Þjóðviljinn - 13.11.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1947, Blaðsíða 5
Finunttidagur 13. nóv. 1947. ÞJÓÐVILJINN 5 BRÍF til Hans Helgidóms, Píusar XII. Páfa, byskups yfir Róm og vor Ðrottins höfðusmann í þessum jarðneska táradal, með aðsetri í Róm, frá einum syndara fyrir Hans Helgidóms augliti, Gísla úr Hlíð á því heiðingjanna landi, Islandi !) Yðar Herlegheit. Það er von mín, að ekki falli nein rýrð á Yðar Herleg- heit, né heldur dragi úr Yðar Herlegheita dýrðarljóma, þótt ég taki mér penna í hönd og beini til Yðar Herlegheita þess- um fátæklegu línum mínum og beiðni um mildilega uppfræð- ingu. Svo bið ég Yðar Herleg- heit velvirðingar á því, að lær- dómur minn í blessuðu Látínu- máli er of klénn, til þess að ég geti notað hann við pár þetta, en ég vænti þess, að Yðar Herlegheita frómur og skírlífur þénari, doctor Philos- ophiae Greifswaldensis, pro- fessor honoris causa Guðbrand- ur Jónsson, þýði tilskrif þetta úr heiðnu íslenzku máli, því svo sérdeilislegs lítillætis andans getum vér ekki vænzt af Yðar Herlegheitum, að Yðar Herleg- heit hafi lært mál heiðinnar út- kjálkaþjóðar. Tilefni bréfs þessa er það að hingað í mína sveit hafa borizt þær skelfilegu fréttir, að Yðar Herlegheit hafi fyrir nokkrum dögum sungið í bann og anathe- ma allra kommúnista og jafn- aðarmanna af gamla skólanum, og það með þeim afleiðingum, að þeim skuli ekki í lifandi lífi veitt kristileg náðarmeðul þessa heims né annars, að þeim skuli á dauðadegi jafnvel neitað um smurningu með heilögu oleo, nema að þeir á hinztu stundu, annaðhvort með fingrapati eða með því að drepa tittlinga, gefi til kynna sína einlæga iðrun og aftur- hvarf. Þeir skulu og heldur ekki fá kirkjulega greftun með vígðu vatni og reykelsi.. Þykir mér grátlegt hlut- skifti þessarra, að þeir skuli af Yðar Herlegheitum reknir út í hin yztu myrkur og sviftir Yð- ar Herlegheita áhrifarikri milli göngu og verða settir í sveit með höfrimum á hinum yzta degi og þar með útskúfað frá samvistum við hina útvöldu sauði, svosem Yðar Herlegheit, Yðar Herlegheita fyrirrennara Johannes XXIV. og Alexander VI. svo og hans Herradóm bless aðan Jón Gerreksson. Nú er svo ástatt hér í mínum hrepp að hér er einn þessara af Yðar Herlegheitum nú bannsungnu mönnum, lærður maður Guð- mundur Einarsson frá Hóli sem segir að þessi bannsaungur Yð- ar Herlegheita sé ekki nýtt og vegna þess, að ég vil að allt slíkt baknag berist Yðar Her- legheita signuðum eyrum, 1) A.D. 1923 kom út til Is- lands eitt af Yðar Herlegheita náðarkertum, nú til Herrans dýrðlegs fagnaðar inngenginn Willem kardináli van Rossum, erkibyskup af Jerusalem og patriarki úti í Sesareu og vígði sálugan (ekki þá að vísu) Mar- tein Meulenberg stórum víxlum og var sá ágæti preláti séra Marteinn samkvæmt þeim gerð- ur að „prefectum apostolicum in partibus infidelium'1, en það útleggst á vora tungu „Postul- legur ráðsmaður í löndum heið- ingjanna”. Því skilst mér, að vér séum allir vansælir heið- ingjar hér á Islandi. j skrifa ég niður orðrétt það sem þessi nú fordæmdi maður af illu rigti uppdigtar um heilaga kirkju. Skrifað niður eftir signor Guðmundi Einarssyni, studioso frá Hóli, en af mér ei trúað: „Pius IX páfi bannsa'ung hinn 8. des. 1864 í boðskap sínum „Syllabus conplectens praecipuos nostrac aetatis