Þjóðviljinn - 18.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1947, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Þrið jndagur 18. nów. -194T. þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningai-flokkur alþýfiu — Sósíalistaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7600 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f. • Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 Sími 7510 (þrjár linur) í slóð Göbbels Reikningsskil við rikissíjórnina: Loforð og efnáir Árangurinn, sem íslenzka afturhaldsliðið fær af hinni göbbelsku baráttu sinni „gegn kommúnismanum" er að verða heldur rýr, og í sumum málum virðist kommúnista- grýlan hafa þveröfug áhrif við tilætlunina. Tvö nálæg dæmi úr íslenzkum þjóðmálum skulu nefnd. Forsvarsmenn herstöðvasamningsins gerðu það að meginatriði áróðurs síns, að engir nema kommúnistar væru andstæðir samningnum. Gekk dálítið erfiðlega að sann- færa íslenzka blaðalesendur um þetta, því margir þuiftu ekki annað en lítá í sjálfs sín barm til að afsanna þá stað- hæfingu. Líka þótti mönnum ótrúlegt, að margir þeirra þjóðkunnu manna, sem andmæltu herstöðvasamningnum., væru allt í einu orðnir kommúnistar, og hin skýringin, sem gripið er til, að ,,kommúnistar“ hafi alveg sérstakt lag á að „plata“ andans menn til fylgis við sig, er of moð- hausaleg til að hún þyki almennt trúleg. í umræðunum um hei'stöðvasamninginn á Alþingi í haust lagði Gylfi Þ. Gísla- son prófessor sérstaka áherzlu á þetta atriði, að mótspyrna gegn samþykkt samningsins og uggur um framkvæmd hans næði langt út fyrir raðir hinna svonefndu „kommúnista“. Formaður þess flokks, sem Gylfi er þingmaður fyrír, Stefán Jóhann Stefánsson, reis þá upp og sagðist svo þekkja hug Alþýðuflokksmanna um allt land, að þeir fáu, sem óánægðir hefðu verið með samninginn í fyrra, hefðu nú alveg séð að sér. Jafnframt hlakkaðist forsætisráð- herrann yfir því, að Þjóðvamarfélagið, sem stofnað var til að vinna gegn samþykkt herstöðvasamningsins og að uppsögn hans, hefði lognazt út af. Fundur Þjóðvamar- manna í fyrradag sýnir, að forsætiátáðherrann hefur hælzt um helzt til snemma, þó ekki verði því mótmælt, að æski- leg hefði verið meiri staifsemi af hálfu Þjóðvamarfélags- ins síðan samningurinn var samþykktur. En kommúnista- grýlan í þessu máli er máttlaus, nema gegn þeim, sem nota hana. Annað dæmi er málflutningur forsvarsmanna öl- bruggunaifrumvarpsins, sem nú er fyrír Alþingi. Aðal- flutningsmaður þess lýsti því yfir í gær, að mótspyrnan gegn því máli væri öll komin frá „kommúnistum“. Jafn- framt því að hann fór háðulegum orðum um þau bindindis- og kvenfélög, sem sent hafa Alþingi harðorð mótmæli gegn lögleiðingu áfenga ölsins, afhenti þessi íhaldsþingmaður, Sigurður Bjamason, „kommúnistum“ öll þessi félög, full- yrti að þau með mótmælum sínum væru að ganga erindi ,,kommúnista“. Þetta er annað dæmi um það, að kommún- istagrýlan er notuð svo, að hún gerir upphafsmenn sína að athlægi. Alda almenningsálitsins gegn ölfrumvarpinu verður ekki lægð með því að kalla alla andstæðinga þess „kommúnista". Það er í þessu máli eins og fleirum lokaráð afturhaldsmanna, er verja vondan málstað, og mun ekki duga þeim. ★ Hvarflar það aldrei að þessum afturhaldspokum, að með slíkri notkun á kommúnistagrýlunni geti árangurinn orðið útbreiðslustarfsemi fyrir sósíalismami ? Hver veit nema einhver trúi því, ef Stefán Jóhann og Bjarni Bene- diktsson bera það blákalt fram, að einungis „kommúnistarí' séu andvígir því afsali landsrettinda, sem fólst í samþykkt flugvallarsamningsins, og dragi af því þá rökréttu ályktun, að þessir „kommúnistar“ og stefna þeirra