Þjóðviljinn - 15.06.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1947, Síða 6
■6 Þ J ÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júní 1947. Elliott Rooseveit: 38. Sjónarmið ttoosevelts forseta D U L H E I M A R ráðnum hug að tefja komu de Gaulles, og að hann gæti fengið vandræðabarnið sitt til að koma hvenær sem hann vildi. En nú 'var Mark Clark hershöfðingi kominn og hann hafði fréttir að færa. Han var nefnilega kominn með bandaríska vandræðabarnið, Giraud, til Casablanca. Nú fengi faðir minn tækifæri til að hitta þann mann, sem Murhy'og utanríkisráðuneytið höfðu sagt honum að væri eina persónan, sem hægt væri að tefla fram gegn ein- ræðisstjórn sem de Gaulle stæði fyrir og Bretar styddu. Faðir minn var mjög eftirvæntingarfullur, áfjáður að hitta loksins þann mann, sem hafði varið falin stjórn frönsku hersveitanna í Norðurafríku.- Clark gekk úr skugga um að faðir minn vildi tala við Giraud og fór síðan að sælya hann. Við vorum víst allir á nálum, hið erfiða þóf föður míns við Churehill seiuustu dagana átti nú loks að fara að bera árangur, það var von okkar allra. Þetta var mikilvægur leikur í mikilvægu og erfiðu tafli. Clark kom aftur með Giraud,, Murphy og McCrea kaptein, þeir settust og úrslitasamtalið hófst. Það varð föður mínum mikil vonbrigði. Giraud hafði engan skilning á stjórnmálum, heldur aðeins á hernaðarvandamálum stríðsins. Hann sat í stóln- um teinréttur eins og járnkarl, slappaði ekki af eitt augnablik. Ellin ein hafði mildað svip hans örlítið, sjálf tugthúsvistin virtist ekki hafa haft nein áhrif á hann. Þegar fyrsti óstyrkur hans hvarf, varð vart við meiri ákefð í róm hans. „Látið okkur aðeins fá vopn“, íirópaði hann, „látið okkur fá fallbyssur, skriðdreka og flugvélar. Annað þurf- um við ekki“. Faðir minn var vinsamlegur, en ákveðinn, þegar hann spurði Giraud spjörunum úr. Hann spurði hvaðan her- menn hans ættu að koma. ,,Við getum kallað í herinn. tugi þúsunda nýlendu- manna!“ „En hverjir ættu að þjálfa þá?“ „Það eru fjölmargir herforingjar undir minni stjóm, það er ekkert vandamál. Látið oklcur aðeins fá vopn. Síðan...." En síðan kom vandamál, sem hann gat engan veginn skilið. Churchill hafði bent á,' að de Gaulle væri sérstak- lega gramur yfir því hversu seint það gengi að nema úr gildi lög fjandsamleg Gyðingum sem Vichystjórnin hafði sett, eða að minnsta kosti lét hann svo. Giraud lét það vandamál sem vind um eyru þjóta. Hann var ein- strengingslegur. „Það eina sem okkur skortir er hergögn. Eftir nokk- urra vikna þjálfun gætum við haft fjölmenna heri til taks“. Með spurningum sínum lét faðir minn í ljós þá skoðun sína að hann efaðist um að Giraud gerði sér Ijóst hvílík vandamál biðu hans. Franski hershöfðinginn var svo gagntekinn af hugsunum sjálfs sín, að ég efast um að hann hafi tekið eftir hinni neikvæðu afstöðu föður míns. Sannfæring Girauds var takmarkalaus og óhagganleg. En faðir minn gaf engin loforð. Og strax og Giraud og hinir voru komnir út úr herberginu, sýndi faðir minn greinilega álit sitt. „Eg er hræddur um að það sé vesæll stuðningur sem við höfum fengið þama“, sagði hann, baðaði út höndun- um og hló snöggt. „Það er þessi maður, sem Bob Murphy sagði að Frakkar myndu flykkjast um. Hann er ómögu- legur stjórnandi og hann verður ómögulegur forustu- maður!