Þjóðviljinn - 02.10.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 2. október 1947 llllllllllllllfftitfilifflmgmi 23. dagur LIFIÐ AD VEÐI Eftir Iforace Mc Coy 22.1 Saitisæri mikla eftir MICHAEL SAYEilS og ALBEET E. KAHN franski konsúllinn. Brezku fulltrúamir voru Reilly og George Hill höfuðsmaður, enskur liðsforingi úr leyniþjón- ustunni, er sendur hafði verið til að hjálpa Reilly. Nokkr- lr aðrir sendimenn og njósnarar Bandamanna voru við- staddir, þar á meðal blaðamaðurinn René Marehand, Moskvufréttaritari Parísarblaðsins Figaro. Sidney Reilly boðaði til þessa fundar, samkvæmt frá- sögn hans sjálfs í minningabókinni, til að gefa skýrslu um starfsemi sína gegn sovétstjóminni. Hann skýrði Bandamannafulltrúunum frá að hann hefði „keypt Berzin ofursta, fyrirliða varðliðsins í Kreml.“ Verð ofurstans hefði verið tvær milljónir rúblna. Reilly hafði greitt hon- um fyrirfram 500 þús. rúblur í rússneskri mynt, afgang- inn átti að greiða í enskum pundum, þegar Berzin of- ursti hefði aflokið vissum störfum og komizt fram til Breta i Arkangelsk. „Félagsskapur vor er orðinn ægisterkur", sagði R,eilly. „Lettarnir eru okkar megin og eins verður allur almenn- ingur, þegar fyrsta höggið er fallið." Reilly skýrði svo frá að 28. ágúst héldi miðstjórn Bolsévíkaflokksins fund í Aðalleikhúsinu í Moskvu. Þar yrðu samankomnir á einum stað allir helztu leiðtogar Sovétríkjanna. Fyrirætlun Reillys var djörf en einföld. Að venju yrði lettneska varðliðið látið gæta allra dvra meðan fundurinn stæði. Berzin ofursti ætlaði að velja til þess „einungis trygga menn, sem fylgja málstað vorum af einlægni“. Er merki væri gefið, lokuðu þeir öll- um dyrum og beindu byssum að fundarmönnum. Þá átti „liðsveit“ Reillys og „samsærismanna úr innsta hringn- um“ að skunda upp á leiksviðið og handtaka miðstjórn Bolsévíkaflokksins! Lenín og aðrir sovétleiðtogar yrðu skotnir. Fyrir af- tökuna ætti að fara með þá um götur Moskvu, „svo öllum ;yrði ljóst að harðstjórar Rússlands væru orðnir fangar.“ Þegar Lenín og félagar hans væru frá, hryndi sovét- stjórnin eins og spilaborg. Það væru 60 þúsund liðsfor- ingjar í Moskvu, sagði Reilly, „sem fúsir hlýddu her- kvaðningu, hvenær sem væri“, og mynduðu her til að berj- ast inni í borginni, samtímis því að Bandamannaherir sæktu að. Maðurinn, sem stjórna átti þessum leynilega gagnbyltingarher, var „hinn kunni keisarahershöfðingi Júdenitz“. Annar her, undir forystu Savinkoffs „hers- höfðingja“ yrði myndaður x Norður-Rússlandi, og „það sem eftir yrði af bolsévíkum yrði molað milli „þessara myllusteina". Þannig var fyrirætlun Reillys. Að baki henni stóðu leyniþjónusta Bretlands og leyniþjónusta Frakklands. Bretar voru í náinni samvinnu við Júdenits hershöfðingja og bjuggust til að veita honum vopn og herbúnað. Frakk- ar studdu Savinkoff. Fulltrúum Bandamánna á fundinum í bandaríska kon- súlatinu var sagt hvað þeir gætu gert til að stuðla að framkvæmd samsærisins með njósnum, áróðri og ráð- stöfunum til að sprengja upp helztu járnbrautarbrýr