Þjóðviljinn - 01.03.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1947, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐVILJINN Laugardagur, 1. marz 1947. Útgefandl: Sameintngarflokkur alþýöu — SósíaUstaflokxurim> Ritstjórar: Kristinn E. Anírésson, Siguröur Guðmundsson, éb rréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur: Skólav örðust. 19. Sírnar 2270 og 7500 (eftir ki. 19.00 einnig 2184') Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, isíml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 síml 6399. Prentsmiðjusímí 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mtnuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. |. HraggÍMii ©g vlllaia Braggi á Skólavörðuholtinu, lúxusíbúð í Hlíðahverf- inu, tvær íbúðir, íbúð verkamanns, íbúð heildsala, íbúð manns sem skapar auð þjóðarinnar, íbúð manns sem hrifs- ar auð þjóðarinnar ránshendi, þetta tvennt e'ru einkenni vorra tíma. Aldrei hefur þjóðin verið eins auðug og nú, aldrei hef- ur kjörum verið misskiptar en nú. Bragginn og vill- an, það eru tákn tímanna. Engum þarf að koma þetta á óvart, lögmál auðvaldsskipulagsins eru hér að verki, en þau bjóða að hinn ríki skuli verða ríkari og hinn fátæki fatækari. Meiri þjóðarauður þýðir fleiri villur og fleiri braggar, færri en auðugri auðmenn, fleiri og snauðari ör- eigar. En einhvern veginn er það nú svona að öllúm heilbrigð- um mönnum finnst eitthvað rangsnúið við þessa þróun, og heilbrigðir menn eru til í öllum stjórnmálaflokkum. Hvað eiga nú heilbrigðu mennirnir í borgaraflokkunum að gera, mennirnir sem með orði og atkvæði styðja það skipulag fjármála- og atvinnulífs, sem einkennist af bragganum og villunni, þrátt fyrir það að þeim er hvort tveggja viður- styggð, óhóf og örbyrgð? Þeirra fangsráð er að loka augunum svo þeir þurfi ekki að sjá. Ekki er ráðið karlmannlegt, en dugar furðu mörgum til að vinna í flokkum, sem með starfi sínu leiða til þess er hinir heilbrigðu menn innan vébanda þeirra sízt vildu. ' í janúarmánuði barst bæjarráði skýrsla um húsnæðis- rannsókn, sem hafin var síðastliðinn vetur hér í bænum, * eftir tillögu só^jalista í bæjarstjórn. Fyrrverandi borgar- stjóri taldi ekki ástæðu tii að lesa þessa skýrslu í bæjar- ráðinu né skýra frá niðurstööum hennar sem venja er um slíkar skýrslur. Hann kvað bæjarráðsmenn fá tækifæri til að kynnast henni síðar. Á fundi bæjarstjórnar 6. febr. var spurt um þessa skýrslu, borgarstjóri upplýsti að hún mundi ganga á milli bæjarráðsmanna til yfirlesturs, en ekki vildi hann skýra frá niðurstöðum hennar. Á fundi bæjarstjórn- ar 20. febr. skýrði fulltrúi.sósíalista í bæjarráði frá að hon- um hefði borizt skýrsla þessi. Samkvæmt henni hefðu alls verið skoðaðar 2210 íbúðir, kjallarar og braggar, af þeim hefði héraðslæknir þegar úrslcurðað 652 heilsuspillandi og væri athugun hans þó ekki lokið. Af þessu má draga þá á- lyktun að í Reykjavík lúxusíbúðanna, búi yfir 3000 manns í heilsuspillandi íbúðum. Þetta ástand hrópar í hinininn, eins og blóð Abels forðum. En þeim sem bera ábyrgð á þessu ástandi, þykir öllu máli skiiita, að láta þessi hróp ekki heyrast, þess vegna hafa þau furðu tíðindi gerzt, að öll blöð bæjarins, að undanskyldum- Þjóðviljanum, að allir stjórnmálaflokkar bæjarins, að undanskyldum Sósíalista- flokknum, hafa þagað um þá staðreynd, að á mestu hag- sældartímum, sem yfir þetta land hafa komið, búa yfir þrjár þúsundir manna í heilsuspillandi íbúðum í Reykjavík einni saman. Það er óhrekjanleg staðreynd að ekkert hef- ur verið gert til þess að bæta úr þessu ástandi. Ótakmarkað KURTEISI I fyrsta hefti tímaritsins ,,Sj'rpu“, sem er nýkomið út, birtir