errores”, en í henni lýsti hann yfir því, að páfakirkj- unni bæri yfirstjórn allra verðslegra mála og visinda. Henni bæri að stjórna öllum menningarmálum og stjórn- málaskoðunum almennings. Hann lýsti trúarfrelsi, og frelsi því til kenninga, sem aðrir- trúflokkar en pápiskir njóta, hina örgustu villutrú, svo og almennt skoðana- frelsi, prentfrelsi og hugsana frelsi. Allir frjálslyndir menn, jafnaðarmenn og verkalýðsforingjar væru út- sendarar satans. Bíblíurann-; sóknir væru og satans véla- brögð. Pius páfi talaði í þetta sinn ex cathedra og því í nafni Drottins og vei'ða orð hans ekki véfengd né aftur tekin. Þessi boðskapur gildir fyrir alla pápiska, jafnt í Róm sem í Reykja- vík og því eru klerkar þeirra sem hér kenna við skóla, skyldir, og varðar eilífri sáluhjálp þeirra ef útaf er brugðið, að reyna að snúa lærisveinum sínum, eldri sem yngri til páfatrúar". Eg vil taka fram, Yðar Herlegheitum til upplýsingar, að fólkið í rninni sveit virðist ' almennt trúa þessu ófróma rigti og segir i sinni forherðingu, að Yðar Herlegheit hafi með bann- saungnum aðeins endurtekið lítið eitt af því, sem Yðar Her- legheita fyrirrennari hásællar endurminningar etc, hafi áður sagt, en að Yðar Herlegh. bresti nú kjark til þess að endurtaka allan bannsaung Yðar Herleg- heita fyrirrennara af ótta við að frelsaðir í Reykjavík og öðr- um borgum muni ekki kunna við hann. Já, Yðar Herlegheit verða að fyrirgefa dirfsku mína og sérframtrönulegheit, en ég ó- verðugur vil minna Yðar Her- legheit á einn púnkt, sem varð- ar mig sjálfan miklu: Þegar frómt náðarkerti Willem kardi- náli van Rossum, erkibyskup af Jerúsalem og patriarki af Sesareu etc. etc, kom út til Islands, sótti ég helgar tíðir, sem hann saung í Jesú Hjarta Kirkju (nú hnefaleikahús). Flutti hann oss þá, nauðstödd- um syndurum, sem þar voru (en engum, alls engum öðrum), þann gleðiboðskap að Yðár Herlegheita fyrirrennara hefði þóknazt að veita öllum, sem messu hlýddu 300 — skrifa þrjú hundruð — daga aflát fyrir drýgðar syndir item 600 — skrifa sex hundruð daga aflát — fyrir ódrýgðar syndir. Var mér sagt að hann hefði upp á vas- ann bréf undirritað af heilögum Pétri með tilheyrandi umboði. Ég hefi nú reynt 'alla tið síðan að spara þessa 600 eftir veikum mætti og vil nu gjarnan biðja Yðar Herleg- heit að senda mér náðarsam- legast við fyrsta tækifæri, sund- Framhald á 3. síðu. Lækkun dýrtíðarinnar og trygging reksturs bátaútvegsins, án ' skerðingar í lífskjörum verkalýðsins ^ * Alyktun 20. þings Alþýðusambandsins í atvinnu- og dýrtiðarmálum ‘20. þing A. S. I. telur að sú nýsköpun atvinnu- veganna, sem framkvæmd var á árunum 1944—46, hafi verið eitt mesta framfaraátak, sem unnið hefur verið í þjóðarbúskap Islendinga. Sá grundvöllur, sem lagður var með nýsköpunar- stefnunni, veitir þjóðinni aðstöðu til betra lífs og aukinnar menningar, ef réttilega er á málum haldið. Þingið átelur hins vegar þá stefnu í atvinnumál- um þjóðarinnar, sem nú hefur ríkt að undanförnu, þar sem framhald hennar hlýtur óhjákvæmilega að leiða af sér algera stöðvun nýsköpunarinnar ,al- mennt atvinnuleysi verkafólks. Þingið mótmælir þeirri stefnu, að auka álögur á almenningi með auknum tollabyrðum og þeim kröfum afturhalds- ins, sem miða að því að velta byrðum dýrtíðarvanda- málanna yfir á herðar alþýðunnar. Það