Þjóðviljinn - 24.09.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1947, Blaðsíða 5
- Miðvikudaginn 24. sept. 1947. ÞJOÐVlLJINN 5 Var Bretland þvingað til þátttöku í Parísarráðstefnunni? „Hjálp“ Bandaríkjanna yrði til að gera Evrópu að banda- rískri nýlendu — áiit eins sérfræðings Verkam.flokksins brezka í Bandaríkjamálum Parísarráðstefnunni um „hjálp“ Bandaríkjanna er lokið. Bevin, brezki utanríkisráðherrann, hélt hátíðlega ræðu um gildi ráðstefnunnar, óskaði þeim þjóðum til hain- ingju, sem þar dönsuðu eftir bandariskri músík. En hvað var bak við þátttöku Breta í Parísarráðstefn- unni? Sé rétt á málum haldið í grein þeirri sem hér fer á eftir, rituð af Londonfréttaritara norska Arbeiderbladets, Anders Buraas, hafa Bretar í sambandi við ráðstefnu þessa mjög leikið tveim skjöldum, látið líklega við Banda- ríkjamenn en gert jafnframt ráðstafanir til að hefja náið og meir og minna innilokað samstarf i viðskiptamálum milli landa brezka heimsveldisins. Arbeiderbladet gerði grein þessa að aðalfrétt á öft- ustu síðu, með sterkri fimrn dálka fyrirsögn: „Öflugt bandarískt aðhald að stjórninni í London. „Vinsamlegt ráð“ frá Stassen: „Hrindið verkalýðsstjórninni!“ Lítil trú á Marshalláætluninni. Bretar halda fast við forréttindi heimsveldisins.“ (Kannski gæti Alþýðublaðið eitthvað lært af þessu). í greininni, sem er frétta- bréf frá London, segir Buraas meðal annars: Bandarískt aðhald í því skyni að fá brezku stjórnma til að láta af sósíalistískri pólitík verður ákafara með hverjum degi. Harald Stass- en, forsetaefni Repúblikana, fær nú inni hjá Beaver- brookblöðunum fyrir ný ,,vin samleg ráð“ til Bretlands Af- klæddur öllu orðskrúði er innihald greinarinnar bein hvatning til Breta að losa sig við ríkisstjórnina. Fáið ykkur nýja stjórn, sem metur ein- staklingsframtakið. og banda- rísk hjálp mun veitast hinni hraustu brezku þjóð' Hjálpin, sem Stassen vill láta er þessi: Bandarískt hjálparráð á að sjá brezkum iðnaði fyrir fram leiðslupöntunum, leggja í hann fé og skipuleggja fram- leiðslu hans og afhéndingar. Sem endurgjald fyri-r hjálp- ina á að tryggja Bandaríkja- mönnum aðgang að brezkum hráefnalindum. Með öðrum orðum, bandarískir peninga- menn eiga smám saman að taka stjórn brezka iðnaðar- ins. Aðspurður um álit á grein þessari segir einn áhrifamað- ur brezka Verkamannaflokks ins að læknislyf Stassens hafi þegar verið gefið Belgíu, Hol- landi, Lúxembúrg og Ítalíu. Bandarískt fjármagn streym- ir til þessara landa, og banda rískt eftirlit með auðlindum landanna er að komast í fast horf. En, segir maðurinn, við hér í Bretlandi tökum aldrei það meðal. Engin líkindi eru til þess að brezkir verkamenn þiggi bandaríska fjárfestingu í atvinnulífi Bretlands. Auk þessa beina bandaríska aðhalds, sem haft er með blaðaskrifum og ummælum áhrifamikilla stjórnmála- manna, á berzka stjórnin við að stríða óbeina þvingun eins ákafa og ólíkt hættulegri. 'Bretland þarfnast hjálpar utan frá til endurreisnarinn- ar. Vegna ónógrar dollara- eignar er nú aðeins um tvennt að velja, Evrópu eða heimsveldið brezka. Á al- þjóðaverzlunarráðstefnunni í Geneve seint í ágúst skýrði Harold Wilson frá vali Bret- lands. Bretar hafa kosið heimsveldið, vegna þess að það er frekar aflögufært en hin hrjáða Evrópa. Valið er stutt tilfinninga- og siðferðis- rökum. Yfirlýsing Wilsons var eins og bitið væri í hönd bandaríska auðmagnsins. Að- alatriðið í verzlunarpólitík Bandaríkjanna eftir stríð hef- ur yerið að fjarlægja alla tálma, sem hindra frjáls við- skipti. Forréttindakerfið, sem tryggir viðskipti landanna innan brezka heimsveldisins, hefur verið þyngstur Ijár í þúfu. Bandaríkin vilja eyða því. Ákvæði þar að lútandi er í brezk-bandaríska láns- samningnum og það ákvæði hefur átt þátt í að skapa f jár- hagsvandræði Breta. Samtímis heldur Bretland áfram að stjórna „samvinnu- ráðstefnu um efnahagsmál Evrópu“ í París. Þar hefur verið borin fram tillaga um evrópskt tollabandalag. Til- lagan er sprottin af ósk um að geta samið evrópska við- reisnaráætlun, er „vakið geti áhuga Bandaríkjanna.