Þjóðviljinn - 01.06.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1947, Blaðsíða 4
4 Þ J ÓÐ VJLJINN Sunnudgaur 1. júni 1947 þlÓÐVILJIHN1 L Útgefandi: Sameiningarflokknr alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskrií'tarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. i Síðustu árin hefur afstaða alþjóðar til siávarútvegsins gerbreytzt, með hinni miklu nýsköpun í þessum undir- stöðuatvinnuvegi Islendinga hefur sjávarútvegurinn nálg- ast þann heiðurssess, sem honum ber meðal atvinnuvega Islendinga. Enn vantar mikið á, að þessi skilningur á gildi sjómanna- stéttarinnar fyrir þjóðlífið allt sá viðurkenndur, enn vant- ar mikið á að sjómannadagurinn sé sá há'tíðisdagur þjóð- arinnar allrar, sem dagur sjómanna ætti að vera. Það er enn fjarri því að sjómenn geti sjálfir notið dagsins eins og skyldi, notið hans sem hátíðisdags. I undirbúningi þessa tíunda sjómannadags hefur þótt nauðsynlegt að birta sér- staka áskorun til skipstjóra, að þeir reyndu að hafa ákip sitt í höfn þennan dag, stjórnendur hátíðahaldanna hafa ekki verið alveg óttalausir um að flestir starfandi sjó- menn kynnu að vera á bak og burt, bundnir við vinnu sína þennan dag eins og svo marga aðra hátíðis- og frídaga landfólksins. Togarar nýsköpunarinnar sigla nú í höfn einn af öðr- um og verður svo allt þetta ár. Lífsskilyrði hins stór- aukna flota, og þar með þjóðarinnar allrar, er að hér eftir sem hingað til fáist nægilegur f jöldi ungra, hraustra manna til starfs á flotanum, manna, sem gera sér sjómennsku að ævistarfi. Á þessu mikla vandamáli er gripið vettlingatök- BÆJARPÖSTIRINN — ^[njnn •• ÚKVALSLIÐIÐ Margir eru óánægðir með skipan úrvalsliðsins, sem á að keppa við Bretana, enda varla við öðru að búast. Knattspyrn- an skiptir mönnum í marga illsættanlega fiokka. Sumir fylgja þessu félagi skilyrðis- laust að málum, aðrir hinu, og livorir um sig telja liðsmenn síns félags eina verðuga þess að fá að spreyta sig á að setja jnark hjá Bretanum. Hér í bænum eru starfandi fjögur knattspj’rnufélög, og hverju þeirra fylgir ákveðinn nópur á- hugamanna. Það er erfitt að gera öllum þessum andstæðu hópum til hæfis. Þeir sem velja menn í úrvalsliðið komast ekki hjá því að móðga fleiri eða færri áhugamenn, með því að ganga framhjá uppáhaldsknatt- spyrnumanni þeirra. Við eigum marga ágæta knattspyrnumenn, en í úrvalsliði er ekki pláss fyr- ir fleiri en 11. ¥ ÓÞARFLEGA DAUFT HLJÓÐIÐ I MÖNNUM Það er ekki ástæða til þess strax að bölsótast yfir úrvals- liðinu. Við skulum sjá, hvern- ig strákarnir standa sig á þriðju daginn kemur, og ef frami- staðan verður mjög léleg, höf- um við fullan rétt til að lileypa okkur í æsing og ’neimta breyt- lingar á liðlnu; ákveðna menn ! út, og nýja menn (að okkar dómi betri menn) inn í staoinn. Annars finnst mér óþarflega d|iuft hljóðið í mönnum yfir- leitt, þegar þeir tala um þessa kappleiki við Bi’etana. „Eg er hræddur um, að okkar menn fái aldeilis ógurlegt rótar- burst“, þetta er viðkvæðið. Eg geri allt eins ráð fyrir því, að sti’ákarnir standi sig bara vel. Að vísu hefur framistaðan hjá þeim ekki verið glæsileg í vor. En þeir hafa oft komið mönn- um á óvart, og hví skyldu þeir ekki alveg eins gera það nú’? Við megum ekki gleyma því, að ef við sýnum þeim vantraust, drögum við úr þeim kjarkinn og sigurviljann, en með því að sýna þeim traust, veitum við þeim hinsvegar mói’alskan stuðning. ¥ ALLI GUÐMUNDS En það er eitt, sem öðru frem ur vekur athygli í sambandi við úrvalsliðið. Alberts Guð- mundssonar er þar hvergi getið. „Hvað er að Alla?