Þjóðviljinn - 12.11.1947, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1947, Síða 5
Miðvikudngrur 12. nóv. 1947. Þ JÓÐVILJINN 5 6. þing Sósíalistaflohksins: ÁLAÁLYKTUN 6. þing Sameinmgarflokk:- a'.þýðu Sósíalista- flokksins fagnar þeim mikla árangri, sem náðist fyr- ir alla alþýðu og íslenzku þjóðina í heild sinni þau tvö ár, sem flokkurinn tók þátt í stjórn landsins. Framfarir þessara ára hafa markað djúp spor, sem erfitt verður að afmá og haft gagnger áhrif á alla þróun þjóðfélagsins og íslenzk stjórnmál. Fiskiskipafl. var tvöfaldaður, f jórföldun flutnings- skipafl. tryggð, nýjar síldarverksmiðjur reistar, sem tvöfalda afköstin, ný hraðfrystihús reist og hafist handa um að koma upp fullkomnum verksmiðjum til vinnslu sjávarafurða. Lánsfjárskilyrði útgerðar- innar voru stórbætt og fiskverðið til sjómanna og útgerðarmanna hækkað um 45%. Nýrra markaða var aflað, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir þjóðarbú- skap Islendinga og alla afkomu þjóðarinnar. Komið var á fullkomnara skólakerfi og öll skilyrði fvrir menningarþróun íslendinga stórbætt, bæði alþýðu- fræðsla, æðri skólamenntun, sérmenntun og vísinda- starfsemi. Alþýðutryggingamar voru st.ó’uim endur- bættar og ýmsar aðrar félagslegar umbætur fram- kvæmdar. Verkamenn, fiskimemi og opinberir starfsmenn bættu kjör sín allverulega á þessu tímabili, meðal verkalýðsins tókst meiri eining en nokkru sinni fyrr og allnáin samvinna við útvegsmenn og hinn fram- sæknari hluta millistéttanna yfirleitt, - samvinna sem mun hafa ómetanlega þýðingu fmr framsókn íslendinga og Sósíalistaflokkurinn leggur meginá- herzlu á að ekki rofni, heldur megi eflast og aukast. Stjómarsamvinnan, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fylgdi af alhug og kjósendum var lofað í kosningunum 1946 að halda skyldi áfram, var rof- in fyrir áhrif erlendrar íhlutunar. Fyrir kosningar tókst Sósíalistaflokknum að fá því framgengt að kröfu Bandarikjanna um herstöðvar, var vísað á bug. Það var ekki fyrr en eftir kosningar að Banda- ríkin töldu tímabært að endumýja kröfu sína og hin- ir íslenzku vinir þeirra dirfðust að uppfylla hana, þrátt fyrir öll loforð og eiða frammi fyrir kjósend- um. Þar með var grundvöllurinn undir stjómarsam-í starfinu rofinn. En það var fleira, sem olli því, að ekki var hægt að halda stjómarsamstarfinu áfram,'; nema nýr málefnasamningur yrði gerður. Samtímis ■ því, sem afturhaldið í Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum fékk kjark til þess að afhenda ame- riskU heimvaldashmunum herstöðvar, tók það að spymá fæti við nýsköpuninni og öilum þeim ráðstöf- ununi'sem þurfti til að tryggja hana. Barátta Sósíal- istafl. fyrir þri að spara innstæður íslendinga erlendis, að svo miklu leyti sem þeim var ekki ráð- stafað til nýsköpunar, fyrir bankapólitík og ráð- stöfunum í verzlunarmálnm, er tryggðu gmndvöil nýsköpunarinnar, bar ekki árangur, og mikil tregða var á því að tryggja viðskiptasambönd við lönd, ut- an áhrifasvæðis hins vestræna auðvalds. 6. þing Sósíalistaflokksins staðfestir afstöðu mið- stjómar og fulltrúa flokksins í ríkisstjórn til þess- ara staðreynda og þær ályktanir, sem af þeim voru dregnar af þingflokki og flokksstjórn. Þingið lýsir sig samþykkt stefnuskrá þeirri fyrir áframhaldandi stjóraarsamstarfi, sem flokkurinn lagði fram og því tiiboði flokksstjómar og þingflokks að taka þátt í ríkisstjóm, með hverjum þeim þingmeirihluta, sem með honum vildi vinna í samræmi við þau megin- sjónarmið, sem þar em sett fram. Stefna afturhaldsstjómarinnar hefur reynzt eins og Sósíalistaflokkurinn sagði fjTÍr um. Hún liefur