“ — Bandaríkjamenn hafa ekki farið dult með að slík áætlun yrði talin mjög ' mikilvæg. Bretar voru þarna komnir í slæma klípu. Þeir eru ev- rópskir skímarvottar Mars- halláætlunarinnar. Þeir eiga ekki hægt með að taka «f- stöðu, sem eyðileggur Mars- halláætlunina. En er Bretar hafa kosið að byggja endur- reisn sína á heimsveldinu, geta þeir ekki um leið verið þátttakendur í evrópsku tolla bandalagi. Þeir fundu leið, lögðu til að Parísarráðstefnan skyldi kjósa rannsóknarnefnd til að athuga tollabandalags- málið. Bretar eru ekki and- vígir sjálfri hugmyndinni um tollabandalag. Hugmyndin er ágæt, en Bretland getur ekki verið með í slíku bandalagi nú, af fjárhagslegum ástæð- um. Eftir 5—10 ár kannski. Þá var það að Norðurlönd tóku afstöðu, sem var eins og gjöf af himnum send. Norð- urlöndin lýstu yfir í París, að þau yrðu ekki einu sinni með í svo sakleysislega út- lítandi ráðstöfun og rann- sóknarnefnd. Norðurlönd hafa þannig tekið forustu í andstöðu gegn myndun ev- rópsks tollabandalags. Það kemur í ljós, að þessi afstaða kom Bretum alveg á óvænt, og það segir sig sjálft, að gjöfin var meir en vel þegin. Gefið hefur verið í skyn, að ný fyrirmæli hafi verið send símleiðis frá forsætisráðherra ibústaðnum til Wilsons í Gen- eve, þegar er kunnugt var um afstöðu Norðurlandanna í París. Upplýst er að meðal fjármálamanna hafi miklar vonir verið tengdar við ev- rópskt tollábandalag, einskon ar sjálfviljuga uppgjöf Ev- rópu er átt hefði að gefa bandarísku auðmagni trausta fótfestu í Evrópu. Það er almennt álit í Lon- don, að hvort sem bandarískt hjálpartilboð komi í mynd Marshalláætlunarinnar eða annarri,y verði tilboðið mor- andi af skilyrðum. Upphafleg 'hugmynd Marshalls var góð og verðug hinni rooseveltsku hefð. En engir hér gera sér miklar vonir um að Banda- ríkjaþing samþykki hjálp, sem ekki gefi af sér við- skiptahagnað. Einn af sérfræðingum Verkamannaflokksins í Banda ríkjamálum segir það þannig: „Það, sem Bandaríkjamenn hafa í huga, og það eina, sem þing þeirra vildi samþykkja, er að gera Evrópu að banda- rískri nýlendu. Jú, það gæti fært okkur meiri mat og fatn að, en það yrði á kostnað þess, sem okkur er kærara. Frqjnhald á 7. síða Eftir Georg Branting (Niðurlag) En nú var stundin komin. Yfirstjórn ættjarðarfylkingar innar boðáði aiiúennan vopna búnað þann 9. september. Og þegar birti af degi hlýddi öll þjóðin þessu kalli með brenn- andi áhuga. Á þessum eina fagnaðardegi var ekki ein- göngu stjórninni, heldur einn ig öllum gömlum stjórnarhátt um sópað burt. Þennan dag fæddist hin nýja Búlgaría. Tugþúsundir manna og kvenna, sem elsk- uðu frelsið, höfðu á umliðn- um árum fórnað lífi sínu til að þessi dagur gæti risið upp. Á nokkrum dögum voru allir pólitískir fangar leystir úr haldi og hinir hötuðu böðlar fangelsaðir í þeirra stað. Ó- segjanlegri byrði var létt af landinu, þjóðin var borin á fagnaðarbylgju, sem risti djúpt eins og allar risabylgj- ur. Eftir kosningarnar 1945 var aðalábyrgðin lögð á herðar Dimitrovs, aðalbrautryðjanda ættjarðarfylkingarinnar, sem með rómuðu hugrekki hafði boðið Göring byrginn við