Þjóðviljinn - 01.06.1947, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1947, Blaðsíða 7
Sunnudgaur 1. júruí 1947 ÞJÓÐVILJINN ? DAGLEGA ný egg soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. BEZTU gúmmískóna fáið þið á Bergþórugötu 11. A. Þar eru einnig keyptar notaðar bíla- slöngur. VANDVIRKIR MENN til hreingerninga. Pantið sem fyrst, því betra. Sími 6188. GÚMMÍSKÓR og gúmmífátn- aður margskonar. VOPNI, Aðalstræti 16. RAUI'UM — SELJUM: Ný- og notuð húsgögn, karl- mannaföt og margt fleira. Sækjum — Sendum. -— Sölu- skálinn, Klapparstíg 11. — Sími 6922. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnar- stræti 16. Áveitiiframkuœmdir í Kirgisíu Mynd þessi er af Kumysstiflunni í ánni Sjú í sovétlýðveldinu Kirgisíu. Með þessari stíflu og öðrum slíltum hefur vatní vérið veitt á miklar lendur og eru þar nú aldingarðar og akrar, sem fyrir 10—20 árum voru berar auðnir. Ræktað land. í Kirgisíu hefur verið tvöfaldað á seinustu 20 árum. Verið er að gera nýja áveitu, sem á að gera 200.000 ekrur lands ræktanlegar. Munið TIV0L ••l-l-M-l-l-l-l-I-l-l-i-l-l-l-M Alþýðusamband Norðurlands Framh. af 1. síðu hreyfingin á Norðurlandi, held |liggur leiðmj un á fiski og síldarafla, samkv. 6. gr.Iaga um stuðning við báta útveginn, sem samþykkt var á Alþingi í des. sl. Þingið telur að skerðing sú ur munu síldarútvegsmenn og I sem er ákveðin á réttum tekj- sjómenn um allt land fylgja um síidveiðimanna sé með öllu henni eindregið. | óverjandi aðför af hendi lög- Alþýðusamband Norðurlands: gjafans á afkomu og kjör síld- samþykkti einnig eftirfarandi j veiðimanna og það því fremur, um baráttu gegn töku síldar- j sem þeir undanfarin ár, hafa kúfsins. j haft mikluin mun rýrari tekjur Stofnþing Alþýðusambands en Iandsmenn. Norðurlands, haldið á Akureyri Þingið skorar á Alþýðusam- 17-19 maí 1947. mótmælir ein-j band fslands og Landssamband dregið fyrirhugaðri verðjöfn- ísl. útvegsmanna að beita sér fyrir því að afnumin verði á-1 kvæðin um „síldarkúfinn“ og fá | ist ekki viðhlítandi lausn á mál-1 inu hjá stjórnarvöldunum tel-1 ur þingið óhjákvæmilegt að sett j verði ákvæði um verðtryggingu aílahlutar í væntanlegum síld- veiðikjarasamningum fyrir næstu síldarvertíð og þá gengið út frá raunverulegu markaðs- verði síldarafurða. HHH-H-H"H"!~HH"H~tH-H~H-H~H”l~H--H-H--i--H~H”H~H~K-:--H~H-H-H--Kr-Fi-+í NÝ BÖK MATTHÍAs" JÓNASSON: A I Þegar dr. Matthías flutti útvarpserindi sín um uppeldismál í fyrra, vöktu þau óvenjulega og ó- skipta athygli mikils hluta hlustenda. Sýndi það hina ótvíræðu og tímabæru nauðsyn á fræðslu um þessi mikilsverðu mál og bar jafnframt vitni skemmtilegum flutningi höfundar. Nú heí'ur dr. Matthías ritað bók um hin söniu efni. Hann gerir þar á einstaklega rösklegan og glæsilegan hátt grein fyrir vandamálum uppeldisins, þekkingu manna á sálarlífi barna og þeirri hjálp, er slík þekking getur veitt í hagiiýtu uppeldi. Þetta er bók, sem rituð er handa nútímafólki, fólki, sem gerir sér grein fyrir skyldum sínum gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð og veit, að þekking er nauðsyn- leg til þess að ná árangri í þeim vanda. — Bókin er mikils verð hjálp öllum þeim, er uppeldismálum sinna, en fyrst og fremst handbók allra heimila, sem með börn fara. — EFNI: Hvað getuni við gert fyrir börnin okkar? Sálræn þróun barnsins Barnabrek og skaplestir Ósannsögli barna Einþykkni og þrjózka Vllji og liðfangsefni Hlýðni og frjálsræði Æskan óg trúarhfögðin Uppeldi og hegning Leikir og störf Um svefnþörf barna og tómstundir foreldra Samvistir barna Samvinnumöguleikar heimilis og slióla Þegar kynhvötin vaknar Uppeldi og stjórnmál. Næturakstur í dag BSR. sími 1720. Á morgun Litla Bílstöð- j in. Sími 1380. ■Helgidagslæknir: Pétur Magn- ússon, Tjarnargötu 44. — Sími 1656. ; Næturvörður er í lyf jabúðinni Iðunni, sími 7911. Útvarpið í dag: 14.00 Otvarp frá útihátíð sjó- i mannadagsins á Austurvelli. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl.). 119.30 Ávarp um dvalarheimili | aldraðra . sjómanna (séra Jakob Jónsson). 20.20 Utvarp frá hátíðahöldum sjómannadagsins. 22.05 Danslög til kl. 2 e. miðn. LEIÐRÉTTING I frásögn um Skúlagötuhús- iní blaðinu í gær stóð að húsa- leiguneínd hefði metið leigu fyr ir 2 herb. íbúð án vísitölu á 450 kr. á mánuði — á að vera 445 kr. Til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Gjafir; Frá Alþýðuihúsi Reykja- víkur h.f. 1.000, kr. Til minning- ar um fru Guðborgu Eggerts- dóttur, frá gamalli konu, kr. 50- 00. Áheit: Frá Mannsa kr. 10.00 Afhent verzl. frú Augustu Svend sen, Aðalstræti 12. Frá O.K. og S.K., kr. 1.000. Frá Guðrúnu k-r. 25.00, til minningar um Ástríði Hróbjartsdóttur. Frá Þorgerðl Ásvaldsdóttur o. fl. kr. 200. 00 Áheit frá M.S.J.A. kr. 100, 00. Ernu Jóhannesdóttur kr. 50.00., konu kr. 20.00. Færum gefendum kærar þakkir Stjórn Hringsins. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ólöf Jónsdóttir, Laufásvegi 9 og Bjarni Björnsson, vélstjóri. á Siglunesinu. f fjarveru minni út júnímánuð annast Karl Jónsson læknir, heimilis- læknisslörf fyrir mig. Viðtalstími hans er á Túngötu 3, kl. 1,30—3, nema laugardaga kl. 10—12. Sími 2281 (heimasími 2481). Sjúklingar GUNNNARS J. CORTEZ, LÆKNIS, eru beðnir að snúa sér til Kristjáns Jónassonar, lækúis, sem hefur viðtalstíma á Laugavegi 16 kl. 10—12 og 5—6, sími 3933 (heimasími 1183). Friðrik Einarsson læknir. »4-H-H-H-I"H-l"I"in"I"H"H"H-H-H-H-H"H"H"H"H-H"H-I"HH“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.