Þjóðviljinn - 31.08.1947, Side 3
Sunnudagur 31. ágúst 1947.
Þ J OÐ VTLJINN
SAMFÆRSLA BYGGÐANNA
Dalurinn var alveg efhs og
skaplyndi mitt, stundum ljót-
ur og hrjóstrugur, stundum víð-
ur og blómlegur; ýmist fullur
af myrkri eða ljósi, ekki endi-
legt eftir árstíðum, heldur
eftir því hvernig á mér lá í það
og það skiptið. Það kom fyrir
að mér fannst hann bjartur og
vinalegur í skammdeginu, þeg
ar ég átti nægar birgðir til vetr-
arins og kveið engu; og stund-
um dimmur á sumrinu, þeg-
ar eitthvað var andstætt. Raun-
verulega er dalurinn eins og
margir aðrir dalir á Islandi,
þröngur og graslendið frekar
mjóar spildur báðumegin ár-
innar sem rennur eftir hon-
um og skiptir honurn í tvær
jarðir, Kot að sunnan en Há-
kot að norðan; og er undirlend-
ið breiðara og liggur hærra
þeim megin eins og bajjarnafn-
ið bendir til, nema eyrarnar
vestur af bænum, þær eru í
sömu hæð og engjarnar í Koti.
Lyngvaxnir hjallar grúfa sig
að rótum fjallanna sem girða
dalinn á þrjá vegu; þar bregzt
sjaldan beit, og aldrei í Kots-
landi, þar sem norðanvindurinn
heldur' hjöllunum auðum. I
vestur er dalurinn opinn, þar
er víkin sem kauptúnið stendur
við. Kot er hálftímagang fram-
ar í dalnum; það er rýr jörð
nema beitin, og bærinn í hættu
vegna árinnar í vexti; lnin
hafði einu sinni tekið fjárhús-
in í vorhlaupi, þá voru þau
færð upp á hjallann suður af
bænum. Bjólfur bjó á Koti,
einn síðan konan hans dó.
Hann undi vel hag sinum og
hugsaði ekki til flutnmgs, virt-
ist hafa í fullum höndum við
þessi frumstæðu lífsskilyrði, og
tapaði ekki gleði sinni þó að
ekki væri alltaf auðséð hvað
hélt henni við. Hann var orð-
inn nokkuð roskinn; stórskor-
inn og ófríður, rólyndur og
hygginn, augun voru gr'á og
næstum því gáskaleg. Það var
eitthvað stórfenglegt við hann;
ég gat aldrei gefið því nafn;
það var huggandi og hressandi,
eiginlegt og ópersónulegt í
senn. Öryggið, sem fylgdi hon-
um var þekkt um alla sveitina,
ég Iíkti því stundum í gamni við
það, að eiga heila jörð og alla
áhöfn, en það var auðvitað v^t-
laus samlíking, vinarþel hans og
jafnvægi var hafið yfir allar
eignir, og ég vissi um að
hann hefði getað misst allt sem
hann átti án þess að bíða nokk-
urt tjón á sjálfum sér eða
skipta skapi. Eg hafði oft
beðið Bjólf að flytja sig yfir til
mín, þar var nóg land fyrir
okkur báða og meira en það;
mér leiddist að vita af honum
þarna í sífelldri hættu af ánni
í vorleysingum, og svo var ég
ekki alltof ánægður með minn
búskap, og hefði gjarnan viljað
lána eitthvað af jörðinni, ekki
sízt manni eins og honum. Það
voru engar gnægðir af öryggi
á mínu heimili, a. m. k. ekki á
veturnar, þegar ekki sá út úr
dyrum dægrum saman fyrir
hríð; þá hefðum við þegið að
hafa Bjólf hjá okkur. En hann
vildi ekki flytja, saknaði víst
ekki mannanna, þó að öllum
væri vel við hann. Hann var ný-
búinn að byggja sér nýtt bað-
stofuloft ofan á gömlu vegg-
ina; það var engin hrákasmíð,
allt úr kjörviði utan sem inn-
an, járnklætt þakið og torf þar
yfir til hlýinda og hlerar til að
byrgja gluggana í illviðrum.
