Þjóðviljinn - 29.03.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. marz 1947 [lljá Erenburg: 3í IrÍM 1940 foot’ginni rakst ég á hóp sérvitringa sem voru Ka.nnfærðir um að þeir gætu gert kjarnorku- sprengjuna skaðlausa með hjálp esperantós. Al- sfaðar eru félög tii verndar réttindum svertingja. A 4iverju ári eru 'svertingjar dæmdir og teknir af lífi í rafmagnsstólnum, og á hverju ári mót- -Hiælir bezta fólk Ameríku villimennsku kynþátta- 'hatursins. Já, dýrkun dollarsins er veruleiki í /imeríku, en í Ameríku er einnig fólk sem neitar sér um skó eða bíómiða til þess að geta sent gjaf- ir til barna í Júgóslavíu. Kfenm verða að skilja aldur landsins — í'að er margt fcarnalegt í Ameríku. Þeir eru ekki tíjgerðarlegir, þeir eru lireinskilnir, hugrakk -ir og hávaðasamir. Elzti hluti Bandaríkjanna heitir New England (Nýja England). Allt er nýtt í Ameríku allt er ungt. Hús í franska hverf- inu (French Quarter) í New Orleans, sem byggð voru á 17. og 18. öld, hafa sarnt sem áður verið varðveitt. "í Evrópu eru slík hús á hverju strái, en enginn leggur leið sína þangað", jafnvel ekki liinir smámunasömustu ferðamenn. En „gamla hverfið“ (the Old Quarter) í New Orleans er eins og Pompei — þar mætast allir pílagrímar. þar er næstum því í hverju húsi annaðhvort göm- ui búð eða veitingastofa í gömlum stíl. Eg var í New Orleans á mjög molluheitum degi (hitabeltið er ekki langt undan þar), og það brann eldur í Iiverju húsi, til þess að nálgast á þann hátt umhverfi liðins tíma. Rennsveittir Amerikanar sátu við eldinn og drukku ísvatn; þeir vildu endi- lega dvelja nokkra stund í gömlu húsi. Menn Verða að skilja aldur landsins til að skilja Amer- ikurnenn. Ekkert eins andstætt. Fólk er hér mjög gefið fyrir að hreyfa sig. Ef það situr inni í herbergi er það alltaf að standa á fætur og skipta um sæti. Það flytur nrjög oft- búferlum milli börga og ríkja. Það er ahnennt litið á þann mann sem sjaldséðan fugl sem dvelur kyrr á þeim stað sem hann fæddist á. Það er ekkert eins andstætt brezku lundar- þ fari' Ög siðúm eins og lundarfar og siðir Ameriku- inármá. Engíéhðmgurinn er kurteis og fáskiptinn; liaitn vill helzt lifa í húsi afa síns; hann pantar sér föt úr fyrsta flokks efni og ætlar sér að vera í þeim, ef ekki þangað til hann deyr þá að minnsta kosti fram að næsíu kosningum. Amérikumaður vill ekki annað en ný föt. Hann hefur tæpast lofcíð við að útbúa sér íbúð þegar hann fer að svípast um eftir nýrri. Hann lætur aldrei sauma á síg föt eftir máli; og hvers vegna ætti hann að gera það? Hann getur fengið vel saumuð föt í hvaða-lbúð sem er, getur gengið í þeim um tíma og heht þeim' síðan. Hann kaupir skyrtu sem ekld borgar síg að láta þvo. Hann virðir gamla steína, en sækist eftir litsterkum nýjum hálsbind- um — og hávaða. Saga Bandaríkjanna ung. Saga. Bandaríkjanna er ung saga. Eg get lát- ið það fljóta hér með, að sagan sem kennd er í skólunum virðist vera mismunandi eftir rxkjum: í KTorðurríkjunum eru Suðurríkjamenn kall- aðir „forsvarsmenn þrælahalds“, og í Suðurríkj- unum eru Norðurríkjamenn kallaðir „kúgarar". J Mismunanui utgafur leyna þaumg raunv.crulegu innilialdi sögunnar. Hjá venjulegum Amerikana í viiðist líða langt tímabil milli útkomu morgun- -- blaðanna og kvöldblaðanna, hann man elcki alltaf að kvöldi hvað honum lá þyngst á hjarta um J morguninn. Fru nokkur sagði við mig: „Þér skul- uð ekki lesa þessa bók. Hún er ekki ný, hún fcom 1" út fyrir t"eim árum“. