Þjóðviljinn - 30.04.1947, Side 5
Miðvikudagur 30. april 1947
Þ JÓ Ð V I L J I N. N
&
Hið Yinnandí félk verður að mynda með sér samtök, er fryggl
því meirihluta á Alþingi
Rseða liryiifélís B|arnafs«»nar vlé eldliiisdagsuinræéuriiar I fyrra kvold
og ná aðstöðu til að geta gert þau óvirk, með því
áð leggjá Stofnlánadeildina undir stjórn Lands-
bankans. 1 öðru lagi skyldi heildsölunum gefinn
kostur á að reka nokkum veginn ótakmarkaða
gróðaverzlun og eyða til þess þeim gjaldeyri, sem
ekki var festur á nýbyggingarreikningi. Þetta tókst
með aðstoð Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins í skjóli viðskiptamálaráðherra.. Alþýðuflokkur-
inn fékk því ráðið, að aðeins 300 millj. af þeim 580
millj., sem Islendingar áttu erlendis 1944 voru lagð-
a.r á nýbyggingarreikning. í þíúðja lagi skyldi af-
henda. Bandaríkjamönnum herstöðvar. Fyrir því var
mjög almennur vilji í öllum flokkum, nema Sósíal-
istaflokknum.
Margir liéldu að aðstaða verkalýðsins yrði sterk
í ríkisstjórninni sjálfri, þar sem verkalýðsflokkarn-
ir áttu 4 ráðherra á móti 2 ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins. En reyndin varð önnur. Aldrei kom það
fyrir í nokkru ágreiningsmáli, sem eihhverju skipti,
að ráðherrar Alþýðuflokksms og Sósíalistaflokks-
ins stæðu saman gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokke-
ins. Það brást elcki, að ríkisstjórnin skiptist þannig,
að annars vegar voru sósíalistar, hins vegar Sjálf-
stæðismenn og Alþýðuflokksmenn. Þegar á reyndi
átti alþýðan aðeins tvo ráðherra í stjórninni gegn
hinum fjórum.
Svona var ástandið, þegar gengið var til kosn-
inga sl. sumar.
Um hvað var kosið s. 1. sumar?
Það voru 2 stórmál, sem kjósendur áttu að skera
úr um með atkvæði sínu. Annað var það, hvort ný-
sköpunin ætti að halda áfram og hitt hvort veita
skyldi nokkru erlendu stórveldi hernaðarréttindi hér
á landi.
Þess vegna lagði Sósíalistaflokkurinn þá fyrir-
spurn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn,
hvort þeir vildu halda samstarfinu áfram að lokn-
um kosningum á eftirfarandi grundvelli: í fyrsta
lagi: halda nýsköpuninni áfram og gera nýtt sam-
komulag um áframhaldandi framkvæmdir, 1 ö.ðru
lagi: engar herstöðvar verði veittar neinu erlendu
herveldi. í þriðja lagi: geroar verði ráðstafanir til
að vinna bug á dýrtíðinni.
Flokksstjórnirnar fengust ekki til að gefa neitt
ákyeðið svar.
Allir frambjóðendur voru krafðir afdráttarlauss
svars um það, hvort þeir vildu heita því, að standa
gegn því, að nokkru erlendu herveldi yrðu veitt
hernaðarleg fríðindi hér á landi. Allir þingmenn
Sósíalist.aflokksins og nokkrir aðrir þingmenn gáfu
strax afdráttarlaust svar, að þeir myndu vísa öll-
um slíkum tilmælum erlendra hervelda skilyrðis-
laust á bug. Aðrir reyndu að skjóta. sér undan, með
því að svara ekki eða gefa loðin svcr. Sósíalista-
flokkurinn skoraði á kjósendur að ljá engum fram-
bjóðenda atkvæði sitt, sem ekki svaraöi skýrt og
án undandráttar. Þegar á leið kosningabaráttuna
varð flokksstjórnum hinna grunuðu flokka það
Ijóst, að vilji þjóðarinnar í þeásu máli var svo ein-
dreginn, að ekki var hægt að komast hjá að taka
afstöðu. Sjáifstæðisflokkurinn lýsti því yfir, að
hann mundi undir engum kringumstæðum ljá máls
á herstöðvum á friðartímum. Framsókn gaf svipaða
yfirlýsingu. Alþýðuflokkurinn gekk þó lengst. Hann
lét festa stóran borða fyrir utan kosningaskrifstofu
'sína, þar sem á var letrað: Gegn afsali landsrétt-
inda. Á lista flokksins í Reykjavík var- settur efstur
ungur maður, sem tekið hafði sérstaklega skelegga
afstöðu gegn ásælni Bandaríkjanna — allt í þeim
tilgangi að safna atkvæðum grunlauss og heiðarlegs
fólks á landsölulið- Alþýðuflokksins, eins og síðar
kom í Ijós. Frambjóðendurnir tóku nú hver í kapp
við annan að færa kjósendum heim sanninn um, að
öllu væri óhætt, þeir mundu standa örugglega á
verði um landsréttindi Islands. Allir nema einn, Jón-
as Jónsson frá Hriflu, voru kosnir í trausti þess, að
þeir mundu aldrei fallast á neinn samning um hern-
aðarleg ítök á íslenzku landi.