Hann liafði fest þarna yndi og
sagði að sér myndi ekki líða
betur annarsstaðar; og ekki
færi hann að flýja ána meðan
hún léti hanri í friði. Honúm
búnaðist vel í Koti; miklu bet-
ur en mér í Hákoti, og átti allt-
af vænsta féð í sveitinni á
haustin.
Hákot er stór og erfið jörðl
með víðáttumiklar slægjur og
enn meiri ræktunannöguleika.
Eg og heimili mitt: við hjónin,
tveir drengir sem við áttum,
og vinnumaður, erum eins og
mús á fjalli gagnvart þessari
mannfreku jörð.
Mig furðaði oft á því hvaða
ósköp af ömurleik gátu rúmast
í þessari þröngu dalskoru,
einkum þegar hörkur voru og
ég hafði sett of mikið á heyin,
eða í rigningarsumrum, þegar
öll heyvinna var margfalt meiri
og erfiðari en í þurrkatíð, og
þar að auki öll unnin fyrir gíg.
Slagviðrin á sumrin verkuðu á
mig eins og hamingjuleysi,
sem engin bót fékkst á; þá
varð mér hugsað til Bjólfs, sem
alltaf þoldi óþurrkasumar án
þess að fækka fénu eða verða
heylaus, og var ætíð jafnglað-
ur hvernig sem viðraði. Það
bætti ekki um að ég varð al-
veg eins og veðrið; í byljum
á veturnar hranaðist ég áfram
og hafði allt á hornum mér;
í rigningu vildi ég helzt sullast
í vatni, ausa því og hella og
jafnvel velta mér upp úr því;
ég var þá ólatur að sækja vatn
í bæinn þó að það væri með erf-
iðustu verkunum, því að vatns-
bólið okkar var kippkorn aust-
ur af bænum neðan við allháa
brekku; áin var skammt fyrir
sunnan það og bilið var alltaf
að styttast, því að hún braut
bakkann. 1 sólskini var ég blíð-
ur eins og lamb. Eg var myrk-
hræddur úr hófi, það var ekki
nýtt að klettar, hús og hey-
sæti fóru á kreik þegar ég
gekk fram hjá því, eftir að fór
að skýggja, ég tók þá fljótlega
á rás til bæjar á slíkum ofsa-
hraða að það var eins og ég
væri að taka þátt í millilanda-
keppni í hlaupi; ég datt oft
illa, þegar ég var að hlaupa
undan heysætunum, og rak mig
stundum á bæjarvegginn, þeg-
ar heim kom, svo að lá við
slysi.
„Það er naumast að húsbónd
anum liggur á“, sagði vinnu-
maðurinn; hann var ekki
myrkhræddur.
Eg var ekki allskostar á-
nægður með vinnumanninn,
hann stríddi mér svo mikið. Eg
kallaði hann alltaf Vinnsa til
þess að hann gleymdi ekki hver
staða hans væri á heimilinu;
hann var bæði myndarlegri og
skemmtilegri en ég, og þeg-
ar ókunnugir komu, héldu þeir
ætíð að hann væri húsbóndinn,
en ég vinnumaðurinn; svo bætt-
ist það við að annar strákur-
inn minn var lifandi eftirmynd
hans cn líktist mér ekki fyrir
tvo aura. Mér mislíkaði þetta
þó að ég léti ekki á því bera.
Eg grunaði Vinnsa um að taka
ekki ástamálin of alvarlega, þó
að hann sýndist ráðsettur, en
þar var ég fullur af prestlegri
vandlætingu, þó að ég hins veg-
Eg bjó mér þvi til smápunkt
til að hringsóla í kring um:
skyldleiki minn við guð er
löngun mín til að skilja hlutina
og þegiðu svo. Eg hugsaði mik-
ið um fjarlægðirnar í geimnum
og stjörnufjöldann, en þreyttist
fljótt og varð feginn að hvíla
hugann á því að reyna að finna
út, hvernig ég gæti stoppað
lekann á forinni minni án þess
að ausa úr henni. Mér óaði
stundum við sólinni, þégar ég
hugsaði um hvað hún væri í
raun og veru; þá sefaðist ég
bezt á því að fara 'inn í eldhús
og skara í glóðirnar. Og oft
fannst mér lítil himnadýrðin
þegar ég hugsaði um þennan
ógnarsvelg sem lukti um okk-
ur, það varð lítið úr Hákoti,
þegar ég bar það saman við
himingeiminn; óg gott var þá
Stsmsísga eftir
Gísia Hn Erlendsson
ar gæti ekki láð konunni þetta.