“ spyrja menn og vilja fá skýringu. Eg hef gi’ennslast eftir þessu hjá nokkrum áhrifamönnum um knattspyrnumál, en þeir hrista höfuðið og færast undan að svara. Það lítur sannarlega út fyrir, að hér séu „uglur í mýr- inni“, eins og þar stendur. Alli Guðmunds er almennt talinn okkar leiknasti knattspyrnu- maður, en hann er ekki með í úrvalsliði, sem keppa á við út- lenda knattspyrnusnillinga! Eft ir því sem ég bezt veit,' liggur sökin ekki hjá þeim sem völdu í úrvalsliðið, og berast þá bönd in að Alla sjálfum. ¥ „SPORTSMANSHIP" Einhver hvíslaði því að mér, j að Alli ætti það til að móðgast yfir smámunum, jafnvel hætta af þeim sökum við þátttöku í kappleik á seinustu stundu. En ég á bágt með að trúa þessu. Slíkt og þvílíkt hefur hann að minnsta kosti tæplega lært hjá þeirri þjóð, sem kvað hafa orð- ið ,,sportmanship“ í hávegum. Vonandi fæst einhver til að gefa skýringu á þessu og bezt væri, að það yrði Alli sjálfur. Einnig vekur það athygli, að Siggi Óla er ekki í úrvalsliðinu, en skýringin á því er sú, að hann er veikur. Annars var víst ætlunin að hann yrði fyrirliði á Vellinum. Þlngsályktunartillaga itin kyggingsi uppeldisheisatilis nefndir ekki að standa ráðþrota við að bjarga unglingum, sem ekki var hægt að bjarga vegna skorts á hælum. um. Sá skilningur verður að ná tökum á öllum sem ráða sjávarútvegsmálum, að einungis með því að gei’a sjó- mennsku trygga og vel borgaða vinnu og sjómönnum séu tryggð beztu vinnuskilyrði og hæfilegur hvíldartími, verður hægt að manna flotann því úrvali íslenzkra vinnustétta, sem hann þarfnast. Meðal útgerðarmanna sjálfra virðist enn mikið vanta á að þessi skilningur ríki. Eitt dæmi nægir: Togarahásetarn- ir hafa með harðri baráttu unnið sér rétt til 8 stunda hvíldar á sólarhr., og þessum ákvæðum um hvíldartíma, sem talin eru fela í sér 16 klukkutíma vinnuskyldu á sólarhring, er viðhaldið eftir að flestar aðrar vinnustéttir hafa tryggt sér 8 stunda vinnudag og 16 stunda hvíld! Alþýðusamtök landsins samþykktu á þingi sínu sl. haust að beita sér fyrir leiðréttingu þess öfugmælis, að afkastamestu verka- mönnum þjóðai’innar, togarahásetunum, skuli boðin slík vinnuskilyrði. Forseti Alþýðusambandsins og formaður Dagsbrúnar fluttu frumvarp á Alþingi, þar sem farið var fram á 12 tíma hvíld á sólarhring fyrir togaraháseta. Þá gerist það, að samtök útgerðarmanna beita. sér af alefli gegn frumvarpinu, tína fram gatslitnu röksemdirnar um að „útgerðin beri ekki“ slíka sjálfsagða réttarbót til handa togarahásetum, og nota tækifærið til að ympra á kaup- lækkun. Þeir fá því ráðið með fulltingi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins að málið er látið daga uppi. Sjómenn eru fúsir til samvinnu við útgerðar- menn um sameiginleg áhugamál, en þeir munu taka meira mark á athöfnum og afstöðu til réttindamála sjómanna og lífskjara, en þeirra fallegu orða sem án efa verða sögð í dag um einingu og samhug. I grein Áka Jakobssonar, „Sjómenn eiga inni hjá þjóð- inni“ bendir hann á brýnustu verkefni, sem leysa þarf til að tryggja framtíð sjávarútvegs og sjómannastéttar á íslandi. Tryggja verði sjómönnum hærri laun en greidd eru í landi og öryggið aukið með góðu lágmarkskaupi, mánaðarfrí með fullum launum, togarasjómönnum tryggður með löggjöf 12 stunda hvíldartími og sjómenn fái ívilnanir um gjaldeyri og skattfrjálsar tekjur. Sjómannastéttin á heimtingu á því að þannig verði að henni búið. Hún ætlar sér ekki að una