Þjóðviljinn - 13.03.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. marz 1947.
ÞJOÐVILJINN
5
Hermaiin Eiatarsson dr. phll.I
Víðsjá Þjóðviljans 13. 3. '47
FYRSTI ÁFANGINN í LANDHELGISHÁLINU
Landhelgi Norðmanna
Ef vér hefðum alltaf notið
sjálfsforræðis í þessu máli er ó-
líklegt, að vér hefðum tekið
aðra afstöðu í því en frændur
vorir, Norðmenn. Er því fróð-
legt að atliuga afstöðu þeirra.
Árið 1882 gerðu Stóra-Bret-
land, Þýzkaland, Belgía, Dan-
mörk, Frakkland og Holland
með.sér samning (Norðursjáv-
arsamninginn, North Sea Con-
vention), sem kvað á um, að
landhelgi skyldi vera 3ja sjó-
mílna sævarbelti meðfram
ströndum landanna, og skyldi
landhelgislínan ganga. inn í
firði þá og flóa, sem væru
meira en 10 sjómílna breiðir, en
reiknast frá beinni línu milii
stranda, þar sem breiddin væri
ekki meiri en 10 sjómílur.
Noregur undirritaði ekki
Norðursjávarsamninginn, vegna
þess að norska stjórnin áleit
hann andstæðan liagsmunum
útvegsins, sem veitir miklum
hluta þjóðarinnar iífsviðurværi.
Noregur krefst einkaréttar til
fiskveiða á öllum fjörðum og
flóum og á 4ra mílna sævar-
belti meðfram strönd landsins,
mælt frá yztu eyjum og skerj-
um, sem úr sjó koma. Þessi
landhelgi verður enn þá hag-
kvæmari fyrir þá sök, að innan-
skerja eru mikil sævarflæmi, en
breiður skerjagarður liggur
eins og kunnugt er meðfram
nærfellt allri strönd Noregs.
Þessi iandhelgi er því í raun og
veru miklu breiðari en í fljótu
bragði virðist.
Vér erum hins vegar, að því
er mér skilst, bundnir þessum
samningi vegna fyrri tengsla
við danska ríkið.
mælti ránveiðum útlendra
manna á fiskistofni þeirra og
kvörtuðu undan eyðileggingu
þeirra á netjum og línum.
Málið var úrskurðað í hæsta-
rétti Skotlands árið 1906 (mál-
ið Mortensen móti Peters). Þá
úrskurðuðu 12 hæstaréttardóm-
arar, með tilvísun til laga
þeirra, sem kveða á um lokun
fjarðarins (The Herring Fish-
ing (Scotland) Act, 1889), að í
firðinum skyldu allar botn-
vörpuveiðar vera bannaðar, án
tiliíts til þess hverrar þjóðar
skipið væri. Hér var að vísu
brezkum og útlendum mönnum
gert jafnhátt undir höfði, en
Bretar telja sig eiga rétt á að
ákveða veiðiaðferðir á þessu
svæði, livort sem uni þegna
1 Bretaveldis eða annarra þjóoa
Síðari hliiti
i fyrirrúmi. Þrátt fyrir allt er
sennilega mörgum brezlcum út-
gerðarmönnum ljóst, að fyrst
og fremst verður að taka tillit
til hinna staðbundnu veiðiskipa
(local fisheries) og hagsmuna
þeirra, sem byggja afkomu sína
á aflanum á sjálfs sín fiskimið-
um.
Bandaríkjamenn vinna að'
friðun fiskistofna og
aukinni landhelgi.
Á árunum fyrir stríð gerðu
Bandaríkin og Kanada merki-
lega tilraun til þess að vernda
fiskistofn gegn offiski. Hinar
miklu lúðuveiðar þessara þjóða
Alaskaströndum væru 20 mílur
innan landhelgistakmarka. Frá
hans sjónarmiði var liér um að
ræða tryggingu okkar eigin
fæðu, en ekki fyrst og fremst
spurningu um alþjóðl. rettar-
reglur, sem enga stoð hefðu í
raunveruleikanum.
Upp á því var stungið, að
forsetinn skyldi ekki gefa yfir-
lýsingu, sem lýsti yfirráðarétti
út yfir 12 mílna takmörk og
jafnvel ekki lengra en að 3ja
mílna takmörlcum, en skyldi
æskja þess af þinginu, að sett
væru lög, sem vernduou fiski-
stofna við strendur landsins.
