Þjóðviljinn - 01.03.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur, 1. marz 1947.
Hingað til hef ég haldið, að
.nenn notuðu skynsejnina m.a.
til að átta sig á hlutunum og
hún væri einmitt til þess gerð
•rt-Ht frá yngstu dögum var manni
kennt, að heilbrigð skynsemi
væri meðal þeirra hluta, sem
honum væri mestur skaði að
vera án og skiilningsleysi meðal
þeirra, sem minnst missa væri
í. Það kemur því dálítið illa við
hann að rekast allt í einu á fólk
sem virðist nota hana ti'l að
skilja ekki og annars þaðan af
verra*. Maður, sem sýnist nokk-
uð gefinn f'crir bókarment og er
þar að auki vel stílfær, skrifaði
á dögunum grein í Tírnann og
kom því upp um**úg, að hann
notar Ijóðskyti sitt til að mis-
skilja órímuð Ijóð. Hann spyr:
Er ljóðið rímað eða órímað?
En han-n virðist ekki spyrja:
Er skáldskapur í því og list —
eða ekki? Hann lætur sig meira
skipta, hvort tvö s eru í stöku
vísuorði og síðan eitt i jöfnu
heldur en hvort andi og sál er i
ijóðinu, í einu orði skáildskapur.
Nú hefur Sigurður Þórarinsson
skrifað grein í Þjóðviljann til
varnar ónknuðu ljóði og ,Þoi'pi“
Jóns úr Vör, sem veitzt var að
sérstaklega, og sagt marga hluti
réttilega eins og vænta mátti.
Af því umræður um slík mál
sem þessi ættu ekki að teljast
vítaverðar í landi, sem státar af
sæmilegri menningu síns fóiks,
mætti ég þá leggja hér fáein orð
í ibelg.
Leyiist mér þá fýrst að
spyrja: Hvað er ljóð? í íslenzkri
miálvitund er ijóð og kvæði ekki
hið sama. Samkvæmt uppruna
orðsins er kvæði óumflýjanlega
kveðið, þ. e. rímað og stuðiað,
en meginmunur Ijóðs og kvæðis
liggur í stílnum og andanum.
Fáir íslendingar myndu tala um
ijóð Einars Benediktssonar eða
Steplians G. Stephanssonar. —
Þeirra bækur eru kvæðabækur.
Aftur á móti verður Eg bið að
heilsa aldrei kallað kvæði, held-
ur ljóð. Hér er munurinn ekki
fóllginn í kveðskapnum, því að
sonnetta Jónasar er líika kveð-
in, heldur i efni og anda . og
ennfremur stíl; þ. e. orðavali og
hljómi. Skáildverk verður sem
sagt ekki greint í kvæði, Ijóð
eða sögu eftir formi sínu, held-
ur inntaki sínu, meðferð þess og
áferð. Hið ljósa man og Fegurð
himinsins er miklu fremur ljóða-
bækur en bækur Einars Bene-
diktssonár, og er það ekki sagt
þeim eða honum til víta, því ég
mþt skáidskap Einars ofar öðr-
um skáldskap. Nú er það engan
veginn höfuðatriðí fyrir fram-
tíð órímaðra lióða, hv^ort þau
kallast það eða eitthvað annað,
en af því sem hér á undan er
sagt, má þó sjá, að heitið órím-
uð Íjóð eða einungis ljóð þarf
ekki endilega að skrökva til um
eðli þeirra. og ætt. Ber þó hins
að gæta, að samkvæmt efni og
stíl sínum bera ökki oil órímuð
ljóð nafn með rentu. En mér er
sama, hvort maður heitir Óiafur
eða Sakanías, ef hann er al-
mennileg m'anneskja. Og mig
skiptir engu nafn þessarar list-
ÞJÓÐVILJINN
Ki.
Bjarni Benedikisson irá Hofteigi: j Vxðsjá Þjóðviljans 1. 3. 1947
ENN UM ORiMUÐ LJOÐ
greinar, ef í henni er á annað
toorð list. „Hugtakið ljóð ( á ís-
lenzkan mælikvarða)" er- í engri
hættu statt af ljóðagerð Jóns úr
Vör og annarra, sem álíkt y-rkja.