stöðvað nýsköpunina, stofnað atvinnulífi Islendinga í hættu með viðskiptasamningum, sem miðaðir eru við hina afturhaldssöðiu utanríkispólitík hennar og hagsmuhi verzlunaráuðvaldsins, án tillits til hags- muna íslenzku þjóðarinnar. Hún hefur þegar bakað þjóðarheildinni tugmilljóna króna tjón, með tilraun- um sínum til að rýra lífskjör verkaiýðsins og mjmdi ekki hafa hikað við að stöðva sílda.rvertíðina, ef ekki hefði verið tekið í taumana af hálfu samtalca verka- manna og útgerðarmanna sameiginlega. Verkalýðs- stéttin hefur reynzt nógu samhent og öflug til þess að hrinda árásum hennar af höndum sér. En ríkis- stjómin trúir á kreppu og stefnir beinlínis að at- vinnuleysi. I skjóli þess býst hún nú til allsherjar atlögu til þess að rýra kjör verkalýðsins og ann- arra vinnandi stétta, og hneppa verkalýðssmtökin í f jötra þvingunarlaga. Hún hefur hótað að stofna enn á ný, til víðtækra vinnudeilna sér til stuðnings í fyrirhuguðum ráðstöfunum af hálfu ríkisvaldsins, gegn almenningi. Hún vinnur að sundrungu meðal þjóðarinnar, að því að etja stéttunum hyorri gegn annarri. Það eru miklar hættur framundan, ef þessi ríkis- stjórn verður áfram við völd. Það er hætta á því að hún sigli atvinnuvegum landsmanna í strand og geri þjóðina efnahagslega og stjómmálalega háða er- lendum stórveldum. Þetta verður íslenzka þjóðin að koma í veg fyrir. Hún má ekki láta stjórninni takast sundrungarstarf sitt. Enginn ágreiningur um framtíðarskipun þjóðfé- lagsins, má standa í vegi fyrir sameiginlegu átaki allra þeirra afla með þjóðinni, sem vilja spyrna fæti við hinum þjóðhættulegu fyrirætlunum afturhalds- ins og sækja fram á vegum nýsköpunarinnar. Sósíal- istaflokkurinn miðar allt starf sitt og stefnu á hverju stigi þróunarinnar við hið sósíalistíska mark- mið sitt. En næsta verkefni hans er ekki þjóðnýting í stómm stíl eða gerbreyting framleiðsluháttanna í sósíalistískt horf nú þegar, heldur barátta fyrir efnahagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði lands- ins, fyrir stórstígum atvinnulegum framkvæmdum, sem grundvöll fyrir bættum kjörum og auknu öryggi alls almennings, fyrir menningarlegum og félagsleg- um framförum, fyrir eflingu alþýðusamtakanna, og tryggingu virks lýðræðis og samtakafrelsis fólks- ins, gegn ógnun hins nýja fasisma. Flokkurinn verð- ur því að einbeita kröftum sínum að því, að sam- tfylkja öllum framfaraöflum þjóðarinnar um þessi gverkefni, án tillits til skoðana manna á þjóðmálum .að öðru leyti, eða annarra ágreiningsefna vegna , mismunandi afstöðu þeirra til framleiðslunnar. Framleiðslustéttirnar og samtök þeirra og allir þeir, sem eiga afkomu sína undir því, að framleiðsla landsmanna aukist og eflist, að stýrt verði hjá kreppu og atvinnuleysi, að Island verði efnahags- lega sjálfstætt, verða að taka höndum saman til þess að koma þessari stjóm frá, áður en henni tekst að vinna frekari skemmdarverk og sameinast um nýja stjórn, er styðst við samtök fólksins í landinu. Þessi samtök geta verið allsráðandi, ef þau koma sér saman. Sósíalistaflokkurinn mun vinna að því, eftir því sem hann framast megnar, að slíkt sam- komulag geti tekizt. Þingið telur að það verði að byggjast á eftirfarandi meginatriðum, sem nánar er gert grein fyrir í samþykktum þingsins um liina einstöku málaflokka: 1. Barátta fyrir algerðu sjálfstæði þjóðarinnar og utanríkisstefnu, er sé óháð erlendum stórveldum. Herstöðvarsamningnum sé sagt upp þegar Is- land hefur rétt til þess. Staðið sé á verði um samn- ingsbundin réttindi Islendinga og allri frekari á- sælni vísað á bug. 2. Áframhald nýsköpunarinnar og einbeiting allra krafta þj.