þinghúsbrunann 1933. Allir gerðu sér ljósa þá erfiðleika, sem framundan voru, landið var mergsogið og styrjöldinni engan veginn lokið. Og Dimitrov hefur borið ábyrgðina síðan ásamt for- ustumönnum ættjarðarfylk- ingarinnar. Hann ber hana ennþá, þó að Trumans-stefn- an ógni og þjaki Balkan- skaga. Og á þessari stundu lítur þjóð hans á hann sem elskaðan föður, sem vekur traust allra með reynslu sinni, festu og djúpri vizku. íbúar Búlgaríu líta á hann sem óbifanlega ímynd þeirr- ar ,,eftirstríðsstefnu“, sem andstöðulhreyfingin hafði sam einazt um og hefur nú að miklu leyti orðið að veru- leika í tveggja ára áætlun. ★ Sagan um þjóðhátíðardag Búlgaríu gerir mönnum kleift að skilja eðli stjórnarstefnu landsins. Skæruhernaður og andstöðuhreyfingar voru alls staðar þar sem nazisminn kúg aði þjóðir utan Þýzkalands. En í öðrum löndum var stjórnmálaþróunin ekki hin sama og hér er lýst — þegar sigur var unninn og friður kominn á, var valdi frelsis- hreyfinganna bægt frá og „eðlilegu“ stjórnarfyrirkomu- lagi komið á. Júgóslavía er eina landið, sem fór sömu leiðir. Það er einkennandi fyr ir ástandið í Búlgaríu, að menn gátu þar í órofnu sam- hengi framkvæmt þá frelsis- stefnu, þá nýsköpunarstefnu, sem sjálf þjóðin hafði úr- skurðað nauðsynlega á hinum erfiðu árum. Það sem hafði mótazt og myndazt á dögum kúgunar og áþjánar sem hug- mynd um hina réttu lands- stjórn, hið raunverulega lýð- ræði — það var eitthvað af þeirri hugsjón, sem nú var hægt að framkvæma og lifa fyrir. Eg er sannfærður um, að það er einmitt þetta „eitt- hvað“, sem gefur nú hinum búlgörsku og júgóslavnesku þjóðum mátt til svo sérstæðr ar hrifningar og framtaks, að jafnvel gerókunnugir aðkomu menri verða þess varir. Og þó ætti þetta nýja stjórn arfyrirkomulag ekki að vera sérlega fyrir okkur Svía. Að miklu leyti, já, í aðalatriðum, er litið á þjóðfélagsmálin eins og við gerum. Við skulum líta á eitt atriði, eitt aðalatr- iði: ,,Eignaréttinn“, þegar um hin stóru framleiðslutæki er að ræða. í hinni sósíaldemó- kratisku eftirstríðsstefnu okk ar Svía hafa komið fram þær kröfur, sem við gerum til einkaiðnaðar. Hann má halda áfram að vera „einka“-iðnað ur, en hann verður jafnframt að kóma öllu þjóðfélaginu að gagni. Hann á að leggja fram full vinnuafköst og uppfylla skyldur sínar við þjóðfélagið á sanngjörnum grundvelli. Ef hann gerir það ekki — verður þjóðfélagið að taka til sinna ráða. í stjórnarskrá hinnar nýju Búlgaríu er mikilvægt atriði, þar sem eignarrétturinn er settur undir vernd ríkisins, en um leið er þess krafizt, að eignin sé notuð þjóðinni í. hag. Þetta er það þjóðfélags- lega sjónarmið, sem hefur sigrað. Þegar Dimitrov var að tala um þýðingu hins nýja þjóðhá tíðardags, sagði hann: ,,Með 9. september hefst nýtt tíma- bil í sögu okkar — tímabil hins raunverulega lýðræðis, tímabil ættjarðarfylkingarinn ar.---------Þjóðfélag okkar er ennþá byggt á eignarrétt- inum; hinar fyrri þjóðfélags- stéttir eru enn til og hafa sín eigin áhugamál. En innan þessa þjóðfélags hefur mynd- azt lýðræðislegt stjórnarfar, gagnger breyting hefur orð- ið á þeim öflum, sem ráða mestu í opinberu lífi. Þetta hefur einnig haft í för með sér breytingu á því hlutverki sem þessi öfl gegna innan ríkisins í opinberu lífi, einka- lífi, menningar- og fram- leiðslulífi. Ríkisvaldið er nú í höndum þjóðarinnar, þ. e. ríkisvaldið, sem áður rændi og kúgaði þjóðina, er nú orð- ið að þjóðarvaldi sem hefur það markmið að vinna fyrir þjóðina og aðeins þjóðina". Og hann lýsti nánar þeirri Framhald, á 7. síðrl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.