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiiaimiiiiiiiii! 29. dagnr iuiniiiii ,T, •í í ^H-Li'4T"H'a"H"ÚH-H-H-*-H-H-H-H-H-H-H-H"H-4- L H E I JEftir Pfeyllis Bóttome ir voru litaðar dýpri rauðum lit en náttúran kær- ir sig um að gefa. Charles vissi, að karlmenn sótt- ust eftir að kyssa þær, en hann gat aldrei gert sér grein fyrir hvers vegna. „Þetta pakk er víst með að koma stundvíslega,“ tautaði Myra um leið og hún gekk hægt inn í her- bergið. Hún ruglaði til nokkrum laufum svo að þau færu betur á borðinu. „Svo ég varð að flýta mér. Þú hefur svei mér klætt þig upp á, Charles. Það verður gaman að sjá, fyrir hverri þú hefur puntað þig. Ekki þó þessari leiðinlegu skólastelpu, frú Mac- gregor, sem gift er manninum, sem er engum lík- ari en járnsmið í sveitaþorpi. Eg get ekki séð, hvers vegna ég þarf að hafa nokkuð saman við þetta fólk að sælda. Það hefði verið miklu skemmti- legra, ef þú hefðir boðið sex sjúklingum þínum til miðdegisverðar með olckur í staðinn.“ „Þú þarft ekki annað að gera en vera kurteis við starfsfélaga mína í einn eða tvo tíma,“ útskýrði Charles fyrir henni. „Eg ímynda mér, að þeir kom- ist eins fljótt að raun um, að þú átt ekki heima í þeirra hóp, og þú sannfærðir þig um, að þeir eru ekki af þínu sauðahúsi. Það kann vel að vera, að þeir líti út eins og járnsmiðir eða kjánalegar skóla- stelpur, en þú munt finna áð þá vantar ekki and- ríkið.“ „Gáfnaljós.11 tautaði Myra fyrirlitlega. „Þau fara nú mesc í taugarnar. Má ég heldur biðja um eitt- hvað frumstætt og hressandi en þessa herfu, sem ég sá í hvíta stífaða sloppnum á dögunum. Spek- ingssyipurinn- skein alls staðar út úr henni. Alveg óþolandi kvenpersóna.11 Hana renndi grun í hvers vegna Charles var samkvæmisklæddur. Myra athugaði, hvernig silfurskál, fyllt með blá- ■rauðum vínberjum, tæki sig út á miðju borðinu. Síð- an sneri hún hnakkakert inn í bókaherbergið, og um leið gustaði frá henni ilmvatnsangan af villtum garnaíum. Charles var farinn að hugleiða með sjálfum sér, hvernig hann ætti að koma í veg fyrir það, ef Myra ætlaði ennþá einu sinni að fara að gera hon- um erfitt fyrir. Það var reyndar ekki svo, að Charles vissi ekki, að það var ekki ætlun Myru að að gera á hluta hans. Hún hafði spillt lífi hans nærx-i eins mikið og möguGgt er fyrir aðra mami- eskju að spilla tilveru eins manns. En allt sem hún hafði tekið sér fyrir að gera eins og hún hafði oft lýst fyrir Charles, miðaði að því að geta lifað lífinu eins og henni sjálfri þóknaðist. Hann vissi, að hún hafði aldrei fyrirgefið hon- um, að hann vissi sannleikann um hana. Hún kallaði það að leggja saklaust atvik út á versta veg. Char- les hafði fórnað öllum eigum sínum til að forða Myru frá dauðarefsingu. Skammbyssan hafði ein- hvern veginn komizt í hendurnar á Myru og skot- ið riðið af, og Pétur — eiginmaður hennar — dott- ið aftur á bak niður stigann og hafði