ritstjórinn, Jóhanna Knudsen, mjög harðan dóm um bókina ,,Kurteisi“ eftir Rann- veigu Schmidt. Þar segir meðal annars, að bók þessi sé „ein- hver allra auðvirðilegasta bók, sem samin hefur verið á ís- lenzku“. Ýmislegt má finna að bók Rannveigar, ekki skal borið á móti því. Þar er hégómaatrið- um víða gert of liátt undir höfði og ýmislegt tínt til af óþarfa siðavendni. En ég hygg, að flest ir muni sammála um að bókin sé yfirleitt fremur skemmtileg aflestrar, og þegar þess er gætt, að höfuðtilgangur hennar er sá að kenna mönnum kurteisi, hreinlæti og snyrtimennsku, þá pr óhætt að fullyrða, að margir geti haft af henni mikið gagn, en fáir nokkurt tjón. Bókin er ekki auðvirðileg, hún er nyt- söin; þrátt fyrir galla sína. ¥ „sabe'lSlugere“ Islendingar eru mjög vel menntaðir í andiegum efnum, i en þeir eru ekki að sama skapi: menntaðir í umgengisvenjum. ! Við göngum hér um götur | Reykjavíkur og alltaf öðru i hvoru rnætum við mönnum, sem i snýta sér með fingrunum. Er j ekki ástæða til að veita þessum; náungum vinsamlegar upplýs- ingar um þann hátt siðaðra manna að nota vasaklút þegar þeir snýta sér? Á götuhorni stendur ungur maður og hrækir í allar áttir. Það skaðar ekki að skjóta því að honum, að siðaðir menn lirækja yfirleitt ekki. Á /veitingastað einum sitja eldri 1 maður og kona. Maðurinn stang ar úr tönnunum með gafflinum; konan er ennþá að sleikja hníf- inn. Þau hafa auðsjáanlega enga liugmynd um, að siðaðir menn stanga alls ekki úr tönn- unum meðan aðrir sjá til, sízt af öllu meo gafflinum; og ekki virðast þau lieldur hafa neina hugmynd um, að siðaðir menn setja ekki bitvopn u’ppí sig, nema þá helzt trúðar þeir í er- lendum hringleikahúsum, er á dönsku nefnast „Sabelslugere" — en þeir vinna líka fyrir sér með því að gleypa sverð. Og loks þegar maðurinn hér að ofan hefur lokið við að stanga úr tönnunum með gaflinum, ropar hann svo hátt og ánægju- lega, að fólkið við næstu borð lítur upp. ★ NEFBORANIR Islendingar bora líklega fléstum menningarþjóðum meira upp í neiið. Mér virtist liún vera að klóra sér í hnakkanum gegnum nefið, unga stúlkan ljóshærða, sem beið eftir afgreiðslu í mjólk urbúðinni í gærmorgun. Sumir. bora upp í ncf sér svo að Áhrif auðvaldss'kipulagsins í Bandaríkjunum á menningu og menntun íbúanna eru geigvæn- leig og ömurleg. Apk þess sem milljónir manna eru á yztu endi- mörkum þess að geta dregið fram lífið og eru af augljósum ástæðum ólesandi, óskrifandi og óhugsandi um annað en að fá í sig og á, er unnið markvisst að því í útvarpi, blöðum, tímarit- um og 'kvikmyndum að for- heimska fólk og vilda um fyrir því. Bandaríska tímaritið Look skýrði fyrir nokkru frá því að í bjmdaríska hernum hefðu að minnsta kosti verið 300.000 ótes- ir og óskrifandi menn', auk þess sem ótaldar miiljónir litu aldrei í bók og læsu engin önnur blöð en myndablöð. Það leiðir af sjálfu sér að ósvifinn áróður hef ur ákjósanlegan hljómgrunn með slíku fólki, enda gengur auðvald Bapdaríkjanna á það iagið. — Víðlesnustu blöð Bandaríkjanna mótast aí æsifregnum, andstyggi legum kjaftasögum, ósönnum á- róðri um aðrár ^ijóðir og mark- vissri spekúlasjón í fráfræði al- ekki við bandarísku þjóðina í heitd, en hún á við um ótrúlega mikinn hluta hennar, þann hluta sem ailltaf er hægt að æsa upp þegar auðdrottnarnir telja sér hag í því. Þess er ekki að vænta að slíkt fól.k velji sér neina úrvalsmenn til forustu, enda er því ekki að heilsa. Nœrtækt dæmi er þing- maðurinn Bertrand Gerhart. — Hann virðist standa á slíku lág- marksstigi um vitsmuni, þekk- ingu og innræti að ókleift muíi að teija hann til siðaðra manna. Sú framsöguræða hans sem Bjarni Benediktsson vitnaði í á þingi