Eg galt Vinnsa það kaup sem
hann krafðist og ég vildi að
hann léti sér nægja það. Aldrei
lét ég þessar áhyggjur mínar
uppi, þær voru kannski byggð-
ar á ímyndun; en ég sendi
Vinnsa alltaf þegar eitthvað
þurfti að fara út af bænum. Eg
forðaðist að vera ókurteis við
að koma inn í hlýja baðstof-
una og sjá ekki lengra.
Eitt vorið seint í apríl gerði
asahláku; það var allt á kafi í
fönn og áin undir margra vikna
gömlum ís. Það var létt að
reikna hvernig fara mundi ef
hann færi geyst í hlákuna og
hún stæði lengi. Eg fór yfir
til Bjólfs og bað hann blessað-
hann; ég mátti ekki missa
hann, það var sama og hætta
búskap, hann var bæði duglegri
og verkhyggnari en ég. Annars
var lieimilislífið gott, það var
ekki jarðvegur fyrir missætt’;
það var enginn þarna í dalnurn
neu'a við fimm og Bjólfur hinn
megin árinnar ,og liálfs annars
tíma ferð í kaupstaðinn. Það
kom af sjálfu sér að við vorum
jafnan sem einn maður, engin
úlfúð
lífið snerist um vinnuna og
veðráttuna. Við vorum hvort
fyrir sig svo einmana að við
urðum fegin að leita skjóls
hvort hjá öðru án tortryggni.
Það var gott næði til að hugsa,
og við liugsuðum og lásum úm
fjarskyldustu hluti, strákarnir
líka. Vinnsi las og talaði um
búskap, strákarnir um útilegu-
menn, og konan um fólkið í
borginni. Eg var hneigður til
raunsæis og vildi helzt sjá í
gegn um lilutina, sökkti mér of-
an í þurrar' og ófrjóar skýring-
artilraunir á guði, en hafði ekk-
ert upp úr gruflinu, varð aldrei
.neins vísari um guð framyfir
an að koma yfir til okkar og
vera þangað til séð yrði hvern-
ig áin brygðist við hlákunni; en
hann hló að mér og þvertók
fyrir að hreyfa sig, sagðist
flytja í húsið til kindanna ef
honum yr'ði ekki óhætt í bæn-
um. Hann talaði mig á sitt mál,
svo að ég fór óhræddur til
baka; hann var öruggari en ég,
þó að hann ætti mikið meira
undir veðrinu, a. m. k. í
mesta lagi smáglettni;, þetta skifti. Það rigndi og
stytti ekki upp; annan rigning-
armorguninn vöknuðum við í
Hákoti við þungan hávaða,
margskonar hljóð í einni bendu;
ég reyndi að greina þau meðan
ég var að klæða mig: suð og
niður, gnýr ög gjálfur, dynkir,
brestir og skruðningar. Þegar
út kom gafst á að líta, dalurinn
allur nema Hákotstorfan einn
ólgandi vatnsflaumur, sem
geystist áfram krökkur af ís-
jökum, og stórgert' og þétt regn
dundi á vatninu, eins og smá-
möl. Bærinn í Koti var horfinn.
Við báðum guð að hjálpa okk-
ur. Áin var að ryðja sig og
ísjakarnir svömluðu í flóðinu
það sem ég hafði lært undir ýmist upp á rönd eða flatir. Og
fermingu, en því hafði ég
gleymt fyrir löngu. En ég þorði
ekki fyrir mitt litla líf að segja
skilið við hann, sökum þess að
mér fannst allt í óvissu um
þennan búskap minn, það fauk
stundum heyið af ljánum hjá
mér jafnóðum og ég losáði það,
svo að mér fannst að ég yrði
að reyna að koma mér í mjúk-
inn hjá þeim sem réði þessu.
viti menn; niðri á eyrunum rétt
vestan við Hákotsbæinn sigldi
brunnhúsið okkar innan um
jakaþyrpinguna, grátt veður-
barið ris úr breiðum borðum
sullaðist þarna áfram eins og
eittlivert fornaldardýr. Gamall
velþekktur kunningi, sem hafði
haldið vörð um neyzluvatnið í
Hákoti í mannsaldur eða meir,
var lagður af stað út í heiminn.
