Þjóðviljinn - 20.04.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1947 þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Frentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. I Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. - ____________________ -* Helztu nauðsynjavörur Stefáns Jótianns Stefánssonar Aðeins eitt stjórnarblaðanna hefur tekið sér það verk- efni að verja tollaálögur afturhaldsins. Þó undarlegt megi virðast er það ekki Morgunblaðið, það blað taldi framferði heildsalastjórnarinnar ganga brjálæði næst, samtímis því að Sjálfstæðisflokkurinn barði tollafrumvörpin í gegn á þingi. Sami hræsnissöngurinn heyrist úr Framsók^iarhorni stjórnarherbúðanna, þar er tollahækkuninni lýst sem vandræðaúrræði og bráðabirgða- úrræði sem sé allt annað en Framsóknarflokkurinn vilji! Við lestur þessara blaða mætti halda að Morgunblaðið og Tíminn væru stjómarandstæðingablöð, að stjórnarflokkarn ir Sjálfstæðisflokkur og-Framsókn sem börðu tollahækk- unina í gégn og hafa enga aðra ieið séð í dýrtíðarmálunum, væru þessum háttvirtu blöðum alveg óviðkomandi. Þessi skrípaleikur aðalmálgagna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar blekkir engan, allir skynibornir menil á land- inu vita hvaða flokkar samþykktu tollahækkunma, sam- þykktu að ráðast fyrst að fólkinu sem minnst ber úr být- um. En pílatusarþvottur Morgunblaðsins og Tímans segir Bamt sannleika, — þann, að þessi blöð sem kalla þó ekki allt ömmu sína, finna að málstaður heildsalastjórnarinnar í þessu máli er óverjandi. BÆ J ARPOSTI'RI M N h—IBB■ ‘ UM HtJS A MIÐRI GÖTU G. F. E. skrifar um ferðalög húsa eftir götum bæjarins: ,,í lögreglusamþykkt Reykja- víkur eru ákvæði um það, hvar bílar megi standa á götunum og hvar ekki; sömuleiðis um það, hve lengi bílar megi standa á tilteknum stöðum. Hinsvegar eru þar líklega engin ákvæði um það, hversu lengi heil hús megi standa úti á miðri götu, enda varla við því að búast. „Enginp gerir ráð fyrir því, að árbakkinn fari að ferðast eftir ánni.“ Samt virðist þess vera nokk- ur þörf, að einhver ákvæði séu um það sett, hve lengi menn megi hafa hús sín á miðri götu í Reykjavík. Það kemur fyrrr, að hús eru flutt úr einum bæjar- hluta í annan og oft taka slíkir flutningar mjög langan tíma,- orsaka umferðartruflanir og valda ýmiskonar óþægindum. ★ HtrSFERÐALAG A BERGSTAÐASTRÆTI „Það er spurning, hvort ekki ætti að láta lögreglusamþykkt- ina mæla svo fyrir, að slíkir flutningar megi aðeins fara fram að nóttu til, og ekki skuli leyfilegt að leggja af stað með hús í slíka reisu, nema áður hafi verið gerðar fullnægjandi ráð- stafanir er tryggi, að húsin nái áfangastað á einni nóttu. Ástæðan til ofangreindra hug leiðinga er sú, að núna, þegar ég skrifa þetta, hefur hús eitt allmikið staðið þvert yfir Berg- staðastræti við Hallveigarstíg í hartnær sólarhring. Eg veit ekki hvert ferð þess er heitið en hún gengur hægar en ástæða virðist til. Húsið var komið þarna í gærkvöld og síðan hefur ekki verið við því hreyft, að því er ég bezt fæ séð. Auðvitað hefur það teppt alla umferð. Er að furða þótt ég lýsi yfir } fylgi mínu við það, að settár I verði reglur, er banni mönnum t að hafa hús sín á miðri götu eins lengi og þá lystir? G. F. E.