Þjóðviljinn - 17.09.1947, Side 1
Sósíalistafélag
Eeykjavíkur
12. árgangur.
VIUINN
Miðvikudagur 17. sept. 1947.
210. tölublað.
Greiðið félagsgjöldin skil-
vislega á skrifstofu félags-
ins Þórsgötu 1, opin frá
10—12 og 1—7.
Fjöldi mikilvægra vandamála á dag°
skrá annars allsherjarþings S Þ
Grikkland9 Palestína? Franeo§íjórnin. kyn-
þálÉaksigun í Suðnr-Afrlku þar á meðal
Annað reglulegt allsherjarþing SÞ var sett í
gær í New York. Á dagskrá þingsins eru þegar
yfir 60 mál, mörg þeirra hin mikilvægustu.
Á fundinum í gær var dr. Oswald Aranha, full-
trúi Brasilíu, kosinn forseti þingsins með 29 atkv.,
en dr. Evatt utanríkisráðherra Ástraliu fékk 22
atkv. William O’Dwyer, borgarstjóri New York-
borgar bauð fulltrúana velkomna til New York.
leyfa undauþágu frá þessari
reglu hvað Grikkland snerti, en
því fékkst ekki framgengt
vegna andstöðu Sovétfulltrú-
ans.
Framkvæmd samþykkta
seinasta þings
Meðal helztu mála þingsins
verða umræður um, hversu með
limaríki SÞ hafi brugðizt við
áskorun seinasta þings um að
kalla heim sendiherra sína hjá
Francostjórninni á Spáni. Einn-
ig verður rædd framkoma Suð-
ur-Afríkustjómar, sem hefur
þverskallast við að framkvæma
tvær samþykktir seinasta þings.
Þingið lagði fyrir Suður-Afríku
að samræmá löggjöf sína á-
kvæðum sáttmála SÞ um jafn-
rétti allra kynþátta og leggja
fram uppkast að verndargæzlu-
MjjMk til husigraðra barna
Dr. Aranha sagði í setningar-
ræðu sinni, að SÞ hefðu litlu
komið í framkvæmd á árinu
sem liðið er siðan seinasta þing
kom saman. Kvaðst hann álíta,
að í áratug enn yrði heimurinn
að ná sér eftir síðustu heims-
styrjöld.
Grikkland tekið af dag-
skrá öryggisráðsins
Fullvíst er nú, að Grikklands-
málin koma á dagskrá allsherj-
arþingsins. Voru þau tekin af
dagskrá öryggisráðsins á fundi
þess í fyrrakvöld samkvæmt til-
lögu bandaríska fulltrúans. Sátt
máli SÞ mælir svo fyrir, að alls
herjarþingið megi ekki taka til
meðferðar neitt það mál, sem
er á dagskrá öryggisráðsins. —
Bandaríski fulltrúinn reyndi
fyrst að fá öryggisráðið til að
samningi fyrir Suðvestur-Afr-
iku, en Suður-Afríkustjórn hef-
ur hvorugt gert.
Fara Bretar frá
Palestínu?
Skýrsla Palestínunefndar SÞ
verður meðal aðalmála þingsins.
Veltur mest á þvi, hvaða af-
stöðu Bretar taka, en brézka
stjórnin hefur forðazt að láta
uppi, hvort hún muni telja á-
kvörðun SÞ bindandi fyrir sig.
Brezka blaðið „Evening Stand
ard“ segir í gær, að brezka
stjórnin hafi ákveðið að af-
henda SÞ stjórn í Palestínu og
flytja 120.000 manna heriið sitt
þaðan á næsta ári.
Fregn þessi er óstaðfest.
Samvinnuandi og
gagnkvæm virðing
Vishinski, aðstoðarutanríkis-
ráðherra, sem er fyrir sendi-
nefnd Sovétríkjanna á þingi SÞ
lét svo um mælt í New York í
gær, að vandamál þau, sem alls-
herjarþingið fær til meðferðar
verði aðeins leyst á grundvelli
friðsamlegrar samvinnu og
gagnkvæmrar virðingar ríkj-
anna. Kvað hann Sovétsendi-
nefndina myndi leggja sig fram
til að gera árangur þingsins
sem mestan.
Pakistan hótar að kæra IiuDand
íyrir SÞ, Gandhi spáir styrjöld
milli þeirra
Fulltrúi Pakistan á þingi SÞ sagði í gær að stjóm sín
myndi kæra stjóm Indlands fyrir SÞ ef liún ekki þegar
í stað geri ráðstafanir til að binda endi á múgmorð á Múha-
meðstrúarmönnuin í Indlandi.
