Þjóðviljinn - 20.04.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN- Sunnudagur . 20. apríL 1947 i - ■ ;■;:! j:..: . ■ ;Ilja Erenburg: 17 J Bandaríhjaförin 1040 " Blaðsíða 30 og blaðsíða 70 í Time '. i; Fjöldi bandarískra blaða blekkir lesendur sína •! !! daglega með „einkabréfum". Hvernig á alþýða- •*• • • maður í Bandaríkjunum að ganga úr skugga um ;; •• sannleiksgildi þess sem sagt er um Ungverjaland ” " og Búlgaríu? Hann veit naumast fyllilega hvar " " þessi lönd eru. Þau eru í órafjarska. Eg var þó í ” !! Bandarikjunum og heilmikið bull var skrifað um •• I! mig. Þeir skrifuðu að ég væri ekki einn á ferð í •• • • Bandaríkjunum. „Erindreki G. P. U.“ fylgdi mér. •• ■ • Að sjálfsögðu -var fulltrúi frá the State Depart- ;; ;; ment (en svo nefna Bandaríkjamenn utanríkis- ;; ;; ráðuneyti sitt) í fylgd með mér, og hann varð í X frásögn blaðanna að „leynilegum erindreka sovét- •• !• stjórnarinnar“. Þegar Time skrifar um komu •• •• mína til Bandaríkjanna segir það: „Hann naut ;; •• frelsis sem Bandaríkjamenn í Moskva dreymir ;; ;; oft en árangurslaust um“. Þetta stendur á bls. " " 70 í 23. bindi tímaritsins; í sama tölublaði á bls. I! " 30 las ég að bandaríski blaðamaðurinn John •• Ficher væri aleinn á þriggja mánaða ferðalagi •■, J um Ukrainu. Það er nokkuð erfitt að segja ná- • ■ ;; kvæmlega hverskonar frelsi Mr. John Ficher ” ;; dreymdi um þegar hann var í Sovétríkjunum. !! ;; Máski hefur hann harmað það að enginn skyldi •• !! vera í för með honum. Eg á persónulega utan- •• •• ríkisráðuneytinu mikið að þakka fyrir hjálpfýsi;; ;• þess, sérstaklega vegna þess að Mr. Nelson, sem " ;; var leiðsögumaður minn er mjög vel menntaður “ ;; og viðmótsljúfur maður. En hvernig á ég að skilja !! i; reiðilestur Time? Ef fulltrúi frá utanríkisráðu- •• !! neyti Sovétríkjanna er leiðsögumaður bandarísks •• • • blaðamanns, æpa bandarískir blaðamenn um að ;; •• þeir séu rændir frelsi. Ef fulltrúi frá utanríkis- " ;; ráðuneytinu bandaríska er leiðsögumaður sovét- ;; ;; blaðamanns segir tímaritið Time að bandarískir ‘.'. blaðamenn í Moskva þori ekki að láta sig dreyma .. i; um slíkt frelsi. Eg skil ekki slíka röksemdafærslu • • • • — eða ég óttast að ég skilji hana of vel. ;; ;; Að leggja sama mælikvarða á hiutina ;; " Þegar bandarískir vinir mínir spurðu mig !! ;; hverig ætti að bæta sambúð okkar svaraði ég: - • ■ „Leggja sama mælikvarða á hlutina?. Lesandinn •• • ■ má þó ekki halda að með þessu leggi ég það til ;; • • að Bandaríkin taki upp hjá sér metrakerfið; ég ;; ;; hef enga löngun til þess að skipta rnér af mál- ;; ;; efnum þeirra. Ef þeir vilja að frostmark vatns sé ; J 32 gráður á Farenheit, þá mega þeir það fyrir ;; ;; mér. En það ætti að leggja sama mælikvarða á ;r ;; frarftferði manna. Eg varð of oft vitni að tvenns- ;; ;; konar mælikvarða hér, öðrum fyrir virðulega ;; ■ • engilsaxa, hinum fyrir óvirðulega „rauðliða". Ef J •• Bandaríkjamehn telja Island til stöðva sinna er " ;; það nefnt „tryggin öryggis fyrir allan heiminn“; •• ;; en ef sovétstjórnin óskar þess að nágrannaríki sín ;; ;; verði ekki notuð sem stöðvar til árása á Sovét- ;; ;; ríkin heitir það „rauð heimveldisstefna". Þegar ;; • • Bandaríkjamenn eru önnum kafnir við fram- " • • leiðslu kjarnorkusprengna er það talinn meinlaus ;; ;; leikur líkt og knattspyrna; en þegar_menn úr •- ;; rauða hernum æfa knattspyrnu í úthverfum • • " Moskva er það kallað „undirbúningur þess að ;; ;; leggja undir sig heiminn." ;; ;; Bandaríska