Þjóðviljinn - 09.07.1947, Side 6
6
ÞJOÐVILJINN
iMiðvikudagur 9. júlí 1947.
Elliott Boosevelt:
56.
Sjónarmið ttoosevelts
forseta
llllllllillUOIlllIllllilllílllllllllllllllllllllll
103. dagusc
D U L H E I M
Franklin lagði við hlustirnar. Hvað var nú á seiði. Átti
hann að hætta herþjónustunni — eða var þetta aðeins
.glettni: átti kannski; á þessum stað að hækka hann enn
í tign ?
,,Mér er vel kunriugt að þú hefur mætur á Harry
,,Butcher“, sagði faðir minn. Ike kinkaði kolli til sam
þykkis. „En enda þótt hann sé hægri hönd þín, eða að
minnsta kosti sú vinstri, neyðist ég líklega til að taka
hann frá þér.“ Það kom alvörusvipur á Ike. „En, herra
forseti . . . . “
„Þannig er mál með vexti að Elmer Davis hefur aftur
sótt um lausn frá störfum. Hvað myndir þú segja um
það að ég benti á „Butch“ til að taka við störfum hans?“
„Já, herra forseti, ég get ekki verið með þá hræsni að
það væri ekki áfall fyrir mig, en ef þér segið að þér
þurfið hans með þá svara ég að sjálfsögðu — takið hann.“
Faðir minn þagði stundarkorn, en Franklin segir að svip-
ur hans hafi lýst ánægju. Slíkt svar var honum að skapi,
og hann hafði meiri mætur á Eisenhower fyrir það,
einkum vegna þess að honum var ljóst hvaða þýðingu það
hafði fyrir hershöfðingjann að missa Butcher.
„Jæja, við sjáum til Ike. Verið getur að til þess þurfi
ekki að koma. Eg skal láta yður vita; og ef þú segir
Butcher nokkuð frá þessu þá látið hann vita að það er
Elmer sjálfur sem hefur bent á hann til starfsins. Hvað
óem öðru líður kemur ekki til þess fyrr en í janúar."
Eg er þess fullviss að Butch fagnaði því, þegar Elmer
Davis ákvað það tveimur -mánuðum síðar að vera kyrr
í starfi sínu. Þegar ég kom í villuna um kvöldið var hann
ítiiðursokkinn í tvennt. Annað var að skopast að ráðstefnu-
fulltrúunum sem torvelduðu að stríðið væri stundað af
fullum krafti. Það hlýtur að hafa hringt fyrir eyrum
margra í Washington þetta kvöld, ekki hvað sízt Vand-
enbergs, Tafts, „Pappy“ O’Daníels og Ham Fish’s Að
. hinu leytinu ræddi hann um hve skemmtileg og fræðandi
' ferð hans um daginn hefði verið. Hann hafði rekizt á
Arabaflokk með úlfaldalest; hann hafði séð brunna skrið-
dreka og flutningavagna í tugatali, er lágu dreifðar þar
sem fyrir skömmu voru orustuvellir, og hann hafðL lengi
virt fyrir sér hæð nr. 609, þetta hversdagslega landssvæði
þar sem fjöldi hermanna vorra féll og þar sem banda-
rískir hermenn þroskuðust til að vera menn.
Við kvöldverðarborðið var Leahy harður og rólegur,
aðstoðarmenn föður míns, Brown og Pa Watson, Mclntire
aðmiráll, Franklin og ég. Okkur Franklin var báðum
Ijóst að við gátum ekki orðið pabba samferða til Kairo.
Franklin átti að fara um borð í tundurspilli sinn, og ég
þurfti enn ýmislegt að gera í La Marsa. En við ókum
þó með föður mínum og fylgdarliði hans á flugvöllinn í
E1 Aonina. Harry Hopkins bættist í hópinn á flugvellinum,
Rétt áður en flugvélin hóf sig til flugs tók faðir minn
upp við Roosevelt yngra umræðuefnið frá laugardegin-
um: hvers vegna kom Franklin ekki strax með til Kaii'o ?
En bróðir minn hló og veifaði til kveðju og stóra C 54-
vélin fór af stað um klukkan hálfellefu. Á leiðinni til
Karþagó sagði Franklin mér hvernig á því stæði: tund-
urspillirinn hans, „Mayrant", hafði orðið fyrir sprengju
ihjá Palermo. Nokkrum þýzkum flugvélum hafði heppn-
uzt að varpa að honum þrem sprengjum, tvær féllu í
sjóinn sín hvors vegar við liann, en ein hitti; eftir nokkra
daga lagði hann af stað frá Gibraltar í langa og hættu-
lega ferð til viðgerðar í flotahöfn í Bandaríkjunum. Og
Franklin kom ekki til hugar, sem yfirmanni skipsins, að
sitja í landi þegar allir aðrir á skipnu lögðu af stað
með því í hættuför.
