Þjóðviljinn - 26.10.1947, Page 6
©
ÞJOÐVILJINN
Sunnudagur 26. október. 1947.
43.
Samsærið mikla
eftir
LIFID
AÐ YEDI
MICMEL SAYERS oa ALBERT E. KAHN
r
unum sundraðist keisaraherinn von bráðar'. Þýzku her-
mennirnir, stríðsþreyttir og agalausir, gerðust liðhlaup-
ar hópum saman.
Vegna hraðvaxandi sovéthreyfingar í Lettlandi, Lit-
úvu og Eistlandi afréð brezka herstjórnini að einbeita
stuðningi sínum að hvítliðaflokkunum er börðust í
Eystrasaltslöndunum. Maðurinn sem kjörinn var til að
stjórna þessum flokkum og hamra úr þeim samheldinn
her var hershöfðinginn Rudiger von der Goltz greifi, úr
þýzku yfirherstjórninni.
Goltz hershöfðingi hafði stjórnað þýzkum íhlutunar-
her gegn finnska lýðveldinu vorið 1918, skömmu eftir að
það land fékk sjálfstæði sem afleiðing rússnesku bylt-
ingarinnar. Goltz hafði farið Finnlandsferðina samkvæmt
beinni ósk Karls Gustav von Mannerheim baróns, sænsks
aðalsmanns og fyrrverandi fyrirliða í riddaraverði Rússa-
keisara, en hann var foringi hvítliða í Finnlandi.l)
Sem fyrirliði hvítliðahersins í Eystrasaltslöndum hóf
Goltz hershöfðingi ógnarstjórn til að útrýma sovéthreyL
ingunni í Lettlandi og Litúvu. Hermenn hans herjuðu
stór landsvæði og framkvæmdu f jöldaaftökur borgara.
Lettar og Litúvar höfðu lítið af hergögnum eða skipu-
lagningu til að standast þcssar grimmilegu árásir. Áður
en langt um leið var Goltz orðinn raunverulegur ein-
ræðisherra yfir þessum tveim þjóðum.
Bandaríska hjálparstofnunin undir stjórn Herberts
Hoover lét miklar matvælabirgðir til þeirra héraða er
hernumin voru af þýzka hershöfðingjanum Goltz.
Bandamenn urðu brátt í hálfgerðri klípu. Með þeirra
hjálp var Goltz öllu ráðandi í Eystrasaltslöndum, en
hann var samt þýzkur hershöfðingi, og af því leiddi þá
hættu að Þýzkaland reyndi að nota vald hans til að ná
tangarhaldi á þessum löndum.
I júní 1919 afréðu Bretar að setja í stað Goltz hers-
höfðingja annan er væri þeim handgengnari.
Vinur Sidney Reillys, Nikolas Júdenits, fyrrverandi
hershöfðingi í keisarahernum, fimmtíu og átta ára að
aldri, var skipaður æðsti foringi hinna endurskipulögðu
hvítliðaherja. Bretar samþykktu að leggja til þau her-
gögn er þyrfti til herferðar Júdenits hérshöfðingja til
Pétursborgar. Fyrsta hergagnasendingin átt.i að vera
allur útbúnaður fyrir 10 þúsund hermenn, 15 milljónir
skothylkja:, 3000 hríðskotariflar og allmargir skriðdrek-
ar og flugvélar. 2)
Fulltrúar hinnar bandarísku hjálparstofnunar Her-
berts Hoover lofuðu að sjá um matvæli til þeirra hér-
aða sem her Júdenits næði. — R. R. Povvers majór, yfir-
maður eistnesku deildarinnar í bandarísku hjálparstofn-
uninni samdi nákvæmar áætlanir um þær matvæla-
birgðir er þyrfti til að tryggja töku Pétursborgar með
hinum rússneska hvítliðaher Júdenits hershöfðingja.
Skip hlaðin birgðum hjálparstofnunarinnar er útdeila
átti á landsvæðum er Júdenits hertæki fóru að koma
til Reval.
1) Með tilstyrk hinna alvopnuðu liermanna Goltz tókst
Mannerheim barón að steypa finnsku ríkisstjórninni frá
völdum, og bauð hann Friedrich von Hessen prins,
tengdasyni Vilhjálms Þýzkalandskeisara, konungdóm í
Finnlandi. Til að berja niður andstöðu finnsku þjóðar-
innar, komu Goltz og Mannerheim á ógnarstjórn. Á
nokkrum vikum tóku hvítliðar Mannerheims af lífi 20
þúsund karla, konur og börn; tugum þúsunda var varp-
að í fangabúðir og fangelsi, þar sem margir létust af
pyntingum, hungri og kulda.
2) Einn af virkustu njósnurum Breta í norðurvesturher
ferðinni var Paul Dukes, náinn félagi Sidneys Reillys.
