Þjóðviljinn - 13.03.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1947, Blaðsíða 8
Yfir hnndrað vfHnrkeimdfi*iA4iaIfiiiut«r i flugvellir ©g leiidiugarstaíl-iMaísvelMa- Ir Siér á laudl j©g veiíi«ga» Allt að 20 sæta ílugvélac gefia Senfi á 6 stöðum —||l|©MafelagS Keflavíkui:- ©g Beykiavíkurílugvellii nothæfiriigi^j^jg flugvélum af stærsfiu gerð Flugvellir og lendingarstaðir eru skráðir yfir 100 licr á landi, og hafa aliir verið notaðir eitthvað, en auk þess munu vera hér margir aðrir lendingarstaðir. Á sex stöðum hafa lent allt að 20 sœta flugvélar, én auk þess eru Keflavíkurflugvöllur- inn og Reykjavíkurflugvöllur- inn fyrir flugvélar af stærstu gerð. Hinir 6 flugvellir eða lendingastaðir, sem flugvélar allt að 20 káeta geta lent á eru: Vestmannaeyjar, Melgerðismel- ar í Eyjafirði, Höfn í Horna- firði, Kirkjubæjarklaustur, Kópasker og Kaldaðarnes, og eru tveir síðast taldir lítið not- aðir. Á 13 stöðum geta lent allt að 8 til 10 sæta flugvélar og 12 til 13 stöðum allt að fjögurra sæta. En 60 til 70 hinna skráðu lendingarstaða eru aðeins fyrir flugvélar af minnstu gerð, eins til tveggja sæta. Flugvellirnir í Vestmannaeyj um og í Eyjafirði eru gerðir af mannahöndum. Vestmannaeyja flugvöllurinn er 60x800 metra stór malarvöllur, en flugvöllur inn í Eyjafirði er 1000 m. lang i ur og malbikaður að nokkrum ' hluta. I Flugvöllurinn steinsteyptur, eins og kunnugt er, og lagður malbiki. Sá völl- ur er þrjár flugbrautir, sú styzta er 4100 feta löng, en sú lengsta 4700 feta löng. Þá eru fimm stór flugskýli á vill að settar verði reglur fyrir úthlutun veitingaleyfa Aðalfundur Matsveina- og veit ingaþjónafélag's íslands vár liald inn að Tjarnarcafé sl. mánu- dagskvöld 10. þ. m.. Auk venju legi-a aðalfundarstarfa, sam- þykkti fundurinn að félagið keypti vaxtabréf stofnlánadeild- Reykjavíkurflugvellinum og ar sjávarútvegsins fyrir kr. jafnmörg á Keflavíkurflugvell- 5000,00. inum. . Keflavíkurvöllurinn er 4 brautir, sú styzta 6000 feta löng, en sú lengsta 6600 feta löng, eða rumlega tveir kílóm. (Samkv. ypplýsingum frá flugmálastjóminni). Hl|óiMleikar Þrasta Karlakórinn Þrestir í Hajn- arfirði efnir til þriggja hljóm leika og verða tveir þeirra í kvöld. H'ljómíleikarnir í kvöld, sem verða kl. 7 og 9 eru einungis fyrir styrktarmeðlfmi, en þeir í Hornafirði i Þriðju, sem verða annað . má heita sjálfgerður þar á mel l'kvöld kl. 7 í Bæjarbió, eru' Eríkserli sigurður Gíslason og Fundurinn taildi sjálfsagt að settar yrðu ákveðnar réglur fyr- ir bæjaryfirvöldin að fara eftir mað meðmælum til veitingaleyfa. Taldi fundurinn eðlilegt að þeir einir fengju veitingaleyfi er öðl- azt hefðu iðnréttindi i matreiðslu eða framreiðsluiðn. Stjórnarkosning, er fram fór að viðhafðri allsiherjaratkvæða- greiðslu fór þannig: Formaður var kosinn Böðvar Steinþórsson og ritari María Jensdóttir, bæði endurkosin. Gjaldkeri Kristmund ur Guðmundsson. Varaformaður Emil Bjarnason. Fjármálaritari Marbjörn Björnsson. í trúnaðarmannaráð voru kosn ir. Tryggvi Þorfinnsson, Edmund um, en hefur verið valtaður og | fyrir almenning. merktur, eins er sjálfgerður flugvöllur á melum hjá Kirkju- bæjarklaustri, og sama er að segja um Kópasker. Völlurinn þar er merktur. Þá hefur flugmálastjórnin látið koma fyrir legufærum fyrir sjóflugvélar á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, fsafirði, Ákureyri, Norðfirði og á Lag- arfljóti, eða í öllum landsfjórð