Þjóðviljinn - 17.09.1947, Side 5
Miðvikudagur 17. sept. 1947.
ÞJOÐVlLJTNM
5
Er „bjargráð" stjórnarinnar
Feluráðstefna
Stéttaþingið, sem Morgun-
blaðið kallaði ráðstefnu rík-
isstjórnarinnar, hefur nú stað
ið nokkra daga. Engar fréttir
hafa borizt af því þingi; rík-
isstjórninni virðist mikið í
mun að almenningi dyljist
þau bjargráð sem þar eru
xædd í lengstu lög. Virðist
það benda til þess, að ríkis-
stjórnin telji þau ekkert fagn
aðarefni fyrir almenning og
lítt vænleg til að auka hróð-
ur ríkisstjórnarinnar. En með
an jámtjald ríkisstjórnarinn
ar lykur um Alþingishusið,
ræðir almenningur því ötul-
legar um það hvers vænta
megi.
Akveðið að rýra lífskjör
almennings
Það liggur í augum uppi að
ríkisstjórnin er staðráðin í
því, að rýra lífskjör laun-
þeganna á einhvern hátt.
Þær uppsagnir samninga sem
hún hefur látið atvinnurek-
endur framkvæma um land
allt eru nægilega skýr sönn-
un. Hitt er þó öldungis óvíst,
að gengið verði beint framan
að launþegum og grunnkaup
þeirra lækkað með valdboði,
ríkisstjórnin er meira gefin
'fyrir krókaleiðir. Á sama hátt
og kaupið var lækkað í vor
með tollahækkununum eru
til ýmsar aði’ar aðferðir sem
hafa sömu áhrif. Og sagt er
að ráðherrar Alþýðuflokks-
ins hafi sérstakan áhuga á
að vega aftan að verkamönn-
um í von um að einhverjum
kunni að villast sýn um til-
ræðismennina.
Aðferð ríkisstjórnarinnar
Og eínmitt samingsuppsagn
ir atvinnurekenda eru í aug
um ríkisstjórnarinnar æski-
legur undirbúningur að ó-
beinum kauplækkunarráð-
stöfunum. Þeim er ætlað að
skapa ugg og ótta meðal
verkamanna, ótta um svo
hraklegar aðfarir, að hin-
ar raunverulegu ráðstafanir
komi sem léttir. Ríkisstjórn-
in vill gjarnan klæðast gerfi
hins frelsandi engils og flytja
þjóðinni boðskap sem þenn-
an: Þessir harðsvíruðu at-
vinnurekendur ætluðu að
lækka við ykkur kaupið, en
við höfum bjargað ykkur frá
þeirri ógæfu. En skilyrði
björgunarinnar er það, að
þið takið með þögn og hlýðni
þeim ráðstöfunum sem við
höfum ákveðið að gera.
Gengislækkun nærtækust
Og hverjar verða svo ráð-
stafanir ríkisstjómarinnar?
Þeir sem kunnugastir eru í
þeim herbúðum telja að
gengislœkkun eigi þar vax-
andi fylgi að fagna. Gengis-
lækkun er auðveld leið, sem
skapar hinni værukæru rík-
isstjórn lítið erfiði, en hefur
einmitt þau áhrif sem aftur-
haldið telur æskilegust. Und-
irbúningi mun þegar vera
svo langt komið að ríkisstjórn
in hefur fengið leyfi hins al-
þjóðlega greiðslujöfnunar-
sjóðs til gengislækkunar. Tím
inn mun leiða í ljós hvort
það leyfi verður notað, eða
önnur leið valin.
Gengislækkun samsvarar
launalækkun
Áhrif gengislækkunar eru
mikil og margvísleg, en það
sem mestu máli skiptir fyrir
launþegana er að hún sam-
svarar kauplœkkun, minkandi
kaupmætti launanna. Allar
erlendar vörur hækka í verði,
þeim mun meir sem gengis-
lækkunin verður meiri. Sé
ekkert að gert merkir það
stórfellda hækkun vísitöl-
unnar og nokkra kauphækk-
un í samræmi við það. En
kauphækkunin myndi langt
í frá samsvara gengislækk-
uninni, þar sem fölsun vísi-
tölunnar er einmitt mest á að
fluttum varningi.