Sömuleiðis keþptust frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins við að lýsa afdráttar-
lausu fylgi sínu og hollustu við nýsköpunina. Jafn-
vel Framsóknarmenn höfðu nú endurfæðzt í trúnni
á nýsköpunina. Svo afdráttarlaus var vilji fólksins.
Aðvörun Sósíalistaflokksins
Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við öllum
þessum fagurgala. Við útvarpsmnræðurnar sagði
ég: Það er veruleg hætta á því, að horfið verði aft-
ur að afturhaldsstefnu gömlu þjóðstjórnarinnar,
nema skipun Alþingis verði breytt, nema Sósíalista-
flokkurinn komi mun sterkari út úr kosningunum.
Ennfremur sagði ég í þessari sömu ræðu, orðrétt:
,,Það kemur áreiðanlega ný málaleitun frá Banda-
ríkjunum eftir kosningar. Svarið við þeirri málaleit-
un veltur á því, hversu sterkur Sósíalistaflokkujr-
inn kemur út úr kosningunum“. Nú er allt þetta
komið á daginn. Nákvæmlega eins og við sögðum,
fyrir. Bandaríkjunum hefur verið afhent herstöð á
íslandi fyrst um sinn til sex og hálfs árs. Stjórnar-
samningurinn frá 1944 er rofinn og ný stjórn tekin
við, sem afturhaldsöflin í landinu og andstæðingar
nýsköpunarinnar standa að. Það er samstarf þjóð-
stjórnarflokkanna frá 1939.
Ekkert af þessu vildi þjóðin. Yfirgnæfandi meiri-
hluti kjósenda var andstæður herstöðvasamningn-
um. Yfirgnæfandi meirihluti vildi, að nýsköpuninni
yrði haldið áfram. Samt kaus þessi sami meirihluti
þá menn, sem bera ábyrgðina á því hvernig komið
er. Aðvörunum Sósíalistaflokksins var ekki sinnt,
nema af alltof fáum. Kjósepdur Sjálfstæðisflokksins
trúðu fagurgala forystumannanna. Hinum taum-
lausu, samvizkulausu og siðlausu blekkingum Al-
þýðuflokksins var trúað af alltof mörgum. Alvöru-
orð Sósíalistaflokksins, sem allir mega nú sjá, að
var sannleikur og eklcert nema sannleikurinn, voru
ekki tekin til greina.
Þetta getur orðið dýr reynsla fvrir þjóðina, en
hún er líka dýrmæt. Alltof dýrrnæt. til þess að hún
megi falla í gleymsku.
Stjórnarsömvinnan rofin. -— Bandaríkjun-
um afhent hersiöð.
Þegar Keflavíkursamningurinn var gerður við
Bandaríkin í fullkomnu pukri, án þess fulltrúar
Sósíalistaflokksins fengju að vita, hvað var að ger-
ast, var stjórnarsamningurinn rofinn á svo óskamm-
feilinn hátt, að slíks munu fá dæmi. Þar með var
grundvöllurinn fallinn undan stjórnarsamstarfinu.
Sósialistaflokkurinn hafði frá upphafi lýst því yfir,
að það varðaði samvinnuslitum, ef geröur yrði samn-
ingur um hernaðarréttindi erlendu ríki til handa
gegn vilja flokksins. En þetta var ekki eina ástæð-
an fyrir því, að stjórnarsamstarfið var úr sögunni,
nema nýr samningur yrði gerður eins og Sósíaiistá-
flokkurinn hafoi gert skýlausa kröfu til, þegar fyr-
ir kosningar. Afturhaldiö var að stöðva nýsk-öpun-
ina. Landsbankinn var að stöðva allar framkvæmd-
ir með neitunum um lán. Það var imnið að því vitandi
vits, að. gera lögin um stofnlánadeildina og lögin
um aðstoð við opinberar byggingar að ónýtum papp-
írsgögnum án þess að gagnráðstafanir væru gerðar
af hálfu ríkisstjórnarinnar. Því varð ekki lengur
slegið á frest að gera ráðstafanir, gegn hinum taum-
lausa verzíunargróða og gjaldeyrissóun heildsala-
stéttarinnar.