“ ¥■ VORÞANKAR „Snæbjartur Vorland" sendir i mér þessa vorþanka: „Gullroðinn ský sveima yfir skógardainum. Heiðríkjan er er mild og tær í dag. Það er komið vor í loftin blá, og bjark- irnar í urðóttum klettahlíðun- um farnar að rétta úr sér, eftir snjóþungann, sem á þeim hvíldi í vetur. Hellunúpsáin niðar hljóðlát- lega í gljúfri sínu skammt frá bænum og fljótið úr Timbur- valladal tekur við henni með auknu voríjöri. Hátt yfir dalinn gnæfir silfurbjartur fannþak- inn tindurinn á Kambfellshnjúki þar sem hnjúkablæimir streyma þýðlega eftir klettaskorunum og klakasprungunum, í leit að vorgrónum rósum. Þó að það séu enn nokkrir dagar til sumars, skjóta nokkrar sóleyjar upp kollunum heima í hlaðvarpanum og gull- víðistóðið á fitinni neðan við túnið sýnir örfáa nýja knappa. Einmuna veðurblíða eykur þrótt þessarar æsku í gróðurheimin- um og það er eins og hretin séu alveg gleymd, eða ekkert eigi mark á þeim að taka. Og" f jall- drapinn í móunum kemur meira að segja grænn undan vetrar- fönninni. * RÖDÐ HAFS OG SKÓGARDALS „Og móabörðin hreykja sér hátt yfir mýrina framan við, sem er vatnsblá og full af krapa elg. Neðar breiðast gráir sand- ar stráðir einstökum snjófönn- um og sjóðandi brim úti fyrir. Rödd hafsins er annarleg. Dul- arfull örlagaspá þýtur í gný þess, er lognbrimið ólgar, og mætir syngjandi vorboðanum í niðum og blævi skógardalsins, sem koma á fleygiferð niður yf- ir mýrina. Þarna fjarst úti í hafblám- anum, þar sem himinn og sær renna saman í titrandi tíbrá, er vorið að koma. Er síldin og þorskurinn líka að koma ? Á einhverja kolla yddir suður við Færeyjar. Og bjarmi og blámi vorloftsins baða sýnina, eins og á litmynd. Snæbjartur Vorland.“ 'k Eitt blað stjórnarinnar ver tollahækkanirnar, birtir grein eftir grein til að sannfæra lesendur sína um að verð- hækkunin sé ekki árás á lífskjör og laun alþýðumanna, allt ■ slíkt sé tilbúningur úr Þjóðviljanum! Þó einkemiilegt megi virðast heitir þetta blað Alþýðublaðið og er gefið út af flokki sem heitir Alþýðuflokkur. Röksemdafærslan er, ef hægt er, enn lakari en venjulega. I hita umræðnanna fyrir nokkrum dögum varð ritstjóra Alþýðublaðsins það á, í leiðara, að halda því fram að nær allar nauðsynjavörur al- mennings væru undanþegnar tollahækkuninni. Honum var bent á hve hæpin fullyrðing þetta var. En viti menn: í gær kemur nýr leiðari í " Alþýðublaðinu og þar er það ,,sannað“ enn á ný að tollahækkanirnar séu ekki árás á lífskjör al- þýðu, Stefán Jóhann hafi fært rök að því á fundi Alþýðu- flokksfélagsins og aðalrökin eru þessi: „Allar helztu lífs- nauðsynjar almennings eru undanþegnar tollahækkun- inni.“ ^ æfer Somerset Meugham hefur skrif , „Bækur og þú“. Hann stiklar þar I að bækling, sem hann nefnir á stóru og telur upp þær bækur sem eru mestar í heimi að hans dómi og ráðleggur þeim, sem lít- •inn tíma hafa til að lesa, að velja sér hið bezta úr. Því miður get- um við íslendingar ekki vaðið í heimsbókmenntunum eins og við viljum nema þeir, sem lesa erlend mál, en hins vegar er alltaf verið að bæta úr þessum skorti. Það er ekkert vit í því að býsnast yfir bókaflóðinu meðan góðar bækur eru þýddar, en hins vegar áettu bókaútgefendur að Fyrir hverja eru svona skrif? Hverjum er ætlað að trúa þessu. Á hverjum degi koma tilkynningar í útvarpi og blöðum um verðhækkanir á vörum sem keyptar eru á hverju alþýðuheimili. Einu vörurnar, sem imdanþegnar eru tollahækkuninni eru kaffi, sykur, korn, mjöl, grjón, salt, kol, steinolía (auk áfengis og tóbaks, sem nýbúið var að stórhækka verðið á). Þetta kallar Alþýðublaðið og Stefán Jóhann „allar helztu lífsnauðsynjar almennings“. Þó heildsalinn og aðrir „heldri menn“ Alþýðuflokksins hafi ekki mikla liugmynd uip nauðsynjar almennings, þá vita þeir betur en þetta. En Alþýðublaðið