Festing rísitölunnar og bann
ríð kauphækkimum
En ríkisstjórnin hugsar sér
ekki gengislækkun eina sam-
an. Verði sú leið valin, hugs-
ar hún sér jafnframt að festa
vísitöluna með valdboði, eða
jafnvel lækka hana! Jafn-
fram á að framkvæma ráð-
stafanir til þess að koma í
veg fyrir að launþegar fari
fram á réttmæta kauphækk-
un í samræmi við aukna dýr-
tíð, bönn við verkföllum og
þrælalög ef ekki vill betur.
Með slíkum ráðstöfunum tel-
ur ríkisstjórnin að gengis-
lækkun nái markmiði sínu,
en það markmið er fyrst og
fremst dulbúin kauplækkun,
minni hlutdeild launþega í
þjóðartekjunum.
Áhrif gengislækkunar
Eins og fyrr er sagt eru
áhrif gengislækkunar þau, að
alar eiýendar neyzluvörur
hækka í verði, launin endast
skemur og almenningur verð
ur að neita sér um æ meira
af nauðsynjum. En gengis-
lækkun verður jafnframt til
þess að torvelda atvinnu-
framkvæmdir og framfarir
innanlands. Það eru ekki að-
eins neyzluvörur sem hækka
í verði, heldur einnig fram-
leiðslutæki, hverskyns vélar,
byggingarefni o. s. frv. Það
verður stórum torveldara
fyrir einstaklinga að kaupa,
sér báta, skip, bifreiðar,
vinnuvélar, landbúnaðarvél-
ar og önnur tæki sem nauð-
synleg kunna að verða. Með
verðhækkunum á bygging-
arefni verður erfiðara en
nokkru sinni fyrr fyrir al-|
menning að koma sér upp
húsi og húsaleigan verður
ennþá dýrari.
Gengislækkun dregur úr
tækniþróuninni
Þegar launin eru há miðað
við vélar og vinnutæki, verk
ar það sem hvatning á at-'
vinnurekendur til að auka
tækniþróunina og vélamenn-]
inguna. Slíkt ástand er því
spori til nýrra framkvæmda,
sem fyrr eða seinna verða
allri þjóðinni til góðs. • Séu
hins vegar launin lág miðað
við vélaverðið, verða atvinnu
rekendur tregari til allrar ný
breytni, þróunin gengur hæg
ar eða stöðvast. Gengislækk-
un verður því til þess að
draga úr tækniþróuninni og
verklegum framkvæmdum.
Hún er hemill á efnislegar
framfarir.
Skerðing á sparifé almenn-
ings
Á síðustu árum hefur mikl-
um fjölda fólks tekizt að
safna sér nokkru sparifé. Það
hefur ýmist safnað sér fé
til að eiga varasjóð í erfið-
leikum; í von um að geta
eignazt hús eða íbúð eða til
öryggis á elliárunum. Gengis-
lækkun og sú mikla verð-
hækkunaralda sem henni
fylgir rýrir þetta sparifé að
mjög verulegu leyti. Það nýt
ist skemur sem neyzlufé, von
irnar um- sæmilegt húsnæði
verða enn fjarl., og hver er
sá sem reynir að safna vara-
sjóði til elliáranna, þegar
gildi hans er háð getuleysi
afturhaldssamrar ríkisstjórn-
ar? Gengislækkun rýrir sem
sé ekki aðeins launin; hún
skerðir einnig stórvægilega
þær eignir sem almenningur
kann að hafa safnað sér á
undanförnum árum.
Dýrtíðin
Það eru mikil undur og
býsn að þeir sömu menn, sem
nú telja gengislækkun helzta
„bjargráð“ þjóðarinnar, hafa
öðrum fremur rætt um hina
geigvænlegu dýrtið. Nú telja
þeir það ráð gegn dýrtiðinni
að hækka hana! Gengislækk-
un merkir aukna dýrtíð,
meiri dýrtíð en nokkurn tíma
hefur þekkzt hér á landi,
dýrtíð sem hefur þann einn
tilgang að rýra kjör alls al-
mennings.