ungum. Reykjavíkurflugvöllurinn er Stjórnandi kórsins er Jón ísleifsson, en Gösta Myrgart, söngkennari Saimibands ísl. karlakóra hefur þjálfað kór- inn undanfarið, og mun hann syngja einsöng á hljóimil'eik- unum annað kvöld. Ennfrem- ur mun Fritz Weisshappel þá leika einleik á píanó. Kórinn heldur árshátíð í Sjál'fstæðishúsinu á laugar- daginn kémur. Fjórir umsækj- endur um prófes- sorsembætti við AfMiælismót I. n. 1 tilefni af 40 ára afmœlinu efnir IR til afmœlismóts í | | J *1J* i kvöld í íþróttahúsinu við læKUflCteildinfl Hálogaland. j Umsóknarfrestur um prófess- Verður þar keppt í 5 flokk orsembættið í lyflæknisfræði í um í handknattleik. í meist-J læknadeild háskólans var útrunn arafl. keppa, Islandsmeistar- inn li. þ. m. arnir og Reykjavíkurimeistar ( Umsækjendu r eru: Jóhann Sæ- arnir í handknattleik karla, mundsson, tryggingayfirlæknir, IR og Valur. I I. fl. karla Ófeigur Ófeigsson, læknir, dr. keppa. IR, sem er íslands- j Óskar Þórðarson og Sigurður Sig ■meistari og Ármann sem er urðsson, berklayfirlæknir. Reykjavíkurmeistari. í II. fl.! Ennfrcmur er útrunninn um- keppa IR og Árann, sem er sóknarfrestur um dósentsem- Reykjavtíkurmeistari. í III. fl. j bætti í viðskiptafræðum í laga- keppa IR Og Ármann. Að lok Og hagfræðideild Háskólans. ■um keppa kúennafl'okkar frá Umsækjandi er Ólafur Björns- IR og Fram. son, settur dósent. Á föstudagskvöld verður menntamálaráðuneytinu). sýningarmót í badiminton. (Fi-éttatllkynning frá Fyrst verður fimleikasýning I. fl. karla úr ÍR, en að henni iokinni fer fram keppni milli Tennis- og badmint'onfélags Reykjaviíkur og ÍR. Afmæili'sLmótið í kvöld hefst fcl. 8,30. Ferðir verða frá bif- reiðastöðinni Heklu eftir kl. 6. Garðar Jónsson. Endurskoðendur félagsreikn- inga og sjóða voru kosnir Þor- geir Pétursson og Sveinsína Guðmundsdóttir. Árstmtíð Ðagsbrúnar Verkamannafélagið Dags-> brún heldur árshátíð sína á laugardaginn kemur í Iðnó og alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. 1 Iðnó hefst hátíðin kl. 8,30 með sameiginlegri kaffidrykkju. Meðal skemmtikrafta verða Sverrir Kristjánsson ságnfr. og leikararnir Lárus Pálsson og Lárus Ingólfsson. í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu verður dans leikur, sem hefst kl. 9,30. Aímælishóf járn- iðnaðarnema Félag járniðnaðarnema held- ur 20 ára afmæli sitt hátíð- legt í Þórskaffi föstudaginn 21. þ. m. Leikreglur ISÍ Leikreglur íþróttasambands ís- Jands í frjálsum íþróttum eru ný konmar út. í bók þessari, sem er um 140 bls. e.ru áhugamannaregur ÍSÍ, keppendaregh^r, þátttökureglur, keppnireglur i hlaupum, göngu, stökkum og fjölþrautum. Þá er kafli um opiuber mót, kafli um starfsemi á leikmótum, ennfrem- ur kafli um met. Annar hluti bókarinnar eru leiðbeiningar fyr Frumvarp um fjár- Kagsráð I gær voru lögð fram á ‘ ir dómara og keppendur, og að Alþingi tvö stjórnarfrumvörp 1 lokum eru svo reipdráttarreglur og var annað þeirra um fjár- og stuttur kafli um hjálp í við- hagsráð, og verður það vænt lögum. anlega rætt í neðri deild dag. Með þessari bók eru úr gildi felldar eldri leikreglur ÍSÍ. Rannsókn á tóbaksbirgðum m*- ur að fara fram Það er vitað að mörg af stærstu verzlunarfyrirtækj- um bæjarins áttu sigarettur og tóbak fyrir tugi og hundruð þúsunda þegar tóbakshækkunin varð. Það er meira að segja fullyrt að eitt fyrirtækið hafi nýlega keypt tóbaksvörur fyrir tvær miiljónir, til þess að fela fé