Duke tókst að fá stöðu í rauða hernum, og vann sem
gagnbyltinganjósnari og skemmdarverkamaður innan
rauða hersins er barðist gegn Júdenits. Þegar hvítliða-
herinn réðst gegn Pétursborg, lét Dukes sprengja upp
brýr er nauðsynlegar voru rauða hernum á undanhaldinu,
og kom í veg fyrir ráðstafanir, er áttd að torvelda
Júdenits sóknina. Dukes lét Júdenits vita um lwerja
hreyfingu rauða hersins. Hann hafði einnig nána sam-
vinnu við vopnaða hermdarverkamenn í Pétursborg, leif-
arnar af félagsskap Reillys, er biðu þess að hjálpa hvít-
liðunum, er þeir kæmu inrjj í borgina. Eftir heimkom-
una til London fékk Dukes aðalstfgn fyrir afrek sín.
Eltir Ilorace Me Coy '
„Það er líklega Carlisle,“ sagði Dolan og herpti
saman varimar.
„Já, líklega standa ekki neinir vinir þínir að þessu.
Þolirðu að segja okkur svolítið meira?“
„Mér líður ágætlega. Hvað er að höfðinu á mér?“
„Bara nokkrar skrámur — þær voru saumaðar
saman. Hvernig gekk erindið við ungfrú Christie?“
„Vel. Harry Carlisle hefur meira að segja gert
aðgerð á henni. Þegar hún vitnar gegn honum, fær
hann ævilangt fangelsi. Ég hef eiðfestan vitnisburð
frá henni —.“
„Hefurðu það — hvar er hann?“
„Undir sætinu í bílnum mínum. Skrepptu eftir
honum —“.
„Já — það skal ég sannarlega gera!“ sagði Bishop
og flýtti sér út.
„Hvers vegna hafðirðu það ekki í vasanum?“
spurði Myra.
„Til vonar og vara.“
„Það var heppilegt. Bullurnar stálu öllu, sem þú
hafðir á þér. Þeir kunnu verk sitt vel. Við kom-
um niður mínútu eftir að við heyrðum hvað gekk á,
og þá lástu meðvitundarlaus á jörðinni og allir
vasar þínir voru úthverfir. Ég er að hugsa um
það, hvort Carlisle hafi vitað, að þú varst búinn að
tala við ungfrú Christie -—“.
„Það held ég ekki. Þeir hafa bara tæmt vasa mína
af gömlum vana. Hvað eru þetta mikil meiðsl?
Réttu mér spegil —“
„Bara nokkrar skrámur. Það er allt og sumt —“.
„Það getur ekki verið mjög alvarlegt, fyrst ég get
bæði hugsað og talað og man allt sem gerðist. En
það er fjandi sárt —“
„Vitanlega. Liggðu nú kyrr, Mike —“
„Ég er gallhraustur. Hvers vegna í fjandanum má
ég ekki tala?“
„Láttu nú ekki svona, liggðu kyrr —“.
„Ég læt enganveginn. Hvers vegna heldurðu
alltaf að ég sé með látalæti? Sjáðu bara —“. Hann
settist upp og vatt sér fram á gólf. „Ég get meira
að segja staðið óstuddur.“
„Jæja — hálsbrjóttu þig bara — ekki skal ég
gráta þig —“.
Dolan stundi. Hann gekk að speglunum og skoð-
aði andlitið á sér. Það var löng skráma eftir miðju
uuiiinajiniiiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiimiiiiiiiiiiiÉtouiiafliiiiqiiiiiiiuiiiuininiiiiHiiuiiiiiiiiiiiininiií'iuiiiii.miiniiiiiiiiiiiiiniiffliwiiP’aBWuiiiiii
andlitinu, og höfuðið var vafið þykkum sáraum-
búðum .Hann velti vöngum framan í sjálfan sig og’
sneri sér síðan brosandi að Myru.
„I hamingjunnar bænum, farðu strax upp í rúm-
ið,“ sagði Bishop reiðilega um leið og liann kom
inn.
„Fannstu það?“ spurði Dolan.
„Ég las það á leiðinni upp. „Það er veigamikil
viðbót í ástalífsbókmenntir þínar.“
„Það er satt hvert einasta orð í því —“
„En það er ástlífslegseðlis engu að síður.
Hlustið þér nú bara á, Myra —“
„Það er óþarfi. Ég get gert mér í hugarlund
hvernig það h)jóðar,“ sagði Myra. „Finnst þér ekki,
að við ættum að koma þessum vitnisburði á öruggan
stað?“ spurði hún Dolan. „Eigum við ekki að geyma
hann i bankahólfinu þínu?“
„Ég býst við þvi. Mér er meinilla við að fara út
með þennan vefjarhött á höfðinu. Ég verð að Ijúga
upp svörum við ótal heimskuspurningum —“.
