Þjóðviljinn - 06.07.1947, Side 4
ÞJÖÐVILJINN
Sunnudagur 6. júlí 1947
—'S l
Þióðviljinn
Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjarlansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust 19. Símar 2270 og 7600
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustig 19, simi 6399.
Prentsmlðjusimi 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ríkisstjórnin megnaði ekki lengur að
hindra samtöl atvinnorekenda og
verkamanna
I nær .mánuð hindraði ríkisstjórnin samtöl verkamanna
og vinnuveitenda um lausn vinnudeilnanna. Einn allra ó-
geðugustu vikapilta Stefáns Jóhanns, Guðmund í. Guð-
mundsson, var hafður til að standa á milli samningsaðila,
og útiloka samtöl. Að lokum brást ríkisstjórninni bogalist-
in, að því kom að hún gat ekki hindrað samtöl.
Landssamband ísl. útvegsmanna reið á vaðið. Það hóf
samninga við Alþýðusambandið, án þess að spyrja
stjórn Stefáns Jóhanns leyfis. Þær samningsumleitanir
báru skjótan og góðan árangur.
Með þessu var brautin brotin. Vinnuveitendafélag íslands
hlaut að koma í slóðina, og það hóf samninga um lausn
deilnanna í Reykjavík og Nor'ðurlandi.
I þessum samningum kom brátt í Ijós að vinnuveitendur
og verkamenn vildu taka þessum deilum með nákvæmlega
sama hætti og venja er til. Báðir aðilar gerðu sér ljóst að
um það er deilt, hvort meira eða minna af þeim arði, sem
vinnan skapar ætti að falla í hlut vei’kamanna eða vinnu-
veitenda, og báðir aðilar að undan skildum heildsalafíflum
og handlöngurum ríkisstjómarinnar í hópi vinnuveitenda
voru að vanda staðráðnir i því að komast að samkomulagi,
þó þeir að sjálfsögðu héldu hvor um sig, sínum hlut fast
fram og gerðu allt sem þeir gætu til að ná sem mestum ár-
angri.
Með þessum hætti eru vinnudeilur venjulega háðar, og
með þessum hætti verða þær háðar, meðan þjóðfélagið
skiptist í.-vinnuveitendur og vinnuþiggjendur, og þessir að-
ilar geta mætzt frjálsir við samningaborð.
Vissulega hafa þessi átök oft verið hörð, enda gkki ann-
ars að vænta þegar þess er gætt, hvað jafnvel lítilfjörleg
hækkun á tímakaupi, þýðir stóra upphæð fyrir heildina.
Það er engin furða þó hart sé deilt við samingaborðið um
skiptingu arðsins, en þjóðfélaginu ríður á miklu að þessar
deilur séu útkljáðar án langvarandi vinnustöðvunar, og að
hlutur verkamanna verði sem rnestur, því bætt kjör þeirra
þýða aukin mennmg og framfarir hjá hinum vinnandi
fjölda, og aukin tækni og vaxandi afköst við framleiðslmia.
Ríkisstjórnin hefur í þessu máli lagzt af alefli gegn hags-
munum þjóðarheildarinnar, hún hefur beitt öllu því harð-
fylgh sem hún mátti, til að hindra kauphækkanir og hún
hefur valdið Iangvarandi vinnustöðvun. Hún hefur sýnt í
verki það sem Þjóðviljinn hefur áður um hana sagt, að hún
er um það eitt fær að spilla vinnufrið og hindra lausnir
mála.
SKEYTI TIL HANNES-
AR Á HORNINU I
Það fór sem mig grunaði, |
Hannes minn sæll á Hominu, að i
norskir verkamenn myndu ekki
taka mjög alvarlegá skeytið
þitt.
Norsk og dönsk íhaldsblöð
gleyptu hinsvegar við flugunni
og fréttaritarar ísl. útvarpsins
erlendis, endursendu tíðindin til
ísl. hlustenda í búningi ykkar fé
laga, Víkverja og Vísisritstjór-
ans. Eða voru aðrir fljótari með
fréttirnar ?
Það er sama sagan og þegar
þið luguð því i erl. málgögn að
einungis kommúnistar væru á
móti ykkur í landssölumálinu.
Þá urðu Norðurlandajafnaðar-
menn hissa á flokksfélögum sín
um á íslandi. Svíar hefðu aldrei
leigt nokkru stórveldi t.d. Rúss
um, sem eru nær þeim en Ba.nda
ríkin íslandi, Brommaflugvöll-
inn sinn eða Norðmenn Sola-
flugvöllinn. Englendingum. Það
héfði enginn sósíaldemókrati á
Norðurlöndum leyft sér að
mæla með slíkum smánarsamn-
ingi, sem þið hinir íslenzku lét-
uð ykkur sæma að berjast fyr-
I ir að undirritáður yrði.