kringum Moskvu og Pétursborg, til að svipta sovétstjórn- ina þeim stuðningi er rauði herinn annars staðar í landinu kynni að geta veitt. Þegar úrslitadagurinn nálgaðist, átti Reilly stöðugt fundi með Berzin ofursta, og ráðguðust þeir um smá- atriði í framkvæmd samsærisins og gerðu ráð fyrir hverri hugsanlegri truflun. Þeir voru að leggja síðustu hönd að undirbúningnum, er þeir fréttu að miðstjórnarfundi bolsévíka hefði verið frestað til 6. september. „Sama er mér,“ sagði Reilly við Berzin. „Eg fæ því betri tíma til að ljúka undirbúningnum." Reilly ákvað að fara til Pét- wrsborgar og athuga hvort þar væri ekki allt í lagi. Eitthvert næsta kvöld lagði Reilly af stað frá Moskvu íil Pétursborgar, ferðaðist með jámbraut með fölsuðu vegabréfi, undir nafni Sidneys Georgevits Relinskí, full- írúa Tsekunnar. Sidney Reilly hverfur af sviðinu I Pétursborg fór Reilly beint til Cromie höfuðsmanns, brezka flotafulltrúans, að gefa skýrslu. í stuttu máli ^kýrði hann ástandiö í Moskvu og lýsti uppreisnaráætl- uninni. „Moskva er á okkar valdi"! sagði hann. Cromie varð himinlifandi. Reilly lofaði að rita ýtarlega skýrslu pg senda til London. artaki síðar hreyfðust varirnar og hún gretti sig, eins og þegar maður bítur í óþroskaðan ávöxt. Þar næst fór titringur um augnalokin og hún opnaði þau. „April —- April“, hvíslaði Dolan í eyra hennar. April brosti og leit í kringum sig í herberginu. „Vertu ekki hræddur, Mike, ég er að ná mér. Þú barðir mig að óvöru, djöfullinn þinn“, sagði hún brosandi. „Án þess að ég væri viðbúin------“ „Vesalings stúlkan“, sagði Dolan með daufu brosi og leit á Ulysses. „Komdu, April. Þú verður að farg strax héðan, Roy er rétt farinn. Farðu í jakkann og skóna, Ulysses, og fylgdu April út bakdyramegin og út- vegaðu henni bíl“. „Já, ég skal gera það“, sagði Ulysses, sem naut þess í ríkum mæli að vera ein af aðalhetjunum í skálkapörum Mike. „Eg fer ekki út bakdyramegin“, sagði April. „Eg fer sömu leið og ég kom inn“. „Þú ferð bakdyramegin. Eg treysti Roy ekki um of. Eg held að hann hafi trúað því, sem ég laug að honum, en hann er afbrýðissamur, og náungi sem er jafn andskoti afbrýðissamur, getur líka verið brögð- óttur. Hann liggur kannske á gægjum einhvers staðar rétt í grendinni, og bíður þess að þú komir út“. „Svo er mér líka kalt“, sagði April. „Sjáðu, hvern- ig þú hefur farið með hárið á mér“. „Sjáðu, hvernig þú hefur farið með líf mitt“, sagði Dolan. „Komdu —“ Hann hjálpaði henni á fætur. „Farðu með Ulysses. Það er alltaf hægt að ná í leigubíl niðri á horninu. Hefurðu peninga?" „Eg hef alltaf peninga, herra Milce----“ „Það vissi ég ekki. Eg býst við að þú hafir mútað Ulysses með öllu, sem þú hafðir handbært. Farðu nú-----“ „Já, ég er að fara, en ég kem aftur-----“ „Ef þú gerir það, þá neyðist ég til að skera þig á háls. Ertu tilbúinn, Ulysses?" „Já, herra Mike“. „Farið þá-----“ Ulysses og April fóru út bakdyramegin. Dolan lok- aði á eftir þeim og fór upp. Hann slökkti og gekk út að glugganum, sem sneri út að götunni, og gæðgist út. Gatan var auð og enginn bíll sjáanlegur. Hann brosti og gekk inn í svefnherbergið. „Jæja“, sagði hann og virti fyrir sér föt Myru, en þau lágu snoturlega samanbrotin á stól við rúm- ið, og skórnir hennar undir skrifborðinu. „Hvernig hefur yður liðið ?