sitt. Ef engar ráðstafanir eru gerðar geta þessi fyrir- tæki sölsað undir sig miklar upphæðir frá almenningi vegna tóbakshækkunar heildsalastjórnarinnar. Það er því brýn nauðsyn að látin verði fara fram birgðakönnun þegar í stað og komið verði í veg fyrir að hægt verði að beita nokkrum fjárdrætti í sambandi við þessa verðhækkun. Og jaínframt er nauðsynlegt að Tóbakseinkasalan gefi skýrslu um málið vegna hins mikla umtals sem orðið hefur um þessi mál. IsleMdÍMgar eiga 44 flug- vélar fyrir saHifals 381 rnauM Samkvæmt upplýsingum er flugmálastjórn hefur látið blað inu í té, eru nú miklu fleiri flugvélar skráðar hér á landi en nökkru $inni áður, eða sam- tals 44 flugvélar. Flugvélar þessar bera sam- tals 381 mann, að flugmönnum meðtöldum, og eru eign ís- lenzkra flugfélaga og einstakl- inga. Einstaklingar eiga 13 flug vélar, Flugfélag íslands 10, Loftleiðir li.f. 10, Flugskóli Ak- ureyrar 4, vélflugdeild Sviflug- félagsins 4 og flugskólinn Cumulus h.f. 3. * Islenzku flugfelögin eru tvó: Flugfélag íslands og Loftleiðir h.f. en auk þess hefur Flug- skóli Akureyrar ákveðið að ann ast leiguflug í framtíðinni. (póAar gæfiir á $u«$ur- nesjuin Góðar gæftir hafa verið suð- ur méð sjó. Frá vertíðarbyrjun liafa róðrardagar í Keflavík ver ið yfir 40 og er það mjög óvenju legt. Afli hefur verið 15—30 skippund í róðri. Mörg frysti- húsanna eru að fyllast og sall er orðið lítið en von er á salt- skipi þangað í dag. 28 bátar stunda veiðar frá Haínarfirði Frá Hafnarl'irði stunda nú 20 vélbátar veiðar, 12 Hafnarfjarð arbátar og 8 aðkomubátar. Þann 9. þ. m. nam heildar- afli þeirra frá vertíðarbyrjun 3200 lestum. Bátarnir hafa far- ið frá 9—47 róðra, að meðal- tali 22. Aflahæstu bátarnir eru Björg frá Eskifirði og Stefnir frá Hafnarfirði. Háskólafyrir- lestur um Nexö Martin Larsen sendikennari flytur annan fyrirlestur sinn um Martin Andersen Nexö í kvöld, fimmtudaginn 13. marz kl. 6,15 e. h. í II. kennslustofu háskólans. Fyrirlesturinn verð- ur um tvær skáldsögur Nexös, „Marten hin Röde“ og Ditte Manneskebarn. ‘ ‘ Fyrirlesturinn verður fluttur á íslenzku og er öllum heimill aðgangur. Skorad á f.S.Í • a«$ endur- í§k©da glfiMM- regliiritar Aðalfuiidur Glímuráðs Reykja- víkur var haldinn dagana 14. febrúar og 6. marz 1947. Á fundinum ríkti mikill á- hugi fyrir glímunni og voru ýms mál tekinn til meðferðar varðandi hana. Meðal þeirra mála voru búnaður glímumanna, belti og skór, og voru tillögur samþ. varðandi þessi atriði. Þá var og samþykkt tillaga um að beita sér fyrir því við I. B. R., að komið væri upp góð- um glímupalli, en á því hefur oft viljað verða misbrestur, að glímupallur væri eins góður og skyldi. Þá var rætt um stofnun Glímusambands íslands og hafði það mál verið athugað nokkuð, og var almennur áhugi fyrir stofnun þess, og var mál- in.u síðan vísað til stjórnar Glímuráðsins til frekari fyrir- greiðzlu. Samþykkt var tiliaga þess efn is að skora á í. S. í., að að end- urskoða núgildandi glímureglur hið allra fyrsta. Þá var sam- þykkt að yrði gliman tekin inn á Olympíuleikina 1948, sem sýningaríþrótt, þá verði valdir úrvals glímumenn til fararinnar og ráðinn einn þjálfari til að æfa glimumennina. Stjórn Glímuráðs Reykjavík- ur er nú skipuð þessum mönn- um: Sigurður Ingason formað- ur, Lárus Salómonsson, Krist- mundur Sigurðsson, Tryggvi Friðlaugsson og Tryggvi Har- aldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.