að Islendingar keyptu ekki nógu mikið af Tékkum í staðinn. Þetta leiddi til þess að Tékkar urðu að stöðva innflutning á hraðfrjrstum flökum í des. sl. En hvað gerðu nú íslenzk stjórnarvöld til þess að auka viðskiptin milli landanna. Það verður að játa að það var næSta . lítið. Heildsalarnir voru látnir svo til einráðir um að sniðganga Tékkósló- vakíu í innkaupum sínum og þeir fáu sem öfluðu þaðan tilboða hafa fengið hér dauf- ar undirtektir eins ,og bezt kemur fram er Reykjavík- urbær hefur fram að þessu ek-ki fengizt til að sinna til- boði í 50 tilbúna strætis- vagna . f.rá 'hinum þekktu Skodaverksmiðjum, þrátt fyr ir brýna þölf. að því er bezt verður séð til þess að hindra viðskipti milli landanna. < Þó kastar fyrst tólfunum þegar Emil Jónsson fyrrver- 'andi raforkumálaráðherra Framh. á 7. síðu. r' ...........

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.