“ „Er hún farin?“ spurði Myra. Hún snéri- sér á hliðina og reis við dogg. „Já — og ég vildi að þér væruð líka farin". „Ekki um að tala. Hérna er annars minningar- gripur, sem hin fagra vinkona yðar skildi eftir“, sagði hún og rétti honum ávísunina frá April. „Þökk“, sagði Dolan þurrlega og stakk henni í sloppvasa sinn. „Klígjar yður ekkert við að taka við peningum af kvenfólki?“ spurði Myra, sem skemmti sér yfir yfir- læti hans. ’ „Ekki þegar ég veiti verðmæti fyrir þá“, svaraði Dolan hranalega. „Nú-ú Segið þér mér. Eru allar nætur yðar svona sóttkenndar ?“ „Sóttkenndar?" sagði Dolan og glotti kuldalega. Plann fór í sloppinn og settist á rúmstokkinn. „Þetta er ekki sóttkennd nótt — hún er hundleiðinleg —“ „Þér eruð einstæður maður“, sagði Myra og hall- aði sér út af á koddann. „Þér eruð það undarleg- asta sambland af persónuleika, yndisþokka og sið- spillingu, sem ég hef nokkurntima komizt í kynni við------“‘ f „Bull“, sagði Dolan og slökkti Ijósið------ 5. Að nokkrum dögum liðnum kallaði Lawrence Dol- an inn á skrifstofuna sína. „Ástandið er orðið all ískyggilegt", sagði hann. „Segðu honum það Eckmann". ,,Já“, sagði Eckmann. Það er í stuttu máli á þessa leið: „The Cosmopolite" fær ekki nægar aug- lýsingar. I gær kom fimmta heftið út, og hvað hald- ið þér að við höfum fengið margar auglýsingar ?“ „Það veit ég ekki“, svaraði Dolan. „Sjö til átta blaðsíður, hugsa ég“. „Fimm og einn fjórða", svaraði Eckmann, „og tvær þeirra voru borgaðar. Það verða tvö hundruð dollarar". „Og hvert hefti kostar rúma 1000 dollara“, sagði Lawrence. „Svona er nú ástandið". „Heýrið mig“, sagði Dolan. „Eg hef enga þekk- ingu á f jármálahliðinni í þessu, en f jandinn lxafi það ef ég skil, livers vegna við þurfum að gefa þrjár til fjórar heilsíður af auglýsingum á viku. Við ættum að fá eitthvað fyrir þær“. „Það er vinsemdarvottur — við verðum að gefa þær“, sagði Eckmann. „Hálfu blaðsíðurnar, sem við gáfum ,,Coux-ier“ og „Times Gazette", voru endur- gjald fyrir tólf þumlunga auglýsingar í þeim. Hinar tvær blaðsíðurnar eru fyrir stórverzlanir, sem við ætlum að sanna, að við séum megnugir að iitvega nýja viðskiptavini------“ „Höfum við þá ekki útvegað þeim nýja viðskipta- vini ?“ „Ekki segja þeir“, svaraði Eckmann. „Þér vitið, hvað það er mér erfitt að selja þeim auglýsingar". „Jæja — en síðustu fjórar vikurnar er Myra búin að fá á fjórða hundrað áskrifendur. Það verða 2000 dollarar.Eru þeir líka búnir?“ „Já“, svaraði Lawrence. „Viljið þér sjá reikn- ingshaldið?" „Nei, ég trúi yður, en þetta kemur mér bara dá- lítið á óvart. Eg hélt, að við stæðum okkur prýði- lega — —“ „Gagnvart i'itstjórninni, já. Sú hlið málsins er í lagi, þar er allt eins og það á að vera — nema vitan- D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.