Svik við þjóðina
Gengislækkun bitnar á öll-
um launþegum landsins,
verkamönnum, opinberiun
ájtarfsmönnum, skrifs)tofpr-
mönnum, verzlunarfólki o. s.
frv. Hún bitnar ekki síður á
bændum. Allar þessar stéttir,
yfirgnæfandi meirihluti þjóð
arinnar, eru andvígar gengis-
__**„.••• L- jfi&tiZJíjii-1.
lækkun og telja hana svik
við sig. Verði hiún engu að
síður látin dynja^á almenn-
ingi, eru það.svik við öll lof-
orð sem gefin voru í síðustu
kosningum. Núverandi ráða-
menn þjóðarinnar hafa að
vísu sýnt það æ ofan í æ að
þeir hafa að engu vilja kjós-
enda sinna og hagsmuni, ef
þeim sýnist svo, og þeir
munu framkvæma gengis*
lækkun ef hugrekkið er nægi!
legt. En hugrekkið er hins
vegar undir því komið,
hversu ötulega og einárðlegai
þjóðin stendur á verði um
hagsmuni sína
Vísir hrósar sigri
I frásögn Vísis af Varðar-
fundinum, sem haldinn var í
fyrradag, er skýrt frá því .að
Kristján Guðlaugsson ritstjóri
heildsalablaðsins hafi haldið
ræðu.
„Lýsti hann nokkuð ágrein-
ingi þeim, sem verið 'hefði inn-
an flokksins undanfarin ár, en
hann hefði einmitt stafað af
mismunandi afstöðu til Iausn-
ar dýrtíðinni. Hefði Vísir ávallt
talið það mestu máli skipta, að
ráðizt væri ótrauðlega gegn
dýrtíðinni. Nú væri svo komið,
að flokkurinn í heild væri kom-
inn á þá skoðun og bæri að
fagna því, að allir sæju nú, að
ekki yrði lengur skotið á frest
að stinga við fótum og finna
ráð til úrlausnar.“
Svo mörg eru þau orð, og
fagnaðartónn heildsalablaðsins
leynir sér ekki. Sú tíð er löngu
liðin, að Vísir var fyrirlitinn
snepill af ráðamönnum Sjálf-
stæðisflokksins. Nú bólar ekki
á því að Vísir hóti að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn, eins og þeg
ar „drengskaparmaðurinn",
Bjarni Benediktsson, hafði svik-
ið af Birni Ólafssyni þingsæt-
ið. Nei, nú hafa ráðamenn Sjálf
stæðisflokksins sameinazt á
Vísis-línunni undir forustu hins
sama Bjarna Benediktssonar.
Það er ekki að furða þó Vísir
fagni. Hann hefur í engu hvik-
að frá afstöðu sinni. Á sama
hátt og hann snerist gegn ný-
sköpunarstjórninni og krafðist
þess, að ráðizt yrði á lifskjör
almennings 1944, sér hann nú
engin ráð önnur en nýjar árás-
ir á íslenzka alþýðu. Munurinn
er sá, að árið 1944 tókst að
koma vitinu fyrir hluta af for-
ustumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, en nú virðist foringjaklíkan
öll vera sokkin í svað eymdar-
innar og hrunsins.
Vísir er ekki vinsælt blað,
ekki heldur af óbreyttum kjós-
endum Sjálfstæðisflokksins, og
hrunstefna þess á ekki mikinn
hljómgrunn meðal almennings.
Þess er því að vænta, að ýmsum
Sjálfstæðismönnum þyki óvæn-
lega horfa um forustuliðið, eftir
þessa yfirlýsingu heildsalablaðs
ins Vísis.
Ráóskonan
á Grund
Draupnisútgáfan hefur nýlega
sent á markaðinn skáldsögu
sænska rithöfundarins Gunnars
Widegren, Ráðskonan á Grund.
Hefur Jón Helgason blaðamað-
ur íslenzkað söguna, en prent-
smiðjan Edda prentað.
Efni sögunnar er í stuttu máli
það, að ung húsmæðrakennslu-
kona, af góðu bergi brotin,
ræður sig sem ráðskonu sumar-
langt á bænum í Smálöndum,
án þess að láta þess getið, hver
hún er. Verður þetta harla
söguleg sumardvöl, enda koma
ýmsar sérstæðar og skemmti-
legar persónur við sögu. Og
Framhald á 7. siðu
Jafnvel þó það sé Bjarni Bene-
diktsson
Þegar Bjarni Benediktsson sat þing norrænna utan-
ríkisráðherra fyrir skömmu birtust margar myndir af
honum í dönskum blöðum, en eins og kunnugt er mynd-
ast hann mjög að makleikum. Þá var þessi vísa ort úti
í Kaupmannahöfn:
I útlöndunum
er okkar landi
lítill gaumur gefinn,
enda tæplega
á öðru von.
Þvi er gaman
þegar getur að líta
mynd af íslenzkum manni
í mörgum erlendum blöðum, —
jafnvel þó það sé Bjarni Benediktsson.
á.
7