Þjóðviljinn - 17.09.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1947, Síða 6
ÞJ ÓÐ VILJINN Miðvikudagur 17. sept. 1947. 9. I Samsæri mikla L I eftir MICMEL SAYERS oq ALBERT E. KAHN rotnu byggingu rússneska iðnaðarins og flutningakerfis- ins yrði að endurreisa frá grunni. Ráðstjórninr hélt Lenín áfram, vænti viðurkenningar og vináttu frá hálfu Bandaríkjanna. Hann var vitandi um hina opinberu hleypidóma gegn stjórnarfari sínu. Hann bauð Robins hagkvæmt lágmark á samvinnustefnuskrá. Istaðinn fyrir tæknilega hjálp frá Bandaríkjunum mundi ráðstjórnin takast á hendur að flytja í burtu allar stríðs- birgðir af austurvígstöðvunum, þar sem ekki væri með öðru móti unnt að verjast því að þær féllu Þjóðverjum í hendur. Robins upplýsti William Judson herforingja, formann bandarísku hersendisveitarinnar í Rússlandi, um tillögur Leníns, og Judson herforingi fór út til Smolni til þess að semja önnur atriði samningsins. Judson hafði bón til við- bótar, að hundraðþúsundunum af stríðsföngum sem Rúss- ar höfðu í haldi, yrði ekki gefið heimfararleyfi fyrr en í stríðslok. Lenín féllst á það. Judson herforingi fræddi Francis sendiherra um það, að það væri til hagsmuna fyrir Bandaríkin að þau viður- kenndu ráðstjórnina. „Ráðstjórnin er hin raunverulega stjórn, og það ber að taka beint samband við hana“, mælti Judson herfor- ingi. En sendiherra Bandaríkjanna hafði a&rar hugmyndir og hafði komið þeim á framfæri við stjórnarvöldin í Washington. Fám dögum síðar kom skeyti frá Lansing utanríkisráð- herra og var Francís sendiherra þar ráðið að „hætta öllu beinu sambandi við bolsévíkastjórnina", og að allir banda- rískir fulltrúar skyldu gera slíkt liið sama. Skeytið bætti stuttlega við: „Gefið Judson þessi sömu ráð“. Ar.na.ð skeyti, sent skömmu síðar, kallaði Judson her- foringja heim til Bandaríkjanna. Robins kom í hug að segja upp starfi sínu í mótmæla- skyni við stefnu utanríkisráðuneytisins. Honum til mikill- ar undrunar bað Francis sendiherra hann að halda sam- bandinu við Smolni. „Eg held, að óhyggilegt, sé fyrir yður að slíta við- skiptum yðar við þá snögglega og algerlega, það er, að hætta öllum heimsóknum þangað“, sagði Francis sendi- herra við Robins. „Ennfremur langar mig til að vita, hvað þeir hafast að, og ég mun standa milli' yðar og eldsins". Robins var ekki Ijóst þá, að Francis sendiherra vildi af sérstökum eiginástæðum fá allar þær upplýsingar, sem hann gæti náð í um ráðstjórnina. 5. Klækir að tjaldabaki. Annan desember 1917. sendi Francis sendiherra fyrstu trúnaðarskýrslu sína um athafnir Alexei Kaledíns herfor- ingja, fyrirliða Donkósakkanna. Francis lýsti lierforingj- anum sem „Kaledín, yfirhershöfðingja Kósakkanna, sem væru tvö hundruð þúsund að tölu“. Kaledín hershöfðingi hafði skipulagt gagnbyltingarher hvítliða meðal Kósakk- anna í Suður-Rússlandi, lýsti yfir „sjálfstæði Donhéraðs- ins“, og var að búa sig undir að halda förinni til Moskvu og steypa ráðstjórninni af stóli. Leynihópar liðsforingja úr keisaraliðinu í Pétursborg og Moskvu unnu sem njósn- arar Kaledíns gegn ráðstjórninni