Eg fylltist ferðahug og útþrá;
datt í hug að afhenda Vinnsa
hús og heimili og gerast far-
maður. Rétt suður af brunn-
húsinu gaf að líta aðra siglingu
ennþá kyndugri, þar fór bærkin
Bjólfs og sneri þakið niður.
Bjólfur var ,,um borð“ og
stjakaði jökum frá með brodd-
staf. Við báðum guð aftur að
hjálpa okkur. Mér lá við að
hlæja, vissi að Bjólfi mundi
þykja þetta skemmtilegt þó að
það væri í meira lagi tvísýnt
'ferðalag. Það var ekki viðlit
að hreyfa hönd eða, fót .til
bjargar, enda gerðist þess ekki
þörf sem betur fór. Vatnsftóð-
ið hafði náð hámarki, stíflurnar
brustu og áin beljaði fram;
flaumurinn á eyrunum þvarr
svo að segja á svipstundu og
skildi Bjólf og bæinn hans eftir
í litlum árdal við brekkuna seni
stekkjartóftin okkar stóð á,
rétt vestan við túnfótinn í Há-
koti, en þar var prýðilegt tún-
stæði; brunnhúsið fór eitthvað
lengra og jakarnir voru um
allt. Rigningunni linnti eins og
hún hefði lokið sínu hlutverki.
Við Vinnsi fórum niðureftir, ef
ske kynni að Bjólfur þyrfti á
hjálp að halda, en hann reynd-
ist ómeiddur, en votur eins og
hann hefði legið í vatni, og það
sá lítið á baðstofunni, torfið
flaggnað á stöku stað, það var
strengt niður með grófu neti
og gaddfreðið; hlerarnir. fyrir
gluggunum og sumar rúðurriar
heilar. „Jæja þá er ég kominn“
sagði Bjólfur þegar við höfð-
um heilsast. „Já, þá ertu kom-
inn, en ertu ekki stórslas-
inn maður?“ spurði ég dolfall-
inn yfir þessu undri. „O, sei sei
nei, þetta gekk slysalaust, hún
var ekki lengi að skutla mér
hérna yfir, ég held að það hafi
ekki liðið fimm mínútur frá þvi
að hún tók bæinn og þar til við
lentum hér. Eg var búinn að
tína allt út og bera það upp i
hjallinn; ofnskömmin varð eft-
ir; ég var að bisa við hann
þegar ég varð þess var að áin
var komin upp fyrir bæinn; þá
raulc ég niður og ætlaði að
forða mér út en mætti flóðinu
í dyrunum, og sneri við, greip
stafinn minn sem ég hafði við
hendina til vara, og ætlaði unp
aftur, en náði rétt taki á lofí-
skörinni, þá sveiflaðist baðstoí-
an af veggjunum og snerist við
um leið, og það varð mér ::'l
lífs, því að þá varð hún eins
og bátur með þilfari. Hún e:r
þannig smíðuð eins og þið vítið
að gólfið hjaut að fylgja með
ef þakið færi, ég gerði það viij-
andi þegar ég byggði hana.
Stafinn hafði ég hjá mér til ör-
yggis, hvernig sem allt færj,
enda kom hann i góðar þarfir.
Hlerarnir fyrir gluggunuir:
sviku ekki; opið i loftinu va:
erfiðast því að það gaf töluvert
á. Eg gat varizt jökunum og
eftir skamma stund lentum við
hér eins og þið vitið.“
Bjólfur hló ánægjulega og
tyllti sér á ísjaka eins og hann
heima hjá sér, honum var víst
ekkert kalt. „En hélstu ekki a"
Framhald á 7. síðv