Þjóðviljinn - 02.10.1947, Blaðsíða 4
4
ÞJOÐVILJINN
Fimmtudagur 2. október 1-947 ■
þlÓÐVILJINN
Ctgefandi: Sameiningarfl.okkur alþýðu — Sósíaiistaílokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, &b.
B'réttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 10, eímí 6399,
Prentsmiðjusími 2184.
Aakriftarverð: kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. elnt.
JPrentsmiðja Þjóðviljans hJ.
Þlngið og hrunstjórnin
Alþingi komið saman. Þingmeirihlutinn, sem ber ábyrgð á átta
mánaða úrræðalausri hrunstjórn, fær nú til meðferðar það á-
stand, sem þessi stjórn hefur skapað vitandi vits á valdatíma sín-
um. Fer varla hjá því að fari um eiahvem háttvirtra þingmanna,
sem þarf á ný að fara að leika fyrir opnum tjöldum hið lítt öf-
undsverða hluverk ábyrgðarmanns slíkrar stjómar, ábyrgðar-
manns vesælasta og álitsrýrasta forsætisráðherra sem ísland hef-
ur átt, — ábyrgðarmanns utanríkisráðherra er litar daglegar
sorpgreinar í Morgunblaðið og reynir að sannfæra erlendar við-
skiptaþjóðir um að verð íslenzkra útflutningsvara sé alltof hátt,
ábyrgðarmanns hins svonefnda menntamálaráðherra og gróðiu’-
húsaeigandans, sem sér um að eytt sé gjaldeyri í blómla-uka nú
í haust, — ábyrgðarmanns Emils þess Jónssonar, er frægastur er
af nótnaskriftum og glæpatali um verkamenn, — ábyrgðarmanns
Jóhanns Þorkels Jósefssonar, sem reynt hefur af alefli síðustu
mánuðina að farga nýsköpunaifyrirtækjum en er annars frægur
sem eigandi dæmds svindlarafyrirtækis og fyrir útflutning ríf-
Iegra dollaraheimanmunda. Enda mun ríkisstjómin orðin tals-
verð hrollvekja allmargra þingmanna stjómarflokkanna.
*
Stjóm þessi hefur emnig þá sérstöðu meðai íslenzkra ríkis-
stjóma að hún hefur svikizt til valda á fölskum forsendum. Að-
eins einn af stuðningsmönnum hennar, að vísu sá ákafasti, Jónas
Jónsson frá Hriflu, var af samkembingi Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins í Suður-Þingeyjarsýslu kosinn á þing í fyrra
sumar með svipaða stefnu yfirlýsta og hrimstjómm hefui síðan
fylgt. Flestir þeirra lofuðu kjósendum allt annarri stefnu í kosn
ingabaxáttunni fyrir rúmu ári. Allir frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins munu hafa lofað kjósendum sínum
ao þeh’ skyldu stuðla að eflingu og framhaldi nýsköpunarinnar.
En , þegar á fyrsta vetri kjörtímabilsins láta þeir brúka sig til
þess að hnoða saman afturhaldsstjórn sem leggur dauða hönd
á mörg mikilvægustu nýsköpunarfyrirtækin. stöðvar það sem
með nokkni móti var hægt að stöðva og stefnir atvinnulífi og út-
flutningsmálum landsmanna í mikla hættu. Stuðningur þing-
manna, sem kosnir voru til að framfylgja nýsköpunarstefnunni,
við núverandi ríkisstjóm er ósvífið dæmi um algera fyrirlitningu
þeiria á vilja kjósenda shina og blygðunarleysi gagnvart hátíð-
legum kosningaloforðum.
Þó er annað dæmi enn blygðunarlausara. Hver einasti núver-
andi þingmaður stjómarflokkanna, nema Hriflu-Jónas, sór og
sárt við lagði í kosningabaráttunni í fyrra að standa gegn er-
Iendri ásælni og neita tilmælum erlends stórveldis um ítök hér á
landi. Sjálfsagt hafa margir þeirra gert það af einlægni og ekki
vitað um samspii flokksforingja sinna og bandarískra stjómar-
vaída. Bandaríkjamaðurinn Valdimar Bjömsson sem fylgdist öll-
um mönnum betur með þessum málum, lýsti því yfir opinberlega
í blaðagrein, hvernig lcröfur Bandaríkjanna voru látnar liggja
í þagnargildi um skeið vegna kosninganna. En þá var ekki eftir
neinu að bíða. Og það fannst 31 þingmaður sem gekk á bak orða
sinna við þjóðina og afsalaði dýrmætum landsréttindum til er-
lends stórveldis.
*
Þessir þingmenn sitja enn á þingi, styðjandi rambandi stjórnar-
hró afturhaldsins ,sem orðið er að viðundri innan lands og utan.
Hvernig hugsa þessir þingmenn sér framhald þessa kjörtíma-
biis síns? IJalda þeir áfram eftir þeirri hrunstefnu, sem þeir hafa
flækt sig í, svíkja meira og meira, komast lengra og lengra frá
sönnum vilja fólksins sem hefur sent þá á þing? Ætla þeir að
gera þetta í því trausti að langt sé til kosninga, í því trausti að
takast megi að blekkja þúsundir hrekklausra kjósenda til fylgis
við menn, uppvísa að óorðheldni? Eða kjósa nógu margir að
bjarga heiðri sínum, Alþingis og þjóðarinnar með breyttri stefnu.
Því svara þeir með þingstörfum næstu raánuði.
F1 u g á æ 11 u n
Frá og með 29. 9. verða
flugferðir vorar frá
Reykjavík sem hér segir:
Mánudaga:
Til Akureyrar
— Keflavíkurflv.