Starf mitt í höfuðstöðvunum í La Marsa tók eitt kvöld
og nótt. Svo gaf ég mig fram hjá Eisenhower, ég átti
að fara með hann í flugvél til Kairo. Auk mín voruí
Ike hershöfðingi, fimm til sex liðsforingjar úr herráði
hans og John Boettiger mágur minn, sem kominn var
frá ítalíu, en þar starfaði hann hjá hernámsstjórn Banda-
manna. Við lögðum af stað frá Túnis nokkru eftir myrkur
I flugvél hershöfðingjans, er var gerðin C 54, og nálguð-
umst Egyptaland í dögun. Og fyrir miðjan dag sveigðum
við yfir ATC-flugvöllinn í Kairo. Þriðja stríðsráðstefnan
eem ég var þátttakandij átti senn að hefjast.
Eiíii* Phyllis Bottome)
sinn. Sannleikurinn var andrúmsloftið, sem inriri
maður hans varð að nærast í. Þessi hugsun gerði
hann svo óhamingjusaman, að hann tók þessa kennd
sem sönnun um sekt sína. Hann sagði hörkulega við
sjálfan sig: „Eg verð áð skila þessari konu til baka
heilli á húfi, annars er ég orðinn ódrengur gagr.vart
henni líka.“
Starf lians var öruggt, af þvi að það var heiðar-
legt, en sambönd hans við fólk, einmitt það sem
hann hafði alltaf verið upp með sér af — því að
persónuleg viðkynni var hans sterka hlið — voru
þau öll ótrygg? Gat maður haft heppnina um of
með sér, orðið of vinsæll, verið of mikið virtur og
elskaður? Gat hið hlýja andrúmsloft, sem fylgdi of
miklum almennum vinsældum, dregið aflið úr vilja
manns? Frá því Myra gaf honum fyrst auga, hafði
hún alið á hégómagirni hans, og frá þeirri stundu
sem hann sjálfur endurgalt augnaráð hennar, hafði
hann verið þessu samþykkur. Hamingjan góða. Eins
og hann hefði ekki verið sæll án þess? Elskaður af
Sally, tilbeðinn og virtur af Jane — gat nokkur þráð
meira ?
En hégómagirndin sætti sig aldrei við það sem
hún hafði ,hún vildi fá allt? Konur eins og Myra
sögðu: „Ég læt sem þú sért fullkominn — meðan
við aðhöfumst nákvæmlega það sem ég vil.“ Það
var nokkurs konar leikur. En hætti maður að breyta
eins og þær vildu, ætluðu þær manni allt illt, og
gengu um og rægðu mann við aðra. Hann þekkti
allar þeirra brellur. Spítalinn var fullur af mönn-
um, sem lent höfðu í ógöngum vegna hégómagirnd-
ar sinnar.
Hann hafði vissulega fengið sína reynslu og var
maður til að horfast í augu við hana. Hann hafði
sloppið vel, fannst honum, þegar á allt var litið.
Á morgun mundi hann gera hreint fyrir sínum ayr-
um — biðja Sally afsökunar, slíta öllu sambandi
við Myru og breyta framkomu sinni við Charles.
Hann fann til einkennilegs hlýleika í garð Charles,
eins og gerðir hefðu verið upp reikningarnir á milli
þeirra. Charles hefði haft ýmsar ástæður til að
kvarta yfir honum upp á síðkastið, en hafði ekki
gert það, og héðan í frá skyldi hann ekki fá ástæðu
til að kvarta yfir honum. Þvínæst hugsaði Alec með
sjálfum sér, skyldi hann taka sig til og uppræta
þessa furðulegu Carrie Flint ástríðu hjá Sally. Bezt
væri kannski að fara í smáferðaiag með hana. Bæði
hefðu þau gott af því að fara á einhvern baðstað.
Þau gætu tekið tjald með sér og sofið á strönd-
inni. Biscuit mundi ekki kunna sér læti. Einn dag-1
inn hugsaði hann sér að segja Jane frá þessu og
vita hvað henni fyndist um það. Jane hafði aldrei
« ¥
vitað, hvað ást var, og vissi minna en dauður fiosk-
ur um freistingar karlmannsins. En það skipti engu
máli, því að það hafði ekki verið líkamlegt aðdrátt-
arafl Myru, sem hafði leitt hann afvega. Það hefði
hann vel staðizt. En Myra hafði allt í einu hvíslað:
„Þú ert svo dásamlegur!” Og þá varð hann auð-
vitað að vera dásamlegur! Svona álíka dásamlegur,
hugsaði hann með gremju, eins og api á leiksviði. Þó
var þetta viðfeldnara en hugsa til þess, að hann
hefði farið að eiga í ástum við Myru vegna afbrýði-
semi út af Jane.