Hvað skyldirðu hafa sagt í
fréttum daginn þann, Hannes
minn, er norskir verkamenn
hefðu sent Ægi, skip ríkisstjórn
arinnar myndastyttulausan frá
Noregi. Það fáum við aldrei að
vita, því til þess kemur ekki.
Ægir fær óáreittur að flytja
Snorramyndina heim til íslands.
En mættum við biðja þig um
pínulítið minni belging næstu
daga, þú þinn mikli horna-
blásari.
BÍLAtJTHLUTUNIN
OG ÚTSVARSSKRÁIN
Bílaúthlutunin og útsvars-
skráin eru nú aðalumræðuefni
ýmisra manna, sem þegar hafa
talað sig þreytta um verkfallið.
Menn bera saman bækur sínar,
oftast er útsvarið hærra en
góðu hófi gegnir, en sárgræti-
legast er þó, þegar menn fá of-
hátt útsvar og engan bíl.
Bæjarpóstinum hefur borizt
harðorð ádrepa á nefndina frá
einum Vonsviknum. Því miður
er bréfið tómar skammir á
nefndina og lítil röksemda- ^
færsla, né upplýsingar, sem
mark er á takandi. Við förum
hins vegar að dæmi Hannesar,
á Horninu, hins grandvara, og
viljum ógjarna flytja skammir
og svívirðingar, nema nauðsyn!
sé til, og við þykjumst sann-
færðir um, að bréfritarar hafi
allmikið til síns máls, þori enda
að skrifa nafnið sitt undir.Komi i
rökfastar raddir um þetta efni
er sjálfsagt að veita þeim rúm
og er þá náttúrlega ekki nauð-
synlegt að tala guðsbamamál,
ef svo ber undir því að sjálf-
sögðu á þessi nefnd eins og all
ar nefndir illt orð skilið.
Við styðjum þær raddir, er J
komið hafa fram um það, að j
skrá verði birt í blöðunum yfir I
þá, sem bíla fengu. Það er hlut-1
fallslega eins nauðsynlegt og;
að birta skattskrá. Eða vill ekki
einhver bókaútgefandinn taka
að sér að gefa út skrána — ;
hún þarf ekki að vera í bandi
—, ég er viss um að margar
ómerkari bækur sjá dagsins
Ijós á þessu ári. Þetta yrði líka
mikill bisnes, því allir sem
sóttu um bifreiðarnar munu
kaupa bókina. Kannski getur
úthlutunarnefndin látið útgef-
endunum i té tölu umsækjenda
til að miða við stærð upplags-
ins. Ef ríkisstjórnin vill þá ekki
sjálf leggja í fyrirtækið og gefa
bókina út. J.
KYNSJÚKDÓMAR OG
ENSKA BISKUPA-
KIRKJAN
Fríða hefur sent Bæjarpóst-
inum eftirfarandi. Þetta er nú
kannski frekar- fréttaefni en
póstmatur, en við birtum það
þó, ekki sízt Degi Austan til
huggunar. Það verður ekki bet
ur séð en F. geti tekið vel upp
í sig þegar því er að skipta,
enda þótt hún hneyklaðist á
sögukorni Dags, sem kannski
var ekki nema í meðallagi prúð
mannlegur skáldskapur, þótt
vel sé hann annars ritfær, þeg-
ar bezt lætur.
Hér er bréfið:
„Fyrir nokkru las ég í
,,Nature“, að ensk heilbrigðis-
yfirvöld hefðu ætlað sér að
hefja fullnaðarsókn gegn kyn-
sjúkdómum, einkum hinum
herfilega syfilis og með hin á-
gætustu lyf að vopni, sem vís-
indin hafa fengið þeim í hend-
ur, en ekki fengið því fram-
gengt vegna mótþróa biskup-
anna. Þeir töldu að syndasel-
um væri jafngott að fá að
kenna á afleiðingum mótþróa
síns við siðalögmál kirkjunnar.
Þarna sat hnífurinn í kúnni og
situr enn, og hið enska þjóðfé-
lag er útbíað sjúkdómum, sem
eru mun verri en lús, kláði og
geitur — vegna þess að ekki
má krenkja siðalögmál ensku
biskupakirkjunnar.