Það er hvorki ætlun þeirra að
drepa íslenzkt Ijóð, né heldur
verður það Ijóð neitt annað en
íslenzkt, sem -íslendingur yrkir á
íslenzka tungu. Á þeim sama
degi, sem íslendingur yrkir ljóð
í nýjum hætti, er íslenzkt ljóð
ríkara en daginn áður, ríkara
að þeirri reynslu, sem skáldið
varð fyrir og þoldi, er hann orti
Ijóðið, að svo miklu ley.ti sem
honum tókst að túika hana.
Greinarhöfundur. Tímans held-
ur það sé af „einskærri leti“,
sem órírnuð ljóð eru ort, enda
sé, það lítilll vandi. Eg þekki
dæmi, sem sýnir hið gagnstæða.
Ungt skáld, sem ég þekki vel,
íékk einn morgun í ágúst 1945
hugmynd að lióði. Það sótti svo
á hann, að hann fékk ekki um
annað hugsað, og hann var mjög
annars hugar á^ skrifstofunni
þennan dag. Klukkan að ganga
tíu um kvöldið hélt hann. sig
hafa lokið ljóðinu, og það var
einungis stutt lióð. Hann les
það yfir, þykir það sæmilegt og
ekki meira. Síðan sting.ur hann
því inn í möppu. í. nóvember
sama ár les hann það yfir af
hendingu og finnur þá, að niður
lagið er óhæft og hann hefur
ætlað að segja allt annað. En
hvernig sem hann reynir næstu
daga að segja það, sem fyrir
honum vakir, tekst það ekkí,
en gerir smábreytingar í upp-
hafi ljóðsins. Síðan fellur *þetta
niður. En einn sóldag sumarið
eftir þegar hann er að binda
hey uppi í sveit, botnar hann
ljóðið Oíg finnur á sömu stund,
að þetta vildi hann hafa sagt.
Þremur mánuðum síðar bætir
hann þó einni mynd inn í Og ann
arri á öðrum stað, en fellir niður
eina í upphafinu. Og þar stend-
ur það mú: Máski er því enn
ekki lokið þessu órímaða ljóði,
en nokkuð er þó aðgert. Og vist
er, að ekki var þessi viðureign
ai' „einskærri leti“ háð. Síðar
í þessari grein verður lílca
skýrt frá öðrum dýpri ástæð-
um fyrir þessari ljóðagerð.
Nú' mætti ennfremur benda
höfundi Tdma-greinarinnar á þá
staðreynd að skáld velur sér ekki
sjiálft sitt form, nema i einstöku
tilfellum þá. Skáld ies ekki t. d.
Hvað er svo glatt eða Blessuð
sértu sveitin mín og segir við
sig, nú yrki ég kvæði undir þess-
um háttum — og er síðan byrj-
aður. En allt í einu og án þess
nokkur viti, sér hann mynd eða
heyrir hljóm, og óaívitandi hef-
ur hann ságt eina setningu, sem
mjög sjaldan verður sú fyrsta,
þegar ljóðinu er lokið, en mötar
það þó eftir sér f-rá því hún
varð til. Þess vegna þýðir ekki
að velta vöngum yfír þvíj hvort
„rím og' stuðlun hefði orðið
þeim (þ. e. Ijóðunum) til bóta“.
Ljóð er alltaf það sjálft og ekki
annað. Rímað lióð og órimað
Ijóð eru tvö ljóð, þó þau séu
um sama efni. Jón úr Vör hefði
getað ort rímað lióð um kaup-
manninn í þorpinu, lítinh kút
og fóstra hans og .nefn-t það
Vetrardag þar að auki. Það Ijóð
hefði hvorki haft skilyrði til að
vera betra lióð eða verra, en
hitt, heldúr ei-nungis annað
Ijóð. Sá, sem tæki að bera þau
saman, yrði ekki tekinn trúan-
legur um niðurstöður þess sam-
anburðar eða Ijóðdóma yfirleitt.
Ri-m er form ei-ns lióðs,‘rimlaust
ijóð hefur annað form — og þar
með búið. Af því þau eru ekki
sarns konar verða þau ek.ki bor-
in saman sem skáldverk, frem-
ur en það væri réttlæti gagnvart
Grána að bera hann saman við
mjól'kurkú eða Skjöldu að bera
hana saman við reiðhest.