Pakistan-fulltrúinn sagði, acA
ef íhlutun SÞ nægði ekki til að
knýja Indlandsstjórn til að hefj
ast handa gegn morðingjum
Múhameðstrúarmanna, myndi
Pakistan neytt til að hefja
„beinar aðgerðir.“
Mahatma Gandhi hefur lýst
yfir þeirri skoðun í Nýju Dehli,
að ef Pakistanstjóm láti ekki
af illvirkjum muni koma til
styrjaldar milli Pakistan og
Indlands. Gandhi kvaðst myndi
afnema bæði her og lögreglu
ef hann mætti ráða.
Foringi Sika hefur fordæmt
þá framkomu Pakistanstjórnar
að neita flóttamannalestum
Hindúa og Sika um hervernd
gegn morðingjafiokkum Múha-
meðstrúarmanna á flótta þeirra
úr Pakistan til Indlands.
Clayton skipar
enn fyrir
Parísarráðstefnan vinnur nú
að endurskoðun skýrslu sinnar
til Bandaríkjastjórnar, og
segja fi éttaritarar, að farið sé
í einu og öllu eftir kröfum þeim
sem bandaríski ráðherran Clay-
ton bar fram fyrir helgina.
Svisslendingar neituðu í fyrstu
að verða við kröfu Claytons
um að sett yrði á stofn eftir-
litsnefnd til að fylgjast með
efnahagslífi Vestur-Evrópu-
landanna. Clayton er talinn
hafa barið þessar mótbárur nið
ur með harðri hendi.
Tvær milljónir ítalskra verka-
manna í verkfalli
Mótmælafundur gegn hækkandi verðlagi
um alla Ítalíu á laugardag
Deilumar í öryggisráðinu yfirgnæfa venjulega fregnir af
störfum SÞ. En sem betur fer vinna SÞ mörg nauðsynja-
störf, þar sem allar þjóðir leggjast á eitt. Þftmiig er t. d.
með hjálparsjóð barna í striðseyddum löndum. Hér sjást
hafnarverkamenn í New York við útskipun á 1.500.000 kg.
þurrmjólkur, sem sjóðurinn sendir hungruðum börnum
í Evrópu.
Yfir tvær milljónir verkamanna voru í verkfalli á
ftalíu í gær. ítölsku verkalýðssamtökiiii efna til f jöldafunda
um allt landið á laugardaginn til að mótmæla síliækkandi
verði á lífsnauðsynjum.
Samningar hafnir
nm örænlansl
Tilkynnt var í Washington í
gær, að óformiegar viðræður
um Grænland væru hafnar milli
Bandaríkjastjórnar og dönsku
stjórnarinnar. Er þetta í sam-
ræmi við ósk þá, sem danska
stjórnin bar fram í vor, að samn
ingurinn, sem veitir Bandaríkja-
mönnum rétt til herstöðva á
Grænlandi verði úr gildi felld-
ur. Bandaríkjamenn munu
halda fast við kröfu sína um
að fá að hafa herstöðvar áfram
á Grænlandi.
V erzlunarsamningar
Breta og Jugóslava
Viðskiptasamningar milli
Breta og Júgóslava eru hafnir
á ný í London.
í gær lauk viðskiptasamn-
ingum milli Júgóslavíu og her-
námssvæðis Breta og Banda-
ríkjamanna í Þýzkalandi.
Rúmlega milljón landbúnað-
arverkamanna á Norður-ítalíu
eru búnir að vera í verkfalli í
viku til að knýja fram kjara-
bætur. Tilraunir ríkisstjórnar-
innar til að miðla málum milli
þeirra og landeigenda hafa eng
an árangur borið. I gær hófu
850.000 málmiðnaðarverka-
menn tveggja sólarliringa verk-
fall til að árétta kröfur sínar
um bætt kjör.
Vittorio, . aðalritari ítalska
verkalýðssambandsins hefur
vísað á bug æsifréttum ítalskra
hægriblaða um að mótmæla-
fundirnir á laugardaginn eigi
að verða upphaf að verkalýðs
byltingu í landinu. Sagði Vitt-
orio, að verkalýðsfélögin
myndu í öll fara að lögum.
Togliatti, foringi ítalskra
kommúnista, hefur í ræðu gagn
rýnt stuðning páfans við stríðs
æsingastefnu Trumans Banda-
ríkjaforseta. Einnig vísaði hann
á bug öllum ásökunum um að ít-
afskir kommúnistar réðu yfir
fólgnum vopnabirgðum og
hyggðust að steypa stjórninni
með valdi.
Engin samsteypu-
stjórn í Danmörku
Samningar um samsteypu-
stjórn borgaraflokkanna í Dan-
mörku virðast hafa farið út um
þúfur. Að lokniun samninga-
fundi í gær gáfu radikalir út til
kynningu þar sem lýst var yfir
að þeir hefðu ekki séð sér fært
að ganga að neiniun af tilboð-
um vinstrimanna um sam-
steypustjórn.