er staðreynd að meiri auður er nú i fárra manna höndum á íslandi, en nokkru sinni áður. Það er einnig stað- reynd að þjóðartekjurnar eru meiri nú en áður. Alþýðan getur því ekki samþykkt að fórna neinu af sínum lífskjörum, sem myndi verða til þess að auka enn við gróða hinna ríku og gera tekjuskiptinguna ennþá óréttlátari, en hún er. Eins og atvinnumálum landsins er nú háttað, telur þingið brýna nauðsyn á að þegar í stað verði gerðar öflugar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og til þess að tryggja framleiðslu þjóðarinnar. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við aðra aðUa í landinu um ráðstafanir í þessu efni. Þær ráðstafanir, sem gerðar verða þurfa að fela í sér það meginatriði, að tryggja almenningi í landinu að minnsta kosti jafngóð lífskjör og að undanfömu. Þingið vill benda á eftirgreind atriði í sambandi við lausn dýrtíðarvandamálanna: 4 * 1. Bátaútvegnum verði tryggt fast lágmarksverð fyrir fiskinn, sem tryggi hlutasjómönnum rétt- lát kjör í samræmi við aðrar atvinnustéttir. 2. Að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til þess að létta af bátaútgerðinni óeðlilegum milliliðakostn- aði og til þess að koma í veg fyrir okur á út- gerðarvörum og óhófseyðslu í útgerðarkostnaði. 3. Að útgerðinni og fyrirtækjum, sam rekin eru í beinu sambandi við hana, verði séð fyrir nægi- legum lánum með hagstæðari lánskjörum, en ver- ið hefur. 4. Að afurðasalan verði endurskipulögð með það fyrir augum að samræma hana meira en nú er, og til þess að tryggja verkalýðssamtökunum eðlilega íhlutun um afurðasöluna. 5. Að verzlunarskipulaginu verði gjörbreytt og milliliðagróði heildsalanna útilokaður m. a. með aukinni samvinnuverzlun og landsverzlun. Verð- lagseftirlitið verði skerpt svo, að það nái tilgangi sínum. 6. Að tollar verði lækkaðir eða afnumdir á helztu nauðsjmjavörum almennings, en í þess stað hækkaðir skattar á hátekjum og stóreignum. 7. Að ráðstafanir verði gerðar til þess að lækka óhóflega húsaleigu og koma í veg fyrir hvers- konar húsaleiguokur. Jafnframt sé byggingar- félögum verkamanna og byggingarsamvinnufé- lögum gert kleift að halda áfram nauðsynlegum íbúðabyggingum í stórum stíl. 8. Að strangar reglur séu settar til þess að tryggja hagnýta notkun gjaldeyris án þess að gengið sé á heilbrigð lífskjör almennings. Þannig sé komið í veg fyrir óþarfa innflutning, óhagstæð innkaup og gjaldeyrisflótta úr landi. Reynt verði að fá uppgefnar og aflientar gjaldeyriseignir íslend- inga erlendis. 9. Að dregið verði í hvívetna úr kostnaði við em- bættisrekstur ríkisins. 10. Að framkvæmd skattalaganna verði bætt og' reistar skorður við því, að fé sé dregið út úr atvinnurekstrinum til annarra hluta. 11. Að jafnhliða framantöldum ráðstöfunum verði Wyggt að næg atvinna sé handa öllum og að fjármagni þjóðarinnar sé einbeitt í gagnlega upp byggingu. Þingið vill sérstaklega undirstrika, að það telur, að ekki komi til mála, að hlutasjómenn ráði sig til vertíðar upp á aflahlut, nema fast örugglega tryggt fiskverð liggi fyrir í byrjun vertíðar og að það fiskverð sé svo hátt, að það veiti hlutamönnum réttlát kjör borið saman við aðrar atvinnustéttir. Kjörorð þingsins er: Uppbygging ari’innuvegamia, Aldrei framar at\innuleysi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.