er að verja óverjandi málstað, og grípur í vandræðum sínum til svo gegnsærra blekkinga að þær blekkja engan. Alþýðuheimilin fá að kenna á verðhækkuninni. Hvað snertir það Stef án Jóhann ? Hann vonar að langt sé til kosn- inga, og alþýðan láti blekkjast. Sú von rætist ekki. Reynslan af tuskunni í ráðherrastólnum mun nægja til að ljúka stjórnmálaferli þessa óhappamanns og klíku hans. reyna að hækka markið og gera fyrsta skilyrðið, að bókin sé góð og vönduð að þýðingu. Því miður fer þetta oft öðruvísi, pening- arnir ráða. Bókaútgefendur eiga að ala þjóðina upp, þótt sú reyndin sé oft á, að þjóðin sé smekkvísari en þeir. Ef ég ætti að skrifa slíkan pésa sem Somerset Maugham, hlyti hann óhjákvæmilega nafn- ið: „Bækur og ég“. Efni hans yrði á þá leið sem hér segir: ' Bækur og- ég. Fyrsta bókin sem ég eignaðist og mér fannst geta talizt til bóka af því að hún var „fullorðinns- ibók“ voru ljóðmæli Jónasar Hall grímssonar. Eg las sömu kvæðin afur og aftur og helzt þau, sem höfðu söguþráð að geyma, kvæði eins og Óhræsið, Grenið og Fýk- F ur yfir hæðir. Eg grét í laumi yfir þessum kvæðum, og þegar einhvern bar að sem furðaðj sig á rauðum hvörnum þóttist ég vera augnveik. Ó, hvað ég vor- kenndi öllum, jafnvel Hringaná sem missti allar tærnar, ég mátti ekkj til kvæðisins hugsa# Þegar mér varð þessi sorg ofraun, fór ég út í móa, safnaði plöntum, sem ég geymdi í ljóðabókinni, ásamt silkipappír, sem ég sléttaði, til þess að búa til úr honum heims- ins stærstu kúlu seinna meir. Af 1 V þessu varð ég talsvert plöntu- fróð, en það datt auðvitað úr mér um leið og ég þurfti á því að halda, eins og allt hér í ver- öld. Silkipappírinn, seldi ég telpum sem bjuggu á „Besssta- stígnum" á 5 aura, en þær véi- uðu hann út 'úr mér af því að þær voru. stærri en ég. En leyf- ar af plöntunum hef> ég smátt Og smátt verið að tína út úr bók- inni allt fram á þennan dag og undrast, hvers vegna þær voru alltaf hjá kvæðum, sem höfðu sögn að geyma. Átakanlegasta kvæðið var Grenið; Komið ei' að dyrum, kallað er úti — — Þetta var að vísu ekki minn fyrsti bókmenntaviðburður, þótt það væri fyrsta „alvörubókin“ sem ég eignaðist, en þann sess má Gosi skipa. Gosi átti bágt, hann var eltur af refi og ketti, hann brenndist, féll í sjóinn. og öll heimsins óhöpp eltu hann. Yf- ir Gosa grét ég meira en nokkuri annarri bók og vona, að ég hafi tekið það allt saman út þá. Sið- ian tók Ljósberinn við og jóla- blöð Vís’is og Morgumblaðsins. Það voru alltaf sögur um ein- hverja, sem áttu bágt. Þar var faðirinn drykkjumaður og móð- irin þvottakona og englar komu að vitja barna sem áttu bágt. Jesús Kristur kom jafnvel sjálf- ur. Ef þessar sögur vantaði í Ljósberann var hann einskis virði. Þá var ég hætt að gráta undir hlöðuvegg, en lét mér nægja að horfa angurværu augna ráði út í tómið og segja: „Aum- inginn, hann átti svo bágt.“ Það var þó alltaf fróun. Þeir sem lesa frá bemsku og hefja lestrarfýsnina á lifssannind unum í litlu gulu hænunni, ein- hverri mestu speki sem lesanleg er fyrir þann aldur og ef til \’i)l allan aldur, hljóta einhverntíma að komast á kapitólustigið. Það er ótrúlegt stig. Kvenverurnar gerast undurfagrar með mjall- hvíta húð og hrafnsvart hár,- eða þá með logagyllt hár og fjólublá augu, einhvernveginn eins og maður hugsar sér sólima: Allt eins og ljómandi sól er indæla andlitið á þér. .augu þar vantar og allt, ekki er þar tegund af svip. Menn depla augunum hafandi Framh. á bí. 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.