Þjóðviljinn - 24.09.1947, Blaðsíða 8
Fimmta þing Iðnemasambandsins:
Yerknámsskólir myndu
iðnnámi
Námstíminn áþarflsga langur í
ýmsum iðngreinum
Fimmta þingi Iðnnemasambands íslands lauk snemma
s.l. mánudagsmorgun, og höfðu þá verið haldnir alls 5
þingfundir. Þingið sátu 65 fulltrúar frá 20 sambandsfé-
lögum.
I þinglok var kjörin sambandsstjórn fyrir næsta starfs
tímabil og er liún þannig skipuð: Formaður: endurkjörinn
Sigurður Guðgeirsson, prentnemi; varaformaður: Ámundi
Sveinsson, járniðnaðarnemi; ritari: Alfreð Sæmundsson,
húsasmiðanemi; gjaldkeri: Sigurður A. Björnsson, mál-
aranemi; meðstjómandi: EgiII Egilsson, húsasmíðanemi
í Hafnarfirði.
Þingið tók til meðferðar hags-
muna,- fræðslu,- og menningar-
mál iðnnema. Auk þess gerði
þingið ýmsar ályktanir um sér-
mál sambandsins.
Fara hér á eftir helztu sam-
þykktir þingsins:
Iðnfræðsla og iðnskólar í sveit-
um.
„£>. þing Iðnnemasambands ís
lands, lýsir því yfir sem skoðun
sinni að aðgerðir sambands-
stjórnar varðandi meðferð Al-
þingis á frumvarpi því til laga
um iðnfræðslu og frumvarpi til
laga um iðnskóla í sveitum og
Alþingi hafði til meðferðar á
síðasta þingi, sé algerlega í sam
ræmi við vilja samtakanna og
felur væntanlegri sambands-
stjóm að vinna á sama grund-
velli að þessum málum“.
Framhald á 3. síðu
Nýr togari hleypur
af stokkunum
Nýsköpunartogarinn Goðanes,
eign samnefnds hlutafélags í
Neskaupsstað, hljóp af stokkun
um í Englandi 16. þ.m.
Togarinn verður væntanlega
tilbúinn til afhendingar um miðj
an desember n.k. Skipstjóri verð
ur Árni Ingólfsson sem nú er
fyrsti stýrimaður á Agli rauða.
Sigurður Guðgeirsson, formaður
Iðnnemasambands íslands
Kauitmenn hætta
lánsviðskiptnn
Féiög kaupmanna í Eeykja-
vík og Hafnarfirði hafa tilkynnt
að þau hætti lánsviðskiptum
„vegna ástands þess er nú ríkir
í viðskiptamálum þjóðarinnar"
og afgreiði ekki vörur nema
gegn staðgreiðslu frá 1. október
n. k. að telja.
Félög þau er nú taka upp
staðgreiðslu í sölubúðum sínum
eru þessi: Félag búsáhalda- og
Framhald á 7. síðu
Loftleliir niunu halda appi míSEilanda
flngferðum i II iaga fresti
Síðan Loftleiðir h.f. fengu skymaster fhigvélina Heklu
og hófu utanlandsflug 17. júní á þessu ári, og fram til 17.
september þ. á. hefur félagið flutt á milli ianda 1427 far-
þega. Frá íslandi hafa verið fluttir 738 farþegar, en til
íslands 689 farþegar. Flogið hefur verið til Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar, Bretlands og Frakklands.
■----------------------♦
Almennur kvenna
fundur í Iðnó
Annað kvöld (fimmtudag)
verður haldinn almennur
kvennafundur í Iðnó að tilhlnt-
an Bandalags kvenna í Rvík og
áfengisvarnanefnda kvenna í
Eeykjavik og Hafnarfirði. —
Fundurinn hefst kl. 8,30.
Á fundinum verður rætt um
fæðingadeíld Landsspítalans,
fiamkvæmd heilbrigðissam-
þykktar Reykjavíkur, skömmt-
un áfengis og tóbaks og heimil
in og innflutninginn.
Loftleiðir h.f. munu halda á-
fram reglubundnum flugferðum
fyrir farþega, póst og-farangur
til Kaupmannahafnar. I ráði
er að félagið hefji flugferðir til
Prestwick eða London, þegar
leyfi hefur fengizt fyrir við-
komu á þessum stöðum. Ferð-
ir munu verða á 10 daga fresti
og verður fyrsta ferðin frá
Reykjavík 2. okt. kl. 8 að
morgni til Kaupmannahafnar
og til baka aftur daginn eftir.
Komi það í ijós að þörf verði
fyrir fleiri ferðir en áætlaðar
hafa verið, mun félagið - senda
„Heklu" í aukaferðir.
bæta ir ó
Einsfæður utan-
ríkisráðherra
/
Utanríkisráðheriann er
einhver þýðingarmesti em-
bættismaður þjóðarinnar.
Auk þess sem honum er fal-
ið að gæta fullveldis landsins
og sjálfstæðis fer útflutn-
ingsverzlunin um hendur
hans, og á þann hátt ber
hann verulega ábyrgð á f jár-
hagsafliomu þjóðarinnar. —
Þetta embætti rækir Bjarni
Benediktsson á þann hátt að
einsdæmi mun vera í heimin
um bæði fyrr og siðar.
Öll starfsorka hans fer nú
í það að skrifa langar grein-
ar I Morgunblaðið um það,
að enginn vilji sjá islenzkar
afurðir og verð þeirra sé allt-
of hátt! Þessa iðju stundar
hann af miklu kappi á sama
tíma og t. d. Hollendingar
eru að semja um kaup á þess
um sömu aíurðum fyrir það
verð sem við þörfnumst.