Svo seinvirkar voru aðgerðir
stjórnarinnar í þessu máli, að
þessi tillaga, sem fram kom ár-
ið 1938, hafði ekki einu sinni
verið athuguð í frumdráttum,
ekki aðeins Roosevelt forseti
samþykkt þær, heldur einnig
Truman forseti og þrír utanrík-
isráðherrar, þeir Cordell Hull,
Edward R. Stettinus og Jam-
es F. Byrnes.“
Það virðist augljóst hvert
hugur Bandaríkjanna stefnir í
landhelgismálinu. Þeir hafa
með yfirlýsingum Trumans for-
seta eignað sér öll auðæfi í
jarðlögum landgrunnsins og
hafa augsýnilega mikinn hug
á víkkun landhelginnar, og
skynsamlegri friðun fiskistofn-
ananna.
Kröiur Islendinga.
Mér er ekki kunnugt um álit
íslenzkra jarðfræðinga á því,
hvort líkur muni til að náttúru-
auðæfl felist í jarðlögum land-
; grunnsins íslenzka. Jafnvel þó
að svo væri ekki, álít ég að Is-
Iendingar eigi að lýsa eignar-
Iiaidi á þessu svæði, til þess að
vera með í hópi þeirra þjóða,
sem fremstar standa í barátt-
unni fyrir aukningu landsrétt-
inda á þessu sviði. Einhvern-
tíma kann það að þykja heppi-
lcgi að geta skírskotað til þess;
að útlendihgar veiði yfir ís-
lenzku landi, þó að vér að svo
komnu getum ekki gert kröfur
til sjávarins, sem á því liggur.
Ríkisstjórnin og Alþingi verða
að taka þessi mál til rækilegr-
Framhald á 7. síðu.
$LAN,0
Nýja Bíó:
Morðingjarnir
(The Killers)
Saga Hemingways með sama
nafninu væri ekki nógu löng
til þess að gera úr henni kvik-
mynd. Þessi saga er eitt af beztu
verkum hans og er eiginlega ekki
annað en endinn á sorgarsögu
Núverandi landhelgi íslands er auðkennd á myndinni með svörtu. Brotna línan sýnir landhelgis-
línuna frá 1631. Skástrikin merkja landgrunnið.
Afstaða Breta.
Afstaða Breta hefur að von-
um markazt mjög af því, að þeir
liafa stundað miklar veiðar ut-
an landgrunns síns, við Færeyj-
ar, island, Bjarnareyjar og í
Barentshafi. Hafa þeir mjög
haidið á lofti reglunni um 3ja
mílna landhelgina og í&yrnt á
móti öllum bönnum gegn botn-
vörpuveiðum utan hennar. Þeir
hafa heldur ekki viljað ganga
inn á lokun flóa og fjarða, sem
eru meira en 10 sjómílna breið-
ir. Þá halda þeir því einnig til
streitu, að eyjar sem liggi meir
en 3 sjómílur frá meginlandi,
hafi sína eigin landhelgi.
Nokkurs tvískinnungs gætir
þó í afstöðu þeirra. Eins og oss,
er þeim mikið áhugamál að
vernda smábátaútveg sinn, sem
byggist á eigin fiskimiðum
þeirra. Þess vegna lögðu þeir
bann á botnvörpuveiðar í Moray
Firth, enda þótt það sé fjörður,
sem verður utan landhelgi
vegna víddar. Honum var að
nokkru leyti lokað fyrir botn-
vörpuveiðum árið 1890 og að
fullu 1892. Brezkir þegnar hlutu
að lúta þessum lögum, en árið
1895 fóru crlend skip að veiða í
firðinum og skeyttu ekki um
bannið. Þótti nú brezkum tog-
araeigendum súrt í brotið, að
sjá erlenda fiskimenn nýta mið,
sem þeim var sjálfum synjað
um. Smábátaútvegurinn mót-
•er að ræða.
Hvert hugur margra Breta
stefnir, má ennfremur marka
af öðru máli, sem líka er sprott-
ið af erfiðleikum smábátaút-
vegsins í Skotlandi, en hann
rekur raunir sínar til of mik-
illa botnvörpuveiða á miðum
þar við land. Vegna áskorana
smábátaeigenda voru árið 1895
gefin út lög (Sea Fisheries
Regulation (Scotland) Act)'j
sem segja fyrir um, að skozka
veiðimálastjórnin (Fishery
Board of Scotlaiul) geti bann-
að botnvörpuveiðar innan 13
sjómílna frá ströndinni, enda
verði þetta viðurkennt og álitið
bindandi af Jæim ríkjuni, sem
eiga hlut að Norðursjávar-
samningnum írá 1882. Bretar
gerðu þó enga tilraun til þess
að ná samþykki annarra þjóða
um þetta, enda munu þeir liafa
óttazt líkar kröfur af annarra
þjóða hálfu, sem kæmu of
mjög í bág við hagsmuni stór-
útgerðarinnar þar í landi.
Af þessu má læra nokkuð.