þjóðin er gott fólk og starfsamt; !! • • það vill ekki styrjöld. Sem stendur er þjóðin rík, ;; •; sérstaklega í samanburði við Evrópu, eydda af •• ;; styrjöld. Bílasmiðjurnar í Detroit vinna af fullum ;; ;; krafti og geta þó ekki fullnægt eftirspurn vænt- ;; ;; anlegra ■ kaupenda. Fólk skrifar sig á lista að ;; ;; ísskápum, þvottavélum og útvarpsviðtækjum. " •• Bandaríkin urðu ekki fyrir járnhæl styrjaldar- ;; •• innar. Óþægindi sem þykja smávægileg í Evrópu •• r; eru hér talin til meiriháttar örðugleika. Hér heyr- ; • " ast ýmsar broslegar kvártanir: „Það er lítið um ;; ;; smjör .... fuglar og sauðakjöt í staðinn fyrir f a. nautasteik .... biðraðir til að fa gerfisilkisokka. X • • .... Það er erfitt að fá hvítar skyrtur, aðeins ;; • • fáanlegar mislitar.“ Á stöku stað verða verkföll. • • 43. dagur IXiMi DULHEIMAR Eltir Phyllfs Bottome hefði aldrei talað um Myru við nokkurn mann fannst honum samt, að hann vildi fremur að Jane fengi vitneskju um þetta mál frá' hónum sjálfum. „Það kom dálitíð skemmtilegt fýrir, mig í morg- un“, sagði hann með uppgerðg.r./.kátínu, „ég var að reyna að reka yfirhjúkrunarkpuufia ,úr vistinni, en hún vísaði mér á burtu í staðinn. En fég er ekkí viss um að ég ætli mér að fara“. Jane horfði spyrjandi á hann og hætti að borða. „Hún hafði ástæðu“, hélt Charles áfram. „Það hefur verið bendlað hneykslismál við einn ættingja minn, og-hún var svo hamingjusöm að komast að því. Hún hótaði að ljósta því upp. Það er svo sem auðskilið, að hún ætlar að reyna að kúga mig. Hún sagði ekki beinlínis, að ef ég hætti við að senda inn ákæruskjalið, þá myndi hún ekki segja neitt, en ég býst við að hún hefði gert það. Hvað viljið þér ráðleggja mér?“ Jane sagði dálítið ásakandi: „Auðvitað eruð þér að gera að gamni yður, læknir. Hún getur ekki vitað neitt, sem setur blett á nafn yðar“. Charles hafð gaman af svari hennar. „Á hvaða forsendum byggið þér skoðun yðar á algerum heiðarleik mínum?“ spurði hann. „Þér vitið ekkert um mig“. Jane roðnaði dálítið. „Það eru ákveðin undirstöðuatriði,“ sagði hún lágt, „sem manni eru strax ljós um suma menn. Yfir hjúkrunarkonan er mjög heimsk, ef hún heldur að hún geti hrætt yður.“ „Það sem yfirhjúkrunarkonan veit um mig,“ sagði Charles alvörugefinn, „er einmitt það, sem ég vildi að væri ekki haft í hámælum. En þar sem það verður ekki látið liggja í þagnargildi, þá held ég, að ég kjósi að segja yður sjálfur, hvað það er.“ ,,Fyrir hérum bil þremur árum, fannst maður systur minnar örendur í stiganum heima hjá þeim. Hann hafði skotsár á höfði. Við hliðina á honum fannst skammbyssa. Það voru viss merki, sem sýndu að þetta gat ekki verið voðaskot. Systir mín var ein í húsinu með honum, þegar þetta gerðist. Hún var kærð fyrir morð, og eftir löng og mikið umrædd málaferli var hún sýknuð. Eg var aðalvitnið henni til varnar.“ Charles þagnaði. Hann horfði á Jane yfir borðið. Hið einkennilega opinskáa andlit hennar var eins og landslag, sem hægur vindur fer um. Hún deplaði augnalokunum og varirnar titruðu dálítið. Hún var aðeins hörð á svipinn, þegar hún hafði ásett sér að láta ekki tilfinningar sínar í ljós. Allt í einu fannst Charles, eins og Jane mundi hafa vitað áðu? allt um Myru, og það hefði verið þess- vegna sem hún hefði þorað að biðja hann að koma með sér. Yfirhjúkrunarkonan hlyti þá að hafa hafizt fyrr handa en hann bjóst við. „Þetta er viðbjóður.“ sagði hún fljótt, „og svo vitlaust. Þér megið ekki — hvorugt ykkar — taka minnsta mark á þessu. Yfirhjúkrunarkonan getur engum gert illt með því að tala um það, nema sjálfri sér.