Hann snarstanzaði bílinn. Hann fann á sér, að
haun væri kominn heim að hliðinu hjá Charles.
Hann reyndi að reisa Myru á fætur, en hún bærði
rétt á sér og vafði sig þéttar að honum. Hann fór út
úr bílnum og kveikti á vasaljósi. Einhvern veginn
varð hann að koma stúlkunni út úr bílnum — ekki
auðvelt verk, þar sem þetta var lágur tveggja
manna bíll — og þar sem hún var eins slyttuleg og
grotnaður tómat.
Það var skrýtið að hugsa sér, að riökkur hefði
látið ginnast af þessum mjúka þunga líkama, sem
hann hálfdró og hálfbar upp að húsinu. Hann lagði
Myru á tröppurnar á hinu dimma og þögula húsi,
meðan hann leitaði í tösku hennar eftir útidyra-
lyklinum. Hún hafði þó ekki verið sá kjáni að
gleyma honum, það var þó altént bót í máli. Hann,
opnaði hægt dvrnar, og ýtti henni innfyrir eins og
hún væri einhver óskilapakki. Þjónarnir gátu fnndið
hana þarna um morguninn, ef hún vaknaði ekki
sjálf áður. Það var það, sem beið hennar. Hann
hafði ekki lengur neinar skyldur við Myru, fyrst
hann var búinn að- koma henni heim.
Honum ætlaði að ganga iila að finna bílinn aftur.
Þokan var svartari en nokkru sinni. Þegar hann
væri kominn inn f.yrir sjúkrahússhliðið, var lionum
alveg sama hvort hann kom honum inn í bílskúrinn
eða ekki.
Það lá ekkert sérstakt á að fara heim til Sally
nú, en það virtist ætla að taka óendanlegan tima að
komast að sjúkrahússhliðinu. Hann hringdi á syfj-
BARNASAGA
Maðurinn og konan voru góð og gáíu
oít öðrum aí því litla, sem þau áttu, og
þau tóku margar rósir og gáfu þær öðrum,
sem voru fátækir, eins og þau. og færðu
með því gleði inn í híbýli þeiría, sem
þreyttir voru og sorgmæddir. Það bjó líka
töframáttur í rósunum. Rósarunnuiinn
hafði láert ljóðin, sem vindurinn söng á
tímum hinnar erfiðu baráttu og þrauta, og
nú sungu blöð hans fyrir vini sína:
„Standið sameinuð! Berjist! Yðar er sig-
urinn!” Þá sögðu mennirnir: ,,Þetta er al-
veg dásamlegt! Angan þessara rósa veitir
oss nýjan þrótt. Sameiginlega viljum vér
berjast fyrir betra heimi.”
Rósirnar sungu aftur á móti með við-
kvæmri röddu íyrir liilu börnin: ,,Litlu
börn, þegar þér verðið stór, þá þurfio þér
ekki að standa sorgmædd við hliðið. Þá
munu þeir, sem vinna, njóta jarðargróð-
ans, — alls jarðargróða."
: «.:yl .. . r„,.,. ’ v,.
Gleramgun
Einu sinni var stórt og auðugt land, og
ríkti þar stöðugur friður og rósemi. Þótt
bæði væru ríkir og fátækir í landi þessu,
og ríkir menn arðrændu fátæklingana,f þá
heyrðist þar aldrei eitt möglunaryrði, og
engin óánægja. Konungurinn sat sællegur
feitur og ánægður í hásæti sínu, og borg-
ararnir sátu rólegir, bústnir og ánægðir í
húsum sínum, og fátæklingarnir þræluðu
þolinmóðir tólf klukkustundir á sólar-
hring, í verksmiðjunum og á ökrunum, og
þegar þeir voru svangir, og launin nægðu
ekki, þá virtust þeir ekkert taka eftir því.
Orsökin var þessi. Fyrir fjögur hundruð
árum hafði vondur töframaður búið í land-
inu, og var hann mikill vinur konungsins.
Þessi töframaður sá fyrir óorðna hluti, og
hann sá, að verkamennirnir myndu ekki
allt af lát* fara með sig eins og skepnur,