Skozku sjómennirnir, sem allt
sitt eiga undir veiðum á sjálfs
sín miðum, gera mjög líkar
kröfur og vér, og löggjafar-
valdið hefur jafnvel neyðzt til
að taka tillit til þeirra. En
hingað til liafa hagsmunir
brezku stórútgerðarinnar setið
í Kyrrahafi fóru hraðminnk-
andi þrátt fyrir það að æ fleiri
skip sóttu þessar veiðar. Þá var
gripið til þess ráðs, að tak-
I marka veiðina og mátti ekki
veiða meir en visst magn á
hverju svæði. Þrem árum eftir
að þessi ákvæði voru sett var
auðséð, að stofninn var á bata-
vegi, og dettur nú cngum í hug
að taka þar upp ránveiðar að
nýju.
Japanir fylgdu samt ekki
þeirri stefnu og juku sífellt
veiðar sínar undan Ameríku-
ströndum. Voru stjórnarvöld-
um Bandaríkjanna skefjalaus-
ar veiðar þeirra mikill þyrnir í
augum. Athugun var hafin á
því hvernig hægt væri að
vernda fiskveiði þegna Banda-
I ríkjanna. Harold’ Ickes, fyrrv.
innanríkisráðherra, skrifaði
eftirfarandi um þær umræðUr:
„Roosevelt forseti lét sig
þessi mál miklu skipta. Hann
hélt fram þeirri skoðun, að 3ja
mílna takmörkin væru orðin
úrelt (otasolete), þar eð þau
hefðu ekki aðra réttarlega eða
vísindalega stoð en þá, að þau
voru sett þegar ekki var hægt
að skjóta úr fallbyssum lengra
en þrjár mílur. Forsetinn komst
á þá skoðun, að við ættum að
reifa það við Japana, jafnvel
taka þá afstöðu, að út frá
þegar Evrópustríðið brauzt út
árið 1939. Og svo grófst hún
undir öðrum meir aðkallandi
vandkvæðum Evrópustríðsins."
Þessu máli var þó haldið vak-
andi og í tilefni af birtingu
þeirra tilskipana, sem Truman
forseti • gaf út, varðandi fisk-
veiðiréttindi og eignarrétt á auð
æfum landgrunnsins undan
ströndum Bandaríkjanna, segir
Ilarold Ickes:
„Upprunalega tillagan, sem
ég ræddi við Roosevelt forseta
þegar árið 1943, var sú, að
Bandaríkin lýstu yfirráðum yf-
ir öllu landgrunmnu og hafinu
yfir því. Til allrar óhamingju,
eða kannske til allrar hamingju,
varð þessi tiliaga að fara gegn-
um hendurnar á ýmsum sér-
fræðingum í þjóðarétti, með
þeim afleiðingum að nokkuð
var dregið úr umfangi uppruna-
legu tillögunnar.
Ég er sannfærður um, að
þetta var gert með réttu (þó að
nokkuð þyrfti, til að sannfæra
mig), því ef við hefðum ekki
takmarkað lagalegar kröfur
Bandaríkjanna, hefði orðið að
hefja nýja samninga um ýmis
atriði, sem byggja á 3ja mílna
landhelginni.
Stríðið tafði svo birtingu til-
skipananna, að um það leyti,
sem þær voru gefnar út, hafði
hugboð um það, sem á undan
fór. 1 þessari mynd er þannig
farið með efnið, að sagan ei
þræd'd i byrjun, sérstakiega vel,
en síðan er bætt við og raðað í
eyðurnar smáköflum, sem ýmsar
persónur leiksins segia fná unz
sagan er kcmin frá upphafi til
enda. Að vísu mun Heming-
way ekki hafa átt hlutdeild í
þessu, en hann þarf ekki að
skammast sín fyrir úrlausnina.
Myndin er sérlega vel tekin og
leikin. Það er í henni óvenjuleg-
ur, eirðarlaus hraði, sem er ekki
laust við að minni á Heming-
way, pg hinir ýmsu kaflar, sem
rná líkia við parta úr gestaþraut,
virðast í fyrstu all sundurlausir,
en geía myndinni sterkan heil-
steyptan b-læ, þegar . þeim þefur
verið raðað saman.
•Eitt dæmi af mörgum um á-
gætan kafla, er: Maður les blaða
grein um rán. Meðan hann les,
sést, liv.ernig ránið hefur farið
fram.
Músíkin er mjög óvenjuleg og
sérstæð.
Leikendur eru flestir títt kunn
ir, en það er spá min, að margir
séu að byrja frægðarferil með
þessari mynd o-g ennfremur að
þessi mynd muni hafa mikil á-
hrif á myndatöku á næstunni.
D. G.