Þjóðviljinn - 14.05.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1947, Blaðsíða 6
6 Elliott Roosevelt: 14. Sjónarmið Roosevelts forseta Um skeið voru orð hans ísmeygileg og sannfærandi: Þetta er eina tækifærið sem ykkur býðst! Þið verðið að koma með okkur! Ef þið ekki lýsið yfir stríði, ég segi lýsið yfir stríði, áður en þeir greiða fyrsta höggið munu nazistarnir ráðast á ykkur þegar öll vörn okkar er þrot- in, og fyrsta högg þeirra mun einnig verða það síðasta". Við sem á hann hlýddum skildum liðsbónina er í orðum hans fólst. En samtímís bar framkoma hans vott um CHURCHILL óbugandi þrótt: Gott og vel, ég skal kljúfa það samt, þótt þið hlustið ekki á aðvaranir mínar. Faðir minn var alltaf að skjóta fram spurningum: ,,Og Rússarnir?" „Rússarnir!" Það var fyrirlitningartónn í rödd hans, en svo virtist hann athuga sig. „Ja, þeir eru raunar miklu sterkari en við þorðum að gera okkur vonir um. En enginn getur sagt um hve lengi enn. . . .“ „Þér álitið þá ekki að Rússarnir geti haldið út.... “ „Þegar Moskva fellur. . . . Um leið og Þjóðverjar kom- ast í austurhluta Kákasus. .. . Þegar viðnám Rússa þrýt- ur að fullu. . . . “ Svör hans voru öll ákveðin og hiklaus. Það var aldrei neitt „ef“ trúin á varnarmátt Rússa var lítil eða engin. Hann hafði tromp á hendinni þetta ágústkvöld og hann spilaði djarft. Það var hans mikla áhugamál að fá okkur til að viðurkenna að brezka ljóninu bæri Ijónsþartufinn af láns- og leiguhjálpinni; að öll hjálp til Rússa yrði miðuð við það að vinna tíma, og reikna yrði með því fram- lagi sem algerlega glötuðu; /rneð því meiri sannxærinar- krafti komst hann að lokániðurstöðu sinni: Bandaríkjamenn verða að ganga í lið með okkur ! Þið verðið að gera það ef þið viljið lífi halda“. Faðir minn hlustaði með athygli og alvöru á mál hans. Öðru livoru nuggaði hann aúgun eða fitlaði við 'ne'fklemm- una sína — eða teiknaði með brotinni eldspýtu á borðdúk- inn En aldrei heyrðist,, já eða nei“ né „kannske" frá nein- um þeirra Bandarílcjamanna er þarna sátu í reykfylltum salnum. Þetta líktist mest annarri lotu tveggja kunn- ingja — það var ekki barizt til úrslita. Enginn þeirra sem viðstaddr voru óskaði harðari átaka milli þeirra. Eiginlega vildum við helzt að báðir sigruðu. Rétt í því að við vorum að fara frá borði á „Augusta" á sunnudagsmorguninn til þess að vera við guðsþjónustu um borð í „Prince of Wales“ fékk ég að vita að Grumman- flugbáturinn okkar var kominn aftur og með hor.um tveir af ljósmyndurum flughersins með hafurtask sitt; lét ég Hap Arnold vita og tókum við þá með okkur yfir í brezka herskipið. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. maí 1947 60.dagur iiiiK3i;aiiiiiii!;iimiiiniiiiiiiniiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiuuuim! D U L H E I M A R Eltir Phyllls Botiome „Eg var- anægð með allan daginn nema að þurfa að hætta við kanínuna", sagði Sally. „Samt gat ég ekki annað en verið að hugsa um, hvað ég kynni lítið. Heldurðu að það væri nokkur hjálp fyrir þig, að ég lærði að skrifa á ritvél ?“ „Þú ert inndæl eins og þú ert“, sagði Alec. Hann settist upp allt í ein og faðmaði Sally svo ákaft að sér, að Biscuit þaut að ástæðulausu upp og rauk á milli þeirra með óðslegu gelti, svo að Sally varð að klóra honum hægt og sefandi bak við eyrun, þang- að til hann sofnaði aftur. Alec lagðist fyrir aftur með löngu ánæguiegu andvarpi. „Stundum veit ég ekki, hvort okkar hvort um sig er“, byrjaði hann. „Þegar þú ert miklu inndælli en ég, ertu þú sjálf, og þegar ég er inndælli en ég sjálfur, þá er ég þú. En ég skil ekki, hvernig þú getur verið ég, án þes að verða minna inndæl en þú ert, sem þó væri mjög leitt. Eg ætla ekki að segja þér, hvað kom fyrir mig í dag, en ég held samt að ég geri það“. Sally sagði alvarlega: „Auðvitað verðurðu að gera það“. Það hefði verið rétt sem hann hélt, að Sally mundi skilja þetta með Myru. Ef til vill féll lienni það beinlínis vel, en þegar hann lagði höndina á hjarta hennar, þá fann harin sterk jöfn slög þess og þóttist viss. Hún var ekki minnsta reið við hann. Hún sagði lágt „mormóni" og byrjaði svo alveg tilefnislaust að verða gröm út í Jane. „Eg get ekki séð“, hélt hann áfram að endurtaka, „hvað Jane kom það við að skipta sér af hvað þú gerðir“. „Jú, það skil ég“, sagði Alec umburðarlyndur, „hún er ósveigjanleg kvennréttindakona — þess vegna er það. Henni sárnaði þín vegna. Hún sagði að ég hefði gengið á þinn rétt. Hún leit aðeins á það frá sjónarmiði konunnar. Hún gat ekki skilið, hvers vegna ég