“ Við miðdagsmatinn um kvöldið voru Churchill, Leathers lávarður, Cunningham aðmíráll, Sommervell hershöfðingi og Averell Harriman viðstaddir til þess að ræða og koma sér saman um mjög mikilvægt vandamál: flutningaflot- ann og forgangsrétt að honum. Um þessar mundir voru herforingjar Bandamanna orðnir sammála um það að hætta við hina fyrirhuguðu innrás í Burma; sú hugsun var farin að mótast að Bandamenn ættu næst að taka Sikiley til að tryggja samgöngurnar um Miðjarðarhaf til persneska flóans og áfram til Ráðstjómarríkjanna. En það var ennþá mikill hörgull á farkosti, aukinn floti var hin brýnasta nauðsyn. Það var enn ekki unnin fullur sigur í baráttunni um Atlanzhaf veturinn 1942—43. Hversu mikið skiprúm varð að nota til að auka birgðirnar í Bretlandi? Hversu mikið varð að nota til vopnaflutn- EMr Phyllis Bottome „Eg geri varla ráð fyrir, að hún geri það“, greip Christie hjúkrunarkona fram í. „En náttúrlega þykir henni gaman að sjá ókunnuga. Þeim þykir það" öllum. Þeim finnst það alltaf dálítill viðbuður, og á einhvern einkennilegan hátt skynja þeir, að ókunnuga fólkið er heilbrigðara en þeir sjálfir — og samt er það ekki að líta eftir þeim og ergja þá eins og við gerum. Svo að hún hefur einungis gott af því að hafa kynnzt yður — ef þér skiljið, við hvað ég á!“ I Sally kinkaði kolli. Hún gat látið vera að hugsa um Alec núna. Og það var einmitt þetta sem hún hafði þráð, að geta hjálpað Carrie, af þýí að hún var sú sterkari. „Við sáumst út í garðinum“, hélt Sally áfram. „Mannstu ekki eftir því? Það er reyndar nokkuð um liðið. Þú baðst mig að vera hjá þér, en ég gat það ekki þá. Þú sagðir, að það væri dálítið sérstakt, sem þig langaði til að segja mér. Eg sagði, að ég ætlaði að reyiia að hitta þig aftur, og þá gætirðu sagt mér allt, sem þig langaði til“. Carrie opnaði munninn. Eitthvað í rödd Sally, — ef til vill í augum hennar, sem hvíldu á henni með djúpri samúð, — hafði áhrif á hana. „Vertu -— vertu hjá mér“, sagði hún biðjandi. „Viltu — viltu ekki leyfa mér------“. Hún beygði sig snögglega í áttina til Sally, en hjúkrunarkonan ýtti henni álcveð- ið afturábak. Carrie stóð allt í einu á fætur og brosti hinu dul- arfulla brosi sínu. Hún hafði farið að titra, ekki af hræðslu, eins og þegar Biscuit var nálægur, heldur af einhverjum æsing. „Látið hana nú sjálfráða!“ sagði Sally óþolin- móð. Christie hjúkrunarkona hristi höfuðið. „Nei, ég má það ekki“, sagði hún og brosti afsakandi, til þess að milda neitun sína. „Mér þykir það mjög leitt, frú Macgregor, en ég má það ekki. Það er heldur ekki neitt sérstakt sem hana langar til að segja“. Uss hvaða vitleysa mótmælti Sally, „Eg sé að henni liggur eitthvað á hjarta. Orðin eru komin fram á varir hennar. Sjáið þér ekki, að hún titrar af löngun til að láta það í 1 jósi ?“ „Han^langar til að gera það, sem hún veit, að henni er bannað", sagði hjúkrunarkonan varfærnis- lega. Biscuit, sem hafði legið alveg rólegur undir borð- inu, reis á fætur og kom alveg upp að hnjánum á Sally. Hárin risu á honum og hann fór að urra. „Eg vil kyssa þig! Eg verð að fá að kyssa þig! hrópaði Carrie. Sally kærði sig ekkert sérstaklega um að láta ókunnuga stúlku kyssa sig, en henni fannst, að naumast tæki því að gera veður út af slíkum hé- góma, svo að híin hallaði sér í áttina að Carrie. Það urðu augnabliks ryskingar. Biscuit glepsaði, Carrie hljóðaði, og þá sá Sally, hvað hún hafði haft í hyggju. „Hún reyndi að bíta mig“, sagði Sally skelf- ingu. Hjúkrunarkonan, sem hafði getað togað Carrie burtu í tæka tíð, og hélt henni nú fastri, viðurkenndi