“ „Eg held hún geti gert bölvun,“ sagði Charles seinlega, „en ef til vill ekki eins mikla og ég hélt í fyrstu. Spítalastjórnin veit náttúrlega um mála- ferlin, en hún vonaði, að það bærist ekki út. Systir mín tók ættarnafn okkar aftur. Nafn manns hennar var Brackenham. Hún býr aðeins hjá mér í nokkra mánuði. Til allrar hamingju vill hún heldur vera á meginlandinu.“ „Eftir málaferlin var ég svo heppinn að fá stöðu um stundarsakir fyrir utan London — á Broadmoor. Á Dartford sjúkrahúsinu vann ég í tvö ár, en það lá svo nálægt London. Eg gladdist yfir því, þegar ég fékk þessa stöðu hér, svona langt í burtu frá öllu saman. Haldið þér ekki, að starf mitt geti beðið tjón við það, að allir tala um okkur?“ Jane sagði: „Því í ósköpunum skyldi það gera það. Eg held þvert á móti, að það mundi verða yður til góðs.“ Charles horfði reiðilega á hana. „Hvað eigið þér við?“ spurði hann. Ætlaði hún að fara að voga sér að vorkenna honum----------. Jane hló. Það var skemmtilegur, vingjarnlegur, lítill hlátur, eins og henni fyndist Charles hálf hlægi- legur. Charles brosti á móti, án þess hann sjálfur vildi. „Jæja“, sagði hún „ég þori að fullyrða, að yður er ekki kunnugt um það sjálfum, en á sjúkrahúsinu eruð þér álitinn næstum því of galla laus. Ef starfs- fólkið á að geta notið sín, verður húsbóndinn að hafa einhvern galla. Eg viðurkenni, að þetta er viðbjóðslegur hlutur, en hann getur þó ef til vill orðið til góðs. Að tala'um að þér farið, nær ekki nokkurri átt. En hvernig er með yfirhjúkrunar- konuna — getið þér raunverulega losnað við hana?“ Það létti alveg yfir Charles. Hann vildi ekki halda áfram að tala um sjálfan sig og Mýru. Hann hafði ekki sagt, að Myra væri saklaus. Hann gat ekki sagt Jane ósatt, og sýknun virtist hafa sömu merkingu og saklaus, nema ef til vill í augum Jane. BARNASAGA i \ inir Pétnrs litla segfa sögnr Potturinn ar, óskiljanlegar setningar, þar er fult af nýjum orðum og útlendum orðum, latn- eskum og grískum, og svo verða þeir al- veg hreint eyðilagðir út af því, þegar al- þýðufólk getur ekki lært neitt af'þessu". ,,Það er nú mikið til í þessu, sem þér segið", sagði eldspýtnastokkurinn. ,,Þó hefðuð þér getað sagt þetta á kurteisari hátt. Og til að bæta fyrir brot yðar, verðið þér að segja sögu í kvöld". ,,Mér er erfitt um að tala”, sagði pott- urinn. ,,Eg er alveg hreint ómenntaður og kann ekki að koma fyrir mig orðið. Svo hefur ryðið setzt í kverkarnar á mér og ég svo rámur. Þó vil ég reyna að þóknast yður, og margt hefi ég lifað um dagana. Frá fæðingu minni segi ég yður ekki. En járnið hefur líka fyrir augum sér menn, sem eru þreyttir og andvarpa og þjást í steikjandi hita og í s,felldri lífshættu. En því er frú flaska búin að lýsa fyrir yður. Eg var fagur járnpottur. Sannarlega, þó að ég' segi sjálfur frá, ég var fallegur æskumaður, vel byggður og spegilgljá- andi. Og allar ungu járnskálarnar litu mig aðdáunaraugum, og ég hefði margsinnis getað gift mig, því að stúlkunum leizt svo vel á mig. Eg kom í stór og falleg hús, og þar bjó háttstandandi fólk. Háttstandandi fólk kallar maður það fólk, sem lifir á vinnu annarra, en snertir sjálft ekki á verki. Þessvegna ímyndar það sér, að það sé betra fólk en hinir, sem vinna. Eg var í eldhúsinu. Ö, sú angan þar! Sá matur, sem þar var búinn til, og hvað fólkið át mikið! Hér er ekki borðað eins mikið á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.