óðarinnar, vinnuafls, fjármagns og gjald- eyris, að framleiðslunni í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði, þannig að tryggt sé að hver hönd hafi jafnan verk að vinna við þjóðnýt störf. 3. Lögð verði rík áherzla á að afla nýrra, öruggra markaða og viðskiptasambanda, með það fyrir augum að tryggja þjóðina, svo sem framast er kostur fyrir kreppum og viðskiptasveiflum auð- valdsheimsins. < 4. Skipulagning á innflutningi til laudsins og nýt- ingu fjármagnsins með þarfir framleiðslunnar og nýsköpunarinnar og heildarhagsmuni þjóðar- innar fyrir augum. Heildarstjórn, samkvæmt á- ætlun, á atvinnulífi þjóðarinnar, að svo miklu leyti sem kostur er með ríkjandi framleiðsluhátt- um. 5. Ráðstafanir til að lækka verðlag og framleiðslu- kostnað, með aukinni tækni og afköstum, betra skipulagi á atvinnu- og verzlunarmálum, er létti byrðum óhófslegs gróða braskara og milliliða af framleiðslunni og öðrurn þeim ráðstöfunum, sem nauðsjmlegar kunna að reynast og framleiðslu- stéttimar koma sér saman um. 6. Markviss framfarastefna í félagsmálum og menn- ingarmálum. Vitaskipið Hermóður Framhald af 8. siðu Aðalvél skipsins er 390 hest- afla Atlas-Diesel, og mestur hraoi þess 12 sjóm. á klst., Ljósavél er 30 hestafla Skandia vél. Á þilfari eru 4 rafmagns- vindur',. nefnilega akkerisvinda, bátavinda og tvær vindur til los unar og lestunar. Stýrisvél er olíuknúin. Skipverjar verða 10 og eru vistarverur þeirra rúmgóðar og vistlegar. Fyrir háseta eru tvö tveggja manna herbergi, en annars allt eins manns herbergi. Auk þess er eitt farþegaher- bergi, fyrir tvo, og í káetu eru hvílur fyrir tvo farþega. I þil- farshúsinu miðskipa er rúmgóð- ur matsalur, eldhús, kæliklefi og salerni, en í brúnni er stórt stýrishús, kortaklefi og her- bergi skipstjóra. I skipinu er miðstöðvarhitun, og rafljós bæði frá Ijósavél og rafgeym- um. Af siglingatækjiun hefur skip ið m. a. bergmálsdýptarmæli, miðunarstöð og talstöð. Áttavit inn er af nýrri gerð og stendur uppi á þaki stýrishússins, og sér sá er stýrir á hann í gegn um sjónpípu (eins og á nýju ísl. togurunum). Hér í Reykja- vík verður sett í skipið hátalari (loud-hailer), ljóskastari og rafknúinn stýrisliússgluggi (clear view screen). Fyrirkomulagsteikningar af skipinu eru gerðar á Vitamála- skrifstofunni af Pétri Sigurðs syni í samráði við Guðm. B. Kristjánsson skipstjóra, er lézt síðastliðið vor, en hann var frá upphafi, og meðan honum ent- ist aldur til, skipstjóri gamla Hermóðs. Eftirlit með smíði skipsins höfðu þeir Ólafur Sig- urðsson skipaverkfræðingur og Jóhann Björnsson vélstjóri. Skipstjóri nýja Hermóðs er Guðni Thorlacius og 1. vélstjóri Guðjón Sigurðsson. Aðrir skip- verjar eru aðallega þeir, sem áður voru á gamla Hermóði, en hann er nú orðinn svo útslitinn að honum mmi verða lagt upp fyrir fullt og allt, enda 56 ára. ítalir biðja um um- boðsstjórn í Eritreu ítalíustjórn liefir farið þess á leit við stjórnir Frakklands, Bretlands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, að þau feli henni umboðsstjórn í Eritreu, fyrrverandi nýlendu Itala við Rauðahaf. Rannsóknarnefnd fjórveldanna er nú á leið til Eritreu til að kynna sér óskir íbúanna um framtíð landsins. Abbesinía hefir gert kröfu til Eritreu. Kosningar á Ítalíu 7. marz Ákveðið hefur verið að þing- kosningar fari fram á ítalíu 7. marz í vetur eða þrem mánuð- um fyrr, en áður var ákveðið. Stafar það af því, að stjórn- lagaþinginu, sem nú situr, og kosið var í júní 1946, hefur mið að vel áleiðis að Ijúka við að semja stjómarskrá fyrir ítalíu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.