Eif höfundur Tímágreinarinmar
spyrði nú, hvernig á því standi,
að ís-lenzk skáld yrkja nú óririi-
að, en hafa e-kki gert það áð-
ur, þá m-ætti vitasku'ld spyrja á
móti: Hvers. vegna verður all-t
ein.u sinni fyrst? Hví gerast hlut
ir yfirleit-t? En þó mætti bend-a
á, að fyrr hefur þekkzt ódýr
kveðskapur á ísdandi, og er þar
með ekkert sagt um skáldskap-
inn. Kveðskapurinn á sumum
hinna fornu dansa er t. d. af
mjög skornum skammti. En öll
þessi svör voru .grunnfær og mál
efninu ósamboðin, enda er hér
gengið miklu.lengra en áður. Or-
sakirnar eru faldar í heimspeki-
le-gum og þjóðfélagslegum rökum
þessarar aldar. Eg sagði áðan,
að sk-áld veldi sér ekki að yfjr-
lögðu ráði sitt form í h-verju
einstök-u tilfelli, og á-tti þá við
ljóðskáld. Þetta er að vísu rétt
svo langt sem það nær, en er
ekki alil-ur sannleikurinn. Áður
en spurt er, hví. skáld yrki sem
hann igerir sp.vrjum vér, h-ví
hann yrki yfir höfuð. Fáum vér
svar við því vitum vér
un) leið að nok-kru leyti, hv-í liann
yrkir eins og hann yrkir,
hver er-u einkenni hans og auð-
kenni í heiid, þó hvert einstakt
ljóð fói sitt sköpulag að því er
virðist eftir geðblæ þeirrar stund
ar sem er, þegar skáldið skvnj-
ar 55tt ljóð í fyrsta sinn. En sá
geðblær getur verið einkenndur
og mótaður af du-lvituðu, en á-
kveðnu viðhorfi sk'áldsins til um-
hverfis s-íns og lífs og íistar al-
mennt. Og hann getur afneitað
vi-ssum skynjunum og sýnum, á
þann hátt að túlka þær ekki.
E'n þetta viðhorf er af mörgum
þáttum undið, upplagi, uppeldi,
menntun, aðstæðum og ástandi
í þjóðfélaginu, o'g' skilji skáldið
pólitíska atburði sinnar samtíð-
ar og gruni um leið, hvert fram
tíðina ber, þá er fátt, sem sker
eins glöggtega úr um örlög hans
sem skálds og manneskju. — Á
voriim dögum stendur meira til
í heiminum en alla-jafna áður.
Það eru g.erðar stórkostlegar
uppgötvanir í vísindum er munu
hafa meiri áhrif á líf manna en
flest, sem áður hefur verið gert
í þeim efnum. Fiöldi þióða kynn
ist um þessar mundir nýjum
þjóðfélagsháttum og nýrri skip-
an félagsmála, og þeim mun ó-
skaplegri scm hörmung'ar striðs-
áranna voru því djarfari vonir
hlýtur fólkið að al-a um framtíð-
ina. Það mætti því undariegt
heita, ef skáldin reyndu ek-ki nýj
ar leiðir í list sinni, en vægju
sífellt í knérunn stirðnaðra
forma og viðtekinna siða. Frelsi
er kall og lögmál vors tírha öill-
um hlutum fremur. Frelsi er af-
stætt, og hu'gtakið táknar ekki
varanleg sannindi eða algilt á-
stand nema í þrengdri merklngu.
Andlegt frelsi hverrar kynslóðar
er fólgið í því, að hún nái að
setja sinn persónulega svip á
heiminn, lesi sína eigin ''drætti í
svip hans heyri sína ei-gin rödd
í harki tímanna, ráði til lvkta
vandamálum sínum -sem mest
eftir sínurn eigin lögmálum. —
Þegar Jón úr Vör og önnur
ská'ld yrkia órímuð ljóð, eru
þeir að frel-sa sjálfa sig undan
áhifiava'ldi þess tíma, sem var og
undan formi þeirrar listar, sem
þá átti sína aðild í sögu hans
og lausn þess vanda, er að hon-
Undanfarið hefur Váltýr,
Stefánsson látið sér næaja að
tappa af sér illkvitni sína og
heift í Reykjavíkurbréfunurv
á sunnudögum. En þessa vikú
hefur hann fyllzt óvenjulega
ört, því að í gær tappar hann
af sér í miðri viku og inni-
haldið er œði dökkleízt. Fyrir,
litning allrar þjóðarinnar hv.l
ir æ þyngra á þessum bandu,-
ríska leppi. og í örvænting t,
sinni reynir hann að béra.
aðra þeim sökum sem han t
er uppvíg að sjálfur, En á-
rangurinn stendur í þveröj-<
ugu hlutfalli við erjiðið. Íí-
lendingar eru lönguhættir að
, trúa fúkyrðaaustri Múrgun-
blaðsins, en hins vegar ern.
staðreyndir óhagganlegar og.