„Þú ferð ekkert^út, þú, verður kyrr hér,“ sagði
Bishop.
„Nei, djöfullinn hirði mig! Farið þið út, meðan
ég klæði mig.“
Bishop leit á Myru.
„Það er þýðingarlaust að þrátta við hann. Hann
myndi ekki sleppa þessu tækifæri, þó öll heimsins
auðæfi væru í boði. Hann nýtur þess að vera ofur-
menni, sérðu.“
„Hvað hefur komið fyrir yður ?“ spurði Grissom
Dolan, Jiegar þrenningin kom inn í prentsmiðjuna.
„Það var ráðist á mig —“
„Þeir stálu meira að segja skammbyssunni hans
og skýrteininu," sagði Myra.
„Carlisle?" spurði Grissom og sneri sér að Dolan.
„Ég býst við því —“
„Auðvitað. Hver ætti það annars að vera?“
sagði Bishop.
„Það var vel gert,“ sagði Grissom og hristi höf-
uðið. „Þér eruð ekki hræðslugjarn, Dolan.“
„Komdu nú með það, Mike. Viðurkenndu það
nú bara í þetta einasta sinn,“ sagði Myra.
Dolan glápti fólskulega á hana.
„Hvar gerðist þetta?“ spurði Grissom.
§iSgtiey|^it og flætHskerið
einu sinni var. Á síðustu árum
virðist alldauft yfir bók-
menntum og andlegu lífi þjóð
arinr.ar. Að vísu kemur rnikið
út af bókum, heilt syndaflóð
að strnium finnst. En þessar
bókmenntir eru býsna einhæf-
ar og lítil gróska virðist fljótt
á litið vera, ríkjandi hjá öðr-
um en útgefendunum. Á þessa
leiö eru í það rninnsta palla-
dómar margra um íslenzkt
bókmenutalíf. Víst er, að ís-
lendingar eru bókhneigðir og
lesa mikið bækur, en erfitt er
að ýmsu leyti að fá yfirlit til
fulls um ástandið í bókmennt-
um okkar. Hér . kemur ekkert
tímarit eða blað út, sem ein-j
göngu er helgað bókmenntunm
og mun slíkt einsdæmi hjá bók
menntaþjóð! Skírnir ætti að
fjalla um bókmenntir, af því
að hann er gefinn út af bók-
menntafélagi, en hann snýst
að mestu um allt annað efni.
Ehgin kókmenntasaga er til
eða fullkomin landssaga o~
mun hvort tveggja' einsdæmi
með bókmennta og söguþjóð.
Hvergi er hægt að fá tæmandi
yfirlit um, hvað kemur út hér
á landi nema helzt í viðauka-
skýrslum safnanna, og hvergi
eru reikningarnir gerðir upp og
sýnt fram á, hvernig ástatt er
á þessu sviði. Af þessum sök-
um hefur Þjóðviljinn snúið sér
til nokkurra manna og beðið
þá að skrifa um bókmenntir
fyrir blaðið. Þetta mun verða
reynt, og er í ráði, að blaðið
helgi þessu efni eitthvað af
rúmi sínu fyrst um sinn á
sunnudögum. Að vísu munu
greinarnar verða alls ófullnægj
andi, en við lítið má stundum
bjargast. Síðar verða einhverj
ir e. t. v. til þess að bæta um
þessi mál. Hér verða væntan-
lega birtar skrár yfir nýjustu
bækur á íslenzku og umsagnir
um þær helztu. Flcstum reyfur
um verður sléppt, því að þeir
mundu gera allar slíkar skrár
ó<TÚiega fyrirferöamik!ar..
Erfitt verður að fjalla nokkuð
um erlend rit sökum einangr-
unarinnar og auk þess hafa
flestar íslenzkar bóksölur ver-
ið til þessa dags um hundrað
ár á eftir tímanum. Mörg
helztu rit síðustu ára í bók-
menntum, listum og sagnfræði
hafa aldrei heyrzt nefnd á ís-
landi. B. Þ.
GJöF TIL KAPELLU
HÁSKÓLANS
„Prófessor“ Guðbrandur Jóns
son og frú hans hafa gefið
kapellu Háskólans í tilefni af
aldarafmæli Prestaskólans 2. þ.
m., forkunnar fagran hökul
gjörðan í Lyon á Frakklandi.
Hökullinn er úr hvítu silki og
lagður borðum gullbókuðum.
Félagið Alvara hefur 3.
fræðslukvöld fyrir almenning í
húsi Guðspekifélagsins í kvöld
kl. 9.
í fyrirsðgn á grein í Þjóðvilj-
anum í fyrradag um skömmtun-
arrnálin misp'rentaðist á mánuði
í stað á 3 mánuðum.