í íyrradag hlýtur. annað fcveggja að stafa af ótrúlegri heimsku oig þekking'arsfcorti eða eindæma itlmennsku, nema hvorttveggja sé. Og ekki gefur það glæsilegar hugmyndir um menningarstig bandarísks al- mennings að þingmaður skuli treysta sér til að halda því fram að Rússar hafi herstöðvar í Kattegat og Skagerak, 'að íslend- ingar séu svo „mikit“ þjóð á hernaðarvísu að ,rángjörn stór- liefur byggingarefnið verið látið ganga til sumarbústaða- bygginga, lúxusíbúðá og allskonar prjáls og óþarfa í stað þess að hugsa um það eitt að bæta úr þörfum f jöldans. Það er ekki með öllu undarlegt, þó þeir menn og þeir flokkar, sem komið hafi í veg fyrir raunhæfar aðgerðir í húsnæðis- málunum, kjósi þögn um þá skýrslu, sem sýnir afleiðing- #rnar af verkum þeirra. mennings. Arangurinn er einnig auðsær. Kynþáttaofsóknir, negra og Gyðingahatur, Ku-Klux-Klan, ándstyggileg einstaklingsdýrkun, útlendingahatur og fávísleg trú á öllu sem blöðin og spilltustu pólitíkusarnir segja. Þessi öm- urlega lýsing á að sjálfsögðu veldi“ „skjálfi" og „örvænfci" ef þeir sameinast Bandaríkjunum og þar fram eftir götunum. Hins vegar er það hættuleg kenning að Bertrand þessi Ger- hart sé einsta'kt fífl og algerlega samherja'laus í Bandaríkjunum. Hann er því aðeins kominn á blæðir. Þannig var það með manninn, sem fékk blóðnasir í áætlunarbíl einum á leiðinni norður í fyrrasumar. Bíllinn ók eftir mjög ósléttum vegi, og maðurinn var að bora upp í nef sér af öllum lcröftum. Slys- ið hefði líklega ekki viljað til, ef umræddur maður hefði verið búinn að naga af sér all- ar neglur jafn rækilega og sessu nautur hans. Enginn skyldi ó- nöguðum npglum bora upp í j nef sér í áætlunarbíl. í * EÐA ÞÁ LtJSlN Það var haft eftir frillu eins Frakkakonungs hér fyrr á öld- um, að liún gæti þekkt lyktina af honum í gegnum 7 lokaðar dyr. Þá var guð á móti því, að menn færu í bað. En nú er af- staða hans breytt. Samt er enn- ' þá hér á landi fjöldi fólks, sem hefur miðaldafyrirkomulag á því að þrífa líkama sinn. Það «baðar sig litlu oftar en munkar | miðaldraklaustranna. Og ekki er enn svo komið, að tannburstar séu orðnir almenningseign á ís- landi. Eða þá lúsin. I sumum hér- uðum landsins eru um það bil 50% íbúanna lúsugir, hafa við- bjóðsleg skorkvikindi skriðandi um líkama sinn. Læknar þess- ara héraða kvarta "um, að seint gangi að útrýma lúsiuni vegna tómlætis hinna lúsugu. Kær er hver að sínu. Þannig mætti telja miklu leng ur en rúmið leyfir í þessum dálkum. Því sannleikurinn er sá, að alltof margir íslendingar þurfa á þeim leiðbeiningum að halda, er finnast í umræddri bók Rannveigar Schmidt. þing að hann hefur náð kosn- ingu. Og hann er frambjóðandi repúblikanaflokksins, stærsta flokksins í Bandaríkjun.um. — Hann e.r enginn sérsinna fáráðl- ingur, heldur táknrænn vofctur auðvaldsskipulagsins og þeirrar „menningar" sem því fylgir. — Hann er ákjósanlegur fulltrúi bandarísks auð-valds, á sama hátt og ritstjórar borgarablaðanna eru fuQltrúar íslenzkrar yfirstétt- ar^ þeir sömu ritstjórar sem ekki þorðu að andmæla því að ísland yrði innlimað í Banda- ríkin fyrr en þeir fengu skipun urn það frá sér vitrari mönnum. Grikkland leppríki Bretíands og Banda- ríkjanna Framh. af 1. síðu. er að Marshall utanríkisráð- herra, hafi átt tal við leið- toga bandarúsku þingflokk- anya, og beðið þá að beita sér fyrir, að þingið samþykki fjárveitingu til gríska hers- ins. Á hann að hafa sagt, að öflugur grískur her undir stjórón gráskra konungssinna, væri nauðsynlegur til að Bandaríkin gætu framkvæmt stefnu sína í löndunum við Mið j arðarhafsbotn. Hmtpið I>jóðvttjann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.