— Vestmannaeyja
Þrið judaga:
Til Akureyrar
— Egilsstaða
(um Akureyri)
— Hólmavíkur
— Keflavíkurflv.
— Vestmannaeyja
Miðvikudaga:
Til Akureyrar
— Fagurhólsmýrar
— Isaf jarðar
— Keflavíkurflv.
— Vestmannaeyja
Fimmtudaga:
Til Akureyrar
— Fáskrúðsf jarðar
— Keflavíkurflv.
— Neskaupstaðar
— Keyðarfjarðar
— Vestmannaeyja
Föstudaga:
Til Akureyrar
— Keflavíkurflv.
— Kópaskers
— Vestmannaeyja
Laugardaga:
Til Akureyrar
— Hornaf jarðar
— ísaf jarðar
— Keflavíkurflv.
— Vestmaimaeyja
Sunnudaga: -
Til Keflavíkur
Nánari upplýsingar í
skrifstofum vorum:
Á Reykjavíkurflugvelli
Símar 5040 og 6600
(fimm línur).
í Læjargötu 4
Símar 5040 og 6600
Flugfélag íslands h,f.
|liggur
^-H-l-HH-H-H-H-l-i-M-H-H
Um þingtímann
sinnir Eggert læknir Stein-
þórsson sjúkrasamlagssjúkl-
ingum mínum að læknast.
sinni Vesturg. 4. Viðtalstími
hans er kl. 4—6 e. h. Sjálf
anast ég allar heimavitjanir
og verð til viðtals að Hafnar
stræti 8, mánudaga, miðviku
dagaa og laugardaga kl. 9
—9,30, á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
KATKÍN THORODDSEN
læknir.
Auglýsing
nr. 10,1947
Srá skömmtunarstjéra.
4-
+
Viðskiptanefndin hefur samþykkt, samlcvæmt
heimild í 2. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um
sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri
bifreiða, eftirfarandi reglur um sölu og af-
hendingu á benzíni til annarar notkunar
en bifreiðaaksturs og notkunar handa flugvélum:
1. Aðili, sem þarf benzin til notkunar samkvæmt
samþykkt þessari, getur sótt um það til lögreglu-
stjóra í viðkomandi umdæmi, að sér verði út-
hlutað benzíni. Skal umsóknin skráð á þar til
gerð eyðublöð, sem skömmtunarskrifstofa ríkis-
ins leggur til, og skal þar tekið fram um hvers
konar vél er að ræða, hestorku vélarinnar, ben-
zíneyðslu á vinnustund og áætlaðan vinnustunda-
fjölda fyrir hverjar komandi tvær vikur.
2. Lögreglustjórum er heimilt, hverjuni í sínu um-
dæmi, að úthluta benzíni til þeirra nota, sem hér
um ræðir, fyrirfram fyrir allt að tveim vikum í
einu. Standi sérstaklega. á, þannig, að um óvenju-
legar fjarlægðir notanda (vélarinnar) frá skrif-
stofu lögreglustjóra eða umboðsmanns hans eða
frá benzínbirgðum sé að ræða, skal þó heimilt
að úthluta benzíninu fyrir lengri tíma í einu en
tvær vikui’. - -—
3. Lögreglustjói'um er heimilt að ákveða magn
þessara benzínskammta með hliðsjón af benzín-
eyðslunni og hinum áætlaða vinnustundafjölda
vélanna, eftir að hafa fullvissað sig um að rétt
sé frá skýrt um það hvorttveggja í umsókninni.
4. Óheimilt er benzínsölum að afhenda hreinsað
benzín, annað en sárabenzín, í stærri skömmtum
en 100 gr., án sérstakrar skrifíegrar heimildar
frá lögreglustjóra eða skömmtunarskrifstofu
ríkisins.
5. Úthlutanir á benzíni samkvæmt samþykkt þess-
ari skulu fara fram með því, að veita sérstök inn-
kaupsleyfi, á þar til gerðum eyðublöðum, sem
skömmtunarskrifstofa ríkisins leggur til, og má
ekki úthluta benzínmiðum (reitum) í þessu skyni.
Rejkjavík, 25. sept. 1947
Skömmtimarstjórinn,
4
J-H4-H-4-1-+4-W-H-44-4-4-Í-H-44-4-H-4H-4-44-4+-I-H-H-H-H-H-Í-H.
usti birgðakönnun á benzíni
Með tilvísun til reglugerðar um sölu og afhend-
ingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða frá
23. september 1947 er hér með Iagt fyrir alla þá,
sem eiga eða hafa undir höndum benzínbirgðir hér í
í umdæminu, fram yfir það, sem er á geymum far-
artækja, að tilkynna mér það þegar í stað skriflega,
hversu miklar slíkar birgðir eru og hvar þær eru
geymdar.
Rögreglustjórimi í Reykjavik, 1. október 1947.
Sigurjón Sigurðsson
Í — settur —
H-I-I-I“l-44444-H-H-I"l-I"I"i"I"I"H-l-H-H-444-)-I-H-l-I-44n-I-4-r-HH
Frönskunámskeið Alliance Francaise
í Háskóla Islands, tímabilið október — desember
hefjast í byrjun októbermánaðar.
Kennarar verða Magnús G. Jónsson mennta-
skólakennari og André Rousseau sendikennari.
Kennslugjald 150 krónur fyrir 25 kennslustundir,
sem greiðist fyrirfram.
Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á skrif-
stofu forseta fél., Péturs Þ. J. Gunnarssonar, Mjó-
stræti 6 sími 2012 fyrir 8. október.