Tillögur Sósíalistaílokksins um nýjan
stjórnarsamning
Flokksþing Sósíalistaflokksins, sem haldið var í
nóvember sl. lýsti því yfir, að flokkurinn væri reiðu-
búinn að taka upp samstarf við hvem þann þing-
meirihluta, sem vildi fallast á þau skilyrði hans, er-
veittu örugga tryggingu fyrir þeim tveim megin—
atriðum:
1. að staðið væri á verði um óskorað fullveldi og;_
friðhelgi landsins.
2. að nýsköpmi atvinnuveganna yrði haldið áfram
og fullnægjandi ráðstafanir gerðar til þess að
tryggja þjóðhagslegan.grundvöll hennar.
12 manna nefnd var sett á laggirnar skipuð full—
trúum allra flokka til þess að ræða um samstarf ‘
þessara flokka. Fulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu
hinar ýtarlegu tillögur, sem samþykktar voru á.
flokksþinginu, fram í þessari nefnd.
Meginatriði þessara tillagna voru í sem stytztu
máli: Ráðstafanir til tryggingar sjálfstæði landsins.
*í 9 liðum, þ. á m. að samningnum við Bandaríkin um
Keflavíkurflugvöllinn verði sagt. upp strax og ís~
lendingar hafa rétt til þess, og samningar hafnir •
við aðrar þjóðir um að tryggja íslendingum 10
mílna landhelgi og einkarétt til fiskyeiða á land—
grunni íslands.
Að komið verði lieildarstjórn á nýsköpun atvinnu-
lífsins með áætlunarbúskap fyrir augum, þar sem
tryggð verði óskoruð yfirráð ríkisstjórnarinnar og;
Alþingis yfir bönkunum og f jármálapólitík landsins—
M. a. gert ráð fyrir sérstökum seðlabanka.
Að sett verði á stofn innkaupastofnun þjóðarinn- -
ar, sem annist innkaup á öllum vörum til landsins'.
að svo miklu leyti, sem þao ekki er falið samvinnu-
samtökum og öðr.um innkaupastofnúnum neytenda..
og hinn hóflausi verzlunargróði heildsalastéttar-
innar þannig þjóðnýttur. Ríki og bæjarfélög taki aft
sér rekstur fyrirtækja og framleiðslugreina, sem
hagkvæmt sé að hafa á einni hendi eða skila óeðli-
lega miklum gróða í vasa einstaklinga.
Keyptir verði 25—30 togarar til viðbótar við þá..
sem þegar hafa verið keyptir og bæjar- og sveitar-
félögum gert kleift að eignast þá.
Ríkið láti byggja fullkomin fiskiðjuver á 4—6
tilteknum stöðum, þ. á. m. í Vestmannaeyjum, ísa-
firði, Hornafirði og Suðurnesjum. Auk þess verði
gerðar ráðstafanir til þess að koma upp sem full-
komnustum fiskiðjuyei-um víðsvegar um land og
bæjar- og sveitarfélögum gert kleift f járhagslega aft v
ráðast í slík fyrirtæki.
Þá er ýtarleg áætlun um nýjar verksmiðjur og
iðfyrirtæki, einkum til # hagnýtingar sjávai’afurða,
um hafnargerðir fyrir bátaútveginn, um raforku og
stóriðju og stórvirkar umbætur í landbúnaði. Enn-
fremur tillögur um byggingarstofnun ríkisins og
fyrirkomulag á byggingarframkvæmdum til þess aft
tryggja byggingu íbúðarhúsa í miklu stærri stíl og
ódýrara en verið hefur. Þá eru tillögur um endur-
bætur á alþýðutryggingunum, um byggingu sltóla og
sjúkrahú.sa ,um öryggi við vinnu, um efnahagslegt
jafnrétti til menntunar o. fl., um margháttaðar ráð-
stafanir gcgn dýrtíðinni.
Sósíalistaflokkurinn hefur nú lagt margar þessar -
höfuðtillögur sínar fram í frumvarpsformi á AI-
þingi, m. a. um fiskiðjuver, um byggingu íbúðar-
húsa, um aðstoð ríkisins við útvegun lánsfjár til
byggingar skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra
bygginga, um öryggi við vinnu, um 12 stunda hvíld-
artíma á togurum, um endurbætur á alþýðutrygg--
ingai'lögunum, um orlofsdvalarheimili- fyrir verka-
menn og margt fleira. Gefst þingmönnum nú kostui
á að taka afstöðu til þeirra og er nauðsynlegt að
almenningur fylgist vel með því. . •
Hinir flokkarnir fengust ekki til að ræða þessar
tillögur alvarlega og tillogunum, sem þeir sjálfir
lögðu fram í nefndinni, var helzt að líkja við köngu-
lóarvef. Sérstaka athygli vakti það, hve tillögur Al-
þýðuflokksins voru aumar, eftir öll stóru orðin und -
anfarið og þó einkum fyrir kosningar. Fór þá ýmsa
að gnina, að eitthvað óhreint mundi undir búa, eina •
og líka kom á daginn.
(Framhald)..