óafmáanlegar. — Síðasta stað
reyndin \im Valtý Stefánssor.
er sú, að hann þorði ekki að
ahdmœla frumvarpi hins
bandaríska þingmanns, serrn-
vildi innlima Island i Bandc,-
ríkin, fyrr en hann fékki
strengilega- skipun um það
frá æðri stöðum!
Gamla Bíó:
» N
HRINGSTIGINN
(The spiral staircase).
um sótti, og glataði sköpunar-
mætti sínum við inngang nýrrar
aldar og nýrra viðfangsefna. •—
í órímuðu ljóði heyra þeir sína
eigin rödd. Á þeim vegum leysa
þeir gátu sinnar listar.
En nú er komið að stórum
hlut og aivartegumÁ þessu máli.
í 'grein sinni segir Sigurður
Þórarinsson réttilega, að ungu
skáldin í Svíþióð, sem stahHa
að tímaritinu 40-tal (5. tugurinn)
og eru kenndir við það, myndu
kaila s'káidskap Jóns úr Vör
gamaldgigs. í því sambandi minn
ist maður þess að hafa lesið
Ijóð, sem hann kann ekkert nafn
yfir nema listöfgar. Þau sýnast
RRO-Radio Pictures.
‘ Kvikmyndastjóri:
lýobert Siodmak.
Þetta er hrollvekja, ekki séi-
lega frumleg, með þrumum og
eldingum, kjallaraferðum og
skúmaskotum, kertaljósum scm.
slokkna og morðingjum í myrkr
inu með æðisgengin augu. Þar
að auki er dálítið sálfræðigums
samkvæmt nýjustu tízku. En.
Robert Siodmak kann ad
stjorna svona myndum, og
Hollywood-tæknin lætur ekki.
að sér hæða. Þó eru nokk-
ur hclzt til „billeg" atriði, t. c.
augað sem færist nær og næi*
í myrkrinu og þekur að lokurn
allt sviðið.
öorotliy Mc Guire leikur aðal
svo ijarstæð bæði um stíltorögð, hlutverkið, mállausa stúlkig
myndir og hugmyndatengsl, að eins og engill Hún virðist frem.
'lítill vegur er að átta sig • á ur svífa en ganga um sviöic..
þeim. Eg dæmi ekki þessa list George Brent er líkur sjálfum.
sem slíka, en ég spyr: Hver eru sér cn hefur oft verið betri.
rök hennar? Svarið er, að þjóð-j Gordon Olher leikur h;.lf-
fé'.ag það sem, skáddi# toúa í,
veitir þeim ekki andleg lífsskil-
yrði og þroska-möguleika. Með
tilveru sinni einni táknar kapj-
talskt þjóðskipulag misrétti, fá-
tækt og armóð þegna sinna og
styrjaldir milli þjóða. í slíku
andrúimslofti fær sfcáld á vor-
um dögum ekki þrifizt. En •—
hann misskiilur sjálfan sig, ef
hann ætlar sér að leysa gátu
sina í einhliða listdýrkun. Vera
má að hann njóti þar stundar-
griða, en þar er um enga lausn
að ræða. Fyrr eða síðar rekur
Framb 4 7. síðu
bróður hans, kaldan náunga og
kvennamann sem aílir van-
treysta, allsæmilega.
Ethel Barrymore lelkur stjúpii
þeirra bræðra. Hún liggur fái -
veik í rúmi sínu og má sig ekki.
hræra, fyrr en hún tekur sig ti.,
drífur sig á fætur og -hlunkai’
sex skotum á morðingjann. Eitt
hefði átt að nægja.
Smáhlutverk eru vel leikiil
eins og venjulega. Myndin ec
spennandi, kvenfólk þarf oft aci-
halda niðri í sér andanum, og"
karlmennirnir að brosa hetjn-
lega i myrkrinu til að sannfæra;
sjálfa sig um að þetta hafi eng-
in áhrif á þá. J.MÍ,