F.E.“
Lausn sjómannadeilunnar sigur yfir
hrunstefnuliðinu
Ilþýðublaðið segir „óverulega" kauptryggingu nýju
samninganna, sem ez alsíaðar mun hærri en í bak-
tjaldasamningi Sigurjóns Á. Ólaíssonar
Allar líkur bcnclu
hafa nú lpkj taluut .10, vi
lag getui ckk: á
nnum fyrir verkurac.m. II
samningi loknum ;-;á þ;
í sinn hlut en áðurvar
óbrigðul hollusta \\Ö rnúl
þjóðarheildarinnar hefur tryj
ur bjuggu við.
að árungurinn af því að réttir aðilai
), v-eiði samkomulag. Það samkomu-
á öði'u enn verulégum launahækk-!
. II roi L Dr,gsbrúnarmenn að þessum !
: -- :I/. IJÍrum milljónum meira j
ásugt, ;::: örugg barátta þeirra, og
clkamannastéttarinnar og
;t ýc-im bctri hlut en þeir áð-
Hvernig væri fyrir lesend-
urAlþýðublaðsins að fletta
upp þeim greinum sem Sæ-
mundur Ólafsson forstjóri rit
aði í það blað í vetur til að
gylla það fyrir sjómönnum
að Sigurjón Á. Ólafsson hefði
náð ágætum samningum um
síldveiðikjör, þó aflahlutur
væri óbreyttur, því trygging-
in hefðí hækkað til muna.
Nú þýkir Alþýðnblaðmu
mikil firn að Alþýðusam'band
ið skuli hafa samið um síld-
veiðikjör með þeim árangri
að fá verulega hærri trygg-
ingu en 1 Sigurjónssamning-
unum (að maður ekki tali
um 500 kr. sem Sigurjón
fbauð fyrst að semja um.)
Nú ætlast Stefán Péturs-
son til að hinir hraðfækkandi
lesendur Alþýðulblaðsins trúi
því, að það sé ágœtt fyrir há-
seta að hafa 578 kr_ mánaðar
kauptryggingu saimkvæmt
Sigurjónssamningi en ,,ó-
verulegt“ að hafa 610 kr.
tryggingu samkvæmt samn-
ingi Aiþýðusam'bandsins,, það
sé ágœtt fyrir matsveina að
hafa sömu tryggingu og há-\
seta 578 kr. en „óverulegt“
að hafa 726 og 762 kr. í mán-1
aðartryggingu eftir nýju1
samningunum; 1. vélstjóri sé
prýðilega vel sæmdur af 794
kr. samkvæmt Sigurjóns-
samningi, en sé illa settur
með 915 kr. tryggingu eftii
Alþýðusambandssamningi; 2.
vélstjóri geti vel unað við
650 kr. tryggingu en illa
farinn með 702 krónum!
Þess háttar hundalógik þýð
ir ekki að bjóða sjómönnum.
Allir óska þess og vona að
síldveiði verði nægilega mik
il í sumar til þess að ekki
þurfi að grípa til tryggingar-
innar. En fari svo að afla-
bre-stur verði enn, þá munu
húsetar, matsveinar og vél-
stjórai' á síldveiðáfiloitanum
telja nokkurs verði þá
hækkun á tryggingunni, sem
Sigurjóni Á. Ólafssyni og Co.
tókst með baktjaldamakki
sínu að hafa af sjómönnum í
Reykjavík, Hafnarfirði,
Keflavík og Akranesi.
Áróður Alþýðublaðsins.
nöldur þess og hinna aftur-
haldsblaðanna blekkir engan.
Takið eftir að ekkert aftur-
haldsblaðanna þorir að segja
frá samfylkingu Alþýðusam-
bandsins og Landssambands-
ins um hátt síldarverð og
kröfuna um lausn vinnudeiln
anna i Reykjavík og á Norð
urlandi, né skuldbindingu út
vegsmanna að virða að fullu
rétt beirra verkalýðsfélaga
sem í verkfalli eiga.
Nei, nöldurstóninn og bros
legar blekkingar afturhalds-
blaðanna um síldveiðisamn-
ingana sýna það eifct, að þau
álíta þá samninga, og með
réttu, alvarlegan ósigur fyrir
afturhaldið í landinu. Aftur-
haldinu mistókst að sundra
útvegsmönnum og sjómönn-
um epsa þá til harðvátugra á-
taká í stað þess að vinna
saman. Lausn sjómannadeil-
unnar er sigur fyrir fram-
leiðslustéttir landsins yfir
hrunstefnuliði afturhaldsins.