Hann veit að sjálfsögðu að
sendimenn viðskiptalanda
okkar lesa þessar greinar
með athygli og gefa ríkis-
stjórnum sínum skýrslur um
þær. Og ályktun þeirra hlýt-
ur vissulega að verða sú ein,
að þessi utanríkisráðherra
sé afar einkennilegt fyrir
brigði, en sjálfsagt sé þó
að færa sér í nyt baráttu
hans fyrir verðhruni ís-
lenzkra afurða.
Það væri hægt að afsaka
þessa iðju utanríkisráðherr-
ans, ef hvatir hans væru að
vara þjóð sína \ið af hrein-
skilni og heiðarleik. En því
fer víst fjarri. Isl. afurðir
eru hvorki torseljanlegar
né of dýrar. Eins og sýnt var
fram á hér í blaðinu í gær er
mikil eftirspurn eftir öllum
afurðum Islendinga. Þser
tvær tegundir sein hruriblöð-
in taia um sölutregðu á, salt-
fiskur og freðfiskur, eru auð
seljanlegar fyrir ábyrgðar-
verð og meira en það, ef ekki
er krafizt þess gjaldmiðils,
dollara og punda, sem við-
skiptalönd okkar eiga ekki
nema af skornum skammti.
Þetta hefur sannazt ótvírætt
af sölum á þessu ári, eins og
sýnt var fram á í blaðinu í
gær, og slíkar staðreyndir
forðast utanríkisráðherrann
að nefna.
Hvatir utanríkisráðherr-
ans eru þær einar að útvega
heildsölunum dollara og
pund, svo að þeir geti haldið
hinuni gönilu samböndum
sínum og óSkertum umboðs-
Iaunum í erlendum gjaldeyri.
Til þess að ná því marki víl-
ar hann elíki fyrir sér að
fóma hagsmunum útflutn-
ingsatvinnuveganna og þjóð
arinnar í heild. Er ekki mál
að skemmdarverkum þessa
vesæia manns linni?
þlÓÐVILIINN
Þorbjörn Sigurgeirsson og þýzkir vísindamenn að fást við V2
skeyti suður á eyðimörk Nýju-Mexikó.
íslenzkur kjarnorkufræðingur kom-
inntil landsins
Nýkominn er hingað út ungur eðlisfræðingur, Þor-
björn Sigurgeirsson að nafni, eftir tíu ára dvöl vestan hafs
og austan. Þorbjörn er bóndason frá Orrastöðum í Húna-
þingi. Eftir stúdentspróf fór haim til Banmerkur og lagði
stund á eðlisfræði við Hafnarháskóla. Að því námi ioknu
réðist hann að rannsóknarstofu ISliels Bolirs. en hann átti
eins og kunnugt er allmikinn
una úr læðingi.
Þegar síga tók á ógæfuhlið
fyrir Þjóðverjum í styrjöldmni,
var eina sigurvon þeirra bimd-
in því, að þeim tækist að fram-
leiða kjarnorkusprengjur. Þeir
ákváðu því að reyna að komast
yfir árangurinn af rannsóknum
Bohr og einn góðan veðurdag
voru rannsóknarstofur hans
teknar herskildi. Þjóðverjar
gripu þar algjörlega í tómt, því
að Danir höfðu orðið áskynja
um fyrirætlanir þeirra og
bjargað Bohr og starfsliði hans
þátt í því að leysa kjarnork-
til Svíþjóðar á seinustu stundu.
Bohr fór síðan til Bandaríkj-
anna og hjálpaði vísindamönn-
um þar við kjarnorkurannsókn-
irnar, en Þorbjörn Sigurgeirs-
son dvaldi í Svíþjóð um skeið
en kom hingað út með Esjunni.
Hann dvaldi hér skamma
hríð, en fór brátt til Bandaríkj-
anna til að leggja stund á vír-
usrannsóknir, Hann lagði þær
brátt á hilluna og hóf aftur að
fást við athuganir á geislavirk-
Framhald á 3. síðu.
iiieisiar sksra á ráðið aS veita fjár-
estingarleyfi til byggingarvinnu •
Bygging hins nýja Iðnskólahúss á Skólavörðuholti,
sem hafin var á fyrra ári, virðist nú stöðvuð í bili. Hefur
fjárhagsráð synjað um fjárfestingarleyfi til byggingarinn-
ar, enda þótt skólamál iðnnema hafi aldrei verið í meiri
jólestri en nú.
Á nýafstöðnu þrngi Iðnnemasambands íslands var
samþykkt eftirfarandi áskorun til fjárliagsráðs varðandi
þetta mál:
„Þar sem sannfrétzt hefur að
fjárhagsráð hefur neitað að
veita fjárfestingarleyfi fyrir
hinni nýju Iðnskólabyggingu,
vill 5. þing I.N.S.Í. beina þeirri
áskorun sinni til ráðsins að það
endurskoði þessa ákvörðun sína
og veiti umbeðið fjárfestingar-
leyfi nú þegar. Vill þingið í
þessu sambandi benda ráðinu á,
að þótt skólamál iðnnema i
Reykjavík hafi átt við mikla erf
iðleika að stríða á undanförnum
árum, þá hefur ástandið í þeim
málum aldréi verið verra en nú,
þar sem fyrirsjáanlegt er að
ekki verður hægt að koma öllum
þeim fjölda fyrir sem sótt hef-
ur um skólavist".
— Ný hveragos . .
* I fyrradag gaus ný borhola i
Krýsuvílt, að því er talið er
stærsta gosi sem fengist hefur
við jarðborun hér.
Þá gaus ennfremur 200 m.
djúp borhola í Hveragerði. Ver
ið var að ná borstöngunum upp,
þegar gosið hófst og náðist lítið
af þeim, en reynt mun þó að ná
• þeim upp.