lengur við lofsyrðin ein, heldur siá til þess að athöfn fylgi. ílutt a£ Katsínu Thoroddsen, Gylfa Gíslasyni, Sig- urði Hlíðar og Helga Jónassyni Þingmenn úr fjórum flokkum Katrín Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason, Sigurður Hlíðar, Helgi Jónasson, fluttu eftirfarandi tillögu til þingsályktunar um uppeldismál: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lög- gjöf um stofnun athugunarstöðva fyrir börn, sem eru andlega rniður sín, og uppeldisheimili fyrir pilta og stúlkur, sem eru á glapstigum siðferðislega, sbr. lög um vernd barna og ung- menna, og leggja frumvarp um stofnun slíkra stöðva fyrir næsta reglulegt Alþingi“. í greinargerð segir: í löguim um vernd bama og unigmenna er svo kveðið á, að stofununrr þeim, sem í þessari þ ngsályktunartillögu ræðir um, skuli komið upp þegar fé er til þess veitt í fjár- lögum. Flutningsmönnum er ljós þörf slíkra stöðva og vænta þess, að Alþingi sýni málifiu fullan skilning. Bréf frá barnaverndai’- nefnd Reykjavíkur til heilibrigð- is- og féla-gsmálanefndar Nd. er prentað með sem fylgiskjal. Reykjavík, 19. maí 1947. í frumvarpi því til laga um vernd barna og ungmenna, sem lagt var fyrir Alþingi s.l. vetur,. var gert ráð -fyrir þvi, að rík- isstjórninni væri skylt að stofna og láta reka hæli fyrir börn og unglinga, sem eru á glapstigum. Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur lagði mikla áherzlu á þetta atriði, því að það er stór þáttur af staríi nefndarinnar að fjalla um mál afbrota- og vandræða- barna. 'Það er bæði gömul og ný saga; að alltaf eru nokkrir unglingar hér í sbæ og víðar, sem fátt aðhaf ast annað en það, sem bæði er þeim og öðrum til óþurftar. Stundum er hægt að bjarga þess um unglingum með því að koma þeim á góð sveitaheimili. En oft fer svo, að heimilin eru ekki vandanum vaxin, og svo hitt, að þau geta ekki haldið börnunum vegna ofríkis foreldranna, sem sækja börnin með valdi, eða þá að unglingarnir strjúka. Afleiðingin verður því sú oft- sinnis, að ekki tekst að ná börn- unum úr götusolli og slæmum félagsskap,. og fá þau þá að halda áfram vandræðaferli sínum. Þessu til sönnunar má nefna allt of mörg dæmi. Þess má geta, að nú hefur nefndin til meðferð- ar mál nokkurra drengja, sem allir þyrftu að fara burt. Einn þessara drengja hefur t. d. fram-/ ið 9 lögregluaíbrot, verið þrisvar sendur úr bænum, en alltaf kom- ið heim aftur og tekið til fyrri iðju. Mörg dæmi eru þessu lík. Eí til væru hæli fyrir drengi og stúlkur, þyrftu bárnavemdar- í hinum nýju barnaverndarlög- um er ríkisstjórninni ekki gert að skyldu að re.isa umrædd hæli, fyrr en til þess hefui; verið veitt fé í f járlögum, en það hefur-enn ekki verið gert. Barnaverndarnefnd telur, að við svo búið megi eigi lengur standa, að ekki séu til þær stofn anir, sem um hefur verið rætt hér að framan, og leyfir sér hér með að skora á heilbrigðis- og fé- lagsmálanefnd neðri deildar Al- þingis að taka mál þetta til athug unar og fyrirgreiðslu á þann veg sem hún telur vænlegastan til ár- angurs. F. h. Barnaverndarnefndar Reykjavíkur Jónas B. Jónsson, formaður. Vörybílí r Austin - vörubíll til sölu sýnis á Bergþórugötu 11A| iaiingjarnt verð. ;; í fjarweru ;; ••minni næstu2 mánuði gegn-.. •■ir hr. iæknir Sigurður Samú-.! • •elsson læknisstörfum mínum.X • ■ Viðtalstími hans er kl. 1— "e. m. í Lækjargötu 6 A. Sími" I.2929. Heimasími 1192. " [ Jbjörn GUNNLAUGSSON • j HH-H-H-l-I-l-l-l-I-I-l-I-H-H-l-l-l-b

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.