þetta ofurlítið andstuttum rómi: „Eg er hrædd um, að hún hafi ætlað sér að gera það! Hún byrjar að kyssa, én fer svo strax að bíta, svo maður má aldrei láta þctta eftir henni. Það vakir ekki neitt fyrir henni með því, og hún er ekkert æst núna, svo að þetta er allt í lagió Hún gerir þetta ekki nærri eins oft og áður, og hún er svo miklu betri — að öllu leyti — og dr. Everest hélt því, að mér væri óhætt að fara þetta með hana. Eg þori ekki að segja yður frá þessu áðan, — ég var hrædd um, að það yrði aðeins til að smeygja því inn hjá henni, — maður veit aldrei, hvort hún skilur það, sem talað er um, eða ekki. Yður virðist ekkert hafa verið kunnugt um þetta — mér þykir þetta mjög leitt.“ „Nei eg vissi ekki um það“, sagði Sally. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og fannst hún vera dálítið undarleg og máttfarin. Þetta var þá ástæðan fyrir öllum gauraganginum út af því, að Carrie ætlaði að drekka te hjá henni. En þau hefðu geta sagt henni frá þessu. Ef til vill hefðu þau gert það, ef hún hefði ekki átt von á barni. Læknar eru altaf með einhverja sérvizku, þegar þannig stend- ur á Hún fann undarlega glöggt, að hún átti von á barni, — en ekki eins og það væri eingöngu líkamleg byrði, heldur eitthvað dýrmætt, sem yrði að vernda. „Þakka yður fyrir! Þakka yður fyrir!“ flýtti hún sér að scgja við hjúkrunarkonuna. „Þetta er allt mér að kenna. Eg hefi ekki átt að fá hana hingað. — Eg fékk hana til að gera þetta“. „Þetta er ekki neitt“, sagði Christie hjúkrunar- koria rólega. „Hún snerti yður ekki, svo að þér urðuð ekki fyrir neinum óþægindum. Nú er hún orð- in róleg og gerir ekkert af sér aftur, er það ekki rétt Carrie? Þegar hún er búin að venja sig af öll- um kjánalátum, þá getur hún fengið að fara ein- sömul út í stóra sjúkrahúsgarðinn!" BARNASAGA PJÓNNINH aðvörunarorð hans, og tók einnig að gera gys að gamla manninum. — Þó gættu þeir þess að láta gamla manninn ekki vita, hvað þeir hugsuðu, því að þá voru þeir hræddir um, að hann tæki gjöfina aftur. Það var eins og þessi góði, gamli töfra- maður hefði beðið eftir því einu að geta lokið við þetta verk sitt, því nokkrum dögum síðar andaðist hann. En áður en hann lokaði augunum í síðasta sinn, end- urtók hann aðvörun sína, og síðustu orð hans voru þessi: ,,Gætið þess vandlega, að þjónninn verði eki drottnari". Nú lifðu þorpsbúar blómatíma. Það starf, sem mennirnir höfðu áður þurft marga daga til að vinna, vann þjónninn á nokkrum klukkustundum. Og þegar þorpsbúar þurftu ekki að þræla undir drep, til að vinna sér inn fyrir brýnustu nauðsynjum, heldur gátu tekið sér hvíld- arstund, þá urðu þeir glaðir og skemtileg- ir, og hlátrar og gleðskapur hljómaði nú um þorpið, þar sem lífið hafði áður verið svo gleðisnautt og drungalegt. Og þegar þeir fundu nú aldrei til þreytu, þá urðu þeir svo góðir og vingjarnlegir hver við annan. Innan skamms hlaut þorpið nafn- ið: ,,hamingjusama þorpið" í nágrenninu, og margii' komu úr fjarlægð og settust hér að, af því að hér var fegurra en nokkurs staðar annarsstaðar í heiminum. Sonur gamla töframannsins var góður og grandvar piltur; hann sá trúlega um gjöf föður síns og gladdist, er hann sá, hve mikil velgengni og hamingja féll þorp inu í skaut, og oft hló hann með sjálfum sér, þegar honum datt í hug aðvörun föð- ur síns. Þjónninn þrælaði miskunarlaust, blés og stundi og hlýddi hverju handtaki.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.