og stóðu í sambandi við Francis sendiherra. Að beiðni Francis var send nákvæm skýrsla um liðsstyrk Kaledíns til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, og sá um það Maddins Summers, aðalræðismaður Bandarikj- anna í Moskvu. Summers, sem kvænzt hafði dóttur auð- kýfings úr keisaraliðinu, var jafnvel æstari í hleypi- dómum gegn ráðstjórninni en sendiherrann sjálfur. Sam- kvæmt skýrslu Summers til utanríkisráðuneytisins, hafði Kaledín safnað um sig öllu hinu „þjóðhollasta" og „heið- virðasta" fólki í Suður-Rússlandi. Lansing utanríkisráðherra sendi skeyti til sendiráðs- ins í London og mælti með leynilegum fjárstyrk við mál- stað Kaledíns. Styrk þennan eða lán skyldi veita með milligöngu annaðhvort brezku eða frönsku stjórnarinnar. „Eg þarf ekki að leggja áherzlu á það við yður“, bætti Lansing ráðherra við, „hvílík nauðsyn er á að hefjast skjótlega handa. Reynið einnig að hafa áhrif á þær þýð- ingarmiklu persónur sem þér talið við um nauðsyn þessa, I LIFID AÐ Eftir Aftorace Mc Coy ritið þxtt. Mér þætti það svo leitt, ef illa færi fyrir „Haldið þér, að þér getið útvegað okkur nokkrar þér“. ' auglýsingar í fyrsta heftið?“ „Það fer ekki illa fyrir mér“, svaraði Dolan stutt- „Eg sé ekki, hvers vegna við ættum ekki að geta lega. það“, sagði Eckmann um leið og hann gekk að dyr- „Þú ætlar að reyna að segja sannleikann — er unum. „Það er auðvitað alltaf erfitt að fá auglýs- ekki svo?“ ingar, en það er nýjabragð af þessu, svo við ættum. „Eg ætla ekki að reyna það — ég ætla að gera að geta klófest nokkrar". það“. „Það væri sannarlega góð hjálp, ef okkur tekst „Hefurðu gert þér grein fyrir því, sem getur það“, sagði Dolan. komið fyrir, ef þú stígur á skakkar tær? Þessi borg „Eg skal nudda á þeim“, sagði Eckmann brosandi. er ofvaxið ' sveitaþorp, troðfull af þröngsýnum „Jæja — sjáumst aftur---------------------“ mönnum, sem hámóðgast við hverja breytingartil- „Sjáumst aftur", svaraði Dolan og leit út á göt- raun á ástandinu — ég þekki þessháttar borgir“. una neðan við gluggann. „Eg líka — ég er fæddur hér.“ „Góðann daginn". Það var rödd Myru. „Þeir krossfesta þig — —“ „Hæ!“ sagði Dolan og snéri sér á hæl, hissa á að „í guðsbænum hættu þessum fortölum, David. hann skyldi ekki hafa heyrt til hennar. Það er eins og allur heimurinn þurfi að telja um „Hvernig líður yður ?“ fyrir mér. Eg veit, hvað ég er að gera — fæ ég „Prýðilega“. peningana eða fæ ég þá ekki?“ „Jæja“, sagði hún brosandi. „Þér bjóðið mér ekki „All rigth“, sagði David, opnaði skúffu og tók einu sinni sæti?“ upp úr henni ávísanahefti. „Auðvitað — fyrirgefið", sagði Dolan og sótti stól handa henni og bauð henni sæti. „Gerið þér svo 5. vel---—“ Lawrence mætti honum í prentsmiðjudyrunum, og „Þakk, hvað er að andlitinu á yðui ?“ gekk með honum upp stigann að auðri skrifstofu. „O — e“, hann strauk skeggbroddana. „Eg rakaði „Eg hygg, að þér verðið ánægður með þetta her- mig ekki í morgun-----------------“ bergi“, sagði hann. „Eg skal reyna að láta stand- „Eg á ekki við það“, sagði Myra og hristi höfuðið. setja það í fyrramálið. Vi'ð geymdum teikningar í „Eg á við —. —“. Hún hallaði sér áfram og snart því“. kinnina á honum með einum fingri. „Þettá hérna". „Það er prýðilegt", ságði Dolan. Allt, sem ég „Það er eflaust flumbra — ég hlýt að hafa rekið þarfnast, er skrifborð og ritvél. Hafið þér lykil ?