sleppti mér. Eg er ekki viss nema hún liafi legið í ís í fjörutíu ár, áður en hún dró fyrsta andardráttinn. Eg get ekki ímyndað mér að jafnvel Freud fengi nokkuð táknrænt út lir draumum Jane. Hún skilur ekki, hvað iítið getur falizt í svona kossum, og hvernig þeir geta komið yfir mann eins og skúr úr lofti, og allt verið orðið þurrt og óbreytt aftur eftir fimm mínútur. Hún hlaut að vita, að þessi kona var mér einskis virði“. „Eg hef lesið mikið um Myru“, sagði Sally dálítið hugsandi. „Nýja hjúkrunarkonan sýndi mér bréf frá þeirri gömlu með úrklippu og myndum. Ein var af kastala þeirra í Skotlandi, sem þau höfðu þurft að selja, og önnur af dr. Drummond í skota- búningi, og fullt af myndum af Myru sjálfri. Viltu fá að sjá þær?“ „Nei, alls ekki“, sagði Alec. ,,En segðu mér um málaferlin. Var álitið að maður hennar hefði orðið fyrir voðaskoti eða skotið sig viljandi ? Og kom noklturn tíma fram, hvað fékk hann til þess?“ „Ekki beinlínis“, sagði Sally hægt. „En það virðist ekki véra voðskot. Né heldur að hann hafi skotið sig. Það voru öll merki þess, að einhver annar hefði skotið hann. En það var bara ekki um neinn að ræða. Myra var einasta mannesk jan í húsihu, •þangað til dr. Drummond kom“. Kolamoli féll á gólfið frá arininum, svo að þau hrukku við. Biscuit stökk upp og gellti. Alec fann líka eitthvað cinkennilegt, eins og eitthvað hefði komið við hann. Mýndin af lokuðu, dulu andliti Charles varð allt í einu skýr í huga hans. Svo sannarlega var það morðingja andlit“. — „Dr. Drummond“, sagði Sally eftir stutta *þögn, „gat- ekki hafa gert það. Hann bjó of langt í burtu. Hún hringdi til hans, en hann kom ekki fyrr en eftir að maðurinn var dáinn. Það var kl. 11 um kvöld. Þjónarnir voru úti og dyrnar voru lokaðar. Eiginmaður hennar lá í miðjum stiganum og skamm- byssa hjá honum, eins og hann hefði misst hana. En sárið var á einkennilegum stað til þess að hann hefði getað skotið sig sjálfur. En engu að síður leit svo út sem hann hlyti að hafa gert það, því að það voru aðeins hans fingraför á skammbyssunni. Dóm- ararnir hölluðust frekar að sekt Myru, en hún slapp. Vitnisburður dr. Drummonds um það, hvernig hann kom að líkinu, bjargaði henni, vegna þess að hann var læknir, ímynda ég mér. Menn fengu þá hugmynd, að kviðdómurinn hefi hliðrað sér hjá að láta hengja hana. Það sannaðist í málaferlunum, að hún hafði verið manni sínum ótrú“. Sally sagði þessa sögu hæglátlega, með smáþögn- um, og Alec gat séð þetta allt greinilega fyrir sér í huganum. „Eg get mjög vel trúað því, að hún hafi haldið fram hjá manni sínum, sagði hann hörkulega. Litlir blossar flögruðu óheillavænlegir og óefnis- kenndir upp úr glóðinni í arininum. Alec virtist hann sjá aftur fast við augun hið rauðgyllta hár Myru. „Það er éinkennilegt“, hélt hann hægt áfram, „að mig getur ekki annað en tekið sárt til hennar. En að verða til þess að flæma mann út í sjálfsmorð er einskonar morð. Hún talar um að henni finnist hún ofsótt, og þegar menn komast að því hver hún er þá forðast þeir hana. Og ef hún er saklaus þá er það auðvitað talsvert harður dómur. Mér var ljóst að hún var í verglegu uppnámi í dag :— hún blekkti mig ekkert þar. Hún var eins og afkróað dýr. BMMSMA HAZJm FÁNiNN skilda staði. En svo ætla ég að geía hverri þjóð sérstakan íána, og það færir þeim gleði og glæðir þjóðernistilfinninguna. Þegar þér rekið þrælana í vinnu, þá gætið þess vandlega, að gengið sé með fánan fyrir hverjum flokki. Og gætið þess um rfam al.lt, að fólkið geti ekki á nokkurn hátt lært mál „óvinanna"." Foringi græningjanna hneigði sig djúpt og gekk í burtu til að framkvéema skipun herra síns. — Nú hófst voðalegt líí fyrir þrælun- um. — í býtið á morgnana voru þeir rekn- ir upp úr lélegum bælunum sínum og til vinnunnar, og máttu ekki fara heiin aftur fyrri en seint á kvöldin. Allir urðu að þræla fyrir ófreskjuna, líka konur og börn. Að launum fengu þeir lélegt viðurværi, svo að þeir gátu aðeins dregið fram lífið.. Við vinnuna komu allir þióðílokkar saman. En græningjarnir gættu þess vand- 'lega, að þeir gætu ekki á nokkurn hátt gert sig skiljanlega hver fyrir öorum. Eimi sinni í viku voru haldnar guðsþjónustur í fimm kirkjum, sem allir þrælarnir urðu að sækja. í öllum kirkjum, prédikaði einn áí þjónum ófreskjunnar og boðaoi á áhrifa- ríkan hátt, að þeir, sem í kirkjunni væru, væri bezta þjóðin á jörðunni, hinir væru aftur á móti morðingjar og ræningjar og þeir svarnir fjandmenn, sem þeir þyrftu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.