væri þess verð að kynna sér hana nánar. Þessi getur afleiðingin orðið af kommúnistaníðinu bæði hér og erlendis. Islenzkum stjórn- málamönnum dugii' ekki lengur, hversu hrifnir sem þeii eru af fyrir-myndum þýzkra nazista og bandarísks auð- vaids, að hreykja sér hátt og gala um „baráttuna gegn kommúnismanuni“. Þeir verða dæmdir eftir verkum sín- um, og þeim einum. Ríkisstjóruin hefur nú setið að völdum í rúma níu mánuði og „stórráð“ hennar, fjárhags- ráðið, hefur fengið að sýna landsmönnum blessun sina. Það er því rétt að bera nú saman loforð rikisstjórnarinnar og efndir. Hún var svo skynsöm þessi ríkisstjóm að láta lög- festa loforð sín í 2. grein lag- anna um fjárhagsráð. Skulu þau loforð nú talin upp orð- rétt hér og efndimar taldar jafnhliða. Stefnuloforðin eru tal in fyrst, efndirnar á eftir. 1 loforð: „Að öll framleiðslu geta sé hagnýtt og öllum verk færum mönnum trygð næg og örugg atvinna! Efndir: Atvinnuleysið er komið, eftir að ríkisstjórnin hefur gengið með — fyrirætlan- ir sínar í níju mánuði. Uppsögn- um í atvinnu rigrir yfir. En amerískir verkameim eru i'lutt- ir inn, til að t.ika vinnu frá íslendingum. Enginn er lengur öruggur um atiinnu sína, nema þeir sem skammta eymdina og volæðið. — Síldin veður utan við landsteinana, verðið á henni er framúrskarandi hátt, en ríkisstjómin og „stórráðið'* láta bankana binda tugi báta í iandi með skuldafjötrum og peningaleysi, svo þeir komast ekki út til þess að afla millj- ónagjaldeyris fyrir þjóðina. Þannig er „öll framleiðslugeta hagnýtt til fulls‘“!! 2. loforð: „Að öllum vinnandi mönnum, og þó sérstaklega þeim, er stunda framleiðslu- vinnu til sjávar og sveita, séu tryggðar réttlátar tekjur fyr- ir vinnu sína og komið í veg fyrir sérréttindi og spákaup- mennsku“. Efndir: Rikisstjórnin hefur rembst við að hindra vinnandi stéttirnar í því að fá réttiátar tekjur fyrir vmnu sína og reynt að sxindla á sjómönnum og út- vegsmönnum með því að seija afurðir þeirra lægra verði en fá anlegt var. Hinsvegar reynir hún að gera heildsalana að eins konar erfðastétt með sérréttlnd um til að okra á iandsmönn- um. 3. ioforð: „Að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og framleiðendur rekstrar vörur sínar á hagkvæmasta hátt og vörukaup til landsins og vörudreifing innanlands gerð eins ódýr og hagkvæm og frek- ast er imt“. Efndir: Þetta hefur verlð svikið svo hatramiega að neyt- endum er^algeriega neitað um freisi til innkaupa og fjölda framleiðenda beinlínis hindrað- ur í að kaupa nokkurn skap- aðan hlut til framleiðslu sinu- ar, svo iðnaður stöðvast í stór- um stíl. 4. ioforð: „Að áframhald verði á öflun nýrra og fullkom inna framleiðslutækja til lands- ins, eftir því sem gjaldeyrisá- stæður og vinnuafl levfir frek- ast, enda verði trvggt fé ti! framkvæmdanna jafnóðum.“ Efndir: Nýsköpunin er alveg stöðvvið, að svo miklu leyti, sem ríldsstjórnin og stórráð megna. Svikist um að koma upp lýsisherzluverkmiðju og öllum þeim stórframkvæmdum, er und irbúnar voru. Eáðgert að draga á langinn uppkomu nýju orliu- veranna við Sog og Laxá, unz algert öngþveiti hlýzt af. Vís- vitandi dregið úr gjaldeyrisöfl- uninni með því að draga úr út- gerðinni og jafnvel stöðva hana, — til þess að skapa átyllu til stöðvunar og hruns. Hinsvegar er vesaldómurinn, — ef eklii annað verra — í sínum algleym ingi, þegar á að tryggja fé tU framkvæmdanna Ríkisstjórn, sem kallar það glæp, að verka- menn geri verkfall, til þess að verja lífsltjör sín, aðhefst ekk- ert þó 200 milljónamæringar í Reykjavik, sem eiga 500 millj- ónir króna í skuldlausum eign- um, geri „verkfall“ gegn þjóð- inni og okri á fjármagninu í stað þess að