fundizt þar — örendur. Charles hafði elcki heldur fyrirgefið Myru. Frá réttlætis sjónarmiði hafði Charles ekkert við það að athuga, ,þó að Myra lenti 'í gálganum, en það verður annað, þegar til alvörunnar kemur. Fyrstu gestirnir komu stundvíslega á slaginu átta. Sally var í brúðarkjólnum sínum. Það var leið- inlegt, að Myra var líka í hvítum kjól, svo að við legur. T,r]',S rúðarfcjóll Sallys hvcrsdagslegur cg barna Rétt á eftir komu Tom og Bertha' Hurst, sem unnu á rannsóknarstofunni. Charles hélt, að sér mundi getá fallið vel við þessa aðstoðarlækna, þó að hann hefði viljað, að þau væru ekki gift hvort öðru. Þau voru greind og tildurslaus, fóru varla nokkurn tíma í sparifötin; og svona voru þá sam- kvæmisfötin þeirra. Jane, sem varð að fara tvívegis stofugang áður en hún kom, kom frekar seint. Charles sá, að Myra hélt, að Jane kæmi svona seint af ásettu ráði, en liann vissi þó; að hún mundi fyrirlíta Jane minna fyrir það en hefði hún verið stundvís. Hann varla leit á Jane, þegar hún loks kom, en hann var ánægður með það sem hann sá. Dr. Barnes, fremur klaufalegur, einstæðingslegur ungur maður koxn með liénni. Dr. Harding, sem Charles hafði andúð á, hafði næturvakt á sjúkra- húsinu. Kynning gestanna fór fram án þess að nokkur af starfsfélögum gerði sér grein fyrir, að verið væri að kynna þá fyrir hinni frægu Myru Bracken- ham, sem nýbúið var að sýlcna fyrir morð á eigin- manni sínum. Það er ekki svo að skilja, að Myru hefði ekki staðið á sama, þó að þeir hefðu komizt að, hver hún var. Hún sagði fólki það oft bara til að særa Charles. En í kvöld, hugsaði Charles, segir Myra engum frá því — nema hún verði drukkin. Chárles hafði Sally fyrir borðdömu. Vinstra meg- in við hann sat Bertha Hurst, við hliðina á henni sat Alec, þá Myra, Tom Hurst, Jane og Barnes. BMÍWSM& Vimir Péturs litlw segfa sögur FLASKAN. ur til í íætinum, en hvað er það á móti þeim kvölum, sem þú verður aö líða í hel- víti? Og mamma þín lík.a, aí því hún lætur þig ekki lesa bænirnar.” Konan leitaði í stóru töskunni, sem hún hafði alltaf með sér, og dró upp bók. Mynd af manni var á kápunni. Maðurinn stóð inni í eldhafi, og baðaði æpandi út hönd- unum, en frá öllum hliðum komu hlaup- andi smádpöflar með glóandi tengur í höndunum. „Lestu þetta,” sagði konan. „Þá getur þú vitað, hvað um þig verður, eí þú verð- ur ekki guðrækinn. Eg verð að iara og færa öðrum huggun hinna heilögu trúar- bragða.” Hún lór úr úr herberginu, og þó að nú væri komið myrkur, þá fannst Pétri það vera miklu bjartara en áður, fyrst hún var farin. En þó var hann dálítið hræddur. Voða- legt væri nú að fara til vítis og kveljast þar í logum. Og svo átti elsku mamma líka að íara þangað. — Hvers vegna? Iiún var þó alltaí svo góð og vann allan dag- inn. En þegar Pétur iitli var að hugsa um þetta, þá heyrði hann aili í einu hljómá hvellan og skæran hláíur. Þao var ein- hversstaðar rétt hjá rúminu, og þegar Pét- ur fór að athuga það, þá sá hann, að á borðinu við rúmið voru bæði vatnsglasið og flaskan að hlægja og veltusí alveg um af hlátri. Bumban á ílöskunni hristist svo mikið, að vatnið gekk í öldum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.