“ mig á eitthvað". „Eg skal láta búa til lykil handa yður“, svaraði „Það er nú öllu líkara biti“, sagði Myra. „Látið Lawrence. „Mér þætti gott, ef þér vilduð tala við þér kvenfólkið bíta yður — eða hvað ?“ Eckmann um auglýsingarnar. Plann sér um auglýs-’ Dolan roðnaði og leið illa. ingarnar i flestum fjármálablöðunum, sem við prent- „Þér hafið fengið verulega snotra skrifstofu", um. Hann sér eflaust líka um þær fyrir yður. Eg sagði Myra og leit í kringum sig. „Er þetta skrif- vona að þér kunnið vel við yður hér“, bætti hann borðið mitt, þarna við vegginn?“ við um leið og hann fór. „Skrifborðið yðar?“ „Hvenær hafið þér hugsað yður að fyrsta blaðið „Já — ég hef í hyggju að hjálpa yður. Eins og kæmi út ?“ spurði Eckmann. þér hljótið að skilja —“ „Eftir svona vikutíma-------—“ „Eg þarfnast engrar hjálpar". „Hafið þér augastað á nokkrum, sem sérstak- „Áður en lýkur þarfnizt þér allrar þeirrar hjálp- lega mundu auglýsa hjá okkur?“ ar, sem völ er á“, sagði hún af sannfæringarkrafti. „Nei, ekki þessa stundina. Eg hef ekki hugsað „Eg held, að yður sé ekki fullkomlega ljóst, út á neitt um þá hlið málsins". hvaða braut þér eruð að leggja". „Það er þýðingarmikið atriði. Þér verðið að fá „Það er nú tæplega eins bölvað og þér gerið ráð auglýsingar upp í útgáfukostnaðinn, skiljið þér —“ fyrir“, sagði hann brosandi. „En jafnvel þó svo „Já, ég veit það“. væri, mundi mér ókleift að ráða nokkuð starf- „En vinir yðar? Þér hljótið að eiga fyrir vini ein- fólk, því eins og ég sagði yður í gær, þá er ég hverja fjárplógsmenn, sem láta yður fá auglýsing- þeningalaus. Eg ætla að sjá sjálfur um allt efnið“, ar“. „Ætlið þér að halda því fljótandi á hugrekki yðar „Þá á ég ekki“, svaraði Dolan. „Mér þykir það og sjálfstraust.i einu saman?“ leitt, en ég er algjör viðvaningur á þessu sviði. En „Já að vissu leyti-------------“ ég skal reyna að útvega yður nokkra viðskiptavini". „Og hatri yðar?“ „Jæja. Á meðan ætla ég að reyna á þessum venju- „Eg hata ekki-------------------------------“ legu stöðum,“ sagði Eckmann. „Hafið þér ákveðið „Jú ■— þér hatið, og einmitt það er mest heill- heiti tímaritsíns ?“ andi við yður“, sagði hún brosandi og opnaði rauðu „Eg ætla að kalla það „THE COSMOPOLITE“.“ varirnar. „Og það hatur verðið þér að næra og halda „The Cosmopolite!" Það var ekki svo galið“, sagði lifandi — það mun koma yður í góðar þarfir áður Eckmann. „Hreint ekki svo galið“. en lýkur“. pMiiiiiipiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiiiiijipipiiiiiiiiiiiiiiiiiippjijiiiiiiiiiiH .iiiii^iiHiiiiiiiiiiúiuiiiiiiiiiijinniwiiiiiiiíyiiiiiwðiHjuiiwýij-BWOTimsBi D A V í Ð miiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiuiiiiiimiuiwg^ 12. dagur. imjuiiimuiiiiiiiiiaDimmiiifflmffli V EDI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.