láta atvinnulífinu það í té. Ríkisstjórnin þorir hvorki né vill afla f jár til nauð synlegra íramkvæmda, af því það þýðir m. a. að reka fjár- magnið úr helldverzluninni út í framleiðsluna, en það banna heUdsalarnir þjónustu sinni að gera. 5. loforð: „Að byggðar verði verksmiðj:ur og iðjuver til þess að vinna Sem mest og bezt úr öllum framleiðsluvörum til lands og sjávar, þannig að þær séu seldar úr landi eins full- unnar og frekast er kostur og við staðsetningu verksmiðjanna verði tekið tillit til hvors tveggja í senn, framleiðsluskil- yrða og atvinnuþarfa pinstakra byggðarlaga.“ Efndir: Svo f jarri fer að haf- izt hafi verið hana um nýbygg- ingar, að stiiðvaður hefur verið uudirbúningur, sem 3angt var á veg kominn. Og meira að segja, þegar þingið samþykkir í vor byggingu síldarverksmiðjunnar á Austurlandi, sem skuli nú byrj að á, þá svikst stjórnin um að framkvæma fyrirsklpun þings- ins. 6. loforð: „Að bæta starfsskil yrði iðjuvera, sem framleiða vör ur, er spara þjóðinni gjaldeyri". Efndir: Þetta loforð, sem tek ið var upp eftir bröfu Félags ísl. iðnrekenda, hefur verið svik ið svo herfilega, að irmlendur iðnaður býr nú við verstu kjör, sem hann hefur þekkt síðan kreppunni 1933, allt vegna hrá- efnaskorts, meðan ríklsstjórnin lætur flytja inn lúxusbíla handa gæðingum síiuim fyrir mUljón- 7. ioforð: „Að atvinnuvegir landsmanna verði reknir á sem hagkvæman hátt á - arðbærum grundvelli og stöðvist ekki vegna verðbólgu og dýrtíðar". Efndír: Ríkisstjðrnin reyndi með ofstæki sínu að hindra að síldarútvegurinn yrði yfirleitt rekinn í sumar. Ríkisstjórnin reynir nú með því að koma af stað vinnudeilu milli verka- manna og atvinnurekenda að hindra að þorskútvegurinn verði rekinn á vetrarvertíð. Jafn- framt reynir hún með svikráð- um sínum, hvað snertir sölu sjávarafurða, að spilla fyrir út- gerðarmöguleikum landsmanna. Og í því málinu, sem hún mest hefur gumað af verðbólgu- og dýrtíðar-vandamálinu þá hefur þessi ríidsstjórn aukið verðbólg- una hraðar en nokkru sinn fyrr hefur gerzt, komið á hamstri og svörtum markaði, sem Amerík- anar og aðrir gæðingar hennar njóta góðs af, og gert dýrtíðina miklu tilfinnanlegri fyrir al- menning en áður, með því að leiða visvitandi atvinnuleysið inn í landið. M. a. s. því, sem ríkisstjómin lofaði ákveðnast: að halda vísitölunni í 310 stig- um, hefur hún svikið, bæði með þeirri vitleysu sinni að hækka tollana og með því að vilja ekki taka fé með sköttum á auð mennina, tU að halda henni niðri. Og eftir níu mánaða ves- ala setu í ráðherrastólunum er ríkisstjórnin jafn fjarri skyn- samlegri lausn dýrtíðarmálsins og í upphafi. 8. loforð: „Að húsnæðisskorti og heilsuspillandi íbúðum, hvar sem er á landinu, verði út- rýmt með byggingu hagkvæmra íbúðarhúsa." Efndir. Þvi fer svo fjarri að ríkisstjórrán geri nokkra tilraun til að láta byggja íbúðarhús, hvorki hagkvæm né óhagkvæm, að hún og „stórráð“ hennar bamiar landsmönnum beinlínis að byggja þak yfir höfuð sér, þó þeir eigi efnið, og lætur lög reglu hundelta þá, ef óttast er um að þeir noti byggingaefni til þess að byggja sér liagkvæm íbúðarhús. Menn geta nú dæmt þessa stjórn eftir loforðum hennar og efndum. Vart mun hjá því fara að stjórnin og „stórráð" henn- ar verði úrskurðuð af almenn- ingi sem vesælustu stjórnar- völd, sem setið hafa yfir hag- landsmanna síðan í hádanska tíð, enda nú um nýja tegund útlendrar landsstjómar að ræða. — En hitt er svo fyrir sál fræðinga að athuga hvatir þess ara ráðherra og „ráðs-manna“ og segja hvar fávizkan og úr- ræðaleysið endar og fantaskap- urinn og fúlmennskan byrjar. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.